Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 12
12
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 9. okt. 1960
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar- Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók.: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 2?, 180
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
FULL AFKÖST
I LLUR rekstur hins ís-
lenzka þjóðarbús er nú
níeð fullum afköstum, og hef-
ur verið að undanförnu. Að
vísu má segja að á tímum
vinstri stefnunnar hafi einnig
oftast verið full atvinna, en
gallinn var sá að uppbóta-
kerfið,. höftin og þvinganirn-
ar beindu vinnuaflinu ekki
inn á þær brautir, sem skil-
uðu mestum afrakstri.
Með afnámi fjárfestingar-
hafta og rýmkun innflutnings
ins annarsvegar og einu gengi
hinsvegar, er augljóst að
vinnuafl og fjármagn beinist
að þeim atvinnugreinum,
sem mestum hagnaði skila og
þess vegna eru þjóðhagslega
æskilegastar. Af þeim sökum
næst full nýting allra at-
vinnuþátta þjóðarinnar á
hinn hagkvæmasta hátt.
Kynlegt er því, þegar
stjórnarandstæðingar halda
því fram, að viðreisnin lami
allt atvinnulífið, útgerðin sé
að fara á hausinn, bændur
séu að hætta við búskap, laun
þegar geti ekki lifað af tekj-
um sínum, verzlun og iðnaður
berjist í bökkum o. s. frv., o. s.
frv.
Sannleikurinn er sá, að hin
slæma nýting framleiðsluafla
þjóðfélagsins á tímum vinstri
stefnunnar, varð þess vald-
andi að sömu lífskjörum varð
ekki haldið án þess að safna
stórfelldum skuldum er-
lendis, hvað þá, að hægt væri
að bæta lífskjör þjóðarinnar.
Af því leiðir, að fyrsta ár við-
reisnarinnar hlýtur að
þrengja nokkuð að, því að
rétta hefur orðið við greiðslu-
hallann við útlönd og ekki er
nóg með að við ætlum okkur
að lifa af þeim tekjum, sem
við öflum, heldur þurfum við
líka að standa undir fyrri ó-
reiðuskuldum.
Hitt er svo að sjálfsögðu
ánægjulegt að stjórnarand-
stæðingar skuli lýsa því yfir,
að byrðunum sé jafnt skipt
niður á þjóðfélagsþegnana, er
þeir krefjast meiri tekna fyr-
ir alla aðila þjóðfélagsins,
hvort heldur eru launþegar
eða vinnuveitendur.
Því miður er ekki hægt að
bæta kjör allra stétta, fyrr en
árangur viðreisnarinnar fer
að gera verulega vart við sig.
Þess vegna verður hver að
búa að sínu og ánægjulegt að
stjórnarandstæðingar skuli
telja að enginn beri óhóflega
úr býtum, meðan erfiðleik-
arnir frá vinstri stjórninni
vara.
NETANOTKUN
ÖÐRUM stað í blaðinu er
birt grein eftir Má Elís-
son, hagfræðing, um verð á
fiski hérlendis og í Noregi.
Kemur m. a. fram í greininni,
að veiðarfærakostnaður þar
er greiddur af skipverjum
gagnstætt því sem hér gerist.
Ástæða er til að ætla að
veiðarfærakostnaður hér-
lendis sé óhæfilega mikill.
Þannig mun netakostnaður
hafa komizt allt upp í 1 kr. á
kíló fisks, sem á land kemur,
eða um 40% af verðmæti afl-
ans. Hlýtur mönnum að koma
í hug, hvort aðferð Norð-
manna sé ekki líkleg til að
draga úr veiðarfærakostnað-
inum, þ. e. a. s. að sjómenn-
irnir beri hann sjálfir og
hlutaskiptum sé breytt til
samræmis við það.
En fleira er athugavert við
netakostnaðinn. Haraldur
Böðvarsson, útgerðarmaður,
gat þess í grein, sem hann rit-
aði í Morgunblaðið fyrir
skömmu, að takmarka þyrfti
netanotkun, og taldi hann
heppilegt að notkun hvers
báts miðaðist við 80 net. —
Hugsanlegt virðist vera að
ákveða hámark neta nokkuð
eftir aflabrögðum hverju
sinni.
Þess munu vera dæmi að
bátar hafi verið með allt upp
undir 150 net og komast þeir
þá ekki yfir að draga þau og
fiskurinn verður skemmdur
og lélegur, er hann berst að
landi. Talið er að erfiðleikar
útvegsins stafi að allmiklu
leyti af því að gæði fisksins
séu ekki nógu mikil. Tak-
mörkun á netanotkun virðist
því mjög koma til greina til
að bpta hráefnið.
Sjalfsagt munu sjómenn og
útvegsmenn athuga þessar
leiðir, eins og aðrar, enda
verður útvegurinn nú að laga
sig eftir breyttum aðstæðum,
reyna að draga sem mest úr
erlendum kostnaði og auka
aflaverðmætið eftir föngum.
Ekki þarf að efa að útvegs-
menn munu beita sér til að
leysa þann vanda, sem að
steðjar, enda er meginþorri
þeirra harðduglegir menn, þó
að slóðar finnist þar innan
um, eins og annars staðar.
Stokkhólmsbúar
fagna nýju leikhúsi
— Borgar-
leikhús-
inu
H IN N 21. október verður
merkur dagur í leiklistarlífi
Stokkhólmsborgar. Þá tekur
til starfa nýtt leikhús —
Borgarleikhúsið. — Leikhús-
stjóri verður Lars-Levi Lá-
stadius, sem er kunnur af 10
ára starfi sínu sem forstjóri
bæjarleikhússins í Málmey.
• UMFERÐ
Þótt leiklistarunnendur fagni
einróma þessu nýja „fyrirtæki",
hefir allt málið lengi verið mjög
umdeilt — og hefir verið rætt
um stofnun leikhússins um ná-
lega 30 ára skeið, áður en það nú
loks kemst á laggirnar. — Og
það er raunar skiljanlegt, að
deilt hafi verið um málið, því ef
litið er á stofnun leikhússins frá
efnahagslegum og fjármálalegurr
sjónarhóli eingöngu, þá er hér
um að ræða, að Stokkhólmsborg
bætir nú á sig enn einu hallafyrir
tækinu.
— ★ —
Einn helzti baráttumaðurinn
fyrir stofnun Borgaraleikhússins
hefir verið Hjalmar Mehr, borg-
arstjóri fjármála í Stokkhólmi —
enda er hann formaður stjórnar
leikhússins. — Nýlega bauð hann
væntanlegum leikurum og öðru
starfsliði hins nýja leikhúss tii
Afmælis
„módell"
A FÖSTUDAG eiga Ford-
verksmiðjurnar þýzku þrjá-
tíu ára afmæli, og verðUr
þá mikið um dýrðir í Köln. I
— Þangað kemur Henry 1
Ford II, forstjóri Ford fé-
Iagsins, og þangað kemur
Adenauer kansiari, sem var
borgarstjóri í Köln fyrir 30
árum, þegar Henry Ford
eldri lagði hornstein að
verksmiðjunum.
f tilefni afmælisins kem-
ur á markaðinn nýtt „mód-
ell“ af Ford Taunus 17 M,
sem sýnt er á meðfylgjandi
mynd. Eins og sjá má er
bifreiðin verulega breytt
frá því sem var.
að það hafi ráðið úrslitum um,
að Borgarleikhúsið er stofnað em
mitt nú, að hið „lifandi leikhús"
á í vök að verjast gegn sjón-
varpinu — og þarfnast því „liðs-
auka“.
— ★ —
Hið nýja leikhús fær inni til
bráðabirgða í „Folkets Hus“, að-
alþinghúsi verkalýðshreyfingar-
innar. Þetta hús er nýtt, vígt sL
vor, snotur, nýtízkuleg bygging.
Er nú annríki mikið þar innan-
veggja við að undirbúa fyrstu
sýningu hins nýja leikhúss.
★ MIKIL STARFSEMI
Borgarleikhúsið byrjar starf
sitt með því að sýna leik eftir
Spánverjann Lope de Vega _____
en auk þess er ráðgert að sýna
verk eftir O’Casey, Adamov,
Sbakespeare, Moliere, Bert
Brecht o. fl. á þessu fyrsta starfs
ári. — Auk þess er ráðgert að
leikhúsið hafi sýningar í úfcborg-
um Stokkhólms — og mun sú
starfsemi hefjast með sýningu á
„Fröken Júlíu“ Strindbergs. Leik
stjóri verður hinn þekkti ballett-
höfundur Birgit Culiberg, sem
varð kunn hér á landi sl. vor,
er hún stjórnaði ballett sínum
„Fröken Júiíu“, í Þjóðleikhúsinu.
Lars-Levi Lastadius,
forstjóri hins nýja leikhúss
veizlu — og lauk hann ræðu sinni
við það tækifæri með svofelldum
orðum: „Mehren hefir geru
skyldu sína — nú getur hann
farið“.
★ ÓÁNÆGJA
Höfuðorsök þess, að ákveðíð
var að stofna borgaraleikhús í
Stokkhólmi, er ríkjandi óánægja
með leikhússlíf borgarinnar.
Vissulega eru allmörg leikhús fyr
ir í borginni, en þau eru yfirleitt
fremur lítil, og miklar og veru-
lega markverðar sýningar fá
menn nánast hvergi að sjá nema
í Dramaten, sjálfu konunglega
leikhúsinu, og svo öðru hverju í
nokkrum af einkaleikhúsunum.
— Með Borgarleikhúsinu bætist
hins vegar við nýtt „stór-leikhús"
— að stærð til mitt á milli
Dramaten og hinna stærstu einka
leikhúsa. — E. t. v. má þó segja,
S/ö frambjóðendur um
fvö grœnlenzk þingsœti
KAUPMANNAHÖFN, 7. okt. —
Kosningar fara fram í Græn-
landi 15. nóvember og vcrða
kosnir tveir þingmenn til að sitja
á danska þjóðþinginu. Kjördæm-
in eru tvö, "Norður- og Suður-
Grænland. í nokkrum héruðum
Iandsins, svo sem Thule, Ang-
magsalik og Scoresbysund-hér-
uðum hafa aldrei áður farið
fram almennar þingkosningar.
Endanleg talning fer ekki fram
fyrr en næsta vor vegna þess að
sum byggðarlögin einangrast
alveg yfir háveturinn. Frá þeim
byggðarlögum verður þó hægt
að safna bráðabirgðatölum með
simskeytum til Góðvonar.
Frambjóðendur um þessi tvö
þingsæti eru sjö, þar af einn
Dani. f Norður-Grænlandi bjóðá
sig fram Grænlendingarnir
Peter Egede útgerðarstjóri, Pet-
er Nielsen túlkur, Knud Hertling
lögfræðingur og Carl Broberg
verkfræðingur og Daninn Micha-
el Gam, sem heíur verið skóla-
stjóri í næstum heilan manns-
aldur og er vinsæll meðal íbú-
anna. Séra Elias Lauf, sem hef-
ur verið þingmaður þessa kjör-
tíæmis býður sig ekki fram að
þessu sinni.
í Suður-Grænlandi eru tveir
frambjóðendur, séra Erlingj
Höegh í Julianehaab, sem er t»ú|
verandi þingmaður kjördæmis-1
ins og tók við sætinu af Augo
Lynge, er fórst með skÍDÍnu
„Hans Hedtoft". Hinn frambjóð
andinn Nicolaj Rosing skóla-
stjóri, sem hefur verið skipaður
skólameistari fyrsta menntaskól
ans í Grænlandi. en menntaskóli
sá á að taka til starfa í Holsteins
borg eftir tvö ár.
Kosningabaráttan í Grænlandi
er nú hafin. Ekki skiptust fram
bjóðendurnir í vissa stjórnmáia
fiokka að evrópskri fyrirmynd.
Grænlenzka útvarpið mun út-
varpa stjórnmálaumræðum, þar
sem alllr frambjóðendurnir fá
að koma fram og gera grem
fyrir máli sínu.
AKRANESI, 7. okt. — Stóru línu
bátamir voru með 4ra—5,5 tonna
i afla. Síldarbátamir hafast ekki
I að og liggja í vari. Lélegur afli
I var hjá triHúnum. — Oddur