Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 3
Sunnudagur 9. okt. 1960 MnnCTJJVhLAÐIÐ 3 LANDHELGISDEILAN og viðræðurnar við Breta eru um þessar mundir í hugum manna. Af þeinc sökum er staddur hér i landi brezkur blaðamaður Llewellyn Chanter, maður stórblaðsins Daily Telegraph. Þótt fiskurinn verði okkur og Bretum að ágreiningsefni verður blaðamennskan það ekki. Við ræðum við skemmti- legan stéttarbróður hvort sem fiskurinn er 'veiddur innan eða utan við tólf mílna mörkin. Fréttamað- ur Mbl. átti þess kost að fara með Mr. Chanter í of- urlítið ferðalag um síðustu helgi. 'Veðurguðirnir sáu okkur fyrir góðu veðri, sem hélt okkur ferðafélög- unum í góðu skapi. Fyrst námum við staðar i Hveragerði og skoðuðum suð rænan firóður og sjóðandi Ch&nter: — Þeir trúa þvi ekki að ég hafi verið á íslandi þegar þeir sjá þessa niynd. hveri. Það er oft gaman að skoða okkar fagra land í fyigd með útlendingum. Þeir sjá það um leið í nokkuð öðru ljósi en við erum vanir að sjá það. Undrun hins brezka blaða- manns var mikil yfir iðra- krafti jarðarinnar í Hvera- gerði. Þegar við komum að Grýtu hafði hún gosið fyrir nokkr- um mínútum einhverju stærsta gosi sinu á sumrinu að sögn kunnugra. Við brugð- um okkur því frá og fengum okkur kaffisopa, því sagt var að hún myndi gjósa aftur að þremur stundarfjórðungum liðnum. Og hún stóð samvizku samlega við það. Við hörm- uðum að hafa ekki tíma til þess að horfa á Sóða í Hauka- dal gjósa sínum fögru gosum, en Sigurður Greipsson segist geta látið hann gjósa hvenær sem vera skal. Gamii Geysir er orðinn ellimóður og í sum- ar gaus hann ekki nema tvisv ar að mannaóskum og var bor- in í hann sápa í bæði skiptin. Nokkrum sinnum skvetti hann úr sér óumbeðinn. Óþerrishola í Haukadal hefir verið dauf í sumar, en stað- reynd er að hún hagar gosum sínum eftir veðri. Þegar ó- þurrkur eða úrkoma er í nár.d magnast hún að mun. Af því hefir hún hlotið nafn sitt, sem er gamalt. En þetta var útúrdúr. ★ Við skoðuðum blóm og kín- versku bananatrén í Hvera- gerði. Þegar við tókum mynd af brezka blaðamanninum í blaðaskrúði bananatrjánna sagði han að starfsbræður sínir heima myndu segja, er þeir sæju myndina, að það væri ekki að furða þótt eng- ar fregnir kæmu frá viðræðu- fundunum á ísiandi, þar sem han hefði alls ekki verið þar, heldur einhvers staðar í suð- urlöndum. Á rölti okkar um gróðurhúsin hittum við nokkra af brezku sendinefnd- armönnunum. Þeir voru að kaupa sér blóm, til hvers vit- um við ekki. Við enduðum ferðina á Þing völlum. Bretar hafa nefnt Parlamentið sitt móður þjóð- þinganna, en þing íslendinga hafa þeir nefnt ömmu þeirra. Dipplómatiskt, ekki satt? Vig. Rúmlega 200 börn í nýja Mýrarhúsaskólanum í vefur HINN NÝI Mýrarhúsaskóli, — barna og unglinga skóli Sel- tjarnarneshrepps — mun taka til •tarfa 14.—17. okt., sagði Páll Guðmundsson skólastjóri, í stuttu •amtali við Mbl. í gær. Þessi nýja skólabygging er hin veglegasta. Þar verða 7 kennslu •tofur, sem hver um sig getur rúmað 30 nemendur í senn. Eru þær bjartar og skemmtilegar. I kjallaranum verða smíðastofur fyrir drengi og handavinnustofa fyrir stúlkur. Þær verða ekki full gerðar fyrr en um áramótin sagði Páll, og getur kennsla því ekki hafizt í þessum greinum fyrr. Jafnframt því sem verið er að leggja síðustu hönd að skóla- stofuúum, verður leiksvæði skól ans afgirt með 2ja m. hárri net Framh. á bls. 14 Sr. Jón Auðuns, dómprófastur; Stærsta vandamálið Þeir trúa því ekki, að i verið á íslandi DWIGHT L. Moody, predikarinn frægi, sagði: „Ég hefi átt í meiri erfiðleikum með sjálfan mig en nokkurn mann, sem ég hefi hitt á lífsleiðinni". Það vantar ekki að vér þekkj- um erfiðleikana. Vér kynnumst þeim í bernsku. Þeir fylgja oss fram á grafarbakkann. Hvarvelna verða þeir fyrir oss á veginum. stundum eins og steinvölur, nógu stórar til þess að vér steytum við þeim fót, stundum eins og risa- björg, sem vér verðum að beygja hjá. Erfiðleikana þekkjum vér, en eru það erfiðleikarnir, sem D. L Moody talar um og urðu honum þyngri í skauti en allt það erfiði, sem hann hafði af öðrum mönn- um, og var það þó mikið? Lífið setur alla menn, fyrr eða síðar í þá aðstöðu, að þeir kom- ast ekki hjá, að sjá, að af öllum vandamálum þeirra eru þeir sjálf ir mesta vandamálið, að innra með sjálfum þeim býr það, sem óförum þeirra og vandkvæðum veldur. Hitt er annað mál, að oss þykir síður en svo gaman, að standa andspænis þeirri stað- reynd. Menn leita orsakanna utan við sjálfa sig, kenna umhverfinu, aðstæðunum um ófarir sínar, jafnvel forlögum. Ingimundur gamli trúði því, að hann hefði flutzt búferlum til Islands meir af atkvæði rammra hluta (forlaga) en eigin fýsi. í fornsögunum sjáum vér ríka til- hneiging forfeðranna til þess, að leita orsakanna að því, sem á ann an veg gekk en þeir vildu í dul- mögnum og forlögum fremur en f eigin harmi. Jafnvel forngrísku skáldin, einkum harmleikahöf- undarnir miklu röktu harmsögur persónanna til þeirra dularfuliu forlagaafla, sem þeir tödu stýra lífsrás manna. Þessar hugmyndir eiga engan stað í kristindóminum. Fjallræða Krists og dæmisögur géfa ekki tilefni slíkra hugmynda. Sú sann færing Shakespeares, að orsak- anna að óförum manna sé að leita í barmi þeirra en ekki í nokkru örlagavaldi utan við þá, er eitt af því, sem gerði hann að því óviðjafnanlega störbrotna harm- leikaskáldi, sem hann varð. Allar hinar sígildu persónur hans, Brútus, Hamlet, Macbeth, Ot- helló, allir brotna þ'eir á böli, sena á rætur í eigin barmi þeirra. Þó eigum vér fæstir i þeim erfiðleikum með sjálfa oss, sem D. L. Moody þekkti mesta. Það eru aðrir erfiðleikar, sem oss er flestum miklu hugstæðara að fást við. Menn sniðganga vandamálin, sem innra með sjálfum þeim búa, og telja sig bera ábyrgð á mörgu öðru fremur en á sjálfum sér. Um miðja 18. öld hófust mann- úðar- og umbótahreyfingar miklu víðtækari en áður höfðu þekkzt. Hin ævagamla spurning Kains: ,,Á ég að gæta bróður míns?“ fann meiri og kristilegri hljóm- grunn í sálum vestrænna manna en nokkru sinn fyrr, síðan á dög- um frumkristninnar, og svo hefir farið fram til þessa dags. Um þetta er allt lofsamlegt að segja, allt gott annað en það, að 'sú hætta getur verið fyrir dyr- um, að menn sökkvi sér svo niður í að hugsa um vandamál annarra, að þeir gleymi því, að í eigin barmi búa þau vandamál, sem vér megum sízt vanrækja. Það er miklu auðveldara að fyllast meyrlyndum, viðkvæmnislegum áhuga fyrir erfiðleikum annarra en að taka föstum manndóms- tökum þau vandamál, sem í eig- in barmi búa. Ég hefi lesið, að skáld hafi dreymt kynlegan draum. Hann þóttist hafa unnið stórán fjársjóð, en hjúpuð vera kom og hrifsaði af honum fjársjóðinn. Hann þóttist hafa unnið s«r frægð, en aftur kom hjúpaða veran og sneri frægðinni í for- smán. Hún réðst að sænginni han* og svipti hann svefni. Hún kom og eitraði mat hans, er hann sett- ist að borðum. Og hún spillti vin um hans við hann. Loks þóttist hann standa fyrir altarinu með undurfagurri, ungri stúlku, og sæla hans var fullkomin. Enn kom hjúpaða veran og hrópaði: „Ég banna þennan hjúskap". Þá varð manninum loks nóg boðið. „Hver ertu?-‘ hrópaði hann, réðst að hjúpuðu verunni og svipti af henni andlitsblæj- unni. En, vei; Hann sá andlit sjálfs sín. Hinn ókenndi bölvald- ur var hann sjálfur! Drauœu., — aðeins draumur. En sannleikur samt. Það sem eyðileggur flestra manna líf, býr í þeim sjálfum. Ekki í forlögun- um. Ekki í stjörnunum, heldur í þeirra eigin hjarta. Predikarinn frægi kvaðst hafa átt í meiri erfiðleikum með sjálf- an sig en alla menn, sem hann hefðj hitt á lífsleiðinni. Þekkjum við, þú og ég, þessa erfiðleika? Tif þess að glíma við þá, — raun ar marga aðra en fyrst og fremst þá — hefir Guð beint fótum þín- um á veginn, sem þú ert að ganga nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.