Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 11
Sunnudaeur 9 oET. 1960 ifrtp/’rvRr 4 niÐ 11 Már Elísson: INiorska fiskver&ið EFTIRFARANDI grein eftir Má Elísson birtist í nýút- komnu hefti af Ægi, tímariti Fiskifélagsins. Þar sem mikið hefir verið að undanförnu rætt um fiskverð hér og í Noregi hefir Mbl. fengið leyfi til að birta greinina: TÖLUVERÐ blaðskrif og umræð ur hafa undanfarið átt sér stað um fiskverð í Noregi og á ís- landi, og virðist allmikils mis- skilnings oft hafa gælt, sem mestmegnis virðist spretta af því, að gerður er samanburður á ýmsu þar og hér, sem í rauninni er ekki sambæri- legt. Sá, er þessar línur ritar, hefur haft nokkra aðstöðu til að kynna sér þessi mál og vill því í dálkum Ægis vekja athygli á nokkrum mikilvægum atriðum, sem nauðsynlegt er að hafa í huga, þegar þau ber á góma. Þorskveiðar. Þorskveiðum Norðmanna má í höfuðdráttum skipta í tvo flokka, þ.e, veiðarnar við Lófót og Finn xnörku annars vegar og úthafs- veiðarnar, sem einkum eru stund aðar með línu á fjarlægari mið- um (við ísland, Grænland, Ný- fundnaland og víðar). Hvorugur þessara flokka er á beinan hátt sambærilegur við íslenzka út- gerð. í síðari flokknum kemur verðsamanburður ekki til greina, þar sem aflanum er landað sem fullstöðnum saltfiski. Hlutaskipti hjá báðum þessum flokkum verða rædd hér á eftir. A. Landróðrabátar. Hér er mestmegnis um að ræða báta, sem gerðir eru út frá höfnum Norður-Noregs, sem fyrr segir, og stunda þorskveiðar á vetrar- og vorvertíð. Flestir þessara báta eru smáir, allt niður í opna báta. Vertíðarsvæðinu er skipt í fimm verðlagssvæði og eru nokkrir undirflokkar í hverju. Auglýst fiskverð er sem hér seg ir og miðast við slægðan og haus aðan fisk (hér á landi miðast fiskverðið við sl. fisk m. haus). Verð þetta gildir frá 1. febr. 1960. Þorskur yfir 43 sm Þorskur undir 43 sm Ufsi .............. 85 (90)* 79 69 62 57 54 Ýsa, stór, til fyrsting ar .............. 80 69 Ysa, stór, aðrar verk unaraðferðir .... 52 49 Langa .............. 85 79 Steinbitur (frysting 45 45 Keila .............. 71 65 Karfi .............. 79 69 (» greiddir eru 90 norskir aurar pr. kg. í nokkrum verstöðvum I l.ófót á timabilinu X. febr. til 30. april 1960). Beinar niðurgreiðslur eru 6-10 norskir aurar á kg eftir verðlags svæðum og greiðast fiskkaupend um, en einungis á fyrsta flokks fisk. Á lélegri fisk, þ.e. leginn, skaddaðan eða fisk, sem á annan hátt telst ekki nægilega góður, greiðist allt að 25% lægra verð. Óbeinar niðurgreiðslur og greiðslur úr verðjöfnunarsjóðum er erfitt að meta, en hvort tveggja miðast oftast við útflutn ing. En þar sem fiskverð eru á- kveðin fyrirfram er undir hælinn iagtð hvort þau eru i samræmi við markaðsverð fiskafurða hverju sinni. Hins vegar eiga þessar greiðslur að brúa bilið að nokkru eða öllu. Hið auglýsta verð gildir um fyrsta flokks fisk, en lélegri fisk ur er mjög verðfelldur og mat og flokkun nákvæm og ströng. Verðjöfnun sú, sem við lýði er i Noregi og styrkir til ákveðinna fiskveiða, er að því leyti hættu- legt fyrirbæri, að útgerðarmenn hafa minni tilhneigingu tál að breyta til um útgerðarhætti og stunda þann veiðiskap, sem mest an raunverulegan arð gefur hverju sinni (þ.e. án styrkja). Jafnvel má i þessu sambandi tala um óbeina hvatningu til þeirra að stunda óarðbærari veið ar. Hlutaskipti hjá ofannefndum bátum er í stórum dráttum sesm hér segir. Á línúbátum er venjulega fimm manna áhöfn, sjaldnast nokkur landmaður. Áflanum er skipt í 8 hluti, þar af fær bátur inn þrjá; um aukahluti er venju lega ekki að ræða. Olía og beita er tekin af óskiptu, en sjómenn leggja sjálfir til öll veiðarfæri. Meðalafli hjá línubátunum hef ur undanfarið ár numið á milli 20 og 30 lestum yfir vetrarver- tíðina, sem oftast stendur í 2% mánuð. Á netjabátum er 7 til 8 manna áhöfn og er aflanum skipt í 12 staði, þar af fær áhöfnin 8 hluti. Olía er tekin af óskiptu, en sjómenn leggja sjálfir til veiðar færi. Meðalafli á bát yfir vetrar vertíð er svipaður og hjá línu- bátunum. Kauptrygging sem slík þekkist ekki, en fari tekjur sjómanna nið ur fyrir ákveðið lágmark fá þeir greiddar, sem svarar ísl. kr. 2.100,00, á mánuði. (Hér er kaup trygging háseta tæplega kr. 5.700,0(T á mánuði). Greiðslur þesssar eru inntar úr sérstökum sjóði — Statens Garantifond — en tekjur sínar fær sjóðurinn frá ríkinu og sjómönnunum sjálfum, sem greiða nú í hann (4% af skipta-aflanum. B. tJthafsveiðar: Á hinum stærri úthafsförum er 14—16 manna áhöfn. Um 32% aflaverð mætis koma í hlut áhafnarinnEir. Beita og salt greiðast af óskiptu, en sjómenn fæða sig sjálfir. Afl- inn er yfirleitt saltaður um borð. Eins og sést af ofanskráðu er hæpið að gera beinan samanburð á aðstæðum hér og í Noregi, til þess er um að ræða of marga gagnólíka þætti útvegsmálanna í hinum tveimur löndum. 2. Sildveiffarnar við ísland. Samkvæmt grein, sem birtist í „Fiskaren" snemma á s.l. vori var um tvö verðlagstímabil að ræða yfir sumarsíldvertíðina við ísland — frá 15. júní til 7. júlí og frá 8. júlí til 30. september. — Verðið var sem hér segir. N. kr. pr. hl. Fyrra Síðara tímabil tímabil 1. Síld afhent i Noregi .... 35,50 38,50 2. Síld afhent á miðunum en mæld í Nor- egi 25,50 30,50 3. Síld afhent og mæld á mið- unum 22,95 27,45 Fyrir sild afhenta og mælda á miðunum dragast 10% frá. Samkvæmt upplýsingum, sem aflað hefur verið eftir áreiðan- legum leiðum munu norsku síld arverksmiðjurnar jafnvel hafa greitt hærra verð en þetta til að tryggja sér hráefnið og til þess að geta þannig haldið uppi stöð ugri vinnslu en ella og nýtt betur fastakostnað og fólk á launum. Hins vegar er það skoðun frammámanna í Noregi, að hið opinbera verð, þ.e. auglýsta verð ið sé of hátt miðað við markaðs verð afurðanna. Ástæðanna til þessa háa síldar verðs virðist einkum að leita í þremur atriðum. 1. Verðjöfnunarsjóði. 2. Hagstæðum samningum um sölu síldarmjöls. 3. Síldarverksmiðjurnar eru að fullu afskrifaðar. Um fyrsta atriðið er það að segja, að á afla- og góðærisárun um fram að 1957 söfnuðust all- stórir sjóðir hjá síldariðnaðinum, sem komið hafa í góðar þarfir síðar. Að því er snertir annað atriðið hafa áreiðanlegar heimildir greint frá því, að á árinu 1959 hafi verið samið um sölu á all- miklu magni síldarmjöls af fram leiðslu 1960 fyrir hagstætt verð. Þar sem hinsvegar vetrarsíld- veiðarnar brugðust að mestu, hafði í lok þeirra ekki tekizt að j fislta upp í gerða samninga, og var Því lagt kapp á að fá skipin til þátttöku í íslandsveiðum. Þriðja atriðið er sízt lítilvæg- ara en hin tvö. Flestar norsku síldarbræðslurnar hafa notið ó- venjulega hagstæðs árferðis allt frá stríðslokum til ársins 1957 og geta því auðveldlega reiknað með litlum sem engum afskrift um, þegar þær ákveða hráefnis verð það, sem þær telja sér fært að bjóða. Kaupgjald hjá fiskvinnslu- stöffvum. Við skulum þá snúa okkur aft ur að þorskinum og öðrum bol- fiski. Augljóst er, að niður- greiðslur og hin stranga flokk- un og mat á fiski til verðlagning ar getur ekki að fullu útskýrt mismuninn á því verði, sem norskar og íslenzkar fiskvinnslu stöðvar telja sig geta greitt fyrir hráefnið, og verður að drepa á fleiri atriði í því sambandi. Lítill vafi virðist leika á því, að afköst vinnuaflsins eru meiri og betri í Noregi en hér á landi. Hins vegar virðist tímakaup í krónum svipað í báðum löndun- um. Þó má segja, að flakarar, flejtjarar og aðrir, sem teljast til fagmanna, séu eitthvað hærra launaðir en almennir verka- menn. Tímalaun eru nú sem hér segir í Norður-Noregi. pr. klst. 1. Fagmenn; flakarar o.ll. .... kr. 4.4S 2. Aðrir verkamenn ...... — 4.34 3. Kvenfólk .......... — 3.48 4. Unglingar ............. — 3.08 Lœkningastofan er flutt í Stórholt 41. Viðtalstími óbreyttur. Sími á stofu 12111. I Eyþór Gunnarsson, læknir. Ung hjón vantar 2jo-3ja herb. íbúð írá 1. nóvember til 1. maí. — Helzt í Austurbænum. Fyrirframgreiðsla — Tilboð merkt: „Reglusemi — 1047“, sendist afgr. Mbl. ---------------------------------------------->j Yfirvinna greiðist með 25% á- lagi, nætur- og helgidagavinna með 50% álagi á dagvinnu. Hins vegar ber þess að geta, að tímavinha mun almennt ekki vera algeng í norskum fiskiðnaði, heldur ákvæðisvinna og er ýmist um einstaklings- eða flokkaá- kvæðisvinnu að ræða. Skipulagning. Annað atriði, sem vert er að minnast á í þessu sambandi er innra skipulag hjá fyrirtækjunum. Á þetta atriði er lögð mikil áherzla í nágranna- löndum okkar og hefur árangur inn, sem einkum kemur fram í betri nýtingu vinnuafls og véla, orðið mjög jákvæður. Margir ís- lenzkir fisverkendur hafa sýnt þessu máli fullan skilning og ein mitt reynt að draga úr fram- leiðslukostnaðinum með þessu móti og mun óhætt að segja, að þeir hafi náð góðum árangri. Og án efa eru afköst vinnuaflsins betri hjá þeim en öðrum. Skylt þessu atriði er staðsetn ; ing fyrirtækjanna. Hér á landi tíðkast mjög að staðsetja fisk- vinnslustöðvarnar á þann hátt, að flytja þurfi hráefnið langar leiðir að þeim og unnu vöruna frá þeim. Nemur þessi kostnaður stórum fjárupphæðum ár hvert. 1 Noregi er þessu á annan veg farið. Þar eru fiskvinnslustöðv arnar yfirleitt staðsettar með það fyrir augum, að sem minnst þurfi að flytja fiskinn. Þriðja atriðið sem vert er að minnast á er í sambandi við markaðinn. Það er óumdeilanlegt, að fiskur, sem fer óunninn til í KVÖLD sýnir LeikféUg Reykjavikur Grænu Lyftima í 12. sinn. Leikurinn var frumsýndur sl. vor, en cekinn upp aftur í haust vegna mikilla vinsælda. Meðfylgjandi mynd Hall- dórs Péturssonar sýnir þau Helgu Bachmann og Árna Tryggvason í hlutverkum sín | neyzlu er hlutfallslega dýrari en unnin fiskur. í þeirri staðreynd er m.a. að finna skýringu á því hvers vegna fiskverð á þýzkum og enskum markaði er allmiklu hærra en það sem vinnslustöðv- ar geta boðið t.d. hér á landi. Mikið af norskum fiski fer ísað til innanlandsneyzlu eða með á- ætlunarskipum og járnbrautar- lestum til annarra landa. Þá njóta norskir útflytjendur þess hagræðis, að geta mjög auð veldlega og reglulega afskipað framleiðslu sinni, jafnvel í smá um sendingum, þar sem reglu- legum skipaferðum er haldið uppi milli Noregs og flestra landa heims. Hér hefur verið reynt að draga fram nokkur atriði, sem skýrt gætu þann mun, sem er á is- lenzku og norsku fiskverði. Eins og getið var í upphafi er erfitt að gera beinan samanburð, en mér virðist, að einna helzt mætti skýra muninn með strangari flokkun og mati í Noregi en hér, afköstum vinnuaflsins og innri skipulagningu. Tveir síðartöldu þættirnir verða helzt ræddir sameiginlega. Illótatimbur Notað mótatimbur til sölu ódýrt 1x6, 1x5, 2x4, 2JÁx6. — Simi 15186 og 12841. Stúlkur óskast til starfa á saumaverkstæði okkar. Andersen & Lauth Vesturgötu 17 — Sími 10510. Dömur! Kjólar — Pils — Peysur — Húfur — Vettlingar _ Hanzkar — Siæður — Undirfatnaður o. fl. „HJÁ B ÁRU" Austurstræti 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.