Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1960næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. okt. 1960 — segir Jóhann- es Snorrason, yfirflugstjóri Flugfélagsins ÞEGAR minnzt er á Græn- land fer kuldahrollur um marga. Enda þótt þetta heims ins stærsta eyland sé næsti nágranni okkar, vitum við í rauninni sáralítið um landið annað en það, sem við lesum um svaðilfarir hugdjarfra Iandkönnuða og kynlegar venjur Grænlendinga, sér- lega hvað hjónabandið snert- ir. — Ýmislegt hefur verið gert hér til að glæða áhuga manna á Grænlandi. Til eru samtök, sem hafa það helzta markmið að fá viðurkenndan rétt íslendinga til Grænlands. En áhugi almenn- ings á íslandi er vægast sagt lít- ill fyrir málinu og þess hefur ekki verið getið. að Grænlend- ingar væru sjálfir mjög áfnm um að komast undir íslenzka lögsögu. En ekki er þar með sagt að ‘við séum rofin úr tengsium við Grænland. Allt frá lokum síð- ari heimsstyrjaldarinnar hafa Faxar Flugfélags íslands flogið yfir þveran og endilangan Græn landsjökul og þó landgæði séu óvíða mikil á Grænlandi, hefur það reynzt Flugfélagi ísiands hið mesta gósenland. Ferðir til Grænlands farft óð- Jóhannes Snorrason. (Ljósm.: Sv. Þorm.) hafa lent á ótal stöðum lands- hornanna á milli, allt frá Nars- sarssuak í suðri til Thule í norðri. Komst í hann krappann Fáir íslenzkir flugmenn hafa jafnoft séð Grænland rísa úr hafi og Jóhannes Snorra- son, yfirflugstjóri Flugfélagsins. Hann hefur tekið virkan þátt í Grænlandsfluginu frá upphafi og hann hlakkar alltaf til að sjá Grænland aftur, eins og ail- ir, sem kynnzt hafa þessu hrika- lega, en stórbrotna landi. — Fyrsta Grænlandsferðin mín var allt annað en upplífg- (Ljósmynd: Sn. Sn.) Grænland rís úr hafi — myndin tekin rétt við Angmagsalik, andi, sagði Jóhannes, er frétta- maður Mbl. fór til fundar við hann. — Það var í janúarmánuði ár- ið 1946. Ég var að koma heim frá Bandarikjunum með einn Katalínubátanna. sem Flugfé- lagið keypti. Og við ientum í vitlausu veðri, þegar við kom- um upp að vesturströnd Græn- lands. Ætluðum að fara til Narssarssuak, sem er innst ínni I einum af þessum löngu fjöyð- um þarna syðst á vesturströnd- inni. Þar er landið mjög vog- skorið, firðirnir bugðóttir og fjöllin þverhnýpt á báða bóga. Þeir drápu sig nokkrir á stríðs árunum á því að villast á fjörð- um. Og þegar þeir loks komust inn í dalbotninn og áttuðu sig á að þeir voru ekki í rétta firð- inum var orðið svo þröngt á milli fjallanna, að ekki var við- lit að ná beygju og komast út aftur. En það er nú önnur saga. „Þá varð ég feginn“. — Þegar ég kom þarna upp að ströndinni í fyrsta sinn lent- um við í vitlausu veðri, norð- austan, beint í fangið, hörku- frost og blindbylur svo' að ekki sá út úr augum. — En það syrti í álinn, þeg- ar annar hreyfillinn stöðvaðist Og- ekki tók betra við, þegar radiotækin biluðu. Eftir það gátum við ekki fullvissað okk- ur um að við værum á réttri leið, vorum alls ekki vissir um hvar við værum. En við urðum að halda áfram úr því sem kom- ið var. — Ástandið varð þó fyrst ó- hugnanlegt, þegar olíukælirinn bilaði á hreyflinum, sem gekk. Olían fór að leka af honum og við sáum fram á það, að hann mundi bræða_ úr sér eftir skamma hríð. Ég var farinn að rýna út í sortann í von um að ég sæi jökulinn fyrir neðan. Það var þó skárra að lenda á jöklinum en á sjónum, enda þótt hvorugur kostur væri góður. — En svo rofaði svolítið til og Narssarssuak var framundan. Við skriðum þangað inn með naumindum, þegar hreyfillinn var alveg að gefast upp, sagði Jóhannes. Þá varð ég feginn. Alltaf ferskt og nýtt — Þetta eru i rauninni einu erfiðleikarnir, sem ég hef lent í á Grænlandi, bætti Jóhannes við. Þegar við fórum að fljúga þangað að ráði kynntumst við veðurfarinu strax og aðstaða okkar batnaði. Við kynntumst — Þegar kémur inn yfir ströndina, inn á jökulinn, er náttúran ekki jafntilbrigðarík. Grænlandsjökull er rennisléttur, líka landinu, þessu stórbrotna landi, sem enginn gleymir er séð hefur. Grænlandsströndin er víðast hvar hrikaleg og stór- brotin, sérstaklega að austan verðu. Það er unaðslegt að fljúga meðfram ströndinni í fögru veðri að sumarlagi. Þetta er svo ólíkt öllu öðru, sem við sjáum. Ég hef það stundum á til- finningunni, að skaparinn hafi einsett sér að gera þarna eitt hvað, sem hvergi væri til ann- ars staðar. Það er ekki hægt að lýsa því, en þetta er listaverk, óskaplega ' ‘ stórbrotið, allíaf ferskt og nýtt. hann er eins og hafið. Að’ sumr- inu, þegar skyggni er gott, er þessi fannhvíta endáleysa samt falleg. Jökullinn er eins og eyði- mörk, kuldaleg, en samt vin- gjarnleg og næstum hlýleg — hvernig sem á því stendur. Samt hvarflar það stundum að mér, þegar ég horfi niður á fönnina, að Grænlandsjökull yrði ekki lengur hlýlegur, ef maður ætti að þramma yfir hann þveran Þá vildi ég alveg eins vera laus við Grænland. Maður vinnur það sennilega enn betur yfir f-ann- breiðunni en Atlantshafi hve gott það er að berast á þöndum Sólfaxi í Ikateq., —•<(Ljósm.: Sn. Sn.) vængjum, segir Jóhannes. Og svo heldur hann áfram að tala um Grænlandsferðir sínar. Vofu hálfhræddir um að missa stélið — Eitt af fyrstu verkefnunum okkar í Grænlandsfluginu var að fljúga fyrir franska vísinda- manninn Paul Emil Victor. Hann kom upp bækistöðvum inni á miðjum jökli, mitt á mii'í Disco og Kangerdlungssuaq. Ég minntist sérstaklega ferða okk- ar á gamla Gullíaxa með vistir, sem við vörpuðum út til vísinda mannanna þarna á jökiinum. Það var oft erfitt að finna þá, því þokusamt er á jöklinum. Þetta var eins og að leita að árabáti á Atlantshafi. __ Smávarningi köstuðum við út í lítilli hæð, vistum, ýmtu.n útbúnaði, benzíni og kampavíni. Þeim leið ekki vel, Frökkunum, r.ema að þeir hefðu kampavín. Við flugum jafnhægt og við gát- um í minna en 50 feta hæð með- an flutningnum var kastað út. Þannig komst megnið óskemmt til jarðar. __ Stærri hlutum var hent út í fallhlíf úr 1.500 fetum yfir jöklinum. Þá tókum við dýfu til að lyfta stélinu örlítið um leið og kössunum var ýtt út. Við vorum nefnilega alltaf hálf- hræddir um að þessir kassar tækju af okkur stélið, sagði Jó- hannes og kímdi. Hækkuðu fjallið um þúsund fet — En eitt sinn munaði lika mjóu. Við vorum með einn stór- an kassa, sem ég vildi setja út í fallhlíf. Fransmaðurinn, sem flaug með okkur, vildi ólmur kasta honum í lágflugi — og ég lét til leiðast. Svo fór sem ég óttaðist, að kassinn lenti í stél- inu og ég var nær búinn að missa stjóm á vélinni. Þar mátti litlu muna. Við vorurn á mjög hægri ferð, nokkrum fet- um ofan við jökulbunguna. — Stélið dældist töluvert og stóð furðanlega- af sér höggið. __ Mér er líka minnisstætt, þegar við mældum hæsta tind— inn á Blossevilleströndinni fyrir Victor. Þetta er hrikalegasti og einna tilkomumesti hluti Græn- landsstrandarinnar, frá Kang- erdlugssuaq til Scoresbysund, vestur og norð-vestur af íslandi. Þetta er geysimikið fjall, ger.g- ( ur fram i sjó — og á kortinu var j

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 231. tölublað (09.10.1960)
https://timarit.is/issue/111373

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

231. tölublað (09.10.1960)

Aðgerðir: