Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIB Sunnudagur 9. oltt. 1960 Sinfóníuhljómsveitin fœr frœgan stjórnanda Fyrstu tónleikarnir undir stjórn Bohdan Wodícskos á þriðjudagskvöld HANN hefir þegar unnið ómet- anlegt starf við æfingar — liefir „tuktað“ hljómsveitina rækilega til. Mun sveitin ekki hafa verið meira og betur æfð fyrir tón- leika í annan tíma. Hann hefir þegar sannfært okkur um. að hann er frábærlega fær „<liri- gent“, og má. það teljast einstæff heppni aff hafa fengið hann til starfa hér — enda breytast öll starfsskilyrði hljómsveitarinnar til mikilla bóta við komu hans. Þaff er óhætt að segja, aff viff væntum mjög mikils af starfi hans. Veiðimaðurinn kominn út „VEIÐIMAÐURINN“ er nýlega kominn út, en það er rit Stanga veiðifélags Reykjavíkur. í þessu haustblaði kveðúr ritstjórinn sumarið í ágætum leiðara. Hin- rik ívarsson í Merkurnesi í Höfn um á frásöguna Stórbokkinn í Arnarhyl. Þjóðsögur og veruleiki er einnig skemmtileg frásögn eft ir V. M. Karl Halldórsson skrif ar um vandamál stangaveiði- manna. Ennfremur er Laxveiðisagan „Ekki er ein báran stök“, og grein er um hnúðlaxinn. Þá skrifar veiðamálastjóri Þór Guðjónsson um .Veiðimál Árnesinga. Ýmsar smærri grein ar eru og birt er bréf til Veiði- mannsins frá Byssu-Brandi og að lokum er frásögn um laxveiðina í nokkrum helztu ánum nú í Bohdan Wodicsko stjórnar. aði tónleikum Sinfóníuhljóm- Eitthvað á þessa leið komst Jón Þórarinsson, frkvstj. Sinfón íuhljómsveitar Islands, að orðí, er hann kynnti hinn þekKÍa, pólska hljómsveitarstjóra, Boh- dan Wodicsko, fyrir fréttamönn- um sl föstudag, en Wodicsío, hefur verið ráðinn til staría same’ginlega hjá hljómsveitinii og ríkisútvarpinu í vetur. — Eins og menn munu minnast kom Wed.'csko hingað í fyrra og stjóvn sveitarinnar, sem helgaðír voru 150 ára afmæli Chopins. ★ Þrjú veigamikil verk. Á þriðjudagskvöldið heldur Sinfóníuhljómsveitin fyrstu tón- leika sína undir stjórn Wodics- kos, og eru það jafnframt fyrstu tónleikarnir á nýbyrjuðu starfs- ári hljómsveitarinnar. Þeir verða í Þjóðleikhúsinu og hefjast kl. 8:30 um kvöldið. — Verða þar flutt þrjú veigamikil verk: „Hljómsveitin kynnir sig“, eftir Benjamin Britten, Sinfónía nr. 35 í D-dúr eftir Mozart (Haffner sinfónían) og loks Sinfónía nr. 4 í f-moll eftir Tjaikovsky. Vé Mikill árangur. Bohdan Wodicsko er mjög vel menntaður og fjölhæfur tónlistarmaður og hefur hlotið mikla starfsreynslu í þeim mörgu og ábyrgðarmiklu störfum, sem hann hefur gegnt í heimalandi sínu. Til dæmis um þann árang- ur, sem hann hefur náð í sta’fi. má geta þess, að á þeim þrem árum, sem hann var forstjóri og aðalstjómandi Fílharmonísku hljómsveitarinnar í Varsjá, end- urskipulagði hann hana og þjálf- aði svo vel, að hún er nú talin meðal ágætustu hljómsveita i Evrópu. Aukin starfsemi. Jón Þórarinsson sagði, að nú, þegar Sinfóníuhljómsveitin hefði fengið svo ágætan, fastráðinn leiðbeinanda og stjórnanda, mundi starfsemi hennar verða meiri en áður og í fastara forrr i. —■ Þannig er nú ráðgert, að haldnir verði tónleikar að mestu reglulega annan hvom þriðjudag fram í maí-mánuð, auk annarrar starfsemi. • Lágu ljósin of há Síðan Velvakandi drap á umferðarslysin í fyrradag og hvað hægt væri að gera til að draga úr þeim, hafa ýmsir komið hingað og rætt þetta mál. T. d. kom bílstjóri frá Sel- fossi að máli við Velvakanda. Hann ekur oft eftir veginum milli Reykjavíkur og Selfoss. Segir hann að háskalega margir bílar hafi illa stillt ljós. Sjálfur hefur hann orð- ið fyrir barðinu á þessu, þar eð einn blindaði hann fyrir nokkrum árum, með'þeim af- leiðingum að hann ók út af. Segir hann bað einkum áber andi hve margir hafi lágu ljósin of hátt stillr, þannig að ekki er fullt gagn að því þó þeir lækki ljósin. Þar munu jepparnir verstir, þó margir eigi þar sök. Einnig e-u enn til bílstjórar, sem ekki hirða um að lækka Ijósin, jafnvel þó þeir séu minntir á það með merki frá þeim sem á móti kemur, að því er þessi bílstjóri frá Selfossi fullyrð- ir. Þá segir hann það furðu algengt að menn hækki ljós in aftur, áður en þeir eru ai- mennilega komnir fram hjá og skelli ljósgeislanum þann- ig allt í einu framan í hmn bílstjórann. • Tók strákinn í tíma Svo kom hér ung stúlka, sem varð vitm að lofsverðu atviki á götunni um daginn. Strákur kom á skellinöðru niður Bankastræti og skeilti sér inn í Lækjargötuna, án þess að hirða um ljósin eða fólkið, sem var að ganga yfir götuna. Lögregluþjónn, sem stóð á horninu stöðvaði strák inn og fór að kenna honum þær reglur sem þarna gilda og benda honum á Ijósin, og að lokum lét hann strákinn æfa sig í að fara rétt. Þetta atvik sýnir hinn rétta anda, sem þarf að ríkja hjá hverj- um götulögregluþjóni. '/jjtdté 'TTl&uAstHf: Eigingirni SUMT FÓLK heldur, að það geti fengið allt fyrir ekki neitt. Það þiggur gjafir og greiða, en gefur hvorki né hjálpar. Þessir menn hrósa sér af því að vera hrjúfir og ruddalegir. Hversvegna haga þeir sér þannig? Mjög oft vegna þess að þeim hefur veriðspillt. Fávísir foreldrar ólu þá of mildilega upp og gáfu þeim allt sem þeir girntust, án þess að krefjast virðingar, góðs skaplyndis og góðrar vinnu í staðinn. Of góður eiginmaður getur skemmt unga eiginkonu; hún fer brátt að ganga að öllu sem vísu. Hið gagnstæða getur líka orðið: takmarkalaus ósíngirni konunnar getur gert manninn að sjálfselskufullum rudda. Slík mistök stöfuðu af ást. Samt eru þau alltaf hættuleg. Að skemma barn, eða fullorðinn mann, er að veita þeim hina verstu þjónustu. Þegar til lengdar lætur, þá borgar eigingirni og skortur á kurteisi sig ekki. Það kemur óorði á mann. Þú umbarst, í fari einhvers, sem þú elskaðir, móðgandi hegðun, vegna þess að ást þín var svo djúp, að þú neitaðir að gera þér grein fyrir því, að hún var ekki endurgoldin. Aðrir vilja ekki sýna slíka mildi og eftirlátssemi. Mjög bráðlega fara þeir að forðast þessa montnu og illa sið- uðu persónu þína. Þú forðaðist að beita ávítum og refsingum, vegna þess að þú vildir öllu öðru fremur veita gleði og hamingju. Raunverulega varst þú vald- ur að allt of augljósri óhamingju. Þú kannt að svara þessu á þá leið, að margir mikl- ir menn hafi erfitt skaplyndi. Clemenceau og Churc- hill fengu aldrei orð fyrir að vera auðveldir viður- eignar. En miklum mönnum er fyrirgefið, vegna þess að þeir koma með mikilvægi inn í kaupin. Það er líka sennilegt að mislyndi þeirra eða stirðlyndi hafi vaxið smátt og smátt með hinum góða árangri þeirra. í upp- hafi ævistarfsins urðu þeir að vera í vinfengi við yfir- boðara sína og húsbændur, eða vinna sér álit þeirra með óvenjulegum dugnaði og hæfileikum. Að öðrum kosti hefði gengi þeirra orðið minna. Þó að frægt skáld sé eigingjarnt, ruddalegt og geðvont, þá er ástæðu- laust að sonur þess, sem hvorki er frægur né skáld, leyfi sér að vera ókurteis og ruddalegur. Þegar um mikinn mann er að ræða, þá getur þú ekki sagt að hann gefi ekkert í skiptum fyrir hollustu þína. Hann gefur verk sitt; hann gefur það sem hann gerir fyrir land sitt eða mannkynið; hann gefur þér bækur, málverk eða tónlist, sem veitir þér ánægju. Segja mætti jafnvel, að falleg kona gæfi nokkuð. sem sé fegurð sína. Hún er í sjálfu sér listaverk. En sá (eða sú), sem hefur mjög lítið að gefa og mjög mikið að þiggja, ætti a. m. k. að vera þakklátur. Ég á ekki við, að foreldrar skyldu vænta stöðugrar þakkargerð- ar. Það væri ónáttúrlegt, öfgafullt og þreytandi. Þeir hafa einungis rétt til að krefjast virðingar og kurteisi. Það sama gildir um eiginmann, eiginkonu, vini og félaga. Kurteisi er fremst allra þjóðfélagsdyggða. Hún hlýtur ekki óhjákvæmilega að hafa góðvild í för með sér, en getur leitt til hennar. Hið sama gildir um þjóð- ir. Það eru til eigingjarnar þjóðir og það eru til skemmdar þjóðir, eins og skemmd börn. Fyrr eða síðar gera þær allan heiminn fráhverfan sér. Þá falla þær. —■ • Selja börnum áfengi Tilefni skrifa Velvakarxda um umferðarmál í blaðinu um daginn, voru hinir tíðu og hörðu árekstrar. Vegna frásagna af árekstrinum á ☆ FERDINAIMD Njarðargötu, hafa nokkrir menn haft orð á þvi við mig, að þegar rætt er um slysið, gleymist að nokkru leyti frumorsökin — bílstjórinn sem seldi 16 ára barni áfengi á svörtum markaði, tíl að græða nokkra skildinga. Og að þegar talað er um drykkja skap á unglingum, sé undar- lega hljótt um þá menn sem bíða fyrir utan dansstaðina i sveitum á kvöldin, á bryggj- unum þegar skipin koma að og hvarvetna þar sem reikna má með að fullorðnir og ungl ingar séu með peninga, tii þess að halda að þeim áfeng- inu. Út yfir taki þó þegar þeir . selji börnum. Þessir menn beri meiri ábyrgð á af- leiðingunum en þeir e. t. v. vilja viðurkenna. Ef grafast eigi fyrir rætur slysanna, sé Jeannski einmitt nauðsyníegt að byrja á því að losa þjóð- félagið við slíka óþurftar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.