Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 5
r Sunnudagur 9. olEt. 1960 ntORCUNBLAÐIÐ 5 ! MFNN 06 A = mŒFNlú I ÞJÓÐVILJANUM hinn 11. sept. sl. stendur eftirfarandi; „Það' væri efnj í sérstakan þátt .að reyna að gera sér grein fyrir orðanotkun þeirra sem helzt berjast fyrir her- stöð í landinu. Niðurstaðan yrði þó sennilega sú að þar væri síður um að ræða ranga notkun orða en hugtakarugl. ing, annaðhvort viljandi eða þá áunninn og vanabundinn“. í sama pistli er lögum orða- vaðli eytt í að afsaka það rangnefni, þegar ganga sunn- an úr Njarðvíkum inn til Reykjavíkur er nefnd Kefia- vikurganga. HáJfvegis er við- urkennt, að gagnrýni á þess- ari nafngift eigi rétt á sér, en eftir langt hjal komizt að þeirri niðurstöðu, að „Kefla- víkurganga“ hafi engu að síð ur verið réttnefni, því að „við Keflavíkurgönguna var her- stöðin þar í grennd aðal- atriði“. Ef þessi rök væru rétt, hefði gangan átt að nefnast „herstöðvarganga-, en ekki að vera keond við útgerðarbæ á Suðurnesjum, sem aldrei var komið til. Göngur eru jafnan kenndar við ákvörðunarstað á ís- lenzku, sbr. Rómarganga og Jórsalaganga, en eftir liinni nýstárlegu kenningu Þjóð- viljans ættu hinar siðar- nefndu að hafa heitið „sálu- hjálparganga“ eða þ. u. 1. Svipuð fölsun er að halda fund á Brúsastöðum og kalla hann Þingvallafund. Stofnuð hafa verið „Samtök hernámsandstæðinga", þótt landið sé alls ekki hernumið. Hernám er „occupatio", taka lands. Herinn. ,sem hér sitiur, gerir það .samkvæmt beiðni löglegra kosinna stjórnar- valda. Að kalla það hernám, er þvi hugtakafölsun af versta tagi. Hvaða orðs eigum við að gripa til, ef landið verður raunverulega hernumið, og orðið hernám hefur verið út- jaskað og látið breyta um merkingu? Vilja kommúnistar í raun og veru nota sama orð um hernáim Þjóðverja í Nor- egi, Hollandi og Fóllandi, svo að dæmi séu tekin, og hersetu varnarliðsins hér? En hvernig væri að láta einn hinna nytsömu sakleys- ingja hafa orðið? Orðfæri hans ætti væntanlega að vera óaðfinnanlegt. í Tímanum birt ist fyrir skömmu fréttabréf frá Rússlandi eftir Vigfús Guð mundsson gestgjafa. Hann er náttúrlega barnslega hrifinn, svona álíka og hann varð af stjórnarfarinu í Suður-Afríku á dögunum. Hann segir sig og samferðafólk „alfrjáls að fara allra okkar ferða og skoða hvað sem okkur langaði til án nokkurra hamla .... þykir mér vænt um og sjálfsagt aö segja þetta eftir allt það lyga- slúður í þessum efnum, sem stöðugt hefur bergmálað í okkar kæra vestræna heimi'. Það hefur aldrei verið neitt leyndarmál, að stór landsvæði í Sovétrikjunum enu alger- Iega lokuð útlendingum, enda hafa sovézk yfirvöld ekki dregið neina dul á það. Vigfús segir lika á öðrum stað, að hann hafi áður gert tvær at- rennur til þess að komast inn í Iandið, en ekki tekizt. Nú ferðazt hann hins vegar á veg um sovézku ferðaskrifstofunn ar, og „þarf ekki að borga nema rétt sem svarar fargjöld in á milli Islands og Moskvu". Undarlega hlýtur sú stofnun að vera rekin! Vigfús segir ennfremur: „Enda er ég alltaf fyrst og fremst íslendingur, sem virði margt gott hjá báðum þessum aðilum, (þ.e. Bandaríkjamönn um og Rússum), þótt ekki vilji ég vera bandingi hvorugs þeirra“. Þessi „fyrst-og-fremst-íslend ingur“ vill ekki vera bandingi hvorugs, svo að hann vill þá vera bandingi annars. Hann virðist líka vera á góðum vegi með það. Bryðja nesti breiðir kjálkar, blakta á tjöldum glæstir fálkar, boppa um völlu heftir jálkar. Bpp er runnin auglýst stundin, innan skamms má setja fundinn til að leysa langa blundinn. Kringum „búðir4* kappar sitja, kyrrlátlega nestið brytja, styrkja sig til starfs og nytja. Breiðleitt glottir bergið aldið bliki morgunsólar faldið, horfir fast á fundartjaldið. Svífur mý um horska hausa heilög foldin hvílir dausa. Heyrist foss í fjarska rausa. Hæglát Iygnir augum gljáin. Opnum munni starir gjáin upp á við, og út í bláinn. Mjúkur blær, úr suðri svifinn, sýnist standa á öndu hrifinn. Harður fiskur heyrist rifinn. Hundar hvíla hausa* á löppum, hljóta roð og bein hjá köppum. Náð er úr með tönnum töppum. Álfar Ijóss á léttum fótum leita að nýjum frelsis-rótum niðrí fornum gjám og gjótum. Fulltrúar með eld f æðum í sér kreista feikn af ræðum; rifja upp orð úr ættlandskvæðum. • I*á í svip um foldu friða fölur gestur sýndist ríða; sló á alla ógn og kviða. Engum kom hann eftir vegi ólánsboðinn raunalegi, hnakk né ístöð hafðP ann eigi. Fótastokkinn fast hann skeliti, fákurinn var sleginn heltL Furðu magurt folald elti. • Voru að þukla á þjóðarkaunum, þungbúnir í hugarraunum lentu úti í hrjóstur-hraunum. Hoppa um völlu heftlr Jálkar. Hundum bætast roð og dálkar. Vfir blakta frelsis-fálkar. Ur kvæðinu ..Morgunn á Þingvöllum" eftir Hannes Hafstein. Flugfélag íslands hf.: — Gullfaxi er væntanl. til Rvíkur kl. 16:40 1 dag. Hrímfaxi fer til Glasgow og Khafnar kJ 8 1 fyrramálið. lnnanlandsflug: I dag til Akureyrar og Vestmannaeyja. A morgun til Ak- ureyrar, Egilsstaða, Hornafjarðar, Isa- fjarðar, Siglufjarðar og Vestmanna- eyja. Loftleiðir hf.: — Leifur Eiríksson er væntanlegur kl. 6:45 frá New York, íer til Glasgow og Amsterdam kl. 8.15 Edda er væntanleg frá New York kl. 9 íer til Gautaborgar, Khafnar og Ham- borgar kl. 10.30. H.f. Eimskipafélag íslands. — Detti foss er á Hólmavík. Fjallfoss er í Hull Goðafoss er á leið til Aberdeen. Gull foss er á leið til Rvíkur. Lagarfoss er á leið til New York. Reykjafoss er í Ventspils. Selfoss er á leið til Rvíkur. Tröllafoss er á Norðfirði. Tungufoss er á Akureyri. Hafskip hf. — Laxá er á leið frá Riga til Vestmannaeyja. Jöklar hf. — Vatnajökull er í Lenin grad. Langjökull er á leið til A-Þýzka lands. Skipadeild SÍS.í — Hvassafell er í Gdynia. Arnarfell er í Rvík. Jökulfell er á Vopnafirði. Dísarfeíl er á Þórs- höfn. Litlafell kemur til Rvíkur á morgun. Helgafell er í Onega. Hamra íell er á leið til Batumi. 60 ára er á morgun Þorvaldur Ásgeir Kristjánsson, málari, Lauf ásvegi 65 hér í hæ.— Á afmælis- daginn mun Þorvaldur Ásgeir divelja að heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Breiðagerði 4. I gær voru gefin saman i hjónaband ungfrú Erna Valdís Viggósdóttir, Mávahlíð 43 og Steinar Hallgrímsson stud. jur. Heimili ungu hjónanna verður að Mávahlíð 41. Nýlega hafa opinberað trfilof- un sína, ungfrú Vilhelmína Steinunn Elíasdóttir, Vesturgötu 69, Akranesi og Jón Sigurðsson, stýrimaður, Kirkjubraut 7, Akra nesi. í dag verða gefin saman í hjónaband af sr. Jóni Thoraren- sen ungfrú Oiga Ragnarsdóttir og Kristján Grétar Valdi-mars- son, flugvirki. Heimili un-gu hjónanna verður að Þórsgötu 1. Læknar fjarveiandi Erlingur Þorsteinsson læknir verður fjarverandi til áramóta. Staðgengill; Guðmundur Eyjólfsson Túngötu 5. Haraldur Guðjónsson um óákv. tíma. Staðg.: Karl Jónasson. Katrín Thoroddsen frá 17. sept. fram yfir miðjan okt. Staðg.: Skúli Thor- oddsen. Olafur Jóhannsson um óákv. tíma. Staðg. Kjartan R. Guðmundsson. • Gengið • Sölugengl 1 Sterlingspund ....... Kr. 107,00 1 Bandaríkjadollar ...... — 38.10 1 Kanadadollar .......... — 39,03 100 Danskar krónur ......... — 553,85 100 Norskar krónur ....... — 534,90 100 Sænskar krónur ....... — 737,70 100 Finnsk, mörk ......... — 11,90 100 Austurrískir shillingar — 147,30 100 Belgiskir frankar ... — 76,35 100 Svissneskir frankar .. — 884,95 100 Gyllini .............. — 1010,10 100 Tékkneskar krónur ........ — 528.45 100 Vestur-þýzk mörk _____ — 913.65 1000 Lírur ............... — 61,39 100 N. fr. franki ....... — 777,45 100 Pesetar ............. — 63,50 Fámálugur maður er hygginn, en geðrór maður er skynsamur. Arfur, sem í upphafi var skjótfeng inn, blessast eigi að lokum. Það er manni sómi, að halda sig frá þrætu, en hver afglapinn yglir sig. — Orðskviðirnir. Sjálfstæðiskvennafélagið HVÖT. — Fundur verður haldinn annað kvöld (mánud.) kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Rætt verður um félagsmál og vetrar- starfsemina. Tekið verður á móti nýj- um félagskonum og ef félagskonur myndu vilja greiða árgjöld sín á fund inum yrði það þegið með þökkum. Skemmtiatriði: Fegurðardrottningin Sigrún Ragnarsdóttir syngur einsöng. Kaffidrykkja. Allar sjálfstæðiskonur velkomnar meðan húsrúm leyfir. Tannlæknar óska eftir að gerast aðstoð arstúlka hjá tannlækni. — Uppl. í síma 24679 milli kl. 3—5 e.h. Góð íbúð óskast til leigu hálfs eða eins árs fyrirframgr. (Reglusemi). Uppi. í síma 12956 eða 33793. Or gel - h armon í um fallegt og vandað, þýzkt orgel-harmoníum til sölu og sýnis nú þegar að Laug arásvegi 51, rishæð. Sími 34500. Til leigu 2 herb. og eldhús á hita- veitusvæðinu fyrir mið- aldra barnlaus hjón. Reglu sepii- Tilb. á afgr. Mbl., merkt: „Hæglát — 1065“ Okkur vantar reglusaman meiraprófsbíl- stjóra. Bifreiffastöð Steindórs Sími 11588 Bíll óskast Óska að kaupa lítinn bíl, vel með farinn. Má vera Station eða sendiferðabíll. Uppl. í síma 19682. Sníð kjóla og þræði saman.. Tek á móti pöntunum aðeins — þriðjud. og föstud. Petra Christíansen. Kapla- skjói 7. (Vinsml. geymið auglýsinguna). Verzlun í Hálogalandshverfi, 80 ferm. á góðum stað í Há- logalandshverfi til leigu. — Tilb. sendist Mbl. fyrir 12. okt. merkt. „Hálogalands- hverfi — 1063.“ Ó D Ý R T Skólaúlpur Verð frá kr. 220.- 390.— k Smásala — Laugavegi 81. ATVINNA Saumastúlkur óskast. Upplýsingar í verk- smiðjunni Brautarholti 22. Verksmiðjan Dúkur hf. í Dodge Weapon '53 Millibilsstöng, gírkassalok og ýmistegt fleira í undirvagn óskast. Uppl. í sima l 32637 og 36000. "■■■■. 111 1 —■ ■ ■ ■ ■ ■ n i i •: BÓKHALD Óskum eftir að taka að okkur bókhald fyrir verzl- unarrekstur eða útgerð. Þeir sem vildu sinna þessu sendi tilboð merkt: „Heimabókhald — 1050 fyrir 13. þ.m. Kynningar- sala Allar tegundir af mjóJkur- og rjómaís seldar á verksmiðjuverði út þennan mánuð ÍSBORG við Miklatorg íaíSm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.