Morgunblaðið - 23.10.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.1960, Blaðsíða 2
2 MORCVHTtT 4 Ð1Ð Sunnudagur 23. okt. 1960 ’Afli glæðist á Ný- fundnalandsmiðum HAFNARFIRÐI — Eins og kunn ugt er, hefur verið mikil afla- tregða hjá togurunum undan- farnar vikur og öllu meiri en venja hefur verið á síðustu ár- um á þessum tíma árs. Eitthvað mun þó vera að rætast úr á Ný- fundnalandsmiðum. Á sjötta sólarhrings „stím“. Fjórir togarar hafa landað hér í vikunni, og voru þeir allir með dágóðan karfaafla. Maí var með 340 tonn, Júní 240, Apríl 230 og Ágúst með 240—50 tonn.— Þessir togarar, nema Maí, voru milli 5 og 6 sólarhringa að veið- um, og allir mjög sunnarlega á Nýfundnalandsmiðum, þannig að þeir eru í góðu veðri á sjötta sólarhring hvora leið. Þarna er sjórinn fremur heitur á þessum tíma og því talsverð hætt á að nokkur hluti karfans verði fyrir skemmdum. Ekki bar þó mikið á því úr fyrrnefndum togurum. 100 tonn á hálfum mánuði. Af miðunum hér heima er það að segja, að sjaldan hefur verið eins tregt fiskirí og nú. Þeir togarar, sem siglt hafa með afl- ann, hafa verið fyrir austan í Reynisdjúpinu, þar sem einknm er von á ufsa, er verið hefur í háu verði í Þýzkalandi. Þar er þó ekki meira að hafa en svo, að á hálfum mánuði hafa þeir oft ekki náð um 100 tonnum af ufsa og karfa. — Sjómenn vona þó að bráðlega rætist úr t. d. þegar fer að kólna meir. Þá er í ráði að togar- inn Apríl reyni með síldartroll á næstunni, og sigli með aflann, ef vel gengur. —G. E. „Marína“, ný skáldsaga eftir sr. Jón Thorarensen ÚT ER komin ný skáldsaga eftir sr. Jón Thorarensen. Nefnist hún „Marína". Er þetta önnur skáld- sagan, sem sr. Jón sfendir frá sér. Hin fyrri, „Útnesjamenn" kom út í tveimur útgáfum 1949 og eru þær báðar uppseldar. Hin nýja skáldsaga sr. Jóns hefur undirtitilinn „Útbæja- menn“. „Hún lýsir svipuðu fólki og Útnesjamenn, útvegsbændum og fjölskyldum þeirra, baráttu þeirra við hörð lífskjör og örlög- um, sem eigi verða umflúin“, seg- Vinna í frystihúsum eftir nokkurt hlé VÉLAR hraðfrystihúsanna hér í Reykjavík voru settar í gang snemma í gærmorgun, er byrjað var að vinna 350 iestir ■ af karfa- afla úr togaranum Þormóði goöa, sem var á Nýfundnalands- miðum. Vegna þess hve afli hefur verið með fádæmum tregur hjá togur- unum, hefur löndunum stöðugt verið að fækka bér í Reykjavík. Skipin hafa farið með slatta sína á Þýzkalandsmarkað þar sem fiskverð hefur verið mjög hátt. Af þessum ástæðum hefur lítil vinna verið í hraðfrystihúsunum undanfarið. Var dagurinn í gær í sumum þeirra a. m. k. fyrsti vinnudagurinn í vikunmi. Var unnið fram á kvöld og i dag verð ur haldið áfram að vinna úr karfa Þormóðs goða. Næsta löndun fisks til vionslu hér í bænum er á morgun, mánu- dag, er Freyr kemur af Ný- fundnalandsmiðum með um hálft þriðja hundrað lestir af karfa. Sem stendur er einn togari héðan úr bænum á Nýfundna- landsmiðum, er það Skúli Magn- ússon. — Tvœr íslenzkar söng- konur efna til tónleika NÆSTKOMANDI miðvikudags- kvöld efna tvær reykvískar söngkonur, Sigurveig Hjaltested og Snæbjörg Snæbjarnardóttir, til söngskemmtunar í Gamla Bíói. Songkonurnar eru báðar nýkomnar frá námi í Austurríki. Undirleikari verður Ragnar Bjömsson. Þetta er í fyrsta sinn, sem þær stollurnar efna til sjálfstæðra tónleika, en báðar eTU þær vel þekkar söngkonur hér á landí. Söngkonurnar fóru utan í jan- úarmánuði sl. og hófu söngnám við hið fræga Mozartheum i Salzburg, en þar hafði Sigurzeig einnig stundað nám árið áður. í Austurríki dvaldist svo Snæ- björg þar til hún kom heim fyTir nokkru, en Sigurveig brá sér heim í vor og söng í óperunni Rígólettó. í Salzburg lærði Sigurveig ljóðasöng hjá prófessor Schilw.5- Dagskrá Alfpingis Dagskrá e£ri deildar 24 .okt. kl. 1,30. 1. Happdrætti háskólans Irv. 2. Framleiösiu- og atvinnuaukningasjóS ur, frv. 1. umr. I neðri deild kl. 1.30. 1. Bann gegn vinnuítöðvun atvinnu- fiugmanna, frv. 1. umr. 2. Jarðrækt- ar- og húsagerðarsamþykktir í sveit- um, 1. umr. 3. Lækkun á byggingar- kostnaði, frv. 1. umr. Dagskrá sameinaðs þings kl. 8.15 síð- degis. Fjárlög 1904, frv. 1. umr. (Ut- varpsumræða). ky, en raddir kenndi söngkon- unum hin fræga María Schulz Durnburg. Við Mozartheum er venjan að velja tvo söngvara úr hópi nem- enda, til að syngja á tónleikum, sem haldnir eru í sambandi við mikla árlega hljómleikahátíð, sem haldin er þar í borg á] hverju sumri. í sumar var Snæ- björg Snæbjarnardóttir fyrir valinu ásamt japönskum sör.gv- ara. Auk þessa söng Snæbjörg í nýjum frönskum söngleik. Báðar tóku söngkonurnar þátt í lokasöngskemmtun skólans og auk þess kom Sigurveig fram í Ijóðakvöldi, sem prófessor Sciiil- hwsky efndi til. Á hljómleikunum á miðviku- daginn verður söngskráin miög fjölbreytt og nýstárleg. Sigur- veig mun syngja lög eftir Bjarna Böðvarsson og jafnframt fjögur andleg lög eftir Brahms. Snæbjörg syngur lög eftir Rál ísólfsson og eftir Wagner. ís- lenzku lögin eru flest óll lít’.ð þekkt og Wagner lögi* hafa aldrei verið sungin hér áður á tónleikum. Auk framangreindra laga munu söngkonurnar syngja ítalskar aríur os> Wúöngva úr óperum. ir prófessor Alexander Jóhannes- son í ritdómi um bókina í Mbl. í gær. Síðar segir í ritdóminum: „Bók þessi minnir allmjög á Útnesja- menn, þótt ólík sé. Höfundur lýs- ir ágætlega hamförum náttúrunn ar og stórbrimi. Hann hefur sjálf ur alizt upp í Höfnum og þekkir ágætlega siði og venjur útvegs- bænda, trú þeirra og-hjátrú, mál- far og orðatiltæki, enda ber mjög á sjómannamáii í báðum sögun- um. En það eru rammíslenzk orð, sem eiga sér langa sögu“. Frágangur bókarinnar er allur hinn vandaðasti. Nokkrar mynd- ir, er Elín, dóttir höfundar, hefur gert, prýða hana, Útgefandi er Nesjaútgáfan st. Merkjasala Blindravina- félagsins MERKJASLA Blindravinafélags íslands í R.vík nam rúml. 67.000,00 krónum, en ókomin eru skil utan af landi. Einnig bárust félaginu tvó segulbandstæki að gjöf, annað frá velunnara félagsins fen hitt frá ónefndum hjónum og þar að auki 1000 kr. gjöf frá Fanneyju Benó- nýs, sem verja á fyrir segulbands tæki. Stjórn Blindravinafélags ís- lands flytur þessum gefendum og öllum hinum mörgu óþekktu gef- endum sinar innilegustu þakkir. Þá vill félagsstjórnin þakka kvenfélögum um land allt, sölu- börnum svo og öliu starfsliði við söfnunina Herferð gegn ólög- legu hundahaldi ÞAÐ er á allra vitorði, að þótt hundahald sé bannað hér í Reykjavík, eiga ýmsir. borgarar hunda, og virðast þeim fremur hafa fjölgað síðustu ár. Fáir virð ast.þó halda íslenzka hunda, held ur allskonar útlenda kynblend- inga suma hina furðulegustu út- lits í augum þeirra, sem alizt hafa upp í sveit hér. á landi. Réttlæt- anlegt má telja að leyfa ekki hunda hér, því að huridar eru ekki borgardýr, og valda auk þess árgasta sóðaskap á götum úti, eins og þeim mun kunnugt, sem hafa dvalizt þar sem hunda hald er leyft, og reyndar þarf ekki að fara út fynir stéttar Reykjavíkur til þess að sjá það. Ofan á þetta bætist, að hundar eru villidýr undir niðri, þrátt fyrir alla tamningu. Nú hefur það komið tvívegis fyrir með stuttu millibili, að hundar hafa ráðizt að fólki og bitið það. Á fimmtudaginn beit hundur barn, serri flytja varð til læknis. Kristniboðsvika KRISTNIBOÐSVIKA hefst í húsi KFUM og K í kvöld, sunnu- dagskvöld, og stendur alla vik- una. í kvöld hefst samkoman kl. hálfniu. Þar talar Felix Ólafsson kristniboði og sagt verður fré trúboðsstarfinu. Þá verður og sunginn einsöngur. Á mánudaginn tala Ingunn Gísladóttir, hjúkrunarkona, og Gunnar Sigurjónsson, cand. theol. Síðan verður samkoma á hverju kvöldi vikunnar, og tala þar ýms- ir ræðumenn. Frásagnir al kristniboðinu verða flest kvöld- in. Samkomumar verða nánar auglýstar í Dagbók Morgunblaðs ins. — 15 ár Frh. af bls. 1. þeirra verða skýrt heyrðar. Þess- ar nýju þjóðir óska eftiir að byggja líf sitt á framförum í fullu sjálfstæði. Þær líta til Sam- einuðu þjóðanna eftir siðferðileg- um, stjórnmálalegum og efna- hagslegum stuðningi. Slíkan stuðning er unnt að veita ef allar hinar meðlimaþjóðirnar nota stofnunina til hins ítrasta, fylgja grundvallarreglum hennar í trú á markmiðin. í því liggur bezta von okkar um heim þar sem hvert ríki getur lagt af mörkum sinn skerf og að fullu notfært sér möguleika sína í þjónustu þjóðar Blindravin'afélag íslands. sinnar. i NA /5 hnúteA H Sn/éiemt 1 / SVS0hnútf \ » Úti vm XJ Shúr it K Þrumur W/,tS, ZS*. KutíeM Hihtkif HHm» | 1 ( FYRSTA vetrardag var veður- i kortið þannig nyrzt um • Atlantshaf og nærliggjandi ( lönd. i Á Norðurlöndum, íslandi og j Austur-Grænlandi var ágætt \ veður, víðast hvar þurrt og j stillt, en sums staðar nætur- j frost. En milli Labrador og ( Suður-Grænlands var regn- i svæði og víða hvasst. Annað | illviðrasvæði var milli Azor- ( eyja og meginlands Evrópu. Var stormur og skúraveður vestur af Biskayaflóa. Veðurspáin kl. 4 í gærdag: SV-land til Vestfj. og mið- in: Hægviðri, úrkomulaust og víða léttskýjað. Norðurmið: Vestan gola eða kaldi, skýjað. Norðurland til SA-landis, NA-mið og Austfj.-mið: Hæg- viðri, víða léttskýjað. SA-m.ið: NA kaldi, skýjað. Lögreglan í Reykjavík hefur að sjálfsögðu gengið eftir því að uppræta hundahald hér, og í sum ar fór hún herferð gegn þeim hundum, sem henni var kunnugt um í bænum. Hún hefur jafnan reynt að fara vægilega í sakirn- ar, því að mörgum hundahöldur- um er þetta hið,mestá tilfinninga mál, sem skiljanlegt er. Var mörg um gefinn kostur á að koma húndum sínum fyrir upp í sveit, en eiia yrði þeim iógað. Ýmsir hafa greinilega ekki tekið þetta til greina, og er því ekki um annað að gera fyrir lögregluna en að leita hundana uppi og af- lífa þá! Mun lögreglan virina að þessu nú á næstunni. Verzlunarmenn samþykktti VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur hélt-fund í gær um samkomulagstillögu samninga- nefnda félagsins og Vinnuveit- endasambandsins vegna ágrein- ings um vinnutilhögun. Sam- komulagið var samþykkt. Vinnuveitendasambandið hefur fyrir sitt leytj. samþykkt sam- komulagstillöguna, en fleiri aðilj ar þurfa einnig að samþykkja það, Kaupmannasamtökin, Stór- kaupmannafélagið, Félag ísl. iðn rekenda, Verzlunarráðið, Vinnu- málasamband samvinnufélaganna og KRON. Munu Kaupmanna- samtökin halda fund um málið í dag. Mannfall í Alsír ALGEIRSBORG, 22. okt. (Reut- er) — Franski herinn tilkynnti í dag að í bardögum undanfarna 10 daga hafi uppreisnamvenn í Alsír misst 326 menn. Ekki var þess getið hve mikið mannfall Frakka var, aðeins sagt að það hafi verið „ekki mikið“. Bardagarnir voru háðir í Aur- es-fjöllum í austurhluta Alsír og eru hinir hörðustu sem háðir hafa verið í marga mánuði. — Megrunarlyf Frh. af bls. 1 en komst að því að í stað þess að þyngjast, léttust þær. Hann gerði sér þá grein fyrir því að lyfið kom í veg fyrir það að mik- ill hluti fæðunnar, sem músunum var gefinn, kæmist út í blóðið á leið sinni um magann. Þetta þýddi í rauninni að lyfið skammt aði blóðinu fæðu og dró úr fitu í mitti og mjöðmum. 31 pund Nissim reyndi næst lyfið á sjálf um sér. í þrjá mánuði tók hann lyfið í smá skömmtum, en héilt áfram að borða venjulegar mál- tíðir. Hann er matelskur, en dró ekkert úr mataræði sínu. Á þrem vikum léttist hann um 15 pund. Þá hætti hann að taka lyfið og bætti við mataræði sitt. Þyngdist hann þá á skömmum tíma um sjö pund. Þetta sýndi að verkanir lyfsins héldu ekki áfram. í tvær vikur tók Nissem svo lyfið, en hélt venjulegu mat- aræði, og léttist hann þá um níu pund. Nokkurra daga lyfleysi og ofát bætti við hann fjórum pund- um. Að lokum reyndi Nissem enn lyfið í sjö daga og léttist þá um sjö pund. Samtals hafði Nissem létzt um 31 pund í þessum tilraunum sín- um. Þrátt fyrir megrunarhæfileika lyfsins, fann Nissem aldrei til hungurs meðan á tilraununum stóð. Nú eru læknar Guy sjúkrahúss- ins að reyna lyfið á ýmsum dýr- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.