Morgunblaðið - 23.10.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.10.1960, Blaðsíða 24
Seyðisfjörður Sjá bls. 17. 243. tbl. — Sunnudagur 23. október 1960 Reykjavíkurbréf Sjá bls. 13. — ■ i Háskólahá- tíðin í gær 784 studentar við nám Skyndihappdrœtfiö HAPPDRÆTTI SjálfstæðisfJokks ins býður að vanda glæsilega vinninga. Að þessu sinní tvo Volkswagen-bíla. Það vakti mikla athygli, er bilarnir voru dregnir um götur bæjarins í gær, niður á Hótel íslandslóðina. Þa; stóðu þeir i gær. Geysimikil miða sala var við bílana. í dag verða þeir líka í miðbænum — og er ekki að efa, að margir kaupa miða. Bilarnir verða ekki hreyfð ir af vögnunum þar til dráttur hefur farið fram. Eigendur fá þá í hendur beint úr kassanum. En hverjir verða eigendur bílanna? Þér eruð einn þeirra, sem til greina koma. Tryggið yður miða strax í dag — og lítið á bílana i leiðinni. Kviknar í frystihúsi Búðardal, 22. október. KL. rúml. hálfníu í gærkveldi kviknaði í frystihúsinu hér í Búð- ardal, en það er fyrst og fremst matvælageymsla og til þess að taka á móti háustmat. Fyrsti- húsið er eign Kaupfélags Hvammsfjarðar. Veður var kyrrt og úrkomulaust. Var því aðstaða til slökkvistarfsins góð. Vélknú- in vatnsdæla er hér á staðnum í eigu hreppsins. Var hún fengin hingað fyrir um ári, og hefur reynzt mjög vel. Eru þess dæmi, að hús hefðu brunnið til kaldra koia, ef ekki hefði verið hægt að grípa til hennar. Skömmu eftir að eldsins varð vart, dreif að margt manna, og var niðurlöguni hans skjótlega ráðið með því að dæla sjó á hann. Skemmdir hafa orðið nokkrar á húsinu, en engar* á matvælum, þótt nokkuð af keti væri flutt úr frystiklefum um stundarsakir. Talið er að elds upptök stafi frá skammhlaupi í tróði miili veggja. — í>ess má geta, að hér var í gær kveikt á götuljósum kauptúnsins í fyrsta sinni, en ekki liggur fyrir, að eldsupptökin standi í sambandi við það. — Fréttaritari. XVIII. þi^n Iðn- nentasambandsiiis XVIII. þing Iðnemasambands ís. lands var sett í gær í Iðnskól. anum. Þingíð sitja 40—50 fulltrú- ar víðs vegar að af landinu. Helztu mál þingsins eru: iðn- fræðsla, kjaramál og skipulags- mál samtakanna. VETUR konungur tók völdin í hinu fegursta veðrl, logni og glampandi sólskini. Meira að segja voru kýr á beit hér í útjaðri bæjarins. Að baki þeim rísa stórhýsin í Háloga iandshverfinu. Slík öndvegis tíð hefur verið um land allt undanfarið, að það mun ekk- ert einsdæmi vera að kýr séu látnar út á daginn. Smyglvara seld „af óaðgæsdu44 í KE4 EINS og kunnugt er af fyrri frétt um, varð þess vart fyrir hálfum mánuði, að vindlingar, sem ekki báru merki Tóbakseinkasölunnar, voru seldir í Hótel KEA á Ak- ureyri. Toilgæzlunni var skýrt frá þessu, og við leit fundust í hótelinu nokkrar lengjur af toll- sviknum vindlingum. Hótelstjóri KEA hefur nú lýst yfir því, að vindlingana hafi hann fengið um í skipi, sem kom til Akureyrar skömmu áður. Hafi vindlingabirgðirnar verið ætlað. ar til þess að reykja á heimili hans, þótt geymdar væru í birgða skáp hótelsins. Hafi hann síðan tekið þessar vindlingabirgðir „af óaðgæzlu“ til þess að selja í veit- ingasal hótelsins. J GÆR var Háskólahátíð'.n 1960 haldin í hátíðasal háskólans. — Eins og jafnan áður var hún hald in 1. vetrardag, að þessu sinni í 21. skipti. Leikin var hátíðakantata skól- ans eftir PáJ ísólfsson við ljóð Þorsteins Gíslasonar. Dómkirkju kórinn söng undir stjórn höfund- ar, og Þorsteinn Hannesson söng einsöng. Þá hélt rektor skólans, dr. Þor- kell Jóhannesson, ræðu, gaf yfir- lit yfir störf skólans síðastliðið skólaár og ávarpaði nýstúdenta. Hann gat þess, að þetta væri væntanlega í seinasta sinni, sem hátíðin yrði haldin á þessum stað, enda salurinn fyrir löngu orðinn of lítill til þeirra hluta; Ungverjaland vann Island LEIPZIG, 22. okt.: — Ungverja- land vann ísland með 3% gegn %. Arinbjörn gerði jafntefli við Szabo, Portisch vann Ólaf, Barz- ea vann Kára og Bilek vann Guð- mund. Staðan í C-riðlinum er nú þessi: Ungverjaland 14%, Tékkó- slóvakía 14, England 13%, Sví- þjóð 12%, Túnis 11%, Mongolia 10, ísland 9%, Danmörk 8%, Grikkland 5 og Bolivia 1. ísland þarf að ná sjötta sæti til þess að komast í B-úrslitariðil. — Freysteinn. Vorbi>ðafundur HAFNARFIRÐI: — Annað kvöld kl. 8,30 heldur Sjálfstæðiskvenna félagið Vorboðinn fyrsta fund sinn á vetrinum. Eru Vorboða- konur hvattar til að f jölmenna og taka með sér gesti. rúmaði með naumindum ný- stúdenta haust hvert. Næsta haust yrði hátíðin haldin að öllu forfallalausu í hinu nýja sam- komuhúsi skólans við Melatorg, þar sem Tjarnarbíó verður til húsa. Þessu næst flutti rektor skýrslu um störf háskólans á síð- asta skólaári, tengsl hans við er- lenda skóla. Níu háskóiakennar- ar fengu styrk til að fara utan. Sóttu þeir mót í greinum sínum og fluttu fyrirlestra. Um 20 gest- ir frá útlöndum fluttu erindi við skólann. Þá skýrðí rektor frá breytingum á kennaraliði skól- ans. — 61 nemandi lauk prófi frá há- skólanum, 3 í guðfræði, 14 í læknisfræði, 3 í tannlækningum, 2 í fyrra»hl. lyfjafræði, 10 i lög- fræði, 8 í viðskipafræði, 1 meist- araprófi í ísl. fræðum, 1 kandí- datsprófi í ísl. fræðum, 6 í B.A., 11 í fyrra hl. verkfræði og 2 er- lendir stúdentar luku prófi í ís- lenzku. Selma Jónsdóttir varði doktors ritgerð á árinu. Alls hafa 210 nýir stúdentar skráð sig til náms, en alls eru þá skráðir 784 nemendur. Af hinum nýju leggja 3 stund á guðfræði, 37 á læknisfræði, 45 á laga- eða viðskiptafræði, 109 nema í heim- ipekideild og 16 í verkfræðideild Hefurðu seinkuð klukkunni ? í NÓT^ sem leið var klukk- unni seinkað um einn tíma. Þegar klukkan sló tvö, átti að færa vísana aftur til klukkan eítt. 37 býli í Cnup- verjahreppi fá Sogsratmagn ORKUSVÆÐI Sogsvirkjunarinn- ar hefur enn stækkað að mun á þessu hausti, en þá var rafmagm hleypt á flestöll bændabýli í Gnúpver j arhr eppi. Steinþór Gestsson oddviti á Hæli, leit sem snöggvast inn á ritstjórn Mbl. í gær, og skýrði hann frá þessu. Það er mikill munur að hafa öruggt rafmagn og víst er að Gnúpverjar hafa fullan hug á að nota það til fleiri hluta en nú er gert, til þess að létta störfin og auka vinnuaf- köstin, sagði Steinþór. Það var byrjað að leggja há- háspennulínuna sumarið 1959 og hún komst að efsta bænum, sem fær rafmagn að þessu sinni, Haga í júnímánuði síðastl. Þá var byrj- að á að leggja heimataugarnar og tengja. Btóndur höfðu áður lokið við að láta leggja rafmagn í bæj- arhúsin, og önnur þau útihús sem þeir þurfa að hafa Ijós við vinnu sína. Síðasti. bærinn fékk svo raf- magn nú i byrjun októbermánað- ar. Viðast hvar var ófullkomið raf magn áður. Á 12 bæjum höfðu bændur látið setja upp dieselraf stöðvar fyrir súgþurrkun í hlöð- um sínum. Eins höfðu bændur smámótora fyrir mjaltavélar. Það mun yfirleitt hafa verið eitt fyrsta verk okkar allra að fá raf magnsmótora fyrir mjaltavélarn- ar. Steinþór á Hæli nefndi býlin öll sem fengið hafa rafmagn nú í sumar og haust en þau eru þessi: Háholt, Ásbrekka, Geldinga holt (3 býli), Hæll (2), Hlíð (2), Lækjarbrekka, Steinsholt, Aust- urhlíð, Ásaskóli, Ásar (2), Stóra Mástunga (3), Minni Mástunga, Hamarsheiði Hamarsholt, Viði- hlíð Fossnes, Hagi, Stóri Núpur, Minna Hof, Stóra Hof, Bólstaður, Miðhús 2 býli), StÖðulfell, Þránd arholt, Þrándarlundur, Skarð, Sandlækjarkot (2)., og Ásaskóli Alls eru þetta 37 bændabýli sem hafa fengið rafmagn. Víst er að fáu hafa húsmæðurnar fagn- að eins, í sambandi við störf sín og heimilishald, sagði Steinþór á Hæli að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.