Morgunblaðið - 23.10.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.10.1960, Blaðsíða 5
Sunnudagur 23. okt. 1960 MORCVNBLAÐIÐ 5 Ingvar Kvarnström og Ás- mundur Eiriksson. MíNN 06 I = MAŒFNhá Fyrir nokkru komu á rit- stjórnarskrifstofu Mbl. þeir Ásmundur Eiríksson forstödu maður Hvitasunnusafnaðarins og Ingvar Kvarnström frá Sví þjóð, og notuðum við tækifær ið til að spyrja herra Kvarn- ström nokkurra spurninga. — Þér eruð hér á vegum Hvitasunnusafnaðarins? — Já, tildrög þess eru þau. að forstöðumaður safnaðarins og ég hittumst í Stokkhólmi á siðastliðnum sumri og spurði hann mig þá hvort ég gæti hugsað mér að koma til Reykjavikur og taka þátt i starfsemi Bibliuskóla þeirra stuttan tima. Þetta var ákveð- ið og ég er búinn að vera hér vikutima og hef talað á sam- komum safnaðarins hvert kvöld, nema mánudaga. — Hafið þér komið til ís- lands álður? — Já, í fyrrahaust dvaldiat ég nokkurn tíma í Vestmanna eyjum og líkar mér ágætlega Gullbrúðkaup eiga í dag hjón- 3n Guðbjörg Alexandersdóttir og Vilhelm Ágúst Ásgrímsson, bóndi á Ásgrímsstöðum í Hjaltá- staðahreppi, Norður-Múlasýslu. Þau eru stödd í Reykjavík og í dafe hjá syni sínum í Bogahlíð 20. Gullbrúðkaup eiga í dag merk ishjónin Ólafía Ólafsdóttir og Stefán Baldvinsson, hreppstjóri í Stakkahlíð, Loðmundarfirði. — Þau hafa búið allan sinn búskap þar við rausn og mndarskap. - a. 75 ára er í dag Þórður Sig- urðsson, sjómaður, frá Blómstur- völlum. Á afmælisdaginn dvelst hann á heimili dóttur sinnar og tngdasonar, Silfurtúni H-20, Garðahreppi. 60 ára er á morgun, mánudag- inn 24. okt., Sveinbjörg Sigfús- dóttir, Holtagerði 14. Sveinbjörg dvelur um þessar mundir hjá dóttur sinni í Bandaríkjunum. 75 ára verður á morgun, mánu dag, Jón Jónsson, bóndi á Skjald arstöðum í Öxnadal. Gefin hafa verið saman í hjóna band ungfrú Elsa Grímsdóttir, Akureyri og Sigfús Jónsson, bóndi á Arnarstöðum. Gefin hafa verið saman í hjóna band ungfrú Helga Maggy Magn úsdóttir, Aðalstræti 2, Akureyri, og Lénharður Helgason, af- greiðslumaður, Þingvallastræti 4 Akureyri. í gær voru gefin saman i hjónaband af sr. Jóni Þorvarð- arsyni frk. Ivy Munch frá Ál- borg og Haukur Hannesson, Lönguhlíð 17. Heimili þeirra verður að Sólheimum 34. 70 ára verður á morgun Krist- inn Hróbjartsson, Hringbraut 109. Hann verður staddur að heimili sonar síns, Álfheimum 34 og tekur á móti kunningjum sín um þar. Flugfclag íslands h.f. Millilandaflug: Gullfaxi er væntan- legur til Rvíkur kl. 15:40 í dag frá Hamborð, Khöfn og Osló. — Hrímfaxi fer til Glasgow og Khafnar kl. 7:00 í dag. Væntanleg aftur kl. 21:30 á morg un. Innanlandsflug: í dag er flogið til við land og þjóð. — Verðið þér lengi hér í Keykjavík? — Ráðgert er að ég verði hér alla næstu viku og mun ég tala í Fíladelfíu á hverju kvöldi kl. 8,30 og vil ég nota tækifærið til að bjóða alla Reykvíkinga velkomna á sam- komur þessar meðan húsrúm leyfir. — Er hvítasunnuhreyfingin öflug í Svíþjóð? — Já, í henni eru um 100 þús. manns og hún hefur sér- stakt útvarp og sitt eigið dag blað „Dagen“ og nýtur það einnig vinsælda meðal fólks, sem ekki tilheyrir söfnuðun- um. Helzti leiðtogi Hvíta- sunnumanna er Lewi Pel- hrus. Hann er mjög mikils metinn maður í Sviþjóð og kom t.d. einu sinni fram í sjónvarpsþætti, þar sem höfð enu viðtöl við helztu menn landsins. — í hverju er starf yðar í Sviþjóð aðallega fólgið? — Ég ferðast um landið og held f jöldasamkomur. Að lokum vildi ég taka fram að mér finnst starfsemi Hvíta- sunnumanna hér á landi lofa miklu. Einnig tel ég að kirkju bygging sú er Filadelfíusöfn- uðurinn stendur nú í sé mjög mikilvæg fyrir starfsemi hans tH vaxtar og viðgangs Hvita- sunnuhreyfingunni í landinu. Akureyrar og Vestmannaeyja. A morg un er flogið til Akureyrar, Egilsstaða, Hornafjarðar, Isafjarðar, Siglufjarðar og Vestmannaeyja. Loftleiðir hf.: — Leifur Eiríksson er væntanlegur kl. 6:45 frá New York. Fer til Glasgow og Amsterdam kl. 8.15. Hekla er væntanleg kl. 9 frá New York. Fer til Gautaborgar. Khafnar og Hamborgar kl. 10:30. Eimskipafélag íslands hf.: — Detti- foss er á leið til New York. Fjallfoss fer til Keflavíkur í dag. Goðafoss er á leið til Abo. Gullfoss er í Khöfn. Lagarfoss er í New York. Reykjafoss kemur til Hafnarfjarðar í dag. Sel- foss er á leið til Norðfjarðar. Trölla- foss er á leið til Hamborgar. Tungu- foss er á leið til Gravarna. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla var væntanleg til Archangel í gær. — Askja er á leið til Spánar. Jöklar hf. — Vatnajökull er í Rvík. Langjökull er í Grimsby. Hafskip hf. —* Laxá lestar saltfisk á norður- og austurlandshöfnum. Skipadeild SÍS.: Hvassafell er á Eyjafjarðarhöfnum. Arnarfell er í Archangelsk. Jökulfell er á ieið til Rvíkur. Dísarfell er í Bremen. Litla- fell kemur á morgun til Rvíkur. Helga fell er á leið til A-Þýzkalands. Hamra fell er á leið til íslands. ^ÍMuÍÍl.ÍMMnUÍ Drambsemi er undanfari tortímingar og oflæti veit að falli. Varir heimsking jans valda deilum og munnur hans kallar á högg. Sá, sem er tómlátur í verki sínu, er skilgetinn hróðir eyðsluseggsins. Hjarta hins hyggna aflar sér þekk- ingar og eyra hinna vitru leitar þekk ingar. Orðskviðirnir. Karl örmæddur byrði ber, bað grátandi dauða sér, Kom þar Dauði, — karl við brá og keyrði upp á sig baggann þá. — Dýrt er líf og fagurt er fjör, þá fjarast á. Páll Vídalín, lögmaður: Úr dæmisög- um Esóps. Læknar fjarveiandi Erlingur Þorsteinsson læknir verður fjarverandi til áramóta. Staðgengill: GuðVnundur Eyjólfsson Túngötu 5. Friðrik Einarsson, fjarv. til 5. nóv. Haraldur Guðjónsson um óákv. tíma. Staðg.: Karl Jónasson. Katrín Thoroddsen frá 17. sept. fram yfir miðjan okt. Staðg.: Skúli Thor- oddsen. Olafur Jóhannsson um óákv. tíma. Staðg. Kjartan R. Guðmundsson. Sigurður S. Magnússon um óákveð- nn tíma. Staðg.: Tryggvi Þorsteinsson. Bókbadshnífur (ékki rafmagns) tíl sölu, íágt verð. Uppl. eftir W. 8 mæstu kvöld, sími 50058. Vikurgjallplötur 7 og 10 cm, Holsteínn. y BRUNASTEYPAN S.F. Sími 35785. Rafvélaverkstæði H. B. Ólasonar. Sími 18667. Heimilistækjaviðgerðir. — Þvottavélax o. fl. sótt heim. Athugið að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en í öðrum blöðum. — SIGURVEIG HJALTESTED SNÆBJORG SNÆBJ A RN ARDÓTTIR Söngskemmtun i Gamla Bíó miðvikudaginn 26. nóm. kl. 7 e.h. • Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Lárusar, Skólavörðustíg og Eymundssen, Vesturveri. • Undirleikari: Ragnar Björnsson TÓNLEIKAB í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 25. október 1960 kl. 20,30. Stjórnandi : BOHDAN WODICZKO Einleikari : RÖGNVALDUR SIGURJÓNSSON Viðfangsefni eftir Beethoven, Hayden og Brahms. Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu r Félag Isl. Hliómlistarmanna Fundur í Breiðfirðingabúð í dag kl. 1,30 e.h. Fundarefni : 1. ' Kosin ný stjórn og varastjóra 2. Útlepdingamálin 3. Önmir mál. Áríðandi að félagsmenn fjölmenni á fundinn og mæti stundvíslega. STJÓRNIN. FIMLEIKAR Námskeið í fimleikum kvenna hefst eftir helgina. Kennsla fer fram í Í.R.-húsinu við Túngötu og verður sem hér scgir: Frúarflokkur (30 ára og eldri) þriðjud. kl. 16,30 og föstud. kl. 17,20. Stúlknaflokkur (14—19 ára) þriðjud. kl. 21,40 og fimmtud. kl. 20,00. Innritun í æfingatímum. Fimleikadeild I. R. Kjörbúð Tvær stúlkur óskast nú þegar til starfa í kjörbúð í miðbænum. Tilboð merkt: „Rösk — 1106“ sendist blaðinu. ' STÚLKUR Nokkrar duglegar og reglusamar stúlkur ekki yngri en 17 ára óskast nú þegar. Kexverksmidjan Frón h.f. Skúlagötu 28.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.