Morgunblaðið - 23.10.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.10.1960, Blaðsíða 3
Sunnudagur 23. okt. 1960 VORCVNULAÐIÐ 3 mlari Mbl., Ol. K. M. ' Sv. Þormófeon tóku iþess- ar myndir af samla íólkinu á Elli- og hjúkrunarheimili,nu Grund. Það' nýtur þess að sitja úti í sólskininu. Sól æsku þess er löngu gengin til við- ar. En gamlar min,ningar liína í hugum þess við geisla sólar- innar. Sólin eldist aldrei. Hún er að eilifu ung. Þegar hún sýnir ásjónu sí,na birtir yfir svip ungra sem gamalla. Þá finnst mönnum sem þeir muni einnig lifa að eilífu. Hjörtu þeirra verða ei,ns og börn, sem kunna ekki að telja. Það er gott að eiga slíkar stundir. I Sr. Jón Auðuns, dómpróíastur. Vetrarkoma VETUR er genginn í garð. Sum- ar er liðið, sem svo var auðugt að dýrð, að með lifandi þakkar- gerð skyldi það sungið úr garði fyrir gjafir þess til málleysingja og manna. Óviðjafnanlega fagurt haust er liðið. Vetur er kominn. Enn er veðrátta mild. Enn eru blóm- in að hneigja höfði á kyr.r- um dögum. Enn njótum vér haust fegurðar, eins og hún verður feg- urst. En framundan er sú tíð, að svalvindar blása af sævi og fjöll- um og jörðin sveipast sorta miðs vetrar. Hvar stöndum vér í straum- kasti þeirrar öldu, sem ber oss á brjóstum? Erum vér undir ör- uggri, ósýnilegri vernd, eða erum vér umkomulaus börn, smselingj- ar á eyðihjarni, þar sem blindar tilviljanir trylltra vetrarafla eiga við oss alian ieik? „Mun Guð í sannleika búa á jörðu?“ Svo spurði Salómon, hinn vísi konungur, er hann hafði lokið við að reisa honum hið mikla musteri. Og þessj spuming vak- ir víða. Sumsstaðar brýzt hún fram með brennandi kvöl í sáru sálarstríði. Sumsstaðar bærist hún hljóðlega í mannshjartanu. Sumir segja oss, að þeir þekki ekkert til þessarar baráttu, hafi enga þörf fyrir að trúa og hafi aldrei fundið nokkuð, er bendi þeim á tilveru Guðs. Hinir eru margfalt fleiri, sem þekkja úr eigin brjósti þrána eftir Guði og eru sannfærðir um, að hún sé einmitt það, sem trúarheimspek- ingar hafa um hana kennt: Heim- þrá útlagans, sem finnur að í út- legðinni er hann að heiman og þráir þangað heim, sem vaggan fyrsta stóð, þar sem líf hans var myndað. Hún togar í oss og dreg- ur, hin „ramma taug, er rekka dregfur föðurtúna til“. Sögu mannkynsins, trúar. bragða þess, bókmennta og lista er ekki unnt að lesa, án þess hún verði hvarvetna fyrir oss „hin ramma taug“. Þráin eftir Guði. Allar aðrar þrár mannsandans eiga í sjálfum sér fyrirheit um svölun. Menn þrá ekki neitt, sem ekki er hugsanlegur möguleiki að svala. Mun þráin eftir Guði ein vera undantekning frá þessu? Mun guðsþráin ein hafa vaknað í mannsandanum, svo sterk, svo al- menn, að allir lýðir, allar kyn- slóðir þekkja hana, mun þessi þrá ein vera fædd án fyrirheits? „Mun Guð í sannleika búa á jörðu?“ spurði hinn vitri konung ur, og hann svaraði játandi. Sama játunin felst í spurningu séra Matthíasar. Hver er sú hönd, sem heldur þessum reyr um hæsta.n vetur. svo hann ekki deyr? Um þá hönd spyrjum vér, er veturinn gengur í garð. And- spænis jörmunöflum hans finn- ur mannsbarnið smæð sína og leitar Guðs, sem lifað hefir og borið sjálfum sér vitni í leit og í þrám milljónanna um allan heim, á öllum öldum. Guðlaus tilvera getur. orðið geigvænleg, en heimur Guðs, háður handleiðslu hans, getur aldrei orðið án ljóss og vonar, „hver ógn, sem á vegi sténdur". í guðlausum heimi verður föln- að vetrarlaufið að dapurlegu tákni dauðans eins og tortíming- ar. í heimi Guðs ber þér þetta bliknaða lauf boðskapinn um hann, sem hvarvetna er að verki. Trúðu því, að veturinn, sem nú er að heilsa, er vetur Guðs, engu síður en vorið er árstíð hans. Þeg- ar miðsvetrarsortinn hylur jörð- ina, skaltu vita, að myrkur jafnt og ljós er í hendi Guðs, og að í myrkrinu er yfir þér vakað, eins og móðir vakir um nótt yfir veiku barni. Þegar jörðin nötr- ar undan átökum veðranna, áttu að geta fundið í storminum þá sterku hönd, sem hefir mátt al- heimsins til að vernda þig, — hönd Guðs. Og frið hans áttu að finna jafnt í hamförum vetrar- ins sem á heiðríkum mánakvöld- um, þegar blikandi stjörnuaug- un stara niður til þín og minna þig á augað alskyggna, sem yfir endalausri mergð lífveranna vak- ir. —■ Lofum Guð fyrir liðið sumar, því að nú er mikið að þakka. Blessum hann fyrir þetta blíða haust, Mót vetri er gott að ganga með honum, sem þessar miklu gjafir gaf. Af grunnlausri auð- legð $at hann, og á gnægð U1 að gefa enn. Með trausti og trú skulum vér heilsa vetri og biðja með rósömu öryggi hinnar einföldu, fögru bænar í vetrarkomusálmi séra Matthíasar: Nú kemur. kaldur vetur, ó, kom þú líka, Drottinn minn. i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.