Morgunblaðið - 23.10.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.10.1960, Blaðsíða 22
22 MORCVNRLAÐtÐ Sunnudagur 23. okt. 1960 Úrslit Bikarkeppninnar í dag FRAM og KR keppa í dag til úrslita i Bikarkeppninni. Leikur- inn fer fram á Melavellinum og hefst kl. 2 síðd. Það kom mörgum á óvart sl. sunnudag, er Fram sigraði hina nýbökuðu íslandsmeistara Skaga manna, því flestir héldu að þeir aettu eftir að sjá KR og Akranes í úrslitaleiknum, en Frammarar hafa náð aftur leikgleði sinni, sem þeir höfðu í vor og hafa í tveim síðustu leikum verið sterk- ir, ákveðnir og hreyfanlegir, og ekki hvað síst hafa þeir sýnt betri tilþrif en aðrir við mark- skot. — K.R.-liðið mun vel búið undir leikinn og hafa fullan hug á að vinna „Bikarinn“ þar sem það misisti af íslandsmeistaratitlinum. Framliðið vantar mikið þar sem Guðjón Jónsson verður ekki með þeim í dag. Hann meiddist á æfingu í fyrrakvöld. Guðjón hefir verið einn styrkasti maður liðsins. Þegar litið er á liðin finnst mörgum að það hljóti að liggja ljóst fyrir hverjir vinni leikinn. í KR-liðinu eru 9 menn, sem hafa leikið í landsliðinu á móti tveimur hjá Fram. Það eina, sem skyggir á þessa von manna er að KR-liðið hefir í síðari leikum og mörgum leik- um í sumar reynzt afar sundur- tætt lið og keppnisviljalaust. Ef slíkur svipur verður á liðinu á morgun, er ekki nokkur vafi á því að Frammarar verða þeim erfiðir keppinautar. Einleik éða þröngt spil upp miðjuna ræður Rúnar & Co. vel við og því ekki sigurstrangieg leikaðferð fyrir KR í dag. KR-liðið hefir brugðist því að sýna hina réttu mynd af styrk- leika liðsins að undanförnu og ef svo fer enn einu sinni, er víst að styrkleiki Framliðsins, sem byggist frekar á samtakamætti leikmannanna, heldur en persónu legum styrkleika, mun nægja þeim til sigurs í leiknum í dag. Alla vega má búast við góðum og fjörugum leik og ættu menn að fjölmenna á völlinn. í raun og veru er keppt um þrjá bikara í þessum leik. Það er fyrst og fremst bikar keppn- innar sem Tryggingamiðstöðin hefur gefið. Þann bikar geymir sigurvegarinn í eitt ár. Auk þess fær félagið afsteypu af þeim bik- ar og hana til eignar. í þriðja lagi eru KR-ingar og Framarar í keppni innbyrðis. Hún er þannig að allir flokkar félaganna beggja fá stig fyrir unna sigra yfir hin- um. Sú keppni stendur nú þannig eftir sumarið að félögin eru með nákvæmlega jafnmörg stig og þessi leikur ræður því úrslitum um það hvert félagið vinnur þann bikar sem gefinn var til þessa skemmtilega samanburðar um mátt allra liða félaganna. Heimsmet MOSKVU, 19. okt.: — Olympiu gullverðlaunahafinn Petr Boloti- kov hefir sett nýtt heimsmet í 10.000 m. hlaupi og er nýja metið 28. mínútur 18.8 sek. Metið var sett á íþróttamóti í Kive og er það 1.6 sek betra en gamia heims metið sem Rússinn Vladimir Kuts setti í Moskvu 1956. fyrir yðtir... býður hin nýja KENWOOD CHEF hrærivél nú aila þá hjálparhluti, sem hugsanlegir eru, til hagræðis fyrir yður, og það er ekkert erfiði að koma þeim í samband, engar skrúfur, aðeins smellt úr og í með einu handtaki. Hrærararnir eru þannig að það má segja að þeir þoli allt — jafnvel þykk- asta deig. — Þeir hræra, blanda, þeyta og hnoða, en þér horfið aðeins undrandi á hve skemmtilega þeir vinna. Engin önnur hrærivél getur létt af yður jafnmörgu leiðinda erfiði, — en þó er hún falleg og stílhrein. Ef yður vantar hrærivél, þá . . . Lítib á Kenwood — Lausnin er. Kenwood Verð kr. 4.340.- Tfekla Austurstræti 14 Sími 11687 Liðin í dag KR Heimir Guðjónsson Hreiðar Ársælsson Bjarni Felixson Hörður Felixson Reynir Smith Helgi Jónsson Sveinn Jónsson Ellert Schram Örn Steinsen Þórólfur Beck Gunnar Guðmansson • Þorgeir Lúðviksson Grétar Sigurðsson Reynir Karlsson Baldur Scheving Guðmundur Óskarsson Hinrik Lárusson Ragnar Jóhannesson Rúnar Guðmansson Birgir Lúðvíksson Halldór I.úðvíksson Geir Kristjánsson FRAM (Þrír bræður, synir Lúðvíks í Lúllabúð, leiká í dag með Fram) Löðrungurinn var vindhögg GREININ um starf Alberts Guð- mundssonar í Hafnarfirði og hinar köldu kveðjur íþrótta- bandalagsins þar til hans, sem fram komu í bréfi til Knatt- spyrnuráðs staðarins fyrir skömmu, vakti að vonum mikla athygli. Framkvæmdastjóri ÍSÍ, Her mann Guðmundsson, lét málið þegar til sín taka. Hann hefur nú upplýst íþróttasíðuna um það, að hvergi muni að finna í lögum ÍSÍ bókstaf fyrir þvi, að maður búsettur t. d. i Reykjavík megi ekki vera í stjórn sérráðs annars héraðs t. d. í Hafnarfirði. Afmstrong Perfex * * R.M. Kork Parkett Fyrirliggiandi Hlý, 'endmgargóð og þægileg GÚLF þ. þORGRIMSSON & Borgartúni, 7 Sími 2 22 35 Þessi yfirlýsing framkvæmda- stjórans er athyglisverð. Hún er alvarleg fyrir Iþróttabandalag Hafnarfjarðar. Hvað getur ekki farið aflaga hjá æðstu stjórn íþróttamála í héraði, þegar hún í bréfum sínum krefst þess að fylgt sé lagabókstöfum sem ekki eru til — og ber fyrir sig sjálft íþróttasamband íslands? Hvorki Knattspyrnuráðsmönnum í Hafnarfirði né blaðamönnum Morgunblaðsins datt í haug, að þessi möguleiki gæti átt sér stað. Það verður fróðlegt að sjá, hvernig ÍBH bætir fyrir þessi mistök sín, sem vægast sagt eru mikil gönuhlaup. — A. St. Knud £ne- rrtark reist- ur minnis- varði JÓTLANDSDEILD d a n s k a hjólreiðaambandsins hefur nú beitt sér fyrir því að danska hjólreiðamanninum, Knud Enemark, sem lézt í keppni Olympíuleikanna, verði reistur minnisvarði. Hafa Jótarnir skrifað bréf til allra hjólreiðafélaga í Danmörku og beðið þau um að leggja sinn skerf í sjóðinn. Er málið svo langt á veg komið, að gerður heíur verið uppdráttur minnisvarð ans og á hann að kosta 2600 d. kr. eftir því sem blaða- fréttir segja. F ermingarskeytasímar ritsímans eru 2-20-20 * MELAVÖLLUR Bíkarkeppni K.S.Í ÚRSLITLALEIKUR í dag kl. 14 keppa Fram og KR Dómari: Haukur Óskarsson. Línuverðir: Ragnar Magnússon og lngi Gnnnarsson. MÓTANEFNDIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.