Morgunblaðið - 23.10.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.10.1960, Blaðsíða 17
Sunnudagur 23. okt. 1960 Mortcrnvnr. aðið 17 Seyðisfjörður fyrra aðeins ein. Nú væri aftur að lifna við söltun á staðnum. Valtýr Þorsteinsson hefði sett upp söltunarstöð á miðri vertíð í sumar og Sveinn Benediktsson væri að byrja að byggja söltunar stöð. Einnig hefði Ströndin í huga að stækka sitt síldarplan veru- lega. Mætti því gera ráð fyrir stóraukinni söltun á Seyðisfirði á næsta sumri ef vel veiddist. Séð yfir kaupstaðinn i Seyðisfirði. Myndin er tekin sl. sunnudag. — (Ljósm.: Guðm. Gíslason. SEYÐISFJÖRÐUR er með fegurstu byggðarlögum þessa lands. Þegar ekið er niður Stafina á sóibjörtum haust- degi, blasir fjörðurinn við lygn og sléttur, þar sem hann skerst inn í Austfjarðafjall- l*,riðrik Guðjónsson, sildar- matsmaður, kannar síldina. garðinn, en kauptúnið brosir við ferðamanni hreinlegt og snyrtilegt. Húsin við enda fjarðarins eru flest nokkuð gömul timburhús en reisuleg og bera vitni fornri frægð staðarins. Fjær hefur risið allmargt nýrra steinhúsa. Eins og aðrir kaupstaðir á Austfjörðum byggir Seyðisfjörð- ur afkomu sína að mestu á sjáv- arfangi. Þar er rekið fiskiðjuver og síldarverksmiðja og töluverð síldarsöltun hefur verið þar síð ustu árin. Fréttamaður Morgun blaðsins var á Seyðisfirði fyrir rúmri viku, kom í þessi iðjuver og átti tal við forstöðumenn þeirra. Við vinnum að þessu sjálfir Við komum fyrst í sameignar- félagið Fiskiðjuna og hittum for stöðumennina Hauk Guðmunds- son og Hafstein Sigurjónsson að máli. Haukur og Hafsteinn eru ungir Seyðfirðingar, sem tóku iðjuverið á leigu sl. vor. Við spyrjum um reksturinn: — Þetta gengur sæmilega"' núna, segir Haukur. Þrir stórir bátar leggja hérna upp og tvær um iðjuverið. Á efri hæðinni eru stúlkur önnum kafnar y.fir fiskborðunum en á neðri hæð inn er verið að beita línu og í eínu horninu er lifrarbræðsla, sem framkvæmdastjórarnir hafa sett upp. — Eruð þið ekki bjartsýnir á framtíðarrekstur Fiskiðjunnar? — Það er margt í þessum rekstri, sem er erfitt, segir Framleiðsla heilmjöls í undirbúningi Á leið frá Ströndinni hittum við Einar Magnússon, fram- kvæmdastjóra Síldarverksmiðj- unnar, þar sem hann er að selja bændum ársgamalt síldarmjöl. Við tökum Einar tali og spyrj- um um rekstur verksmiðjunnar á sl. sumri. — Þetta gekk heldur vel, segir Einar, við bræddum 82500 mál, sem er um 10 þús.'málum meira en í fyrra. Verksmiðjan var endurbyggð fyrir fjórUm árum og bræðir nú 2500—3000 mál á sólarhring. Þrærnar taka 15000 mál og lýsisgeymarnir 2300 tonn. — Seljið þið dálítið af mjöli beint til bænda? — Það er mjög lítið 25—30 tonn, en mestan hluta mjölsins seljum við beint út. Allar afurð- ir verksmiðjunnar frá í sumar eru þegar seldar, en eins og kunnugt er hefur verð ekki ver- ið hagstætt á heimsmarkaði. — Hafið þið nokkrar fram- kvæmdir á prjónunum í sam- Skyggnzt um í athafnalífi hins forna höfuðstaðar Austurlands til þrjár trillur. Þeir hafa fiskað ágætlega að undanförnu, betta frá 8 og upp í 11 skippund í róðri. Trillurnar fara nú að hætta en stóru bátarnir munu róa fram í miðjan desember. Hér vinna um 40 manns og núna höfum við unnið stanzlaust á annan sólarhring. í haust höfum við einnig fryst kjöt fyrir Verzlunarfélag Austurlands og eykur það starfsemina meðan sláturtíð stendur, en við höfum ekki þurft að ^minnka fiskmót- töku þess vegna. Helztu vand- ræði okkar eru annars, hve véla orka frystihússins er lítil, þegar mikið berst að, og í sumar gát- um við til dæmis ekki fryst eins mikla síld og við hefðum viljað. Þá er aðstaðan við löndun ekki eins góð og æskilegt væri, en bryggjan þyrfti að vera fram an við húsið og mundi það mjög auðvelda reksturinn. Haukur gengur nú með okkur Úr Fiskiðjuverinu á Seyðisfirði. Framkvæmdastjórar Fiskiðju- versins, Haukur Guðmundsson og Hafsteinn Sigurjónsson. Haukur. einkum vegna þess að ekki er hægt að halda starfseminni gangandi yfir vetrarmánuðina. En það sein bjargar rekstrinum er að við vinnunt að þessu sjálfir. Síldarsöltun að aukast í surnar voru starfræktar tvær söltunarstöðvar á Seyðisfirði, sameignarfélagið Ströndin og söltunarstöð Valtýs Þorsteinsson- ar. Saltaði Ströndin um 5000 tunnur en Valtýr milli 2—3000 tunnur. Söltunarplan Strandarinnar er staðsett nokkuð utan við kaup- túnið. Er við komum þar var vinna í fullum gangi, verið að flytja til tunnur til útskipunar og síldarmatsmaður var að leggja blessun sína yfir vöruna. Fram- kvæmdastjórinn, Sveinn Guð- mundsson, sagði okkur að þetta væri 10. árið, sem þessi söltunar stöð væri starfrækt. Fyrir nokkr um árum hefðu verið fimm sölt- unarstöðvar á Seyðisfirði en í bandi við verksmiðjureksturinn? — Nú er verið að koma fyrir soðþurrkara í verksmiðjunni til að nýta soðið frá skilvindunum og framleiða heilmjöl. Með því Sveinn Guðmundsson skipar fyrir verkum á söltunarplani Strandarinnar. að nýta soðið þannig, verður mjölið úr hverju máli 7 kg. meira en áður. Þegar brædd eru 80 þús. mál, verður mjölfram- leiðslan þannig 560 tonnum meiri en áður. Heilmjölið er einnig talið betra fóður en það mjöl, sem við höfum framleitt til þeSsa. ☆ Þannig stuðlar verðfaliið á lýsi og fiskimjöli á heimsmark- aðinum að því að þessi hráefni eru betur nýtt í iðnaði okkar og má um það segja, að fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokk- uð gott. ☆ Sól var enn á lofti er við kvöddum verksmiðjustjórann, en skins hennar nýtur ekki nema skamma stund dag hvern milli þröngra fjalla Seyðisfjarðar. Þegar við göngum eftir aðalgöt- unni reikar hugurinn til þess tíma er Seyðisfjörður var einn mesti athafnabær landsins og menningarjíf þar með slíkum blóma, að þrjú blöð voru gefin út á staðnum; ritfærir menn háðu harðar deilur um allt milli himins og jarðar. Prentsmiðjan er nú löngu á brott flutt og ekk- ert blað sér lengur fyrst dagsins ljós á Seyðisfirði, en athafnalíf bæjarins er í sýnilegri framför og dugmiklir ungir menn eru staðráðnir í að sýna, að Seyðis- fjörður lifir ekki aðeins á fornri frægð. j.h.a. Myndin er tekin í sumar, þegar siidarverksmiðjan var i fullum gangi og fjörðurinn krökur af síldarbátum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.