Morgunblaðið - 23.10.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.10.1960, Blaðsíða 11
Sunnudagur 23. okt. 1960 SÍORCriPi fíL AÐIÐ n Þannig varð SJÖ borgir berjast Um heið- urinn af að vera fæðingar- borg djassins, en eitt er víst: Hann varð til í New Orleans í LouiSianafylki í Bandaríkj- um N. A. Engu að síður varð svipuð tónlist einnig til í fleiri amerískum borgum um sama leýti. New Orleans Spænski conquistadorinn — svo nefndust þeir spönsku her- foringjar er namu Ameríku — Hernando de Soto, hvers nafn er velþekkt af bílategund frá Chrysler-verksmiðjunni, er tal- inn hafa fyrstur sett fót sinn á land f Louisiana i Bandlríkjun- um. Ríki þetta var fyrst unair spánskri stjórn, en Frakkar náðu þar fljótlega fótfestu og við ósa Missisippi st jfnsettu þeir borgina New Orleans 1718. Borgin varð fljótlega helzta borg við norðanverðan Mexico- flóa og varð að mestu leyti byggð Frökkum og Spánverjum. Saga borgarinnar héfur verið all viðburðarik. Hún var aðal- höfn sfórs svæðis, þar sem var fjöldi tóbaks- og baðmullarbú- garða. Auk þess var hún aöal innflutpingshöfn. Borgin hefur oft veijið sjálfstæð, því yfir henni hafa blaktað 10 fánar. Spánverjar eignuðust borgina 1762, en;: seldu hana Bandaríkj- unum 1803. Louisiana varð svo 18: ríki Bandaríkjanna 1312 og hefur ýmisi; verið nefnt peii- kanaríkip, kreoiaríkið eða syk- urríkið. Skemmtilegasta og spi'ltasta borg í lieimi f New Orleans var afskaplega fjörugt samkvæmisiíf og borgin hefur að mörgu leyfi veriö ein- hver hin skemmtilegasí.a og spiHtasta í heimi, enda kölluð París Nýja heimsins. í henni bjuggu franskir og spænskir auðkýfingar og aðalsmenn, eink um á vetrum. Parísar- og Ver- um herjum og út úr hverri kirkju (um 600) glumdi sálma- söngur allra mögulegra trúar- flokka og úr úthverfunum þar sem negrar bjuggu. mátú heyra dímm trumbusiög þeirra bland- ast við alit hitt. Og enn þann dag í dag er borgin litríkasta og lífsgiaðasta borg í Norður-Ameríku. Þar haidast við margir gamlir siðir, uilarekru undir biennandi sól Louisiana, en djöfullinn, skjanna hvítur sat um þá í hverju hor.oi. Sálmarnir fengu afrikanskt hljómfall og urðu að spirituals. Djassinn hefur án efa verið upp- haflega einskonar vera'cUegur sálmur, lagið kannski tekið úr spönskum dansi eða enskum veiðisöng, en hljömfalbð var það sama og við sáimasönginn, kannski talsvert fjörugra, jafn- vel svo að spánski dan'sinn virt- ist daufur og bragðlítill í saman burði við hann. Negrahljómsveitimar voru margar, venjulega með þremur hljóðfærum, er léku sit: hvert tilbrigði við lagið, fyrst og Hvað er djass ? ÞEGAR útgefendur Websters orðabókarinnar ætluðu að finna fullnægjandi skýrgrein ingu á orðinu djass, komust þeir að raun um að hún var ekki til. Þess vegna fengu þeir einn af þekktustu djass-gagnrýnendum Amer. íku, Marshall W. Stearns,sem er próf. í enskum bókmennt- um á tímum Shakespeare við New York Háskóla til að rannsaka það atriði. Hann safnaði saman djassgagnrýn t endum og hljóðfæraleikurum allra djassstefna og eftir tveggja vikna ráðsteínu, sem haldin var fjarri jkarkala stórborgarinnar komust þeir að þessari niðurstöðu: Djass er impróviseruð am- erísk tónlist, sem leikin er á evrópisk hljóðfæri. Aðal. þættir hennar eru evrópskir samhljómar, evróp-afrákönsk Iaglína og afríkanskt hljóð fall. ★ Villandi er að alhæfa hug myndir sinar um djass-tón. list eða einfalda þær og álita djass það sama og dægurlög eða halda að hann sé sam- safn af háværum einleik á. slagverk. Ilinir ólæknandi djassvinir hafa mestu fyrir- litningu á unglingahjörðum, sem hvía og æpa í algleymi undir trylltum slagverksein leik eða rokksöng, þar sem „tónlistarmaðurinn“ leikur meira á áheyrendur en á. hljóðfærið. Hinu má ekki gleyma, að hann hefur oft til að bera ferskleika, sem iðu. Iega vantar í sinfónískri tón- list, þegar höfundur kafnar i tónfræði. Kóngur djassins, Louis „Satehmo1' 1958 á Newport Jazz Festival. salatízkan barst þangað eins hratt og þá var mögulegt. Af- komendur hinna rómönsku inn- flytjenda voru kallaðir Creolar. Creola-fjölskyldurnar litu af- skaplega stórt á sig, en engu að síður áttu herramennirnir börn í tugatali með ambáttum sínum. Voru í borginni fleiri gleði hús með svörtum og hvitum konum en í allri Norður-Amer- íku samanlagt á 18 öld, borgar- ar New Orleans, sjómenn og svo alls konar ferðamenn sóttu bau af miklu kappi. Drykliiukrár voru margar í hverri götu í hverfunum við höfnina. Alla 19. öld hélt New Orleans áfram sama gleðskapnum, þrátt fyrir tilkomu germanskra og engil-saxneskra manna og var borgin allt í senn suðræn, ka- þólsk og svört. I þrælastriðin r var hún Suðurríkjunum ákaf- lega mikilvæg, enda heriók fioíi Norðurríkjanna borgina 1862. New. Orleans var .rórriantískust allra borga, en ekkert bar þar á hreinum. þjóðareinkernum. Þar mátti heyra allra bjóða tón- list glymjandi út úr húsum, sem byggð voru í stíl við ensk, frönsk og spönsk hús i senn, en flest umgirt pálmum og prýdd svölum með. smíðajárnshandriði. leikara. Þessi „kornett-blásandi rakari" var vinsæiasti maður New Orleans á íyrsta +ug þess- arar aldar. Sumir djass-sagn- fræðingar halda bví blákalt fram að hann hafi verið hinn fyrsti. djassleikari. Joachim Ernst Berendt l'itaði fyrir h. u. b. tíu árum uppi gamalt fólk í New Orleans, sem mundi eftir Buddy Bolden, en það kom í Ijós að engu af bví, sem þetta fólk sagði bar saman, nema þvi að hann hafi verið raxari og blásið í kornett. Hann var þeg- ar orðinn þjóðsagnapersóna. Hann mun haía fæðzt í New Orleans einhvern tíma milli 1860—80 og ungur byrjaði hann að leika á harmóriiku, sem hann fékk hjá skransala. Enga nótu þekkti hann, en hann gat spilað hvað sem var á harmónizuskrifi ið sitt, ef hann hafði iieyrt það einu sinni. hvort sem það var sálmurinn, sem varð til v:ð ein- hverja messuna eða óp^ uaría, sem hánn heyrði í gegnum bak- dyr hinnar frægu French Opera. Alls staðar dundi tónlistin. Á götunum óku vagnar, er báru hljómsveitir og nefndust þeir bandwagons. Hljóms veitirnar spiiuðu við öll tækifæri, allt frá barnsfæðingum til jarðarfara. Jarðarfarir voru óhugsandi án þess að bandwagon æki á undan líkvagninum og Iéki sorgar- marsa — með sama hljóðíallinu og þeir léku fyrir dansinum á kvöldin. Fann kornettið á götunni Hinn ungi Buddy lék . þetta allt saman, en honum fannst harmónikan fljótlega of vélræn og ekki hafa sömu möguleika og blásturshljóðfærin, þar sem loftvegur mannslíkamans á sinn þátt í að mynda tóninn. Hann gerðist því eðlilega kornettleik- ari. Sagan segir að hann hafi fundið hljóðfærið á götu. Grautarpottur í lok 19., aldarinnar varð New Orleans eins og heijarstór allra- þjóða hrærivél og grautarpott- ur í senn. Þarna voru Frakkar, Spánverjar, Englendingar, írar, Þjóðverjar. Slavar og þúsundir negra, allt frá Kreoia-negrum, sem voru kynblendingar Kreola og negra, og til manna sem sökn uðu þess að hafa ekki manna- kjöt í sunnudagsmatinn, eins og þeir höfðu fengið í æsku. Þó voru flestir hinna svör'.u manna blandaðir. New Orleans glumdi endanna á. milli af tónum: ensk þjóðlög1 voru sungin; dansaðir spánskir dansar, frönsk þjóðlög og hallet- músik leikin, lúðrasveitir hers- ins léku eftir prússneskri fyrir- mynd, sem þó þótti fínast í öll- , , , gciuist ýVl CAJXlACgCl JWXJ Armstrong, leikur á trompetinn sinn. Myndin er tekin í julr arj sagan segir að ha fundið hljóðfærið á götc djassinn til enda þyrpast íerðamenn þangað, einkum á vetrum og þá sérstak- lega meðan kjötkveðjuhátíðin stendur yfir. Kjötkveðiuhátíð þessi ber nafn sprengidagsins, Mardi Gras, og stendur frá þrett ándanum og nær hámarki á sprengikvöld. Gamla hverfið, French quarter (franska hverf- ið) er miðstöð skemmtanalifs- ins. Ragtime blómstrar Um aldamótin var Ragtime blómstrandi um öll Bandaríkin, ekki sízt í New Orleans, Upp- haflega var betta píanóstíll, hratt hamrað hljóðfall með iag- línu, er hafði blæ cvrópskra al- þýðulaga. Oft var þetta poika og marz, en leikið með hijóð- falli negranna. Scott Joplin var mesta stjarna Ragtime-tónlistarinnar. Hann samdi meir en 600 Ragtimes, sem sum eru leikin enn t. d. Maple Leaf Rag; auk þess samdi hann sinfóníu og tvær ó perur. Rag-lögin samdi hann flest beint á hljóðfæri, sem var einskonar sambland af píanó og spiladós. Eitt slíkt hljóðfæii fannst, á forngripasölu eftir seinni heimsstyrjöldina og hefur verið gefið út á plötu. Þetta var talinn allmikill viðburður meðal djassunnenda, því nú fyrst máttl heyra, hvort tónlist Scott Joplin hefði mátt kallast djass. Scott Joplin var viðurkenndur. Kristur svartnr — djöfullinn skjannahvítur í andrúmslofti New Orleons- borgar myndaðist svo veraldleg og andleg tónlist negranna. Þeir urðu fljótlega trúaðir og gerðu kristindóminn að sinum. Jesú- barnið var kolsvart, fætt í kofa þræis við jaðar óravíðrar baðm- fremst kornet eða trompet og með því klarinett og trombón. Undirspilið var bassi eða túba, slagverk (þ, e. trommur o. fl.) banjo eða gítar og stundum pí- anó. New Orleans-djass er ieikinn af svertingjum en hinir hvítu hrifust með og líktu eftir, en eftirlíkingin tókst ekki. Ný djasstegund kom fram, Dixie land djass. Blues — sorgarsöngur um ástina Um 1920 er komið fram al- skapað nýtt afbrigði, blues. Blues er veraldleg hliðstæða negrasálmanna, þau voru sung- in í negrahverfum og úti á bú- görðunum sem kvöldsöngur, oft- ast sorgarsöngur um ástina og erfitt hlutskipti hins svarta manns. Blues urðu fljótlega aðal verkefni hljómsveitanna, og þeg ar þær urðu að flýja norður eft- ir var það fyrst og fremst blues, sem þær fluttu með sér, en ekki hin eldri glaðværa New Orleans tónlist, Hljóðfæraleikararnir voru ail- ir „sjálfmenntaðir", framan af- var enginn, sem gat lesið nótur. Allt var spilað eftir eyranu. ★ Þó svona skammt sé liðið síð- an djassinn kom fram á sjonar- sviðið, er þó í raun og veru mik ið á huldu um fyrstu á" hans. Um hina fyrstu djassista er mjög lítið vitað, hvorki nöfn þeirra né æviferill. Tónlist er líka að talsverðu leyti týnd, sú kynslóð sem spilaði inn á fyrstu plöturnar hafði þegar umbreytt djassinum að meira eða minna leyti. Samnefnari djassleikaranna Buddy Bolden er einskonar samnefnari hinna eiztu diass- Um aldamótin fór svo Buddy að leika opinberlega. Hann vqr í fangelsi stuttan tíma árið 1902 vegna slagsmála um kvenmann, en ekki veit neinn það með vissu. Skýrslur fangelsins ná að- eins til 1907. Hann er sagður hafa verið tvígiftur, en um það finnast engin plögg, enda létu svertingjar þeirra daga nægja að láta guð sjá um vígsluna og spurðu engan hvítan mann um leyfi. Sagt er að Buddy Bolden hafi verið hreinn svertingi en það er mjÖg sjaldgæf mannteg- und í Bandaríkjunum, gömlu þrælahaldararnír voru nefsilega áhugasamir um kynbætu.* Buddy lék ekki að nc u.u leyti ólíkt félögum sínum en gamall New Orleantsbúi sagði: Buddy var dásamlegur trompetleikari. Hann hafði hærra en Louis Armstrong gegnum sterkasta hátalara". Buddy Bolden fékk höfuðsjiYk dóm 1907. Hann átti að gang- ast undir uppskurð. en lék alla nóttina áður með óvenjulegum krafti og svaf yfii sig daginn eftir. Uppskurðurinn var aidrei gerður og skömmu síðar var hann sendur í geðveikrahæii. Þegar hér var komið sögu gat hann ekki leikið lengur. Buddy dó í Jackson geðveikrshælinu 4/10 1931. Hann fékk aldrei vit- ið aftur, ef frá eru taldir ör- fáir dagar í lok fyrra stríðsins. 30 hljómsveitir í borginni Margar aðrar hljómsveitir voru í New Orleans um þessar mundir og urðu sumar frægar seinna. Bræðurnir Tio spiluðu á klarinett í Excelsior band (st. um 1880) en þeir eru taldir ein- hverjir beztu klarinettleikarar í sögu djassins. Seinna spiiaði Framh. á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.