Morgunblaðið - 23.10.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.10.1960, Blaðsíða 8
ö MORGunnrAÐiÐ Sunnudagur 23. okt. 196Í Nýr íslenzkur hamar r * — Oákveðinn maður, er skorfir innri sannfæringu — IMýjasta kosningaspá lega kl. 10,30 f.h. og standa til kl. 1 s.d. Hefjast svo aftur kl. 3 s d og standa fram til kl. 6—7 s.d. Má því segja að vinnudagur sé alllangur á hinu mikla þjóð- anna þingi. Hlýtt haust Haustið hefur verið ákaflega hlýtt hér í New York, oft upp í 25 stiga hiti s.d. Sólfar hefur ver- ið mikið og úrkomur mjög fá- tíðar. Síðustu daga hefur aðeins dregið úr hitunum en veður er þó hið bezta og blíðasta, sólskin og hreinviðri. Varla finnst mér fólk tala eins mikið um veðrið hér og í Bretlandi, enda veðursæld senni lega töluvert meiri á þessum slóð um. New York, 18. okt. I AÐALSTÖÐVUM Samein- uðu þjóðanna við Austurá er nú kyrrt og rólegt, eins og á ísienzku sveitaheimili. Með brottför Krúsjeffs og annars stórmennis hvarf hinn mikli lögregluvörður og hinar víð- tæku öryggisráðstafanir. — Fulltrúar og starfsfólk ganga nú um eins og heima hjá sér. Allir eru óhræddir við alla. Það er á ný byrjað að sýna ferðafólki húsakynni samtak- anna. Áhorfendur fá að koma óhindraðir inn í áhorfenda- stúkur nefnda og allsherjar- þings. Það er allt í einu frið- ur og spekt, sem setur svip sinn á starfið hér. Hvílík við- brigði. Brotinn hamar — nýr hamar Einn síðasti stórviðburður Krússjeffstímabiisins á þessu þingi gerðist, er íslenzki fundar hamarinn brast í hendi Bolands þingforseta. Sú saga er nú öllum kunn heima á Fróni. En ástæða Éftir Sigurð Bjarnason er til þess að skýra frá því, að forseti var ekki lengi hamarslaus Strax daginn eftir að Ásmundar hamarinn brotnaði, var annar ís- lenzkur fundarhamar kominn á forsetastól allsherjarþingsins. Saga þess hamars er sú, að árið 1952 gáfu íslendingar 1. nefnd þingsins fundarhamar eftir Rík- harð Jónsson myndhöggvara og myndskera. Var það einnig hinn bezti gripur og öllu hausstærri og þyngri en hamarinn Ásmund- arnautur. Þessi hamar, sem not- aður hefur verið með góðum ár- angri í fyrstu nefndinni var nú sóttur í skyndi og fenginn þing- forseta til þess að stjórna með heiminum! Hefur það gengið á- gætlega. Annars er hinum al- mennu stjórnmálaumræðum á þinginu nú loki'ð. Stóðu þær frá 21. september til 17. október, eða í 26 daga með þeim ósköpum, sem frægt er orðið. Er nú unnið í nefndum að afgreiðslu þeirra rúmlega 80 mála, sem fyrir þing- inu liggja. Hefjast fundir venju- Allt snýst um forsetakosningarnar Mikið er nú rætt og ritað um forsetakosningarnar. Má raunar skrá en nokkru sinni fyrr. Lítur því út fyrir mikla þátttöku í kosningunum. Þó ber öllum skoð anakönnunum saman um það, að fjöldi fólks sé ennþá óákveðinn og hafi ekki ráðið með sér, hvorn frambjóðandann það eigi að kjósa. Blöðin eru nú sem óðast að lýsa yfir afstöðu sinni til frambjóð- endanna. Hafa t. d. öll blöð hér í New York tekið afstöðu nema New York Times. Það bíður enn- þá átekta. Við kosningarnar 1952 og 1956 studdi þetta vitra og á- hrifamikla blað Eisenhower. Margir hafa talið líklegt að það styddi Nixon nú. En fyrir nokkr- um dögum tók það afstöðu gegn honum í Quemoy Matsu deilu- málinu. Að sjálfsögðu þarf það ekki að þýða andstöðu við kosn- ingu hans. Komnir á svipaða skoðun Eftir að frambjóðendur Rebu- blikana og Demokrata hafa deilt harðlega um varnir kínversku eyjanna Quemoy og Matsu í tæp- an hálfan mánuð er nú svo kom- ið að þeir virðast jkomnir á svip- aða skoðun í afstöðu sinni til þeirra. Kennedy, sem tók í upp- hafi varlegri afstoðu og kvaðst ekki vilja láta verja eyjarnar íslenzki hamarinn sem nú er notaður HRINOUNUM FRÁ fi HAFNARSTR.4 Til sölu er húseignin Álfhólsveg 19 Kópavogi. Eignin er steyptur kja’lari stór og velræktuð lóð ásamt bygg- ingarefni. Tilboð óskast í eignina sem verður til sýnis sunnudag. 23. okt. Allur réttur áskilinn. Tilboð sendist afgr. Mbl. meikt: „1739“, sem fyrst. segja að allt snúist um þær. Mik ill áróður hefur verið hafður i frammi af báðum flokkum til þess að fá fólk til þess að láta skrá sig á kjörskrá. En hér er fólki það í sjálfsvald sett, hvort það er á kjörskrá eða ekki. Ef það hefur ekki látið skrásetja sig fyrir ákveðinn tima — þá fær það ekki að kjósa. Úr flestum ríkjum Bandarikj- anna berast nú þær fréttir að fleiri hafi látið skrá sig á kjör- INNANMAl C.IUOCA i4—r * h . efnisbreiooa VINDUTJÖLD Dúkur — Pappír og plast Framleidd eftir máli Margir litir og gerðir Fljót afgreiösla Kristján Siggeirsson I.augavegi 1S — Sími 1-38-79 nema sem þátt í vörnum For- mósu og Pescadoreseyjanna seg- ist nú alltaf hafa fylgt sömu stefnu og Eisenhowerstjórnin gagnvart þeim. Nixon sem tók mjög mikið upp í sig um undan- haldsstefnu Kennedys gagnvart Pekingstjórninni, segist nú alltaf hafa fylgt sömu stefnu og Eisen howerstjórnin hefur gert, þ.e. að hvetja ekki stjórn þjóðernissinna á Formósu til þess að gefa varn- ir eyjanna upp fyrir kommúnist um. Niðurstaðan virðist vera sú, að bæði Kennedy og Nixon telji að verja beri Quemoy og Matsu eins og Formósu og Pescadores og sýna engan bil- bug gagnvart kínversku komm únistunum. Eftir þetta er varla ástæða til þess að ætla að þetta atriði geti haft stór- felld áhrif á kosningaúrslitin. Skammargrein Lippmanns Mikill meirihluti blaðanna hér í New York hefur lýst yfir stuðn ingi við Nixon. Meðal þeirra er New York Herald Tribune, gam- alt og gróið blað. En í gær birt- ist í þessu blaði harkaleg skamm- argrein um Richard Nixon eftir einn af þekktustu blaðamönnum borgarinnar, Walter Lippmann. Blaðamaðurinn ræðst þar á til- SVEINBJORN DAGFINSSON hæstaréttarlögmaður EINAR VIÐAR héraðsdómslögmaður Máiflutningsskrifstofa Hafnarstræti 11. — Sími 19406 lögur þær, sem Nixon hefur ný- lega sett fram um svæðaráðstefn- ur í hinum ýmsu heimshlutum til þess að stuðla að friði og upp- byggingu í heiminum. Lippmann segir að þessar tillögur sýni, að Nixon geri sér ekki ljóst, að for- seti Bandaríkjanna verður sjálf- ur að móta utanríkisstefnu þeirra. Ötal nefndir og ráðstefnur út um hvippinn og hvappinn séu að- eins til þess fallnar að draga ail- ar ákvarðanir í landinu á lang- inn. Elzta og þekktasta úrræði stefnulausrar ríkisstjórnar sé ávalt að skipa nefnd og efha til ráðstefnu. Óákveðinn maður Lippmann kemst undir Iok greinar sinnar m. a. að orði á þessa leið: „Þessi opinskáa ræða (Nixon) staðfestir þá skoðun, sem stöðugt hefur orðið almennari síðan sjón- varpseinvígin hófust, að Nixon sé óákveðinn maður, er skorti innri sannfæringu og sjálfstraust, sem er höfuðeinkenni góðs leiðtoga og stjórnmálamanns". Um Kennedy kemst Lippmann hinsvegar þannig að orði að and- stæðurnar millí hans og Nixons séu nú orðnar mjög áberandi. „Það hefur verið mjög áhrifa- mikið“, segir Lippmann „að sjá skapfestu Kennedys hina geysi- legu þekkingu hans á staðreynd- um hæfileika hans til þess að greina kjarnann frá hisminu — áhuga hans fyrir sjálfu málefn- inu, jafnvægi og staðfestu tauga hans, öryggi hans og hugrekki“. Þetta sagði Walter Lippmann í Herald Tribune, sem þó styður kosningu Nixons. Mun mörgum finnast þetta mjög hlutdrægur dómur um Nixon og ekki sann- gjarn. Nýjasta spáin Svo er hér að lokum nýjasta spáin um kosningaúrslitin, gerð af starfsmönnum tímaritsins „U. S. News & World Report", og aðstoðarmönnum þeirra út um öll Bandaríkin. Tímaritið telur að af 40 ríkjum, sem kjósa 401 kjörmann hallist 14 ríki með 160 kjörmenn að Kennedy og 18 ríki með 143 kjörmenn hallist að Nixon. í 8 rikjum með 98 kjör- mönnum sé ómögulegt að spá nokkru um úrslitin. öll eru þessi 40 ríki í vesturhluta Bandaríkj- anna, miðvesturhluta þeirra og suðurhluta þeirra. „U. S. News “ kveðst næst muni segja frá kosn- ingahorfum í þeim 10 ríkjum í austurhluta Bandaríkjanna sem eftir séu, en þau kjósa 136 kjör. menn. Samtals eru kjörmennirn- ir, sem þjóðin kýs, og síðan eiga að kjósa forseta landsins 537. Þarf forsetaefni því að fá 269 at- kvæði til þess að fá meirihluta kjörmanna og ná kosningu. Baráttan um New York Á morgun koma Nixon og Kennedy báðir hingað til New York og halda hér fundi víðs- vegar í borginni. Er baráttan um New York riki sem kýs 45 kjörmenn og fleiri en nokkurt annað ríki mjög hörð. í bili er talið að hlutur Kennedys standi hér töluvert betur. En þrátt fyrir það, að mörgum spám beri saman um það, að á þessu stigi málsins séu sigurhorf- ur Demokrata betri en Republik- ana virðast þó allir sammála um hitt, að munurinn á fylgi fram- bjóðendanna sé svo lítill, að enn- þá geti þær breytingar gerzt, sem ruglað geti allt rím og allar spár og getgátur. S. Bj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.