Morgunblaðið - 23.10.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.10.1960, Blaðsíða 12
MORGVTSBLÁÐlb Sunnudagur 23. okt. 1960 iZ Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar^ Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók.: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. I BJART FRAMUNDAN j vikunni fengu landsmenn hinar ánægjulegustu upp- lýsingar um þróun gjaldeyris málanna. Á þingi ræddi for- sætisráðherra, Ólafur Thors, og viðskiptamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, um gjald- eyrisstöðuna og afkomuna gagnvart útlöndum. Tilefnið var fyrirspurn frá Eysteini Jónssyni', sem líklega hefur talið að áfram hallaði á ógæfu hliðina í gjaldevrismálum eins og í ráðherratíð hans. Upplýsingar ráðherranna voru þess efnis, að yfirdrátt- arskuldir bankanna gagnvart útlöndum hefðu lækkað um 443 millj. króna síðan nýja efnahagslöggjöfin var lögfest. Hinsvegar hefðu ekki verið notaðar meira en 434 milljón- ir af yfirdráttarheimildunum hjá Evrópusjóðnum og Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum. Hef- ur staðán í frjálsum gjald- eyri þannig batnað um 9 millj. kr. og ekkert af yfir- dráttarheimildunum verið 'notað til vörukaupa, heldur eingöngu til greiðslu á óreiðu skuldum frá tímum vinstri stefnunnar. Þar við bætist svo, að stað- an í vöruskiptagjaldeyri hef- ur batnað mikið og birgðir útflutningsafurða eru nú mun meiri en í upphafi tíma- bilsins. *• r Allt sýnir þetta eins ótví- rætt og frekast verður á kos- ið, hve ástand gjaldeyrismál- anna hefur batnað mikið á undangengnum mánuðúm. — Sérfræðingar ríkisstjórnar- innar gerðu ráð fyrW, að ekki væri hættandi á að hafa minni yfirdráttarheimildir en sem svaraði 20 millj doilara, til þess að frjálsræði gæti ríkt í viðskiptamálum og hægt að greiða allar óreiðuskuldir, en reynslan hefur sem sagt orðið sú, að aöeins % hlutar þessarar upphæðar hafa ver- ið notaðir og ekkert af því fé til vörukaupa, heldur ein- göngu til að standa undir gömlum skuldum. Og enn fer gjaldeyrisstað- an batnandi. Þannig batnaði hún um nær 13 millj. kr. fyrstu tvær vikur október- mánaðar. Er því óumdeilan- legt að viðreisnin hefur að þessu leyti eins og öðru stað- izt fullkomlega og engin hætta á, að á ný þurfi að grípa til neinna innflutnings- hafta eða annarra ráðstafana, sem draga úr þjóðarfram- leiðslunni og torvelda upp- byggingu atvinnulífsins. ALYKTANIR ¥ systurblöðunum Tímanum ■*• og Þjóðviljanum, í fyrra- dag, voru nær samhljóða rit- stjórnargreinar um ályktanir í landhelgismálinu. Inntakið er það að Morg- unblaðið hafi ekki birt eina einustu af samþykktum ým- issa samtaka í landhelgismál- inu. Að vísu er það svo, að ritstjórn Morgunblaðsins er það fullkunnugt, að blaðales- endur eru orðnir býsna þreyttir á ályktanaflóðinu, en engu að síður hefur blaðið birt þær yfirlýsingar, sem því hafa borizt og í fljótu bragði munum við til dæmis eftir samþykktum í landhelg- ismálinu frá Stéttarsambandi bænda, útvegsmönnum á Austurlandi, þingi Sjómanna- sambandsins, þingi Alþýðu- sambands Vestfjarða o. s. frv. Allar þessar samþykktir hafa verið birtar í Morgun- blaðinu og gjörsamlega til- hæfulaust að þeim hafi verið stungið undir stól. Hitt er svo alveg rétt, að Morgunblaðið birti svör við spurningu dags- ins um landhelgismálið eins og þau bárusc frá þeim tog- araskipstjórum, sem spurðir voru. í þessu máli, sem öðrum viðkvæmum deilumálum, hef ur Morgunblaðið viljað að öll sjónarmið fengju að koma fram. Mönnum er það enn í fersku minni, er þessi blöð fjargviðruðust út af því, að Morgunblaðið skýrði frá því sem erlendis var á sínum tíma sagt um landhelgismál- ið. Töldu þau það nálgast landráð að skýra íslenzku þjóðinni frá sjónarmiðum andstæðingsins. Þeirra megin vígorð er fölsun frétta, ýmist beint eða með þógninni, en okkar kjörorð er að leitast við að skýra sem sannast og réttast frá málum og leyfa mismunandi sjónarmiðum að koma fram. UTAN UR HEIMI Tortíming lands mmm mwmm -'rfU,-. •"~»a • Hér sést hin mikla Potala-höll í Lhasa í Tíbet, en þar sat Dalai Lama og stjórnaði þjóff sinni i andlegum og veraldlegum efnum — þar tii Kínverjarnir komu .... T A N D I Ð hvarf. Menn ^ ypptu öxlum. Menn for- dæmdu aðgerðirnar víðs veg- ar um heiminn — aumkuðu íbúa landsins. Akafar deilur urðu innan Sameinuðu þjóð- anna. En ekkert raunhæft gerðist. í rauninni var þetta hlið- stætt því að sitja á bryggju- kanti með krosslagða hand- leggi og horfa aðgerðalaus á mann drukkna. — Þegar hið kommúniska Kína undirok- aði Tíbet, var það Alþjóðlega lögfræðinganefndin í Genf, sem raunverulega ein allra alþjóðasamtaka aðhafðist nokkuð í málinu. Nefndin lét fram fara nákvæma, raun- sæja og hlutlausa rannsókn á því, hvað hafði í raun og veru gerzt, hvers vegna og hvenær. ★ MÖNNCM OFBÝÐUR Niðurstöðurnar eru fram komnar fyrir nokkru í yfirgrips- mikilli skýrslu, sem er 345 blað- síður að stærð. — Þessi skýrsla felur í sér hina hörðustu ákæru gegn Rauða-Kína. Að því leyti kemur hún raunar ekki á óvart. Við vissum satt að segja öll, hvað gerðist. Við höfum áður orðið vitni að því, hvernig hinn al- þjóðlegi kommúnismi leggur undir sig lönd. Aðferðirnar voru hinar sömu í Tibet. En hinn mikli fjöldi vitnisburða, sem nefndin hefir fengið hjá land- flótta Tíbetbúum, þar á meðal sjálfum Dalai Lama, kemur þó eins og reiðarslag, og mönnum ofbýður hin nær því tilbreyting- arlausa upptalning grimmdar- verka. — Þannig tortímist heilt land. ★ HLUTLAUST VERK Að sjálfsögðu munu ýmsir kommúnistar og fylgifiskar þeirra halda því fram, að skýrsl- an sé að mestu uppspuni — að það séu fjandsamlegir áróðurs- menn, sem þar hafi orðið, að nasískir, plútókratískir og kapí- talískir fulltrúar dollaravaldsins hafi þar haft sín áhrif. En ekkert slíkt mun koma þeim að haldi. Fordómalausum lesendum þessarar skýrslu mun ekki verða þokað frá þeirri sann- færingu, að hér sé um að ræða hlutlaust verk, sem haldi sig að fullu við efnið. Þetta undirstrik- ar enn frekar sú staðreynd, að formaður rannsóknarnefndarinn ar er Indverji ,og að allir hinir nefndarmennirnir ,að einum und anskildum, eru frá Asíu og Af- ríku. Þessi eini er hinn kunni, norski lögfræðingur Rolf Christophersen. — ★ — í inngangsorðum að skýrsl- unni lýsir hinn svissneski aðal- ritari lögfræðinganefndarinnar, dr. Jean-Flavien Lalive, því í fá- um orðum, út frá hverju var gengið í rannsókninrh: — Það eru tíu ár síðan herafli frá kín- \ Hér segir lítillega \ | frá skýrslu Alþjóð- j \ legu lögfræðinga- \ j nefndarinnar, sem i s flettir ofan af \ s s Jglæpum þeim, sem^ S hið kommúnislca \ s s \ Kína hefir frá'mið J í Tíbet..... | s s verska alþýðuveldinu hélt inn í Tíbet með því yfirlýsta mark- miði, að nú skyidi frelsa Tíbet frá heimsvaldastefnunni. Skipu- lögð, hernaðarleg mótspyrna Tíbeta var fljótlega brotin á bak aftur á árinu 1950, og eftir að tíbetska stjórnin hafði, án ár- anugrs, skotið málinu til Sam- einuðu þjóðanna, viðurkenndi hún hið kínverska hernám árið 1951. Næstu níu árin gerðust svo tíðindin — fyrst hin svonefnda Khamba-uppreisn árið 1956, því- næst Lhasa-uppreisnin 1959 — og síðan hélt stöðug mótspyrna áfram. Enn þann dag í dag ríkir jafnvel vopnuð mótspyrna gegn Kínverjum í vesturhéruðum Tíbets. if ÚTRÝMING TRÚAR Það kemur greinilega í ljós í skýrslunni, að við rannsókn- ina alla — en miðstöð hennar var Nýja Dehli — hafa rrjgnn haft hlutleysið ríkt í huga. — Það er tekið skýrt fram, að ekki hafi fundizt ful.nægjandi sann- anir fyrir því, að það hafi verið ætlun Kínverja í upphafi að af- má Tíbeta sem þjóðflokk og þjóð — en hins vegar liggi ljóst fyrir, að alla tíð hafi verið reynt að eyðileggja þá sem trúarlega heild. Búddisminn hefir verið' bann- aður sem trúarbrögð — allt hefir verið gert, sem hugsazt gat, til þess að fá fólk til þess að glata trúartraustinu. Fjöidi fólks hef- ir verið drepinn, einungis vegna trúar þess, að ótal tíbetsk börn hafa verið flutt burt, til hins materíalíska, kínverska umhverf is, til þess að hindra, að þatt fengju að alast upp í „andrúms- lofti“ trúarinnar. ★ SVIKIN LOFORÐ Menn kunna að undrast yfir því, að nefndin skuli ekki geta, að alþjóðalögum, sannað, að það hafi verið takmark Kínverja frá byrjun að eyðileggja Tíbeta sem þjóð — því að það er ein- mitt það, sem hefir verið að ger- ast. En í þessu efni eru nefnd- armenn, sem lögfræðingar, til- neyddir að halda sig við þá stað- reynd, að tíbetska stjórnin gerði heyrinkunnugt árið 1951, að hún viðurkenndi hernám Kínverja. Þar við bætist ,að Kínverjar gáfu hátíðlegt loforð um það, að Tíbet yrði virt sem sjálfstætt land innan kínverska ríkjasam- bandsins. Því var lofað, að ríkj- andi stjórnmálakerfi skyldi á- fram standa — og enn fremur var gefið loforð um það, að Dalai Lama og og Panchen Lama yrðu áfram viðurkenndir sem trúarleiðtogar landsins — og þar með í raun réttri einnig verald- legir valdsmenn. Eigi að síður staðhæfir nefnd- in í niðurstöðum sínum, að aug- ljóst sé að kínverska alþýðu- veldið hafi svikið þessi loforð — og að Tíbet hafi * rnarz 1959 fellt úr gildi samninginn frá 1951. Af þessum sökum sé ekkl hægt að líta á Tíbetvandamáliff sem innanríkismál — og er í því sambandi visað til stofnskrár Sameinuðu þjóðanna, 2. kafla, 7. greinar. ★ MANNRÉTTINDI FÓTUMTROÐIN Fjallað er sérstaklega um spurninguna um mannréttindi. Staðhæft er, að enda þótt land. ið hafi verið nokkuð á eftir tím- anum x tæknilegum og þjóðfé- lagslegum efnum, áður en Kítv- Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.