Morgunblaðið - 23.10.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.10.1960, Blaðsíða 13
Sunnudagur 23. okt. 1960 MORGUNBLAÐ1Ð r- 13 E S J A N fyrsta vetrardag. (Ljósm. Mbl.. Ól. K. M.). REYKJAVÍKURBRÉF ' • • „Ollum Jilutum skyldi stilliiip fylgja46 Afleiðingar ofdrykkju hafa rtienn lengi þekkt. Aftur á móti vita menn lítið um orsakir hennar, þ. á. m. hvernig á því stendur, að sumir þola alls ekki neyzlu áfengis, þótt flestir geri það sér að skaðlitlu. Þekkingin á afleiðingum þess einum, þótt aerið séu alvarlegar, hefur ekki nægt til þess að almenniagur hafnaði áfegisneyzlu. Þvert á móti'virðist hún víðast fara vsk- andi. Áminningar og lagabönn hamla þar lítt á móti. Hætt er þess vegna við að ofdrykkju verði ekki útrýmt fyrr en or- sakir hennar eru betur kannað- ar, svo sem vísindamenn víðs- vegar um heim vinna nú að. Sem betur fer eru þó að/aranir gegn ofdrykkju og starf bind- indismanna engan veginn þýð- ingarlaus. Með því hefur mörg- um manni verið hjálpað fyrr og síðar. Áhrif bindindisvikunnar, sem nú er að ljúka, verða og vonandi heillavænleg. Almenn- ingsálit gegn ofdrykkju þarf sannarlega örfunar við. Bind- indishreyfingin er því líklegri til áhrifa sem forystumenn hennar eru raunsærri á vandann. rlvort sem mönnum líkar betur eða verr, er boðskapur um algert áfengisbann óraunhæfur, eins og nú horfir. Skynsamlegar laga- reglur og sterkt almennigsálit geta hinsvegar miklu góðu til vegar komið. Úrslitum ræður, að sém flestir tilemki sér ályktun- arorð kröftugustu bindindis- ræðu, sem flutt hefur verið á norrænni tungu og nú er naír 800 ára gömul: „Öllum hlutum skyldi stilling fylgja“. Ölvun o« árekstrar Eitt er þvi, sem látlaust þarf að hamra inn í menn, er, að þeir megi með engu móti stýra bíl, ef þeir hafa bragð- að áfengi. Bílstjórn og á- fengisneyzla fara með engu móti saman. Þessi sannindi þarf að festa mönnum svo í huga, að jafnvel áfengis- neyzla eyði þeim ekla. Eins má enginn ódrukkinn mað- ur láta það afskiptalaust, að sá, er undir áfengisáhrifum er, stýri bifreið. Slysahætta er nógu ægi leg, þó að áfengi bætist ekki þar ofan á. Hitt er annað mál, að sumir gera of mikið úr þætti Laugardagur 22. okt. áfengis í bílslysum. Þar sem ella er nauðsynlegt að vita hið rétta. Samkvæmt því, sem Morgun- blaðið hefur fengið vitneskju um, fjallaði rannsóknarlögreglan í Reykjavík á tímabilinu frá I. júlí til 19. okt. 1960 um 530 bif- reiðaárekstra. f 16 tilfellum af þessum 530 voru ökumenn taldir undir áfeng isáhrifum. Á sama tíma urðu 54 bifreiða- slys með meiri eða minni meiðsl- um á fólki. Þar af er ölvun öku- manna sönnuð í tveim tilfellum og er ekki grunur um áfeng- isáhrif ökumanna í öðrum. Með því að skýra frá þessu er sízt verið að gera lítið úr hætt- unni, sem staíar af áfengis neyzlu. Því marki verður að ná, að ekkert slys beri að höndum hennar vegna. En alveg eins og með réttu má kalla fleiri óreglumenn en þá sem drekka vín úr hófi, þá aka fleiri óvarlega en þeir, sem ölvaðir eru. Bifreiðar eru vandmeðfarin tæki. Ekki á sið- ur við þær en vínið, að „öllum hlutum skyldi stilling fylgja". Göimil tímarit Á íslandi er gefið út elzta tímarit á Norðurlöndum, Skírn- I ir, tímarit Bókmenntaféiagsins. Hann hefur að vísu tekið mikl- um breytingum á sinni löngu ævi, nær 150 árum. en enn er hann við góða heilsu. í fyrstu var han fréttarit, þar sem einu sinni á ári birtist yfirlit um heimsviðburði næsta ár áður. Er margt af því hin skemmtilegasta lesning og fróðlegt að sjá, hversu viðhorf til atburða er nú oft allt annað en þegar þeir voru að ger ast eða voru nýorðnir. Síðar var Skírnir gerður að almennu tíma riti og kom þá út um skeið nokkrum sinnum á ári. Nú kem- ur hann aftur einungis einu sinni árlega og er meiri fræðibragur á honum, stundum allþungur, en var um sinn. Annað elzta tímarit fslendinga er Andvari. Hann tók við af Nýjum félagsritum Jóns Sigurðs- sonar. Þótt hann sé sjálfur að nafninu til ekki meira en tæpra 90 ára gamall, má því segja að hann reki rætur 120 ár aftur í tímann. Um Andvara er þvi við mikla sögulega hefð að styðjast. Að vísu hafa tímarnir breytzt. Engu að síður hefur Andvari ætíð haft miklu hlutverki að gegna. Ævisögurnar, sem þar hafa lengi verið fastur liður, eru margar stórmerkar heimildir. — Einnig hafa þar oft birzt aðrar merkisgreinar um margvisleg málefni. Ha*pin !>reylin<í Stundum hefur þó reynzt tor- velt að gera ritið nógu vel úr garði, þótt það kæmi ekki oftar út en einu sinni á ári. Því furðu- legra er að á siðasta ári skyldi vera breytt til um útgáfuform á þessu öðru höfuðtímariti þjóð- arinnar. Brotið var gert stærra, svo að það fellur ekki saman við hin fyrri bindi efnið var sagt verða fjölbreyttara, og ritið koma út þrisvar á ári. Nú er þó komið fram í októberlok og hef- ur énn ekki tekizt að koma út nema einu hefti af þremur á þessu ári. Byrjunin lofar þess vegna ekki góðu, enda hefur ekk ert birzt þar frá því að breyt- ingin var gerð sem réttlætti hana. Sannleikurinn er sá, að mjög er hæpið, að ríkisútgáía eins og Þjóðvinafélagið í raun og veru er, sé þéss umkomin að ge'fa út alhliða tímarit. Eðilegra sýnist að ætla einstaklingsframtakinu það en ríkisútgáfan haldi sér í þessu að sínu hefðbundna verk- efni, enda virðist hún enn ekki valda meiru. Nýjar kvöldvökur Annað gamalt tímarit hefnr einnig nýlega tekið stakkaskipt- um. Það eru Nýjar kvöldvökur, sem nú eru á 53. ári. Þetta gamia vel þekkta rit hefur nú gerzt „tímarit um ættvísi og þjóðleg fræði“ og á að íoma út ársfjórð- ungslega. í þeim heftum, sem síðan eru komin, hafa birzt margar fróðlegar og skemmti- legar ævisögur, en þær eru uppá haMslestur margra á landi hér. Þó að ævisögurnar í Nýjum kvöldvökum gefi ekkert tiiefni, er rétt að minnast þess, að sum- ir býsnast yfir hversu mik'.u af æviminningum sé haldið til haga. Sama er um afmælisgreinar. Nokkuð er til í því, að þegar flest ir hafa von um að lifa fram um áttrætt, þá verður þreytandi að lesa um sama manninn frá fimmt ugu á 10 eða 5 ára fresti. Slík- um skrifum verður að stilla í hóf, eins og úr æviminningum má gjarnan fella niður hugleiðitigar um fegurð landslags og almenn- ar bollaleggingar um líf og dauða. Slíkar íhuganir eiga jafnt við alla og er þarft að rit- festa þær sérstaklega hverju sinni, sem maður andast. í Efri-Hólnm Einn af þeim mönnum, sem skrifað hefur verið um í Nýj- um kvöldvökum, er Friðrik bóndi Saemundsson í Efri-Hól- um í Norður Þingeyjarsýslu. Ein ar Kristjánsson skrifar um Frið- rik og Guðrúnu Halldórsdóttur konu hans í ágústheftið. Sú grein er bæði fróðleg og skemmti leg, enda voru þau Friðrik og Guðrún bæði sannarlega frásagn arverð. Friðrik hófst úr fátækt til þess að verða einn mesti myndarbóndi í landinu um sína daga. Sá, sem heimsótti þau hjón í Efri-Hólum, gleymir því aldrei. Myndarskapur var svo mikill, bæði úti og inni, að af bar, ekki einungis þar um sveit- ir, heldur því, sem víðast mátti sjá. Friðrik var fæddur 1872 og andaðist í Efri-Hólum 25. október 1936, einungis 64 ára að aldri. Kunni la" á mönnuni Engum, sem að Efri Hólum hefur komið, getur dulizt, að þar hafi mikið verið unnið, svo mik’.u sem áorkað hefur verið um daga Friðriks. Að þessu víkur Einar Kristjánsson í grein sinni: „---------tíðkaðist þar engin vinnuharka í venjulegri merk- inu þess orðs. Einkum hafði Friðrik gott lag á fólki sínu, enda lipur og glað- vær að öllum jafnaði og forð- aðist óþarfa aðfinnlsur og smá- munasemi. Sá var háttur hans er hann ræddi við fólkið um, hvernig verkum skyldi haga eða um unn- in störf, að hafa jafnan fyrst orð á því, sem vel var gert, og var þá óspar á hrósyrðin. Hinu, sem honum þótti hafa farið aflaga, skaut hann svo að sem væri það smávægilegt aukaatriði, en þó á þann hátt, að minnisstætt mátti verða. Vildu þá flestir leggja sig í framkróka til að bæta um og gera húsbóndanum til hæfis. Sem dæmi um þetta er sú saga, að eitt sinn sendi hann ung lingspilta, tvo eða þrjá. til að rista heyja-torf i nokkurri fjar- lægð frá bæ. Piltarnir voru ekki alvaiv'r þessu erfiða verki, jarðvegur þybbinn, heitt og mollulegt í veðri. Varð mönnum skrafdrjúgt og gerðust hvílræknir, enda sótt ist verkið heldur seint og slæ- lega. Um miðaftansleytið færði bóndi mönnum sínum hressingu Brosti hann í kampinn á laun, t er hann sá afköstin, en bað pilta | sína að tylla sér niður og myndi I þeim ekki veita af að rétta úr bakinu. Kvað hann sig furða á, hvað þeir væru búnir að afreka á ekki lengri tíma, eins og torf- rista væri þó bölvað verk og aðstæður allar slæmar. Sþjallaði hann síðan við pilt- ana í léttum tón og sagði þeim gamansögur og lét þá hafa kaffi- tíina vel útilátinn. I Síðan kvaðst hann ætla að taka með þeim ofurlitla skorpu áður en þeir færu heim, þó að ekki væri hann nú til stórræð- anna eins og ailir vissu. Gekk hann síðan að starfi með pilt- unum og óx þeim nú ásmeginn við hrósið og gamansemi bónda og var nú unnið ósleitilega. Torfbúnkinn hækkaði óðfluga, svo að eftir daginn voru afköst- in langt fram yfir meðallag og bæði bóndi og hjú í sólskins- skapi, er heim var haldið“. „Fyrstu samvinnu- mennirnir44 Síðar í grein sinni segir Einar Kristjánsson um Friðrik: „Hann var gæddur góðri kímnigáfu og gat verið næsta meinlegur í orðum. ef hann vildi það við hafa. En oftast var það svo að háðið beindist að honum sjálfum, því að hann virtist hafa gaman af því að sýna sjélfan sig og sitt ráðslag í skoplegu ljósi. Sem dæmi um orðheppni Friðriks og hnyttni. má nefna það, að eitt sinn er hann var staddur á Kaupfélagsfundi á Kópaskeri, voru menn að ræða um það sín á milli í fundarhléi, hverjir hefðu verið fyrstu sam- vinnumenn hér á landi og kom- ust menn ekki strax að ákveð- inni niðurstöðu. Mælti þá Friðrik eitthvað á þá leið, að sér virtist mega til sanns vegar færa. að þeii Kambs ránsmenn hefðu verið fyrstu samvinnumennirnir á íslandi. Þeir hefðu myndað með sér fé- lagsskap og haft skipulegt sam- starf sín á milli í Kambsráns. förinni og skipt arðinum í bróð- urlegri sátt og samlyndi. Þótti flestum dæmið kátlega valið og hnyttilega, en fáum við stöddum mun hafa getizt alls- kostar að þeirri kenningu að Kambsránsmennirnir hafi gef'.ð fordæmið fyrir samvinnuhreyf- ingunni á íslandi“. Sjá si" ekki í skop- Ie»u Ijósi Synd væri að segja, að nú_ verandi forráðamenn samvinnu hreyfingarinnar sæu sjálfa sig og ráðslag sitt í skoplegu Ijósi eða gerðu gaman að, eins og hinum framsýna bónda í Efri- Hólum var títt. Eitt dæmi bessa gerðist nú í vikunni á Alþingi. Eysteinn Jónsson hafði borið þar fram fyrirspurnir og fengið greið svör. í þingsköpum eru ótvíræð ákvæði um, að þing- maður megi ekki tala oftar en tvisvar sinnum í umræðum um fyrirspurn. Eysteinn neytti þessa réttar til fulls og fann enginn að. En þegar hann kvaddi sér hljóðs í þriðja skipti, varð forseti ekki við þeirri kröfu, heldur tók fyrir næsta Framh. á bis. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.