Morgunblaðið - 23.10.1960, Page 6

Morgunblaðið - 23.10.1960, Page 6
6 MORCVNBLÁÐIh Sunnudagur 23. okt. 1960 rík kvöld- stund K VENN AS AMTÖKIN í lands- sambandinu gegn áfengisbölinu höfðu samkomu sina í KFUM- húsinu sl. miðvikudagskvöld. Önnuðust konur eingöngu dag- skrána sem var mjög vel vand- að til. Þessi samtök stóðu að sam komunni: Áfengisvarnanefnd kvenna í Rvík og Hafnarfirði, Kvenréttindafélagið, Kvenfélaga samband íslands og Kristilefit félag Ungra kvenna. Rseðukon- urnar voru: Sesselja Konráðsd., fyrrv. skólastjóri, sem flutti mjög skörulega ræðu og benti á þann reginmun sem væri á því að forða mönnum frá að lenda í slysi eða græða sár þeirra er orðið höfðu fyrir slysinu. Að forða frá slysunum væri mest um vert. Þess vegna þyrfti að koma upp skólaheimilum í sveitum fyrir vanrækt börn svo þau gætu fengið þá umönnun sem viðkvæm barnsálin krefð- ist. Og um leið forða þeim frá að verða reköld í þjóðfélaginu, eins og oft hefði orðið um vanrækt börn. Að þessu þyrfti að vinda bráðan bug. Frú Vilborg Helgadóttir ræddi um vandamál drykkjumannsins sem vill reyna að hætta. En fél- agarnir, þar á meðal starfsfélag- ar, héldu að honum víni. Þá ræddi hún um drykkjuskap á vinnustað og þá þolinmæði vinnuveitenda að líða menn und ir áhrifum áfengis við vinmi. Enda stórmóðgun við þá sem eru reglusamir og vinna störf sín vel og samvizkusamlega. Frú Aðal- björg Sigurðardóttir talaði um hina miklu ábyrgð foreldra, og sambandið milli þeirra og bam- anna og ástarþörf barnanna og vitnaði í leikrit Þjóðleikhússins „Engill horfðu heim“. Frú Kristín Möller sagði frá starfi KFUK, en það félag, ásamt KFUM vinna ómetanleg störf fyrir æskulýð þessa bæjar. Sungnir voru sálmar o<g ein- söng söng frú Guðfinna Jónsdótt ir og tvísöng sungu Helga Magn úsdóttir og Guðrún Þorsteinsdótt ir, undirleik annaðist Frú Áslaug Ágústsdóttir. Var söngkonunum og undirleikara óspart klappað lof í lófa, enda var hvorttveggja gert af mikilli smekkvisi. Að endingu flutti frú Kristín Markúsdóttir bæn og sungið var „Son guðs ertu með sanni“. Sam komunni stjórnaði frú Jakobína Mathiesen af sínum alkunna skörungsskap. Var þetta í alla staði vel heppnað og til sóma þeim er að því stóðu. Fundargestur. Þýzkalandsflu® SAS STOKKHÓLMI, 21. okt. (NTB). — Nýlega ei lokið viðræðum þýzka flugfélagsins Lufthansa og Norðurlandafélagsins SAS um réttindi SAS til lendingar í Þýzkalandi. Árangur viðræSanna varð sá að Þjóðverjar bjóða SAS áfram- haldandi Þýzkalandsflug, en með þvi skilyrði að ferðum SAS verði fækkað um 8,5—9%. Tilboð þetta liggur nú hjá stjórn SAS. FYRSTA nýja leikrit Þjóð- leikhússins á þessu leikári „F,ngill horfðu heim“, virðist þegar hafa náð miklum vin- sældum hjá leikhúsgestum. — Enda hlaut leikurinn mjög góðar viðtökur hjá gagnrýn- endum og sérstaklega aðalleik aramir Róbert Amfin,Tsson, Guðbjörg Þor’bjamarðóttir, Gunnar Eyjólfsson og ión Sig- urbjörnsson. Naesta sý.ning verður í kvöld. Myndin er af Gunnari og Herdisi í hlutverkum sín- Elísahet í Danmörku KAUPMANNAHÖFN, 21. okt. — Reuter. — Elísabet Bretadrottn- ing og maður hennar, hertoginn af Edinborg, komu i dag flug- leiðis til Kaupmannahafnar. Þar munu þau dvelja í fhnm daga sem gestir konungshjónanna dönsku. -/~\hc0i£- 'ITIcu<AahJ} , Ogœfa og gengi MJÖG OFT, þegar við sjáum mann hefjast til vegs og valda í lífinu, hugsum við sena svo: ,Hversvegna hann?“ Ekki það að við dæmum ofckur hæfa í hans stað, en við skiljum ekki fyllilega hversvegna þessi sérstaki maður naut slíks gengis. Við segjum: „Hann var mjög hamingjusamur“. Já, gæfa leikur hlutverk í gengi. Forseti franska lýðveldisins sagði mér einu sinni frá sinni byrjun. Hann var lítilmótlegur sveitalögmaður og hafði enga pólitíska metorðagirnd. Það hvernig hann hjálpaði bónda að hlaða heyi á vagn vakti athygli öldunga- deildarþingmanns, sem af tilviljun var þar nærstadd- ur. Mennirniu tveir lentu í fjörugum samræðum. Upp úr því byrjaði allt. Ég þekki stjórnarerindreka, sem franski utan- ríkismálaráðherrann hafði kjörið sem einkaritara sir.n, vegna þess að gamli maðurinn hafði yndi af að tefla skák og ungi maðurinn var góður skákmaður. Einnig það var upphafið á glæsilegri lífsstöðu. Samt væri það ekki heiðarlegt, ef þú ert ekki sigursæll í lífinu, að segja: „Ég var óheppinn". Hverj- um einasta manni bjóðast í lífinu þúsund tækifæri. En suxnir vita hvemig þeir eiga að hagnýta sér tæki- færin; aðrir sjá þau ekki, eða láta þau fara framhjá, ónotuð. Á árum heimsstyrjaldarinnar fyiri hitti ég brezk- an hershöfðingja, sem ekki var orðinn fullra þrjátíu ára. Ég spurði hann: „Og hvemig tókst yður að öðl- ast svo skjótan frama?“ Svar hans var þetta: „Ég leysti staTf mitt af hendi, eins vel og mér var unnt og Á hverjum morgni, þegar ég vaknaði: Kannski býðst þér í dag hið gúllna tækifæri lífs þíns, gríptu það“. Þetta er leyndarmálið. Sittu um tækifærið þitt. Gerðu sjálfan þig verðan þess. Það kemur miKlu oftar en einu sinni á ævinni. Þegar Bonaparte var ungur liðsforingi og var kominn í nýjar hemaðarlegar kringumstæður, þá hugsaði hann ekki aðeáns: „Hvað verð ég að gera?“ Heldur einnig: „Ef ég væri hers- höfðinginn, hvað myndi ég þá gera?“ Árangurinn varð sá, að hann vaTð brátt hershöfðingi 'nershöfð- ingjaima. Annað leyndarmál: Maðurinn, sem vegna gæfu sinnar komst upp á tindinn, verður ekki kyrr þar, nema því aðeins að hann sé raunsýnn og sjái hlutina eins og þeir eru. Ef hann er smámunasamur fræði- vitmaður og reynir að þröngva hugmyndum sínum á fólfc, hlýtur honum að mistakast. Staðreyndir em ósveigjanlegir hlutir. Fæddur foringi segir ekki: „Hvað sem fyrir kemur, þá er þetta mín stjómar- stefna“. Hann segir með meiri hógværð: „Hvað getur verið mín stjórnarstefna, þegar hlutirnir eru eins og þeir eru“. Á milli óskhyggju og veikleika finnur hann samkomulag. Eins og góður sæfari forðast hann stormsveipi og brotsjóa. Á þann hátt treystir hann og verðfestir þann árangur sem gæfan veitti honum. „Grunnhyggnir menn trúa á gæfuna“; vitrir menn skapa gæfu sína og halda henni. ♦ Einmuna hausttíð Tíðarfarið befur leikiS við okkur íslendinga á þessu hausti, og enn er einmunatíð um allt land þegar þetta er ritað, fyrsta vetrardag. Um veturnætur má þó fara að bú- ast við misjafnri tíð. og við skulum til samanburðar lita á hvað Jónas á Hrafnagili hef ur um þetta að segja í sín- um ágætu Þjóðháttum. Þar segir: „Þegar haustönnum er lok- ið, vér skulum segja um vet- urnæturnar, þá er farið að taka til vetrarvinnunnar. í hinum harðviðrasamari sveit- um lands vors er þá fé allt komið á hús, nema hestar, nema því aðeins að hausiið sé einmuna gott og eigi þótti hyggilegt að iáta fé liggja úti eftir þann tíma. þegar alh'a veðra var von. Kýr voru oftar komnar inn fyrr ....“ ^S^áðJfyrir^vetri? Við sjáum þannig að sam- anburður við fyrri tíð er okk- ut mjög hagstæður á þessu hausti. Er vonandi að þessi ágæta tíð haldizt, en Velvak- andi hefur ekki enn hitt menn að máii, sem spáð hafa fyriT vetrinum, en sjálfsagt, munu þeir enn finnast í land- inu. Þá var það algengt fyrr- um að menn dreymdi fyrir vetri um vetumætur, en menn eru ef til vill ekki ems draumspakir nú þegar minna er undir veðráttu komið en áður um afkomu alla. Væri fróðlegt að fa um þetta vit.i FERDIIMAIMP eskju, ef einh'verjir kynn.j sð sitja uppi með hana. • Sambúð í mmmmmmmmmmmmmmmm í^ölbýlishúsum Svofellt bréf hefur borizt: — Velvakandi! „Ég sé, að margir leita til yðar með að- finnslur sínar, tillögur til úr- bóta og ýmis vandræði. Nú langar mig að biðja yður að gefa mér upplýsingar um hvort lögin um sambýlishætti í fjölbýlishúsum, eða hvaS þau nú heita, eru komin út, og ef svo er, hvar er þá hægt að fá þau? Hvers veg*a eru þessi lög ekki send í hvert hún í bæn. um? Þetta eru þörf og nauð- synleg lög og aðkallandi, að menn þekki vel til þeirra á þessari öld sambýlishúsa." Velvakandi hefur áður minnzt á þessi ágær.i lög í dálkum sínum og eru þau komin út fyrir löngu Lögin fást hjá Alþingi, en reglugerð um sama efni mun félags- málaráðuneytið hafa gefið út og mun hana þar að ftana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.