Morgunblaðið - 06.11.1960, Síða 1

Morgunblaðið - 06.11.1960, Síða 1
I 40 síður (I. og II.) og Lesbók 47. árgangur 255. tbl. — Sunnudagur 6. nóvember 1960 Prentsmiðja Morganblaðsins Aflinn aftur um borð Cat ekki selt í Bretlandi og landaði í Svíþjóð Einkaskeytí frá fréttaritara A Mbl. í Gautaborg, 5. nóv. GULLÞÓRIR, VE 39, eign Helga Benediktssonar, kom i gær til Gautaborgar með 20 tonn af fiski, mest lúðu, rauð sprettu, þorski og ýsu. Bát- urinn kom ekki til hafnar fyrr en fiskuppboðið var um garð gengið og fékkst því mjög lítið verð fyrir aflann á aukauppboði. Var þá eígi annars úrkosta en að taka aflann um borð aftur. Ætl- unin er að reyna aftur við uppboðið á mánudagsmorg- un. — AÐEINS í NEYÐ Eftir gildandi ákvæðum fá is- lenzk fiskiskip ekki að selja fisk í sænskri höfn nema skipið hafi leitað hafnar í neyð vegna veðurs eða annarra gildra ástæðna. Skip Stjóri bátsins kveðst hafa leitað hafnar vegna veðurs, en blöðin hér telja skýringuna vafasama. (’ XÓKST ekkl AÐ SELJA ' í BREXLANDI VE 39 gerði fyrst tilraun til sölu í enskri höfn en það tókst ekki vegna landhelgisdeilunnar. Var þá ákveðið að reyna að selja í Gautaborg. Er þetta í fyrsta skipti sem íslenzkt skip reynir að selja beint i sænskri höfn. Áhöfnin sagði blöðunum, að afl inn hefði veiðzt í nót, en blöðin segja líklegt, að VE hafi fengið afla úr fleiri bátum. Ennfremur segir Göteborgs Tidningen: Ef maður hefir í huga þær kuldalegu móttökur, sem sænsk fiskiskip fá á fslandi, þar sem þau fá ekki að hreyfa veið- arfærin innan 12 mílna virðist mjög einkennilegt, ef íslenzk fiskiskip fá að selja fisk í landi voru. Samkv. upplýsingum frá Vest- mannaeyjum i gærkvöldi veiddi Gullþór megnið af farminum sjálfur. En m.b. Hildingur, sem líka er eign Helga Benediktsson- ar og stundað hefur lúðuveiðar, veiddi eitthvað í Gullþóri. Kasavubu til Sþ. Leopoldville, 5. KASAVUBU, nóv. (Reuter) forseti, leggur á af stað flugleiðis á morgun til New York. Tilgangur hans með ferðinni, er að vinna gegn því, að SÞ setji Lum- umba, fyrrv. forsætisráð- herra, til valda á ný, svo og að mótmæla gagnrýni Day- als, fulltrúa SÞ í Kongó, á herstjórn Mobutus. Með for- setanum fer væntanlega Jusl in Bómboko, utanríkisrað- herra. Loft er nú lævi blandið víða í Kongó og hefur her- lið Sameinuðu þjóðanna Frh. á bls. 23 Menntamálaráðherra flytur ræðu við opnun Ásgrímshúss Ásgrímshús opnaö ÁSGRÍMSHÚS var opnað við hátíðlega athöfn í gær að viðstöddum forsetahjón- unum, ráðherrum, borgar- stjóra o. fl. Frú Bjarnveig Bjarnadóttir, sem að ósk Ásgríms Jónssonar verður safnvörður í Asgríms- húsi, bauð gesti velkomna. Þvi næst tók menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, til máls. Dragnótaaflinn gaf 17 millj. til septemberloka Hvað er á seyði? Berlín, 5. nóvember. — (Reuter). — VEIZLU. er halda átti í Berlín nk. þriðjud. í tilefni 43 ára afmælis byltingarinnar í Rússlandi, hefur verið aflýst. — Til veizlunnar hafði verið boðið ýmsum starfsmönnum vestrænna sendiráða og vestrænu herforingjunum í Berlín, en í dag var hringt til gestanna og veizlunni aflýst án nokkurra skýringa. Sú hugmynd hefur komið upp meðal vestrænna manna í borginni að rússnesku hershöfðingjarnir í Berlín hafi fengið aðvörun um, að alvarlegir atburðir væru á seyði í Moskvu og þeir vildu ef til vill komast hjá því að ræða ástandið i Kreml við herforingja Vesturveldanna. Hins vcgar skýrði talsmaður sovézka sendiráðsins í Bonn frá því í dag ,að fyrirhuguð móttaka í sendiráðinu yrði haldin eins og ráð hefði verið fyri rgert, mánudag- inn 7. nóvember, og svo yrði í öllum borgum, þar sem Rússland hefði sendiráð. f/4 verðs fékkst fyrir útfftutta flatfiskinn miðað við innanlandsmarkaðinn UM síðustu mánaðamót var dragnótasvæðunum lokað. — Aflinn var yfirleitt ágætur á dragnótina, en misjafnlega tókst að hafa upp úr honum. Faxaflóabátarnir, sem lögðu inn í frystihúsin, nema það litla magn sem fór utan með flugvélum, gerðu það ágætt. En Vestmannaeyingar, sem fluttu flatfiskinn út með leiguskipum fram undir septemberlok, urðu fyrir miklum vonbrigðum með verð og fengu lítið fyrir hann. Þess skal getið, að sendur var út ísaður kassa- fiskur til Bretlands með nokkrum bátum og gaf það góða raun. Aflinn 6800 lestir á 2 mán. Dragnótaaflinn samtals á öllu landinu fram til 30. september er 6800 lestir, flatfiskur 2000 lestir og bolfiskur 4800. Októberafli Vestmannaeyjabátanna er rúmar 300 lestir, en Fiskifélagið, sem veitti blaðinu upplýsingar um ofangreindar tölur hefur ekki enn fengið nema lítið af aflatöl- um Faxaflóabátanna í október- mánuði, en aflinn var þá farinn að minnka. Blaðid hefur reynt að gera sér hugmynd um hve mikil Framh. á bls. 23 Ræddi hann um hinn látna listamann og arf þann, er þjóð- in hefði fengið eftir hann. As- grímur hefði verið hófsamur maður, látið sér nægja það, sem honum var nauðsynlegt til að geta þjónað list sinni. Hann hefði gefið þjóðinni lífsstarf sitt, stórbrotið safn listaverka, sem Islendingum gæfist kostur á að sjá á næstu árum. Síðan lýsti menntamálaráð- herra Ásgrímshús opnað. Þar eru til sýnis um 50 myndir. Flestar þeirra hafa ekki komið fyrir al- menningssjónir fyrr. Nýir peninga- seðlnr gefnir út í Kntnngn Elisaibetville, 5. nóv. (Reuter). FRÁ því var skýrt opinberlega hér í dag, að Katanga-héraðið hefði ákveðið að gefa út sérstaka peningaseðla með mynd af hér- aðsstjóranum, Moise Tshombe. Seðlarnir, sem eru að upphæð 20, 50, 100, 500, og 1000 frankar, hafa verið prentaðir í Sviss og eru með líflegum litum. Yfirvöld in í Katanga hafa sett 50 milljón dollara gulltryggingu í Sviss, en þau gera sér vonir um að hinir nýju seðlar verði hinir einu gjald gengu peningar Kongólýðveldis ins í viðskiptum við aðrar þjóðir. Kongófrankar, þeir sem nú eru í umferð, eru nánast verðlausir. Kopar- og kóbolt framleiðslu Katanga-héraðsins er ætlað að tryggja gengi hinna nýju pen- inga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.