Morgunblaðið - 06.11.1960, Side 2

Morgunblaðið - 06.11.1960, Side 2
2 MORCUNRLAÐIÐ Sunnudagur G. nóv. 1960 V. ’ ^ Iransprins var skírður Reza Teheran, Iran, 5. nóv. —■ (Reuter) —• FARAH drottning og sonur hennar fóru í morgun tii keisarahallarinnar, í fylgd með keisaranum. Mikill mannfjöldi hyllti fjölskylduna á leiðinni og hrópaði: „Lengi lifi keisar- inn, drottningin og krón- prinsinn“. Stræti, sem þau óku um, voru skreytt fán- um og sigurbogum. ★ Ró ogr regla í morgun var útvarpað tilmæl- um innanríkisráðherra landsins, Alavi Moghadam, til almennings um að gæta stillingar og reglu meðan drottningin æki um með son sinn. ★ Skírður Prinsinn litli var í gær skírður jReza eftir föðurafa sínum, Reza keisara. Fór skírnin fram við há- tíðlega athöfn í fæðingarheim- ilinu, að viðstöddu nánasta skyld menni keisarahjónanna og æðstu ráðamönnum ríkisins. Einn of forystumönnum múha- meðstrúarinnar í íran fram- kvæmdi skírnina og þuldi þætti úr Kóraninum í eyra korna- barnsins. / dag NÚ er hver síðastur að tryggja sér miða i skyndihappdrætti Sjálf- stæðisflokksins. Á þriðju daginn verður dregið um Volkswagen-bílana tvo. Hundruð manna hafa keypt miða í bíl- unum í Austurstræti síð ustu dagana og ekki er að efa, að margir bregða sér niður í bæ í dag tii þess að skoða gripina og freista gæfunnar. Bílunum hefur verið ekið um á vögnum og þess vegna fá eigend- urnir þá í hendur ó- snerta. Hér á myndinni er ungt fólk að fá sér miða. Fá þau bílana — eða e. t. v. þér? Skrifstofa Sjálfstæðis- flokksins verður opin i dag og þar verða mið- ar seldir. Gagnrýnir breytingarnar BLAÐIÐ Grimsby Evening Telegraph skýrir frá því 31. okt. sl., að Mr. Anthony Crosland hafi gagnrýnt for sætisráðherra Bretlands vegna breytinga, sem hann hefir gert á ráðuneytum jarðyrkju, fiskimála og mat- væla meðan á viðræðum hef- ur staðið við íslendinga. I blaðinu segir m. a.: SI. laug- ard. átti Mr. Crosland fundi með togaraeigendum. Að þeim fundi loknum sagði hann við frétta- menn: Ég hef fylgzt nákvæmlega með framvindu viðræðnanna við íslendinga. Ég vil helzt ekki gera neinar athugasemdir um við ræðurnar sem stendur, að nokkru leyti vegna þess að ég hef fengið ýmsar upplýsingar um trúnaðar- mál og einnig vegna þess, að sér- hver opinber athugasemd gerð á þessu stigi málsins, kann frem- ur að verða til ills en góðs. — En ég vil segja eitt, hélt Mr. Crosland áfram. Mér þykir mjög leitt til þess að vita, að brezka rikisstjórnin skuldi halda áfram að skipta á mönnum í ábyrgðarstöðum varðandi fisk- iðnaðinn á þessum óheppilega tíma Mr. Soames kom í stað Mr. Hare sem jarðyrkju og fiskimála ráðherra, rétt í þann mund, sem íslenzka ríkisstjórnin féllzt á að taka upp viðræður. Og nú hefur verið settur nýr maður í em- bætti aðstoðarfiskimálaráðherr- ans, Mr. Godbers. Afleiðing er sú, að nú eiga að fjalla um þetta flókna mál tveir ráðherrar sem enga grundvallarþekkingu hafa á því. Og Mr. Crosland segir að lok- um: Mér virðist að forsætisráð- herrann hefði átt að gefa fisk- iðnaðinum meiri gaum, þegar hann gerði breytingar á ráðherra stöðum. Ný stjórn í Félagi ísl. hljómlistarmanna Á FUNDI, sem haldinn var í Félagi ísl. hljómlistarmanna hinn 23. okt. s.l. var kosin ný stjórn og varastjórn, þar sem stjórn fé- lagsins og varastjórn sögðu af sér. Hin nýja stjórn félagsins er skipuð eftirtöldum mönnum: Svavar Gests, formaður; Þor- valdur Steingrímsson, varafor- maður; Hafliði Jónsson, gjald- keri; Poul Bernburg fjármálarit- ari; Elfar B. Sigurðsson, ritari. Félagið hefur opna skrifstofu í Skipholti 19, þangað sem fé- lagsmenn geta snúið sér, eða þeir Hringkonur tafía til Barn aspátaians Halda skemmtun í Sjálfstœðishúsinu ÁÆTLAÐ er að vesturálma Landspítalans. með Bamasoital tnum nýja á tveunur hæðum, verði fullgerð 1962. Hringkonur hafa þegar lagt í Barnaspítalann 4 nrullj .króna ,fyrir utan tæki, rúm og fatnað, sem nú er notað á barnadeildinni í gamla spítal- anum, og keppast þær við að afla fjár til að geta lagt ftam meira fé eftir því sem til stend- ur, svo að það tefji ekki fram- gang málsins. Föstudaginn 11. nóvember ætl- ar Hringurinn því að halda kvöldfagnað í Sjálfstæðishúsinu Dagskrá Alþingis DAGSKRA sameinaðs þings á morg- un: Rannsókn kjörbréfs. Dagskrá efri deildar: 1. Fiskveiði- landMelgi Islands. 2. Ræktunarsjóður og Byggingarsjóður sveitabæja. 3. Bú- stofnslánasjóður. Jarðgöng á þjóðveg- um. 5. Bjargráðasjóður Isiands. Dagskrá neðri deildar: Lífeyrissjóð- ur togarasjómanna, frv. 1 .umr. með fjölbreytturh skemmtiatrið- um og dansi. Var slíkur kvöld- fagnaður haldinn fyrir tveimur árum og var þá svo vel sóttur að færri komust að en vildu. Vænta Hringkonur þess að þær fái ekki lakari undirtektir nú. Aðgöngu- miðar verða seldir á miðvikudag og fimmtudag kl. 3—6 í Sjálf- stæðishúsinu. Álman sem Barnaspitalinn verður í, hefur nú verið múrhúð uð að utan og búið að ganga frá þaki og er álman fullbúin til pússningar. Skarðið opnað SIGLUFIRÐI, 5. nóv. — Siglu- fjarðarskarð var ekki fært bilum í morgun. Snjór er ekki mikill, jörð er aðeins grá í byggð, en töluvert hefur skafið í Skarðið. Ýta verður send upp eftir 1 dag til að opna Skarðið fyrir lang- ferðabílunum, sem eru að koma að sunnan. — G. SÍBS happdrættið í GÆR var dregið í 11. flokki Vöruhappdrættis SÍBS, um 1255 vinninga, að fjárhæð alls krónur 1.350.500,00. Þessi númer hlustu hæstu vinningana: 200 þús. kr.: 31747 (Hjalteyri) 100 þús. kr.: 55139 (Austur- stræti 9) 50 þús. kr.. 7746 (Austurstræti 9) og 12720 (Grettisgata 26) 10 þús. kr.. 1154 9611 15879 16932 19444 21285 26628 27989 36642 40370 40870 40928 42484 42863 45182 48242 48830 5 þús. kr.. 2429 4374 4891 7931 8659 9131 11977 15624 18042 18366 20562 25235 27186 28053 30563 31886 31969 33045 34527 37260 43807 46014 46062 40412 51744 58697 61680 64219 aðilar er þurfa á upplýsingum eða aðstoð að halda varðandi hljóðfæraleik. Skrifstofa félagsins verður fyrst um sinn opin á þriðjudög- um og f immtudögum kl. 4—6 t.h. og laugardögum kl. 2—4 e.h. I /'NAIShnUv ! ✓ SVSOhM*r H Sn/iittn* Stúrir K Þrumur •yS KuUortit HUtttí Konur Kópavogi Næsta handavinnukvöld Sjálf- stæðiskvennafél. Elcldu, verður n.k. þriðjudag kl. 8,30 að Mel- gerði 1, Kópavogi. Kaffi verður framreitt á staðn Síldin fellur r i veroi AKUREYRI, 5. nóv. — Nú hafa veiðst liðlega sex þúsund mál hér í Eyjafirði og hafa 4 bátar stundað þessar veiðar síðan fyrir miðjan október. Mesti afladag- urinn var í fyrradag, 1800 mál. Að meðaltali hafa 10 tunnur far- ið til niðursuðu á dag, en hitt í bræðslu. Framan af var um millisíld að ræða, allgóða til vinnslu. Voru kr. 80.00 þá greidd ar fyrir málið. Síðustu dagana hefur eingöngu veiðst smásíld, sem lítið fæst úr. Hefur síldar- verksmiðjan því neyðst til að iækka verðið niður í kr. 60.00 á mál. —Magnús. Ljósaborg á Dýrafirði ÞINGEYRI, 5. nóv. —- ÞaS minnir okkur á gamla daga að sjá ljósaborgina hér úti á firðinum. Undanfarna tvo sólarhringa hefur verið vonzku veður hér úti fyrir og togararnir hafa leitað vars í hrönnum á Dýrafirði. Ekki aðeins þeir íslenzku. Bretarnir hafa bætzt í hóp- inn. — Markús. Ný götulýsing og nýr prestur ESKIFIRÐI 5. nóv. — Hér er nú geysimikil atvinna og róa bát- arnir ekki með fulla áhöfn af þeim sökum. í síðasta mánuði voru gerðir út héðan 5 bátar. Afli var allgóður, 4—8 lestir í róðri. Nokkrir voru í úti’egu og tveir sigldu með afla til Þýzka- lands og fengu sæmilegt verð fyrir. Unnið er að mik’um fram- kvæmdum. Átta íbúðarhús eru • í smíðum, sömuleiðis sundlaug, nótastöð, Póst- og símahúsið er brátt fullgert, nýr símastrengur er lagður í kauptúninu og ný götulýsing er í uppsiglingu. Og síðast en ekki sízt. Eskfirðingar eru nýbúnir að fá nýjan sýslú- mann og eiga nú von á nýjum presti. — Fréttaritari. Ágæt færð á heið- D um ÞINGEYRI 5. nóv. — í gær- kvöldi kom jeppabill að sunnan og sagði bílstjórinn ágæta færð yfir heiðarnar. Fjöll eru grá nið ur í miðjar hlíðar og fremur kuldalegt. Einn bátur er byrjað- ur róðra. Hefur fengið liðlega 12 lestir 1 tveimur veiðiferðum. Fjórir bátar verða gerðir út héð, an til áramóta. — Magr.ús. i HlHm» I s //. nv>. kl s | Veðurspáin í gærkvöldi: SV-land til Breiðafjarðar og miðin. Hægviðri í nótt en sunnankaldi á morgun, þykkt loft og þíðviðri. Vestf. og Vestfj.mið: SV og sunnan gola, skýjað, dálítil slydda eða rigning. Norðurland og norðurmið: Hægviðri, skýjað með köflum. NA-land til SA-lands og migin: Hægviðri, víðast létt- skýjað. $ f! \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.