Morgunblaðið - 06.11.1960, Page 15

Morgunblaðið - 06.11.1960, Page 15
Sunriudagur 6. nóv. 1960 MOnCllTSfíL 4ÐIÐ 15 hverjum bita fyrir sér og tyggur svo vandlega, að eng- inn yrði hissa þó hann teldi' Af fútunum skuluð þið þekkja þá Hvernig eru fœtur unnustans — eða borðsiðir Mir Mohammed Ajan Qayoom er Pakistanbúi og „cartopedisti" að atvinnu. Það þýðir, að hann getur greint skapgerð viðskipta- vina sinna með því að skoða fæturna á þeim. Uppruni „cartopediunnar" er löngu gleymdur og týndur í myrkri fornsögu Austur- landa. En rekja má hann allt til Forn-Persíu. Fyrrnefndur Pakistanbúi er af persnesk- um uppruna og ætt hans hef ur öldum saman iðkað þessa „fótamennt“. Þessi „vísindagrein" er allt of flókin til þess að segja megi frá henni í stuttu máli. Eftirfarandi atriði geta þó ver ið gagnleg ungum stúlkum, sem þurfa að komast að raun um, hvern mann biðlar þeirra hafa að geyma. Lítum þá fyrst á. T ærnar Séu tærnar frammjóar er ekki rétt að láta töfrast af blíðlegum brosum hans, þvi að öllum líkindum er hann mesti hrosshaus og lifir tvö- földu lífi — einskonar dr. Jekyll og Mr. Hyae. Auk þess þykir honum áreiðanlega vænt um smápeninga. 3éu tærnar breiðar er hann án efa kærulaus með tilveruna. Það er ekki leiðn- legt að lifa lífinu með honum, en hann er óstundvís og hirðu laus í klæðaburði. Hafi hann kímnigáfu, máttu búast við að hún eigi betur við á vinnu stað en heima. Hælar Sporöskjulagaðir hælar sýna þann, sem er þurr a manninn, verkhygginn, með góðar skipulagsgáfur. Hann getur átt það til að gera upp- reisn en hann hefur ætið stjórn á' sjálfum sér. Kreppir hnefana í vösunum og þrjózk ast við. Breiðir hælar bera vitni um glaðværð, í- þróttaáhuga og jákvæða af- stöðu. Allt sem hann verður fyrir hefur hann tilhneigingu til að líta á björtum augum. - Hnöttóttir hælar eru aðalsmerki hins trausta manns. Hann er ekki spenn- andi eða hættulegur en í ást- um er hann blíðlyndur og rómantískur. Séu tærnar loðnar verður stúlkan að fara var- lega. Sál hans er eins og djúp ur 'hylur. Hann er hættulegur stúlkunum vegna þess að hann er blóðheitur, uppstökk ur og suðrænn elskhugi. Sleppum nú tánum og höld um aftur á hæl. Afturmjóir hælar sýna að ekki má treysta á hann við hættulegar aðstæð- ur. Hann er eldfljótur að taka ákvarðanir en því miður eru þær oftast rangar. Loks eru það Öklar Langa ökla hefur maður með listgáfuna, lundhitann og hinn góða smekk. Stutta ökla hafa þunglyndir menn. Þeir eru ætíð að leita hins full- komna. En séu öklarnir í meðallagi, er það merki þess að dæma má hundinn eftir hárunum. __ t ! i __ En gætið að því, stúlkur, þegar þið rannsakið fótalag unnusta ykkar, að þótt hælarn ir og tærnar mjókki til end- anna, getur það stafað af því að hann gangi í of þröngum skóm. Það verður að taka með í reikninginn. Af þessu tvennu getið þið dregið ályktanir um skapgerð hans og . persónuleika. Hvernig borðar hann ? Þetta var um fæturna. En borðsiðir mannsins geta einn ig komið upp um hann. Ame- rískir sálfræðingar hafa rann sakað sambandið milli per- sónu mannsins og borðsiða hans og hér eru þeirra niður- stöður: Hann vil matinn mikið kryddaðan með ókjörum af sósum út á. Og fái hann tæki- færi til, stappar hann sósur og kartöflur í einn graut. Að eðlisfari er hann grautar haus og nýtur lífsins í ríkum mæli. Hann er alltaf reiðubú- inn að reyna eitthvað nýtt, ræðst á verkefnið eins og naut í flagi, en úthaldið er ekki að sama skapi. Jórtrarinn Hann étur hægt. Veltir upphátt hve oft hann tyggir áður en hann kingir. Hann er rólegur og stundum næstum því daufur. Að eðlis fari er hann nákvæmur og fullur grunsemda. Hann leik- ur oft á menn þannig, að hann litur út fyrir að vera í þung- um þönkum en „þá er hann jafn þankalaus, og þorskur er lepur strauma". Sælkerinn Hann kroppar í matinn, fisk ar upp gómsætustu bitana með hægð, sem gerir honum fært að éta bæði mikið og lengi. Smámunasemi hans er óþol andi. Auk þess er hann þröng sýnn og vantar hæfileikann til að taka ákvarðanir eða frumkvæði. Gleypirinn Hann étur hratt og ákveðið og horfir á næsta rétt á með- an. Hann á erfitt með að njóta lífsins vegna þess hversu af- skaplega hann á annríkf með að eiga annríkt. Hann eyðir tímanum í að áætla og ræða um hvernig hlutirnir eigi að gerast í staðinn fyrir einfald lega að gera þá. Hamstrarinn Hann sker alla beztu bitana frá og nýtur þeirra undir lok in. Hann er tillitssamur og hugs ar allar sínar gerðir fyrir- fram. Hann gerir áætlanir af ró og skynsemi og er reiðu- búinn að bíða eftir árangrin um af verkum sínum, hvað sem hann nú annars fæst við. ____________ ! ! ! __ Þarna sést það svart á hvítu, hverja eiginleika unn- ustar ykkar og eiginmenn hafa til að bera. Stúlka óskast til skrifstofustarfa. Þarf að kunna vélritun og vera vel að sér í ensku og einhverju Norðurlandamálanna. Hraðritunarkunnátta æskileg. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Bernh. Petersen Hafnarhúsinu. Telpa 13 —14 ára óskast til sendiferða (íyrir hádegi) á skritstofu vora. t0tttiUnb i* nýjar bækur liaðurinn, sem steig ofan á höndina á sér Ný snjöll skáldsaga eftir hinn vinsæla rithöfurid Halldór Stefánsson Bók hans Fjögurra manna póker, sem kom út í fyrra var mjög vinsæl og er nær uppseld. Kvæli fyrsta ljóðabók Jakobinu : sem þegar er landskunn fyrir hin snjöllu og skap- heitu baráttukvæði sín. — Kærkomin bók handa öllum ljóðaunnendum. I barnabækur Sagan um nýzka hanann og Lata stelpan Fagrar ævintýrabækur prentaðar í mörgum litum og með mörgum heilsíðu- myndum. Tilvaldar jóla- bækur fyrir yngri lesend- urna. Fást í bnkaverzlunum HEIMSKRINGLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.