Morgunblaðið - 11.12.1960, Side 6

Morgunblaðið - 11.12.1960, Side 6
e imUKMNRLAHtm sunnudagur 11. des. 1960 Hraunprýðiskonur hafa safnað tæp. 800 þús. kr. á 30 árum HAFNARFIRÐI Þrjátíu áral Eins og að líkum lætur. ligg-jhér upp tækjum til slysavarna, afmælis Slysavarnadeildarinnar ur mikið starf á bak við þenn- Hraunprýðis er minnzt um þess- ar mundir, en stofnfundur henn ar var haldinn 7. des. árið 1930 og framhaldsfundur 17. des. sama ár. Minnist deildin afmæl- isins með samsæti í Goðtempl- arahúsinu í kvöld. Tilgangurinn með stofnun kvennadeildarinnar Hraunprýði var að sjálfsögðu að stuðla að slysavörnum, safna fé til kaupa á tækjum og útbúnaði, sem að haldi mætti koma við björgun úr sjávarháska. Sú söfnun hef- ir gengið með afbrigðum vel, því að frá upphafi hefir deildin safnað til slysavarna hvorki meira né minna en tæpum 800 þúsund krónum. Fyrsta árs- söfnunin, sem var 1931, nam kr. 2,556,38. Árið 1959 safnaðist kr. 65,883,98, en mest hefir safn- azt á einu ári kr. 82,585,60, og var það 1956. an glæsilega árangur, sem er að þakka góðum félagsanda Hraun- prýðiskvenna samfara þeim skilningi og góðvild, sem mál- efnið hefir átt að mæta hjá bæjarbúum. Peningum þessum hefir verið varið á ýmsan hátt. Til dæmis má geta þess, að % af innkomnu fé slysavarnadeilda á að skilast í sameiginlegan sjóð Slysavamafélags íslands, þannig að deildin hér hefir ekki látið svo lítið af hendi rakna. Þá hefir Hraunprýði varið miklu fé til ýmissa framkvæmda, sem varða slysavarnir hér í Hafn- arfirði, og má þar til nefna báta, sem hún hefir Iátið smíða, til öndunartækja, björgunar- belta, hringa og ýmislegs ann- ars. — Deildin hefir sem sagt unn- ið markvisst að því að koma Núverandi stjórn Ilraunprýðis. — Talið frá vinstri: Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Elín Jósefsdóttir, Rannveig Vigfúsdóttir, Sig- ríður Magnúsdóttir. — Efri röð: Marta Eiríksdóttir, Sigur- veig Guðmundsdóttir, Sólveig Eyjólfsdóttir, Hulda Helga- ðóttir, Soffía Sigurðardóttir. — (Ljósm. Herdís Guðm.) en slíkt er mikils virði bæ eins og Hafnarfirði, sem byggir af- komu sína einkum á fiskveið- um. — Svo sem kunnugt er, hefir deildin aflað fjár á ýms- an hátt, eins og með kvöld- vökum, dansleikjum, kaffi- og merkjasölu, bösurum og fleira og fleira. Hafa bæjarbúar jafn- an sýnt henni góðan skilning og stutt hana og styrkt á marg- víslegan hátt. Á tveimur fyrstu fundunum, sem deildin hélt, gengu í hana 56 konur, en nú eru félagskon- ur 800.. Fyrstu stjómina skip- uðu þær frú Sigríður Sæland form., frú Sólveig Eyjólfsdóttir ritari, frú Ólafía Þorláksdóttir gjaldkeri, frú Guðrún Jónsdótt- ir, frú Helga Ingvarsdóttir og frú Rannveig Vigfúsdóttir. Núverandi stjórn skípa níu konur og er frú Rannveig Vig- fúsdóttir formaður, en það hefir hún verið lengst allra eða í 23 ár. Með henni í stjóm eru frú Elín Jósefsdóttir ritari, frú Sig- ríður Magnúsdóttir gjaldk., frú Sólveig Eyjólfsdóttir varaform., frú Ingibjörg Þorsteinsdóttir vararitari, frú Hulda Helgadótt- irt varagj. Meðstjórnendur eru þær frú Soffía Sigurðard., frú Marta Eiríksd. og frú Sigurveig Guðmundsdóttir. Eins og fyrr segir, halda Hraunprýðiskonur upp á afmæl- ið í Góðtemplarahúsinu í kvöld, og hefst hófið með sameigin- legri kaffidrykkju kl. 8. Til skemmtunar verður söngur: Árni Jónsson og Sigurveig Hjaltested með undirleik Páls Kr. Pálssonar. Þá verður upp- lestur og fleira. — G. E. • Ein lítil mann- talssaga Þegar greiða skyldi vinnu- laun á vinnustað einum hér í bænum í fyrri viku, rak vinnu veitandinn upp stór augu. Á vinnuspjaldi eins starfsmanns ins voru skráðir þó nokkrir túnar í dagvinnu og nokkrir tímar í yfirvinnu við að taka manntal. Hafði manni þassum verið gert að taka manntal 1. des- ember, sem og öðrum 1200 borgurum bæjarins, og fund- izt sjálfsagt að vinnuveitandi hans greiddi fyrir þetta borg aralega skyldustarf. • Ólík grundvallar- hugsun Mikið hefur verið rætt um atburð þann er gerðist í Há- skóla íslands 1. desember sl.,. er kommúnistar söfnuðu liði til að óvirða þessa mennta- stofnun og ræðumenn þá, sem stúdentar höfðu fengið til að tala á hátíð sinni. Þessi hegðun hefur nefni- lega sýnt betur en nokkur orð hve sá hópur, sem þarna var að verki, hugsar ólíkt þorra landsmanna, sem aldir eru upp við lýðræðislega þjóð félagsskipun. Þetta er það, sem gerðist í stuttu máli: Á fjölmennum fundi stúdenta var kjörin með atkvæðagreiðslu nefnd til að sjá um hátíðahöldin 1. desember. Meiri hlutinn í þeirri nefnd, fulltrúar meiri hluta stúdenta á fyrrnefndum fundi velur svo ræðumenn. Minnihlutinn fær ekki sínum vilja framgengnt og vill ekki sæta því. Þesár fáu kommún- istaatúdentar safna því liði utan raða stúdenta, til þess að reyna að minnsta kosti að eyðileggja þessa hátið fyrir þeim, ef þeir fá ekki að ráða henni. •jFái^tak^^áðm afmörgum Það leikur víst enginn vafi á að flestir íslendingar líta 7: Æskan Þ A Ð er tízka nú til dags að kvarta yfir ungu kyr.slóðinni: „Þessir ungu menn haga sér eins og uppreisnarmenn. Þeir virða hvorki eitt eða neinn. Þeir brióta gamlar venjur og siði.“ Gamla kyn- slóðin fyllist ugg og vandlætingu. „Ekki vorum við svona i okkar æsku“ segja gamlir menn. Voru þeir það ekki? Eða hafa þeir gleymt æsku- hugsjónum sínum? Auðvitað voru þeir svona og hefðu ekki getað verið á neinn hátt öðruvísi. Ungl- ingar hljóta ávallt að vera uppreisnarmenn í hjarta sínu. A tímum strangs þjóðfélagslegs aga, þora þeir ekki að segja allt sem þeir hugsa, en þeir hugsa það, engu að síður. Þú furðar þig á hegðun þeirra og framkomu? Þaö geri ég ekki. Við hverju er hægt að búast? Á átján eða tuttugu ára aldri uppgötva þeir heiminn, eins og eldri kynslóðin gerði hann. Ekki neitt sér- lega skemmtileg uppgötvun. Stríðandi heimur, heim- ur sem skipt er í tvennt. heimur sem rambar á oarmi sameiginlegs sjálfsmorðs. Hreinskilnislega sagt, þá væri það enn furðulegra, ef þeir tækju þe-V-u mótþróa- og reiðilaust. Við þoldum það, vegna þess að við máttum til og sumir okkar eru að reyna að bæta það. Samt hefur það kostað okkur langan tíma og margar þjáninga- fullar tilraunir, að komast á slíkt stig. Við vildum fúsiega gefa börnum okkar og barnabörnum reynslu okkar. En reynsla verður torveldlega send þannig manna á milli. Það sem veitir reynslu svo mikið uppeldislegt gildi, er, að hennar var aflað með erfiðum hætti. Andvökvmæturnar og endurteknu místökin sköpuðu hinn raunsæja stjórnmálamann. Hvernig gæti hann afhent slíkt hinum unga hug- sjónamanni, sem trúir því að heiminum verði breytt með einu orði? Eg man eftir ágætu málverki eftir flæmskan mið- ald'^málara. Það hét „Tímabil lífsins.“ A þessum striga gat maður séð þrjár kynslóðir saman: Bamið, ungu stúlkuna, gömlu konuna. Gamla konan, sem hallar sér fram á öxl ungu stúlkunnar, virðist vera að gefa henni ráð. Báðar eru þær naktar, svo að manni skilst, um leið og maður lítur á þær, að ráðleggingar gamals, hrörnandi líkama til ungrar æsku í fullum blóma, verða ekki skildar og eru áraxiguvslaust gefnar. Ráðleggingarnar sem Polonius gefur syni sínum. í Hamlet eftir Shakespeare, eru einungis hversdags- legar athugasemdir, en sérhver okkar verður að Poloniusi þegar hann reynir að endurbæta unga menn: . Heldur þú, vegna þess að þú ert dyggðug- ur, að kökur og öl verði ekki lengur til?“ Ætti ég, vegna þess að ég er gamall og þréyttur, að trúa» því að óþreyja og uppreisn verði ekki lengur til? Ætti ég að kvarta undan ungum mönnum með öfgafullar hugmyndir og skoðanir, sem tilheyra aldri þeirra og tíma?? Auðvitgð á umburðarlvndið sín takmörk og þjóðfélagslegur agi verður að haldast. Samt er það ekki glæpur að vera ungur og hugsa eins og ungur maður. Blygðunarleysi þeirra og ruddaskapur er einungis vonsvikin hugsjónastefna. Við skulum ekki reyna að þagga niður í þeim, held- ur gcfa þeim öruggar ástæður til vonar, og ef mögu- legt er, til aðdáunar. allt öðrum augum á það hvernig málum skuli ráðið innan einstakra félaga og í þjóðfélaginu í heild. Meiri hlutinn hlýtur að ráða, minni WÍ FERDIIMAIMP ☆ hlutinn að beygja sig- Fá-1 ef fáir menn vilja einir koma sínu fram með ofstopa gegn vilja allra annarra. Hver maður leggur með atkvæði sínu sitt lóð á vogarskálina og sammála fjöldi ræður. A. m. k. finnst flestum íslend- ingum að þannig eigi það að vera. Þeim lízt ekkert á það ,ef fáir menn vilji einir koroa sínu fram með góðu eða illu og sækja sér liðsstyrk til að vaða uppi, ef þeir eru of fá- mennir. Ef þeir sækja slíkan liðstyrk út fyrir raðir við- komandi stéttar, því þá ekki út fyrir raðir viðkomandi þjóðar, ef með þarf? ■ Þannig heyrist mér fólk líta á atburðinn 1. desember og það segir: — Það er eins gott að það kemur fram, hve ólík grundvallarhugsun þessa fá- menna kjarna uppvöðslu- seggja er lífsskoðun okkar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.