Morgunblaðið - 27.01.1961, Page 23

Morgunblaðið - 27.01.1961, Page 23
Föstudagur 27. janúar 1961 M O R r. rnv n r,A Ð1Ð 23 Spaak snýr heim Brussél, 26. jan. — (Reuter) — PAUL-HENRI SPAAK, aðal- ritari Atlantshafsbandalags- ins, hefur tjáð sig fúsan til að taka aftur upp stjórnmála baráttu í heimalandi sínu, Belgíu, fyrir Jafnaðarmanna- flokkinn, að því er talsmenn flokksins tilkynntu í dag. Hins vegar báru talsmenn þessir á móti því að Spaak hefði þegar sagt lausu em- bætti sínu hjá NATO. — Spaak, sem er 62 ára, er tal- inn líklegt forsætisráðherra- efni jafnaðarmanna. • GEGN RÓTTÆKUM Nýlega fór fimm manna nefnd jafnaðarmanna til fundar — Santa Maria Framh. af bls. X é móti fulltrúum ríkisstjórnar Bandaríkj'anna um borð í Santa Maria, eða fulltrúum annarra landa, til að ræða málið. Þó sagð ist hann ekki vilja ræða við fulltrúa frá Frökkum né Portú- gölum. Gailvao sagði að öllum liði vel um borð, og sagði flug- maðuirinn að svo virtist sem Galvao vildi helzt losna við fax- þegana, séirstaklega ef unnt væri að flytja þá um borð í annað *kip á rúmsjó. Áhöfnin óvopnuð. Fluglmaðurinn, sem fylgdist *neð s-kipimu í tvær og hál-fa kls-t. sa-gði að um 50 -farjþegar hafi ver ið á þilj-um og veifað til sín. Ekki sagðist h-ann hafa orðið var við að áihöfnim beri vopn. Flug- maðurinn varð síðan að hverfa vegna el-dsneytisskorts og sagði að skipið hafi enn haiiidið stefnu til Angola og siglt með um 15 mílna hraða, er hann sneri heim. Uppreisn — ekki sjórán. Galvao hefur svarað ýmsum fyrirspurn-um, sem honum hafa verið sendar. Segir hann að ti-1- göngur uppreisnarmanna sé að frelsa föðurlandið undan kúgun Salazaxs og líti hann á Santa Maria sem fyrsta hlutann af Portúgal sem fengið hafi frelsi. Krefst hann þess að önnuir ríki viðurkenni að hér sé um byit- ingu að ræða en ekki sjórán. Skipið hafi verið á opnu úthafi, og því portúga-lskt umráðasvæði. Byltinganmenn munu al-drei gef ast upp, sagði Galva-o, og kvaðst hann ekki viðurkenna neina rik isstjórn í Partúgal nema ríkis- stjórn Humlberto Delgado herfor ingja, sem nú er landflótta í Brasilíu. Delgado sagði að taka skipsins hafi verið skipulögð fyrir löngu. „Styrjöld er styrj- öl-d“, sagði Delgado, „og þetta er styrjöl-d á portúgölsku y-fir- ráðasrvæði. Þessvegna er það al- gjört innanríkismál Portúgals". Sagði Delgado ennfremur að taka skipsins mundi koma af stað mótaðgerðum gegn stjórninni heima í Portúgal. Samúð með uppreisnarmönnum Blöð víða um heim hafa lýst pamúð sinnj með uppreisnar- mönnum. Dagblaðið Information í Kaupmannahöfn segir í dag að •leitt sé til þess að vit-a að það hafi verið danskt fluningaskip, sem fyrst kom auga á Santa Maria, og vísaði herskipum og flugvélum á skipið. Segir blaðið að heppi- legra hefði verið fyrir d-anska Bkipið að láta sem það hefði ekki séð Santa Maria. „Salazar hefur verið svo lengi við völd að heim- urinn hefur nærri gleymt því að Portúgal er stjórnað af einræðis herra“, segir blaðið. Blaðið Daily Herald í London segir: „Portúgal er að vísu elzta bandaLagsríki okkar, en það þýð- ir ekki það að brezka þjóðin hafi minnstu samúð með dr. Salazar né ósk um að lögregluríki hans fái að standa“ við Spaak til að ræða við hann um væntanlega heimkomu hans. Segja nefndarmenn það höfuð- nauðsyn fyrir flökkinn að tefla fram öllum sterkustu mönnum sín um við kosningarnar, sem vænt- anlega verða haldnar í Belgíu 26. marz n.k. Talið er i Belgíu að tilgangur- inn með því að fá Spaak tíl að snúa aftur að stjórnmálum sé sá að vinna gegn róttækari armi flokksins, sem undir forustu Andre Renard, átti mestan þátt í að skipuleggja verkföllin sem lömuðu allt atvinnulíf landsins í fimm vikur. • STAÐAN NÚ Núverandi stjórn Belgíu er samsteypustjórn Kristlegara jafn aðarmanna og Frjálslyndra. Tók hún við völdum árið 1958, eftir fjögurra ára samsteypustjórn Jafnaðarmanna og Frjálslyndra undir forsæti Achille van Ackers, sem er jafnaðarmaður. i — Kongó Frh. af bls. 1 hvítra manna frá Orientale og Kivu héruðum. Aðallega er um Frakka og Belgi að ræða. í Ori- entale eru 2000 Evrópubúar en í Kivu um 700. í þessum tveim héruðum ráða stuðningsmenn Lumumba ríkj- um, og er óttast að þeir grípi til gagnráðstafana verði Lumumba ekki sleppt fljótlega úr haldi. En Lumumba situr nú í fangelsi ná- lægt Elisabethville í Katanga- héraði. Segir í fréttunum að ríkis- stjórnir Frakka og Belga hafi þegar sagt þegnum sínum, sem búsettir eru í Orientale og Kivu að yfirgefa héröðin, og er búizt við að önnur ríki fari að þeirra fordæmi. í dag var tilkynnt að nítján Globemaster flugvélar úr banda- ríska flughernum og flutninga- vélar af Herkules-gerð muni flytja herlið Arabiska Sambands- lýðveldisins frá Kongó. Verða þessar sömu vélar notaðar til að flytja matvæli til hungursneyð- arsvæðanna í Kasai í bakaleið- inni. j — Fyrsta sporið Framh. af bls. 1 blaðsins segir að fregnin hafi orðið öllum mikið gleðiefni. HINDRUN RUTT ÚR VEGI .. Frönsku blöðin birta einnig fréttina um flugmennina á for- síðum og segir Parísarblaðið France-Soir: Fáar gjörðir herra Krúsjeffs hefðu getað glatt Bandaríkjamenn jafn mikið — og kostað jafn lítið — og sú að gefa flugmönnunum frelsi. Talsmaður brezka utanríkis- ráðuneytisins sagði að Bretar fögnuðu innilega þessari ráð- stöfun Rússa og bætti við: „Við erum sammála Kennedy forseta um að þetta ryður hindrun úr brautinni til bættrar sambúðar við Sovétríkin." ★ Eiginkonur flugmannanna fengu vitneskju um að menn þeirra hafi verið látnir lausir aðeins fimm mínútum áður en Kennedy forseti tilkynnti það á blaðamannafundi sínum í gær- kvöldi. — - Íþróttir Framhald af bls 22. það hvort þau systkin fái að taka þátt í mótinu óáreitt og sem kana diskir ríkisborgarar. Fáist sú yfir lýsing ekki, mun mótið ekki verða háð í Prag, segir formaður alþjóða skautas-ambandsins. Tekið er fram að tékkneska íþróttasambandið hafi veitt alla þá aðstoð og fyrirgreiðslu sem í þess valdi stendur. Paul-Henri Spaak Við síðustu kosningar hlutu Kristilegir jafnaðarmenn 104 þingsæti af 212 sætum í neðri deildinni, Jafnaðarmenn 84 þing- sæti, Frjálslyndir 21, kommúnist- ar 2 og hægrisinnaðir Flæmingj- ar eitt. Kref jast grund- vallarbreytinga á stefnu S.-Afríku LONDON, 25. jan. (Reuter) — Forustumenn Verkamannaflokks ins í Bretlandi samiþykktu í dag ályktun um að skora á forsætis ráðherra Samvteltdislandanna að tilkynna Suður Afríkiu að ósk landsins um að vera áfram með limur Samveldisins verði ekki tekin til greina „fyrr en stjórn in hefur greinilega sýnt vilja sinn til að gjöra grundvallar breytingar á stefnu sinni“. í ásikoruninni segir flokks stjórnin að bre2ka þjóðin líti á kynþáttastefnu Suður Afníku með „fyrirlitningu og viðbjóði“. Einnig fordæmir ályktunin skeytingarleysi Suður Afníku gagnvart stefnu SÞ varðándi Vestur Afríku. „Meðan Suður Afríka heldur 'þannig áfram að brjóta þær grundvalilarreglur, sem Samveld ið er byggt á, er það hættulegt orðstír Samveldisins að Suður Afríka verði áfram meðlimur þess“, segir í ályktuninni. Umsókn Suður Afríku um að vera áfram meðlimiur í Samveld inu verður rædd á fundi forsœtis róðherra ríkjanna, sem hefst í London í marz n.k. Heiðuisveiðloun Heiðursverðlaunasjóður Hag aldar Böðvarssonar, Akranesi, stofnaður 7. maí 1959 — 100 þús kr. á sjötugs afmæli stofnandans Úr sjónum hafa verið veittar 5,000 kr. fyrir 1959 og 10,000 kr fyrir 1960, sem eru vextir sjóðs- ins. Heiðursverðlaun hlutu: Ingólfur Jónsson, verzlunarstj Leifur Finnsson, bifreiðastj. Þórður Sigurðsson, skipstjóri, sem allir hafa unnið hjá HB&Co yfir 30 ár hver fyrir sig. Verðlaununum fylgja innrömm uð heiðursskjöl. — Dagsbrún Frh. af bls. 2 því að halda kjörskrá fyrir and- stæðingum ríkjandi stjórnar fram á seinasta dag. Þá væri hún afhent — en ófullkomin, þar eð skuldalistann vantaði. Skýrði hann síðan frá kæru til miðstjórnar ASÍ vegna þess, að stjóm Dagsbrúnar hefði ekki enn afhent umboðsmönnum B- listans kjörskrá, skuldalista og aukafélagaskrá. Jón fékk tiltölulega gott hljóð en þó voru leifar hinna gömlu öskurkóra enn lítillega að verki. Næstur talaði Jón Vigfússon. Var sá æstur mjög, kvað B- listann með öllu ólögmætan og illt til þess að vita, að stjórnin skyldi hafa tekið við honum. Kvað hann stjómina hafa verið lina, en öllu verr leizt honum þó á andstæðinga hennar. Þá talaði Guðmundur J. Guð mundsson. Sagði hann kæru B- listans til ASÍ hafa verið vísað frá þá um daginn „sem tómri vitleysú'. Afgreiddi hann flest mál snarlega á góðlátlegan hátí en fór lítt út í smáatriði. — Lengstum tíma eyddi hann í að reyna að vera fyndinn á kostn- að eins félagsmanns, en held- ur var það gaman ósmekklegt og ómerkilegt, enda kom í ljós, að það var byggt á lygi einni. Þegar blaðamaðurinn fór af fundinum laust fyrir kl. 11, hafði Hannes Stephensen beð- ið um orðið. Blaðið hefur frétt, að í fund- arlok hafi kommúnistar varnað Jóni Iljálmarssyni, formanns- efni B-listans, máls. Jón var að halda lokaræðu sína, er Sigurð- ur Guðnason, fyrrv. form., missti skyndilega stjóm á skapi sínu, rauk upp á sviðið og steytti hnefa að ræðumanni, en aðrir kommúnistar stóðu upp úr sætum sínum, hlupu að svlð- inu og æptu. Var algert upp- nám í salnum um tíma og varð Jón að yfirgefa ræðustól án þess að hafa lokið máli sínu, en Eðvarð og Guðmundur J. héldu smátölur. — Ástæðan fyr- ir heift kommúnista var sú, að Jón minntist á baksamning Eð- varðs við Lúðvík Jósefsson í tíð vinstri stjórnarinnar, þegar atvinnurekendum var heimilað að hirða kauphækkun verka- manna með hækkuðu verðlagi. — Fiskúrgangur Framh. af bls. 24. 600 millj. kr. í erlendum gjald- eyri. Góðfiskarækt fyrir 1—200 milljónir Ennfremur segir hann athug- andi, hvort ekki mætti nota nýjan eða frystan fiskúrgang beint í eldi fyrir góðfiskarækt, svo sem laxa-, silungs- og hum- arrækt o. fl. Til ræktunar á 10—20 milljón laxa- og humars- seiðum þyrfti líklega nokkur þús. tonn af slíkum úrgangi, segir í greininni, og miðað við að síðar veiddust nokkur þús. tonn af laxi og humar, sem yxu upp af þessum seiðum, gæti verð mæti þeirra numið 100—200 millj. króna árlega í erlendum gjaldeyri. Eins gæti silungsrækt skilað miklu í aðra hönd, og gæti hinn ódýri jarðhiti orðið að miklu liði við hækkun vatns- hitans í klakstöðvunum og flýtt fyrir vexti gönguseiðanna og silungsins. í greinarlok segir Loftur að þetta og önnur svipuð verkefni þurfi að rannsaka og gera til- raunir með þau. Innilega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sextugs afmæli mínu 16. þ.m. Eggert B. Pétursson Þakka hjartanlega öllum þeim, sem minntust mln með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum á 70 ára afmælis- degi mínum þann 18. þ.m. Guð blessi ykkur öH. Steinunn Jónsdóttir frá Skaftaholti Hallormstaður fær rafmagn EGILSSTÖÐUM, 26. jan.: — Raf straum var hleypt á Hallorms- staðalínuna 19. þ.m. og hefur þá ‘húsmæðraskólinn fengið rafmagn svo og býlin þar í grennd. Mun miklu fargi létt af forráðamönn- um stofnunarinnar, því þar hefur verið ótryggt ráfmagn í mörg ár. Þá hefur Strönd í Norður-Valla- hreppi einnig fengið rafmagn og aðrir bæir munu á eftir koma, eftir því sem þeir verða tilbúnir að taka við rafmagni. Héðan er það helzt í fréttum að á þorradágskvöld var haldið þorrablót eins og venjan er, og skemmtu menn sér vel. — Fréttaritari. Móðir mín og amma KONKORDÍA STEFÁNSDÓTTIR andaðist að heimili okkar 25. janúar. Björg Sigurðardóttir, Margrét Sigurðardóttir. Faðir okkar, afi og tengdafaðir SIGURÐUR SIGURÐSSON Heimagötu 42, Vestmannaeyjum, lézt aðfaranótt 25. þessa mánaðar í sjúkrahúsi Vest- mannaeyja. Baldur Sigurðsson, og aðrir vandamenn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andiát og jarðarför KATY ÞORSTEINSSON Vestmannaeyjum Dorote Oddsdóttir, Emma á Heygum, Bragi Straumfjörð. Hjartanlega þakka ég ykkur öllum sem auðsýnt hafa okkur vinsemd og hjartahlýju við andlát og útför GUÐFINNU GUÐBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR Sérstaklega þakka ég af heilum hug læknum, hjúkr- unarliði Bæjarspítala Reykjavíkur, Landsspítalans í Reykjavík og Séra Árelíusi Níelssyni fyrir auðsýnda ást- ríka samúð og sanna guðdómlega útfararræðu. Góður Guð blessi ykkur öll um tíma og eilífð. Guðmundur Öskar Þorleifsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.