Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 1
24 síður SEGJA BREZKIR TOGARA- MENN IIM SAMKOMDLAGIÐ BREZK blöð gerðu sér í gær tíðrætt um samkomu- lag Breta og íslendnga í fiskveiðideilunni. Flest bera þau samkomulagið saman við samninga Breta við Norðmenn, en þar er Bretum heimilar veiðar innan tólf mílnanna næstu tíu árin. Blöðin ræða við ýmsa forustumenn fiskiðnaðarins í Bretlandi, sem allir eru mjög óánægðir og nefna samkomulagið ým- ist svik, fórn eða uppgjöf. Varaformaður togaraeig- endasamtakanna, Joseph Cobley líkir samkomulag- inu við það ef bændur misstu héruðin Cornwall, Devon, Somerset, Dorset, Hampshire og Gloucesters- hire í hendur keppinauta á meginlandinu. Segir hann að telja megi að samkomulagið sé fyrirvaralaus brottrekstur úr 12 mílna beltinu umhverfis ísland. AÐ OFAN: — „Daily Mail segpir: — Fiskistríðinu við ísland Iýkur. — Viðurkenning Bretlands á 12 mílna takmörkuninni vekur reiði togaramanna. — AÐ NEÐAN: — „Daily Express": — Bretland lætur undan Islandi. — Samkomulag í fiskveiða- „stríðinu“ áfall fyrir togaraflotann. Dennis Welch, formaður félags yfirmanna á togur- um í Grimsby telur vel hugsanlegt að til vandræða dragi ef íslenzkir togarar hefja landanir að nýju í Bretlandi. ár en fslendingar kröfðust þess, að tírninn yrði þrjú ár. • UPPGJAFAKOSTIR „DAILY MAIL“, segir frá sam- ikomulaginu undir stórletraðri fyrirsögn: — Fiskistríðinu við ísland lýkur. — Fréttin fer hér á eftir, en nokkur atriði hennar voru birt í Mbl. í gær: í gærkvöldi drógu Bretar niður fánann í fiskveiðistyrjöldinni við ísland og létu undan úrslitakost- um um 12 milna fiskveiðitak- mörk. Samkvæmt þessum upp- gjafakostum, verður brezkum tog urum leyft að veiða milli 6 og '12 mílna undan íslandsströnd í þrjú ár, en síðan skal tólf mílna rnarka línan gilda. Ekki er liðið nema eitt ár síðan hámarkseftirgjöf af hendi Breta var tíu ár. Því var breytt í fimm Leita víkinga- byggða í Ameríkn s s s s s s s s s s s s Bergen, 28. febr. (NTB). ( HELGE INGSTAD er staddur S í Bergen til að úndirbúa sjö-) unda leiðangur sinn til Norð- ( ur-Ameriku, þar sem hann S mun halda áfram leit sinni að ) leifum norrænna Grænlend- \ inga. Tilgangurinn er aðallega s að reyna að finna þá staði sem i •rænir víkingar hafa setzt að | á. Leiðangurinn mun hafa til s afnota gamla skútu, „Halten“, ) sem byggð var árið 1907, en \ hefur verið gerð upp. Verður s skútan flutt með skipi til) Ameríku. Leiðangursmenn \ verða sex, þeirra á meðal eig- s inkona Ingstads, en hún er ) fornleifafræðingur. Það eru \ skipaeigendur í Noregi, sem s bera mest allan kostnað af leið ) angrinum. ) S Áætað er að leiðangurinn s ) verði við rannsóknir fram í ) september. } • ÁREKSTRAR Síðan íslendingar færðu út fisk veiðitakmörkin í septembcr 1958, hafa brezkir togarar veitt undir vernd brezka sjóhersins. Hvað eftir annað hafa orðið árekstrar milli brezkra togarasjómanna og starfsmanna landhegisgæzlunnar og 30 sinnum hefur verið skráð, að áhafnir varðskipanna íslenzku reyndu að komast um borð í brezka togara. Um það bil helm- ingur afla, einkum þorskafla, hinna 230 úthafstogara Breta er veiddur við fsland. Nemur verð- mæti þess afla um fimm millj. sterlingspunda. Uppgjafakostirn- ir hafa því í för með sér stórfellt fjárhagslegt tjón. • „SVIK" í gærkvöldi skýrðu forystu- menn brezka fiskiðnaðarins Christopher Soames, ráðh., frá miklum vonbrigðum sínum vegna þessa samkomulags. En eftir hálfrar annarrar klst. fund í ráðu neytinu samþykktu þeir að fall- Framhald á bls. 10. Ólafur Jóhannesson prófessor viII hlýta alþjódalögum Tlminn telur Jboð „sviksamlegt athæfi TIMINN, málgagn Framsókn arflokksins, hamast í gær mun hatrammlegar gegn þeim hagkvæmu samningum, sem við getum náð í land- helgismálinu, heldur en hið löggilta málgagn kommún- ista, Þjóðviljinn. Leggur blað Framsóknarflokksins megin- áherzlu á að íslendingar eigi ekki að haga aðgerðum sín- um í friðunarmálum í fram- tíðinni þannig að þeir geti hlýtt alþjóðalögum og verið við því búnir að leggja á- greiningsefni undir alþjóða- dómstól. Allt sanngjarnt og heil- brigt fólk fagnar hins vegar að sjálfsögðu samkomulaginu við Breta og gerir sér grein fyrir því, að hin minnsta þjóð veraldar verður að fara að Ást í Rússlandi Þórunn hyggst gerast rússneskur borgari Eirikqskeyti til Mbl. frá Moskvu. HINN UNGI og aðlaðandi 21 árs íslenzki píanóleikari, Þór- unn Tryggvason, sem giftist sl. laugardag rússneska píanó leikaranum Vladimir Ashk- enzi, sagði í dag, að hún hygðist biðja um rússnesk- an borgararétt svo fljótt sem auðið væri. Sagði Þórunn, að sú ráðstöfun yrði áin efa „bezt fyrir alla að- ila“. Þau hjónin búa nú í tveggja herbergja ítníð ásamt foreldrum Ashkenzis og tveim stórum flyglum. Þórunn sagði, að gift- ing hennar hefði mætt mikilli andspyrnu." Vinir mínir og ætt- ingjar sögðu, að ég væri vitlaus, en ég hugsaði mig rækilega um áður en ég tók ákvörðun og er viss um að verða hamingjusöm", segir Þórunn. Giftingarathöfnin var borgara- leg og voru einungis viðstaddir örfáir vinir brúðgumans. Eftir athöfnina fóru þau í tveggja daga brúðkaupsferð til sveita- seturs utan við Moskvu. Þórunn Tryggvason hitti Vladimir Ashkenzi skömmu eftir að hún kom til Moskvu í febrúar Framh. á bls. 23 lögum hverju sinni. íslend- ingar hafa ætíð forðast of- beldisaðgerðir í baráttu sinni fyrir landsréttindum og ætíð náð lengst með því að beita vopnum heiðarleika og skyn- semi. Hinir betri menn inn- an Framsóknarflokksins eru líka hjartanlega sammála öðrum lýðræðissinnum um það, hvaða baráttuaðferðum beri að beita. Færasti lög- Ölafur Jóhannesson fræðingur í hópi stjórnarand- stæðinga, prófessor Ólafur Jóhannesson, hefur á Alþingi hinn 14. nóvember sl. lýst þeirri skoðun sinni að við ís- lendingar hlytum alltaf að verða að haga aðgerðum okk ar þannig, að við værum við því búnir að leggja ágrein- ingsefni undir alþjóðadóm- stól. Ekkert annað getur samrýmzt réttlætishugsjón okkar og hagsmunum sem hins minnsta ríkis, sem ekki getur komið fram rétti sínum með valdi. Þessi leiðtogi Framsóknarflokksins hefur þannig fyrirfram dæmt dauð og ómerk öll svika- og land- ráðabrigsl málgagns síns. Orð rétt sagði prófessorinn í þingræðunni: „Og þess vegna eigum við ekki að skorast undan því, að eiga orðastað við aðrar þjóðir um þetta mál og við eigum ekki að skorast undan því að taka þátt í viðræðum við aðrar þjóðir um það. Og ég verð að segja, og vil láta það koma fram í sambandi við þetta, að ég tel raunar eina veikleikamerk ið í okkar málstað hér vera það, ef rétt er hermt, að við höfum neitað að leggja þetta mál til Framh. á bls. 23 Ben Gurion gefst upp Jerusalem, fsrael, 28. feb. (NTB-Reuter) DAVID Ben-Gurion forsætisráð- herra hefur enn ekki tekizt að mynda nýja ríkisstjórn í ísrael og féllst hann í dag á óskir flokks sins, Maj>ai flokksins, um að boða til nýrra kosninga í landinu. Ben Gurion reyndi á síðustu stundu að komast hjá nýjum kosningum með því að tilnefna annan mann í sinn stað í embætti forsætisráð- herra, en flokksstjórnin féllst ekki á tillögu Ben-Gurions. Varð Ben-Gurion því að tilkyr.na Ben- Zvi forseta að hann gæfist upp við að stjórnarmyndun. Sagði hann jafnframt að flokkur sinn mundi fljótlega flytja tillögu í þinginu um að kosningar verði látnar fara fram. Ben-Gurion sagði af sér for- sætisráðherraembætti snemma í febrúar vegna ágreinings við með ráðherra sína. m * *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.