Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 15
Miðvik'udagur í. marz 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 LandhelgismáHð i brezka jb/ng/nu Fiskimenn vilja held ur herskipavernd, segir þingmabur frá Hull London, 28. fébr. (Reuter). EDWARD Heath, innsiglis- vörður konungs, skýrði frá því í brezka þinginu í dag að fulltrúar allra greina fisk- iðnaðarins hefðu fallizt á að styðja samkomulag Breta og íslendinga í fiskveið'ideilunni. Heath, sem einnig gegnir em- bætti aðstoðar-utanríkisráð- herra, tilkynnti þinginu þetta eftir að hafa skýrt samkomu lagið fyrir þingmönnum. Fulltrúar brezkra fiski- manna segja að samkomulag- ið hafi í för með sér mikið fjárhagslegt tjón. En, sagði Heath í ræðu sinni: Það gleð ur mig að geta tilkynnt þing- mönnum að allar greinar fisk iðnaðarins hafa lýst því yfir Við utanríkisráðherrann að þær séu reiðubúnar að styðja samkomulag í deilunni á þess um grundvelli. Vonbrigði, uppgjöf Geoffrey de Freitas, þingmað- ur stjórnarandstöðunnar sagði að tilkynning Heaths „væri í rauninni uppgjöf". Samkomulag- ið væri fiskiðnaðinum „mjög mikil vonbrigði“ þar sem skip- unum yrðu meinaðar veiðar á alþjóða veiðisvæði, sem væri nærri 10.000 fermílur að stærð. Beindi hann þeirri fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar, hvort hún hefði ekki að minnsta kosti get- að náð samkomulagi um tíu ára veiðar innan tólf mílnanna eins og í samningunum við Noreg. Heath varð fyrir svörum og sagði að öll þjóðin væri fiskiðn- aðinum þakklát fyrir framkomu hans í málinu. Iðnaðurinn hafi látið í Ijósi megna óánægju yfir því hve veiðitíminn innan tólf mílnanna væri stuttur og því hve reglugerðin væri ströng. „Við trúum því samt sem áður eftir viðræður við íslenzku ríkisstjórn ina að rétt hafi verið að gera þetta samkomulag“, sagði Heath. „Við viðurkennum hina geysi- miklu þýðingu fiskveiðanna fyr- ir íslendinga", bætti hann við. Heath kvaðst vona að samkomu lagið yrði til að bæta sambúð- ina við íslendinga, sem væru bandamenn Breta í Atlantshafs- bandalaginu. James Hoy, þingmaður Verka- mannaflokksins, sagði að sam- komulagið væri mikið „áfall fyr- ir brezka fiskiðnaðinn", og ef litið væri á það í sambandi við samningana við Noreg og vænt- anlega samninga við Færeyjar, væri það einnig veruleg minnk- un fiskimiða brezku veiðiskip- anna. Annar þingmaður Verka- mannaflokksins, Mark Hewit- son frá fiskiborginni Hull, kvaðst sjá fram á það að eftir þrjú ár mundi fsland friða allt landgrunnið, og yrði þá alvarlegt atvinnu- leysi hjá brezkum fiskimönn- um. „Gerið þið ykkur ljósar þær ógnir, sem stafa af þessu hræðilega samkomulagi — (shoeking settlement) og er ykkur ljóst að fiskimenn okk- ar kysu heldur að fara inn- fyrir og veiða í íslenzkri land helgi undir vernd herskipa, en verða að lúta þessu lé- lega samkomulagi, sem að lokum mun gera þá atvinnu- lausa“, sagði Hewitson. Þingmenn Verkamannaflokks- ins óskuðu eftir því að sam- komulagið yrði tekið til umræðu í þinginu hið fyrsta, og kvaðst R. A. Butler forseti neðri mál- stofunnar munu taka málið til athugunar. Stjórnmála- og málfundanámskeið Týs í Kópavogi NÁMSKEIÐIÐ heldur áfram í kvöld kl. 20.30 í Melgerði 1. Helgi Tryggvason kennari, leið beinir um framsögn. Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafræðingur ræðir um þátttöku unga fólksins í stjórn- málum. Á eftir stjórnar Guð- mundur málfundi. — Félagar eru beðnir að mæta tímanlega. Yngra og eldra sjálfstæðisfólki í Kópa- vogi er bent á, að hér gefst mjög gott tækifæri til að kynnast mörgum mikilsverðum málum. Stjórn Týs vill eindregið hvetja sjálfstæðisfólk til að nota sér þá fræðslu, sem fram fer á þessu námskeiði félagsins. — Blanda Framh. af bls. 2 Vatnsflóðið skall inn Öldruð hjón, Eiríkur Hall- dórsson og Vigdís Björnsdótt- ir, búa í kjallaraíbúð og stend ur húsið fast við götuna á ái- bakkanum. Þau heyrðu ein- kennilegan hávaða og ætlaði frú Vigdis að ganga út til þess að vita, hvað væri á seyði, en í sama bili og hún opnaði hurð ina sá hún ruðninginn rísa hátt hinum megin við götuna. Skipti engum togum að vatns- flóðið skall inn um um dyrnar og stórir jakar bárust upp á götuna. Lítill drengur sonur hjónanna, var staddur þarna hjá afa sínum og ömmu, en Vigdís gat þrifið hann og bor- ið hann upp á efri hæðina. Talsvert miklar skemmdir urðu á munum í íbúðinni. Orðin lítil aftur Blanda er nú aftur orðift mjög lítil. Á mánudag var enn símasambandslaust við ytri hluta Blönduóss (norðan Blöndu), þar eð kapall fór við brúna. Komu viðgerðarmenn á föstudag að sunnan, en verk ið hefur tekið nokkum tíma því nú á að færa kapalinn, sem lá straummegin við brúna niður fyrir hana. En síminn átti að komast í lag á þriðju- dag. — B.B. 1 ISl 1D kæliskápar seldir með lœgsfu úfhorgun og lengstu greiðsluskilmálum sem hœgt er að tá — Þrjár stærðir — en ei n þei r ra m u n áreiðanlega hent a yður 8 cub. fet. — Verð kr: 11.991— Útborgun kr: 2000.— Eftirstöðvar á 10 mán. Frá og með deginum í dag hefst sala á I N D E S kæliskápum hjá okkur með ótrúlega lágri útborgun og Véla- og raftækjaverzlunin hf. Bankastræti 10 — Sími 12852.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.