Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 10
10 MORGI'NBLAÐIÐ Miðvik'udagur 1. marz 1961 Framh. af bls. 1 •st á samkomulagið, þar sem í því felist að það muni gilda um •lllangt skeið. í Togaramenn í Grimsby brugð- ast reiðir við og gagnrýndu mjög „friðarskilmálana“, sem þeir aögðu vera „svik við brezka fiski- œenn“. George Dreever, skipstjóri, sem giglir í dag á íslandsmið sagði, að samkomulagið væri tóm vitleysa — að sínu áliti væri sérhvert samkomulag um meira en fjög- urra mílna fiskveiðilögsögu eftir- fiöf af hálfu Breta. Sagði hann auðsætt, að íslendingar hefðu ekki gefið mikið eftir. • ÚTFÆRSLA GRUNN- LÍNUNNAR Annar skipstjóri sagði: — Það verður að minnsta kosti friður. Hið nýja samkomulag sker ekki aðeins niður veiðisvæðið, heldur er íslendingum einnig gefin eftir útfærsla grunnlínunnar — sem 12 mílna mörkin eru reiknuð frá. Bretar leggja ríka áherzlu á, að samkomulag við íslendinga hafi engin áhrif á afstöðu Breta til landhegi og fiskveiðilögsögu ann- arra þjóða. Einnig leggja þeir á- herzlu á nauðsyn þess, að komið verði í veg fyrir frekari útfærzlu fiskveiðilögsögunnar, enda verða Íslendingar að skýra frá öllum frekari aðgerðum til útvíkkunar hennar með sex mánaða fyrir- vara. Og sérhverri deilu, sem kann að rísa vegna slíkra aðgerða skal vísað til Alþjóðadómstólsins. Island hefur haft betur „Scottish Daily Ex- Blaðið press“ segir: Hinu langa og bitra fiskistríði milli Bretlands og íslands er lokið. Og ísland hefur haft betur í því. Brezkir fiskimenn vonuðu að þeir fengju tíu ára millibils- ástand, þegar þeir mættu veiða á ytra sex-mílna svæðinu því að Noregur hefur samið við Breta upp á þau kjör. Samkomulagið þýðir tap fyrir þá fiskimenn sem sækja á fjar- læg mið. Þá átti blaðið samtal við W. B. Harrow formann stærsta togarafélagsins í Aberdeen. Hann segir:.— Ég get ekki fagn- að þessari ákvörðun, því að þeg- ar allt kemur til alls hefur hún það í för með sér að fiskimið okkar minnka. Tap fyrir togaraflotann Blaðið Guardian í Manchester segir í frétt frá hinum fjórum aðalþáttum samkomulagsins. Það greinir frá því að íslenzka ríkis- stjórnin hafi ekki farið dult með það að það sé ætlun hennar að útvíkka fiskveiðilandhelgi sína með tíð og tíma yfir allt land- grunnið. Felist því öryggi í því fyrir Breta, að íslendingar fall- ist nú á að tilkynna brezku stjórninni slíkar aðgerðir með sex mánaða fyrirvara. Norðurlandablöðin segja einnig frá samkomulaginu við Breta á áberandi hátt, t.d. segir „Ekstrabladet" í Kaupmannahöfn: — Island sigraði í þorsk-stríðinu. — Tólf mílna mörk við Grænland og Færeyjar nú tímabær. Blaðið segir síðan að það sé augljóst að samkomulagið feli í sér alvarlegar takmarkanir á veiðum Breta og tap fyrir tog- araflotanum. Það segir að um það bil helmingur afla hinna 230 úthafstogara Breta sé af ís- landsmiðum og sé afli þeirra metinn á 10 milljón sterlings- pund. Blaðið bendir á það, hve þetta samkomulag sé Bretum miklum mun óhagstæðara en samkomulagið við Norðmenn, Norðmenn heimila Bretum fisk- veiðar í næstu tíu ár upp að sex mílna mörkum, en íslend- ingar aðeins í þrjú ár. „Verulegar fómir“ Stórblaðið „Daily Telegraph" skýrir frá samkomulaginu í frétt á forsíðu, undir fyrirsögninni: „Fórn“ af hálfu Bretlands bind- ur endi á fiskveiðideiluna. — Blaðið gerir engar sjálfstæðar f t f ± t V CoceCola er allsstaðar bezta hressingin. Þessi frábæri drykkur hressir þreytta, svalar þyrstum og gerir glaða ánægðari. Hann er ætíð ferskur og ljúffengur — og á hvergi sinn líka. r\nri/i/i i DREKKH (mtá m athugasemdir við samkomulagið — en segir að „því hafi verið lýst yfir í London" á mánudags- kvöldið, að staðfesting þess mundi fela í sér „verulegar fórnir" af hálfu brezka fiskiðn- aðarins — en vonir standi til, að bæði löndin telji að sam- komulagið marki „sanngjörn úr- slit“ fiskveiðideilunnar. Blaðið segir, að ef samkomu- lagið fái þinglega fullgildingu, muni ríkisstjórnir Bretlands og íslands skiptast á orðsendingu hið fyrsta — og samkomulagið taka gildi. Síðan rekur blaðið meginatriði þess (með sama hættj og gert hefir verið hér í blaðinu). Loksins drepur Daily Tele- graph á fund þann, sem Soa-mes fiskimálaráðherra hélt með full- trúum brezka fiskiðnaðarins á mánudagskvöld — og segir, að eftir fundinn hafi fulltrúarnir lýst ,,miklum vonbrigðum" yfir samkomulaginu, en þó lofað stuðningi sínum. Bretland lætur undan w Á annarri síðu „Daily Ex- » press“ birtist fréttin undir stórri ♦♦>, fyrirsögn yfir nær þvera síðuna: J — Bretland lætur undan Islandi — Frétt blaðsins hefst með þess V kalda stríðs milli Bretlands og ísland út af fiskveiðiréttindum X eru nú í sjónmáli — en það ♦y' kostar miklar fórnir af hálfu ♦? ■ togaraflota okkar. Talið er, að ♦♦,, samkomulagið gangi í gildj inn- X an nokkurra daga. ef ísland ♦ (Aiþingi) fullgildir það. ♦j — Þetta mun gera úthafsflot- ♦♦■'anum fært að leggja af stað til ♦físlands á vorvertíðina innan X,, hálfsmánaðar, segir blaðið. Þar X með verður bundinn endir f'harða deilu, er sjóliðar íslenzkra Y ♦* • göngu á brezka togara og tóku ♦f ,þá fasta, en herskip brezka flot X ans komu þeim síðan til bjargar. ,!♦ ’ Daily Express segir að Jos- ♦t, eph Cobley, varaforseti félags X brezkra togaraeigenda, hafi látið ♦♦ ’ svo um mælt eftir fund með > Soames fiskimálaráðherra á ♦f mánudagskvöld, að brezka stjórn X in hefði (með samkomulaginu) J svipt brezka togaramenn fiski- V'miðum í slíkum mæli, að jafna ♦y • mætti til þess að brezkir bænd ♦*,, u r misstu héruðin Cornwall, Devon, Somerset, Dorset, Hamp- j’shire og Glouchestershire „í ♦W 'hendur keppinauta sinna á meg- ♦|-inlandinu, í einni svipan og um alla framtíð“. — En Cobley ♦f .sagði, að togaramenn væru þó t fegnir því, að „þessi langi og jþreytandi reynslutími væri loks ’á enda“ — og að stjórnjn hefði ♦*>ekki „látið algerlega undan“. — ♦f, Þeir hefðu óttazt það mest, að $ þeir misstu hin auðugu mið á ♦j’öllu landgrunninu við Island. ♦♦' Þá sagðj Cobley, að samkomu ♦J i lag væri um það, að brezkir X, fiskimenn hefðu áfram for- X gangsrétt á heimamarkaðinum. ♦j Þessi réttur er ekki skertur. ♦♦ sagði hann, — og „við munum ♦Jsjá svo um, að til slíks komi X ekki“, ■'jjj • Sár vonbrlgði ♦♦1 í Reutersfregn frá London er ♦5 'skýrt frá því að fulltrúar brezka X .fiskiðnaðarins hafi átt fund með i Christopher Soames fiskimálaráð j ’herra í gærkvöldi. Að honum loknum gáfu þeir út yfirlýsingu. Þar láta þeir í ljós „sár von- (keen disappointment) — Svik segja Bretar yfir því hve veiðitíminn innan tólf mílnanna sé stuttur og regl- urnar um veiðar á svæðinu milli 6 og tólf mílna strangar. „Samt sem áður viðurkenndu þeir nauð syn þess að skapa öryggi fyrir framtíðina, og með það fyrir aug- um tilkynntu þeir Soames að þeir væru reiðubúnir til að dtyðja samkomulagið,“ segir 1 yfirlýsingunni. • Fyrirvaralaus brottrekstur Nokkru eftir fundinn með ráð- herranum sagði varaformaður samtaka togaraeigenda, Joseph R. Cobley: „Þótt samkomulagið ryðji úr vegi stjórnmálalegum deilum er það ekki þess eðlis að vekja fögnuð hjá fiskiðnað- inum. Samkomulagið er fjarri anda Genfarráðstefnunnar um fiskveiðilögsögu, sem haldin var vorið 1960. f stað tíu ára tíma bilsins áður en 12 mílna mörkin fá viðurkenningu, mætir nú fisk iðnaðinum það sem nefna má nærri fyrirvaralaus bottrekstur úr 12 mílna beltinu umhverfis ísland“. • Fórnir Breta Cobley sagði að svæði það sem nú væri tekið frá brezkum fiski- mönnum og afhent íslendingum væri um 9.500 fermílur að flatar- irsögn: „Fórn“ af hálfu Bret- lands bindur endi á fiskideil- una. — Málamiðlun um 12 mílur við ísland. máli. Benti hann á að á undan- förnum árum hefðu Bretar misst auðug fiskimið við Noreg og Færeyjar og að samkvæmt regl- um Fríverzlunarsvæðislandanna vofði yfir aukinn innflutningur á frystum fiski frá þeim löndum, löndum sem jafnframt nytu þess að einkaveiðisvæði þeirra væru stóraukin. Cobley kvaðst vona að fórnir Breta yrðu til þess að tólf mílna mörkin héldust óbreytt í áratugi og ekki kæmi til frekari útfærslu. Hann sagðist álíta að ríkisstjórn in hafi gert rétt í að leiða deiluna til lykta á þessum grundvelli. • Ekki mjög---------- Lawrenre Oliver, fulltrúi skip. stjóra og stýrimannafélagsins í Hull lýsti ánægju sinni yfir því að samkomulag hefði náðst, en kvaðst „ekki mjög ánægður með skilyrðin. Þau eru samt það bezta sem völ var á“, sagði hann. Oli. ver taldi ekki að missir fiskimið- anna hefði áhrif á fiskverðið í Bretlandi. Dennis Welch, formaður fé. lags yfirmanna á togurum í Grimsby, sagði í Grimsby að hann hefði tekið að sér að túlka samkomulagið í sem beztu ljósi fyrir félagsmönnum sínum, en þeir halda fund um málið á föstu dag. Welch sagðist hafa tilkynnt ríkisstjórninni að: „ég vil ekki bera ábyrgð á þeim aðgerðum, sem þeir kunna að grípa til. Það er meir en hugsanlegt að tii vandræða dragi ef íslenzkir tog. arar hefja landanir að nýju“. Welch bætti því við að togara. menn væru „mjög vonsvikríir". Forsetinn yfir- maður frímúrara SL. laugardag var forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, kjörinn yfir- maður Frímúrarareglunnar á fs- landi í stað Ólafs Lárussonar prófessors, sem er nýlátinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.