Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 1. marz 1961 Lflj fagnar lausn fiskveiöideilunnar MORGUNBL.AÐINU barst í gær eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var á stjórnarfundi L..Í.Ú. í gaer: Landssamband ísienzkra útvegsmanna telur, aff útfærsla fiskveiðiiandhelginnar fyrst í 4 sjómílur og síðan í 12 sjó- mílur með því sem Iokatakmarki að allt landgrunnið verði innan islenzkrar fiskveiðilögsögu, eftir því sem það sam- rýmist alþjóðalögum, sé eitt þýðingarmesta hagsmuna- mál íslenzku þjóðarinnar. Vegna mótmæla margra þjóða og mótaðgerða Breta var þetta fjöregg þjóðarinnar í hættu. Starfsmönnum landhelgisgæzlunnar og íslenzkum sjó- mönnum var hvað eftir annað stofnað í bráðan lífsháska og íslendingar urðu fyrir þungum búsifjum vegna þess að eðlileg viðskipti islendinga og Breta stöðvuðust að miklu leyti vegna deilunnar. L.I.Ú. vUl því lýsa ánægju sinni yfir því, að nú skuli vera horfur á að takast megi að binda endi á þessa hættu- Iegu deilu á mjög hagkvæman hátt fyrir íslendinga, með því: 1) Ríkisstjórn Bretlands fellur frá mótmælum sínum gegn 12 mílna fiskveiðilögsögu við ísland. 2) Grunnlínur eru nú leiðréttar þannig, að fjögur þýð- ingarmikil hafsvæði bætast nú þegar við íslenzka fiskveiðilandhelgi. 3) Bretar skuldbinda sig til þess að hlíta úrskurði ai- alþjóðadómstóls um frekari útfærzlu fiskveiðilögsög- unnar, þegar hún er tilkynnt með áskildum fyrirvara. Gegn því að viðurkenna þennan rétt íslendinga, fá Bret- ar takmarkaðan rétt til veiða á vissum svæðum upp að 6 mílna landhelgi um 9 mánaða til 2 ára timabU á næstu 3 árum. Þótt aðeins sé miðað við næstu 3 ár, er stækkun land- helginnar á hinum 4 nýju veiðisvæðum, sem bætast við vegna grunnlínubreytinganna þýðingarmeiri fyrir fiskveið- ar landsmanna, heldur en hinn takmarkaði réttur Breta til veiða á tilteknum svæðum í íslenzkri landhelgi þennan tíma, einkum þegar haft er í huga, að viðbótarsvæðin eru að mestu leyti á fiskisælustu miðum landsmanna. En umfram þetta kemur hinn mikli vinningur að fá rétt vorn í landhelgismálinu viðurkenndan um alla fram- tíð, bæði þá útfærzlu, sem þegar hefur verið framkvæmd, grunnlinubreytingarnar, sem nú hafa verið gerðar og trygg- ingu fyrir, að frekkari útfærzla verði ekki hindruð með of- beldi, heldur dæmt um gildi hennar að alþjóðalögum. L.Í.Ú. skorar því á Alþingi að samþykkja heimild til rík- isstjórnarinnar til þess að leysa landhelgisdeiluna við Breta á þeim grundvelli, sem fram kemur í tillögu til þingsálykt- unar um lausn fiskveiðideilunnar við Breta, og fagnar því ef takast má að leysa þessa hættulegu deilu á svo farsælan hátt fyrir oss íslendinga. Flytur L.Í.Ú. öllum þeim, sem unnið hafa að þessari Iausn deilunnar hinar beztu þakkir í nafni íslenzkra út- vegsmanna. Tvær með vítum Akranesi, 28. febrúar. TÆPLEGA 90 konur í kvenna- deild Slysavarnaféagsins hér á Akranesi, sátu á fundi í gær- kvödi. — Allt í einu kvaddi ein fundarkona sér hljóðs og las upp tillögu, sem hún vildi láta þenn- an fund taka afstöðu til. Efnis- lega var hún á þá leið, að víta bæri ríkisstjórnina fyrir að hafa tekið upp S'amninga við Breta um lausn fiskveiðideilunnar. Tvær konur greiddu tillögunni atkvæði sitt, en allur þorri fund arkvenna greiddi atkvæði gegn henni, nokkrar sátu hjá. — Oddur „Jötunn66 í Eyjum tók ekki afstöðu Vestmannaeyjum, 28. febrúar FUNDUR var haldinn í dag í Sjómannafélaginu Jötni og kom þar fram í fundarbyrjun tillaga frá Jónatan Aðalsteinssyni þess efnis að fundurinn lýsti ánægju sinni yfir lausn fiskveiðideii- unnar. Borin var fram frávístm- artillaga við þessa. En þá kom fram þriðja tillagan. Formaður félagsins, Sigurður Stefánsson, kom fram með tillögu um það að félagið ítrekaði fyrri samþykktir sínar í máli þessu um það, að ekki skyldi gengið til samninga við Breta um lausn fiskveiðideil- unnar. Þegar hér var komið málum, var á það bent að menn hefðu ekki enn haft tóm til þess að kynna sér þingályktunartillöguna um lausn deilunnar og þvi ekki rétt að fundurinn taki afstöðu til málsins. Var öllum tillögunum vísað til aðalfundar félagsins. Þess skal getið að Jötunn hefur á undanförnum árum verið talið eitt sterkasta vígi kommúnista. Hefur stjórn þess jafnan verið óspör á hverskonar ályktanir ef þær mættu verða kommúnistum til stuðnings á einn eða annan hátt. Ný frímerki PÓST- og símamálastjórnin mun hinn 11. apríl n.k. gefa út tvö ný frímerki kr. 1,50, blátt og kr. 3,00, rauðbrúnt, með mynd af Stjórnarráðshúsinu (sama mynd og á útgáfu frá 9 desember 1958) Sjómannafélagið fagnar þýðingar- miklum áfanga FUN.DtJR stjórnar Sjómanna- félags Reykjavíkur haldinn 28. febrúar 1961, skorar á hæst- virt Alþingi að samþykkja framkomna tillögu til þings- ályktunar, um Iausn fiskveiði- deilunnar við Breta, á grund- velli þess samkomulags sem nú liggur fyrir að hægt sé að ná. Stjóm félagsins fagnar því, að tekizt hefur að fá Breta til að viðurkenna 12 mílna fiskveiðilögsögu okkar og að hinni hættulegu deilu geti verið lokið. Sérstaklega fagnar stjórn- in þeim aukna og þýðingar- mikla áfanga um friðun svæða umhverfis landið, sem nú fást með grunnlínubreytingum. Stjórnin bendir á að hin auknu svæði innan fiskveiðilögsög- unnar verða íslenzk héðan í frá og að partur úr þrem ár- um, sem Bretum verður leyft að veiða á takimörkuðum svæð um, er ekki nema augnablik úr sögu þjóðar. Þá skorar stjóm Sjómanna- fólagsins í ríkisstjórn og Al- þingi að halda áfram tilraun- um til þess að fá viðurkenn- ingu þjóða á rétti íslenzku þjóðarinnar til landgrunnsins alls í samræmi við samhljóða samþykkt þingsályktunartil- lögu Alþingis frá 5. maí 1959. f ^ Ufvegsmenn í Eyjum fagna lausn deilunnar Vestmannaeyjum, 28. febrúar STJÓEN- og trúnaðarmannaráð Útvegsbændafélags Vestmanna- eyja, kom saman til fundar í dag. 1 upphafi þess fundar tók for- maður félagsins, Bjöm Guð- mundsson til máls og ræddi um hina framkomnu ályktun á Al- FÍB mælir með þingsályktunar- tillögum FÉLAG íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda fagnar framkominni tillögu til þingsályktunar um lausn fiskveiðideilunnar við Breta og telur að með samþykkt hennar yrði stigið heillarikt spor í þessu þýðingarmikla hagsmuna máU þjóðarinnar. Félagið skorar þvi á Alþingi að samþykkja þingsályktunartil- löguna. Jafnframt færir það öll- um þeim, sem unnið hafa að hinni farsælu lausn deilunnar, . þakkir sínar. þingi um lausn fiskveiðideilunn- ar við Breta. Gerði fundurinn síðan svohljóð andi ályktun: Fundur haldinn í stjórn og trúnaðarmannaráði Út- vegsbændafélags Vestmannaeyja lýsir ánægju sinni yfir þeirri bagkvæmu lausn á fiskveiðideil- unn við Breta, er fram kemur í þingsályktunartillögu þar um og er lögð hefur verið fyrir yfirstand andi Alþingi. Þessi fundur var fjölmennur. Umræður urðu allmiklar um þetta mál, en allir lýstu ræðu- menn yfir ánægju sinni yfir þeirri lausn þessa vandamáls; sem þingsályktunin gerir ráð fyr- ir. Ingi R. efstur NÚ ER lokið 8 umferðum af 9 á skákþingi Reykjavíkur og er Ingi R. Jóhannesson efstur með 7 vinninga. 2. Lárus Johnsen 6, 4.—4. Gylfi Gíslason og Benóný Benediktsson 5% vinning Síðasta umferð verður tefld á föstudagskvöld kl. 8 e.h. í Sjó- mannaskólanum. Sex menn stöðva rœkju vertíðina á Bíldudal BÍLDUDAL, 28. febr. — Fyrir nokkrum dögum skall hér á verk fall meðal manna á rækjuveiða- bátunum þrem. Nær verkfallið til sex manna, en af því leiðir að nú um hávertíð rækjuveiðanna, er rækjuverksmiðja Kaupfélags Arnfirðinga hér óstarfhæf. Rækjuveiðamennirnir hafa fengið 16 krónur fyrir hvert kg. af skelflettri rækju. Þeir taka á Dagskró Alþingis DAGSKRÁ sameinaðs Alþingis I dag kl. 1,30: 1. Fyrirspumir: a. Vistheimili fyrir stúlkur. Ein. umr. b. Lánveiting- ar úr ræktunarsjóði og byggingarsjóði. Ein umr. 2. Lausn fiskveiðideilunnar við Breta, þáltill. Hvernig ræða skuli. 3. Vantraust á ríkisstjónina, þáltill. Hvenig ræða skuli 4. Gatnagerð í kaup stöðum og kauptúnum. Hvernig ræða skuli. 5. Heildarskipulag Suðurlands- undirlendis, þáltill. Frh. einnar umr. (Atkvgr. um nefnd). 6. Brottflutningur fólks frá íslandi, þáltill. Frh. einnar umr. (Atkvgr. um nefnd). 7. Hagnýting skelfisks, þáltill. Frh. fyrri umr. (At- kvgr.) 8. Vaxtakjör atvinnuveganna, þáltill. Frh. einnar umr. 9. Skóli fyrir fiskmatsmenn o. fl„ þáltill. Ein umr. 10. Héraðsskóii á Snæfellsnesi, þáltiil. Ein umr. 11. Alþingishús, þáltill. Fyrri umr. 12. Jarðboranir að Leirá i Borg- arfirði, þáltill. Ein umr. 13. Innlend komframleiðsla, þáltill. — Fyrri umr. 14. Gatnagerð úr steinsteypu, Þáitill. Ein umr. sig alla áhættu í sambandi við á- stand rækjunnar, er hún kemur til vinnslu. Þeir krefjast nú kr. 21,60 fyrir kílóið af rækjunni skelflettri. Geta má þess að á fsa firði fá rækjuveiðasjómenn kr. 3,25 fyrir kílóið og er þá miðað við rækjuna upp úr sjó. 1 rækjuverksmiðjunni hafa 30 til 40 stúlkur starfað við fram- leiðsluna og nokkrir verkamenn. Kaupfélagið sem á tvo rækju- bátanna og helming ívþeim þriðja mun ekki hafa í hyggju að ganga að kröfum rækjumannanna, að því er kaupfélagsstjórinn hefur sagt. Sjómennirnir eru nú komn- ir í aðra atvinnu. — Hannes. Rúml. 327 þús. kr. til Eyja BLAÐINU hefur borizt fréttatil- kynning frá fjársöfnunarnefnd Alþýðusambands íslands. Segir þar að nú hafi safnazt alls kr. 466,083,00 og að af þessari fjár- hæð hafi farið rúmlega 327 þús. krónur til styrktar verkfallsfólki í Vestmannaeyjum. s s s s s s v s s s s -----OTP------— VIÐ BIRTÚM þessa mynd af forsíðu Tímans í gær til þess að þeir, sem ekki sjá málgagn Framsóknarflokksins, g e t i kynnzt því, hver sturlun hef- ur gripið þá, sem þar ráða ríkjum. Tímminn var í gær mun róttækari og ofsafengn- ari en sjálfur Þjóðviljinn og einnig að sínu leyti óheiðar- legrl, því að þetta bla®, sem þykist vera lýðræðissinnað, birti mynd af gömlu land- helginni við lsland, en alls ekki nýju fiskveiðitakmörkun um, sem kommúnistablaðið lét sig þó hafa að gera, þrátt fyrir upphrópanir og fordæm ingu. Skyldi ekkl fara að líða að því, að meirihluti Fram- sóknarmanna geri sér grein fyrir því, að verið er að gera flokk þeirra að fullkomnu handbendi heimskommúnism- ans, þar sem staurblint of- stæki yfirgnæfir alla skyn- semd og heilbrigða íhugun. C ) s V s s s s s s s s s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.