Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 17
Miðvik'udagur 1. marz 1961 M O R C V IV B L 4 Ð l Ð 17 Sigurður H. Óskars- son Minningarorð Fæddur 27. febrúar 1950. Dáinn 18. febrúar 1961. Enginn má sköpum renna. Enn hefur dauðinn skilið eftir sig djúpt spor. Lítill fallegur dreng ur er horfinn af okkar sjónar- sviði. Hver skilur þennan til- gang, að kalla burtu æskumann, sem lífið virðist blasa svo fagur- lega við? Sennilega er tilgangur lífs og dauða það, sem við menn irnir fáum aldrei skilið. Sigurður Helgi Sævar var íæddur á Siglufirði yngstur af grannabörnin í leik, en nú verð- ur þín saknað úr hópnum. Nú er fiðlan þín fagra hljóðnuð, en ég veit að bræður þínir og skólasystkini önnur halda áfram á þeirri braut, sem þú virtist ætla að ganga, með því minn- ast þau þín og gera okkar kæra bæjarlífi gagn og sóma. Kæri vinur og frændi, far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Frænka. -<S> Ólafía Jónsdótfir Minning sex börnum þeirra hjóna Ann- eyjar Jónsdóttur og Óskars Garibaldasonar. Hann var bjart- ur yfirlitum og fríður sýnum. Lundarfarið var sérstætt, mikil alvara og glaðværð skiptust á. Kímni og bros skein úr augum hans og með barnslegum ákafa, sagði hann frá því, sem hann aðhafðist, einkum þvi er hann vann í sveitinni og þá fyrst og fremst samskiptum sínum vio dýrin. Þar kom svo greinilega fram hjartahlýja barnsins, en hún var mikil hjá þessum litla dreng. Barnaskólanám sitt stundaði hann eins og önnur Ibörn, auk þess var hann einn af fyrstu nemendum Tónskóla Siglufjarðar og lærði þar blokk- flautuleik og síðar fiðluleik. Á nemendatónleikum skólans hafði hann oft komið fram ásamt fé- lögum sínum og veitt okkur Siglfirðingum, sem tónlist unna hugljúfar og ógleymanlegar stundir. Eins og flest börn á Siglufirði eignaðist Sigurður litli skíði og naut í rikum mæli að stunda þá fögru íþrótt, skíða íþróttina. Þó ungur væri að ár um hafði hann hlotið viður ikenningu fyrir þátttöku sína i skíðakeppni. Ég, sem þessar línur rita, hafði náin kynni af þessum elskulega dreng og kom hann mér fyrir sjónir prúður og æðru laus, og þannig veit ég að hann hefur tekið veikindum sínum, sem stóðu yfir aðeins fáa daga. Ég hugsa til foreldra og syst- ikina litla Sigurðar Helga, eins og hann var kallaður. Orð mín til þeirra verða svo fátækleg og smá, en ég bið þeim guðsbless. unar og að birtan af lífi og starfi þessa litla ástvinar þeirra megi lýsa þeim og verma í fram tíðinni. Einnig hugsa ég til frændfólksins, sem bjó í næsta húsi við minn kæra litla vin, frænda hans sem hann kallaði afa og húsfreyjunnar þar,- sem hann var heitinn eftir ásamt nafni yngri frænda síns. Oll sú fjölskylda unni þessum litla dreng hugástum, hann var þeim m'ög samrýmdur og kær. Megi góður Guð létta þeim þungan ■harm. Elsku litli frændi, að síðustu vil ég þakka þér allar þær yndisstundir sem við áttum sam an. Oft sagðir Þú mér þá, á svo 'lifandi og skemmtilegan hátt Iþegar þú rataðir í ævintýri emnaðhvort í sveitinni eða í sjó ferðum með frændum þínum. Ég naut þess að sjá ykkur ná' Sigríður Helgadóttir Minning Fædd 1. október 1899. Dáin 31. desember 1960. Á NÝBYRJUÐU ári barst mér til eyrna sú sviplega fregn að vinkona mín og velgerðarkona mikil frá æsku- og uppvaxtar- árum mínum, frú Sigríður Helgadóttir, Fálkagötu 27, væri látin. Hún hafði að vísu átt við nokkra vanheilsu að stríða undanfarin ár en þó kom iát hennar snögglega og öllum á ó- vart þ. 31. desember. Banamein- ið var hjartabilun. Sigríður var fædd 1. október 1899 að Vatnsleysu í Biskups- tungum, dóótir hjónanna Heiga Jósefssonar trésmiðs og Ingi- gerðar Jónsdóttur. Fimm ára gömul fluttist hún með foreldr. um sínum hingað til Reykjavík- ur og var búsett hér síðan. Ung gekk Sigríður í Kvenna- skólann, í einn vetur, en starf- aði síðan um nokkurt skeið við veitingahúsið Uppsali. Hlaut hún þannig hinn ágætasta undir búning lífsstarf sitt og verksyið sem húsmóðir á reykvísku heim ili. Þ. 10 okt. 1919 giftist hún Magnúsi Magnússyni, hinum kunna bókaþýðanda og ritstjóra, og varð þeim hjónum fjögurra barna auðið. Næst elzta barnið, Sverri, misstu þau ársgamlan, mikið efnisbarn, en önnur börn þeirra eru: Gerður, Ásgeir og Helgi Birgir. Þegar ég minnist Sigríðar Helgadóttur, kemur hún mér fyrir sjónir sem táp- mikil kona, vel gefin og dugleg. Framkoma hennar var hrein og bein, einarðleg og tilgerðarlaus. Henni var lítt gefið um tildur, í hvaða mynd sem var, en sanna mannkosti og einlægni kunr.i hún vel að meta. Og hún var mjög barngóð. Ég minnist þess frá æsku, hve fjarri það var henni að taka strangt á bernsku brekum okkar, sem náiæst henni vorum, og hve alúðleg hún jafnan var. Síðar átti ég bó eftir að reyna mannkosti hennar öllu betur, er ég sem unglingur þurfti hvað mest á hjálp að halda og stóð einn uppi. Þá stóð heimili þeirra hjónanna mér jafnan opið, án þess að hugsun um endurgjald kæmi þar til greina. Slíkra er gott að minnast. Ég þvkist vita, að Sigríður hafi sjálf ekki farið með öllu varhluta af erfiðleikum um ævilia. En hitt veit ég ekki síð- ur, að henni var lítt gefið að bera harma sína á torg. Það var að hennar skapi að taka mótlæti með festu, og sýna framtak og tryggð þegar mest á reyndi. Og nú hefur hún hlotið þá hvíld, sem við öll munum fá að lokum. Útför Sigríðar var gerð frá Neskirkju þ. 13. fyrra mánaðar. Þó að nokkuð sé nú umliðið, vil ég ekki með öllu láta hjá líða að senda henni að leiðarlokum innilegasía þakklæti mitt óg hinztu kveðju ®g votta aðstand- endum hennar samúð. Elías Mar. Fædd 12. júní 1888. Dáin 17. febrúar 1961. ÓLAFÍA Jónsdóttir fæddist í Hafnarfirði 12. júní 1888, dóttir hinna gagnmerku hjóna, Ingveld ar Bjarnadóttur og Jóns Jóns- sonar, Lauga. Hún ólst upp á heimili foreldra sinna ásamt bróðhr sínum Ingva. Rausn og myndarskapur utandyra sem innan einkenndi æskuheimili hennar. Foreldrar Ólafíu voru mjög starfsöm og féll þeim sjaldan verk úr hendi. Þar ríkti hin sanna vinnugleði. Ólafía erfði þessa góðu eiginleika for- eldra sinna í ríkum mæli. Á tímum rjómabúanna réðst Ólafía tii rjómabússtarfa, og vann sem rjómabússtýra um nokkurt skeið. Þegar Mjólkur- félag Reykjavíkur hóf starfsemi sína réðst hún til þess. Þegar Mjólkurfélagið ákvað að stofna mjólkurvinnslustöð, var Ólaffttt falið að veita henni forstöðu, og fór hún þá til Danmerkur til að kynna sér pasteurseringu mjólk ur og til að kaupa mjólkur- — Við íslendingar Framh. af bls. 8 bátsins, og rétt áður en hann náði landi, bættust nokkrar ung- ar stúlkur úr frystihúsinu í hóp- inn. Kannski eiga þser kærasta um borð. Þegar báturinn hafði verið dyggilega festur við bryggjuna, áræddum við um borð og hittum formanninn að máli. Hann heitir Jósep Zóphaníasson, og er ekki nema 23 ára gamall. Hann hefur verið formaður á Hásteini ÁR 193 í 5 ár. — Þið getið haft það eftir mér, að ég sé mjög ánægður með þessa samninga, sagði Jósep óð- ara og við höfðum skýrt honum frá erindi okkar, landhelgin stækkar, og það er aðalatriðið. — Ég held að það hefði aldrei orðið nokkur friður, nema með einhverjum tilslökunum af okkar háifu. Við fáum þá allavega frið- eftir þessi þrjú ár, það er ekki svo langur tími. — Skipshöfnin hef- ur rætt um þetta sín á milli, og mér er óhætt að segja, að við sé- um allir á einu máli um að þetta hafi verið nauðsynlegt og óhjá- kvæmilegt. — Enginn hér um borð lítur á þessa samninga frá flokkssjónar- miði, þótt við séum allir úr sitt hverju húsi, ef svo má segja. — Ég er ánægður með þessa samn- inga í heild, þótt Selvogsbankinn skipti mig kannski persónulega mestu máli. Það er anzi stórt svæði, sem er friðað, sagði ungi formaðurinn að lokum og horfði út á úfinn sjóinn. SJÁLFSAGT AÐ SEMJA Þegar við komum á Þorláks- höfn var komið ofsarok. Hjminn og haf öskruðu eins og þau ættu lífið að leysa og öðru hverju hvarf hafnargarðurinn sjónum, þegar sjólöðrið rauk yfir hann. Bátarnir dönsuðu við hafnar- garðinn og kunnu því auðsjáan- lega jlla, að losna ekki við tjóðr- ið. Tveir bátar lágu við legu- færi skammt frá hafnargarðin- um og fengu öðru hverju ær legar dýfur. Við réðumst um borð í Faxa og hittum Sigurð Guðmundsson formann að máli. — Það er nú lítil landhelgi svona veðri, sagði hann bros- andi. Jú, ég tel sjálfsagt að semja, þetta var ómögulegt eins og það hefur gengið. Það er raúnar komið í ljós, að bezt hefðj verið að semja strax, ef við hefðum þá getað náð jafn góðum samningum. — Eins og sést á kortinu, sem birt hefur verið í þessu sambandi, þá er aukin friðun á mi'kilvægustu upp eldisstöðvum alls nytjafisks. Það er ekki lítið atriði, þegar til lengdar lætur. Ef ekki hefði ver- ið samið, hefðu Bretarnir vaðið hér uppi á Selvogsbankanum til dæmis — ef ekki alla leið upp í kálgarða, bætti hann við bros- andi. Stjörnubíó Stjörnubíó hefur hafið sýningar á sænsku kvikmyndinni „Ský yfir Hellubæ“. Er myndin byggð á samnefndri sögu eftir Margit Söderholm. Kom sagan út i íslenzkri þýðingu fyrir síð- ustu jól. Með aðalhlutverkin fara Anita Björk, Birgir Malm- sten, Isa Quen.se 1 og Doris Svedlund. vinnsluvélar. Vélar þessar voru settar upp í húsakynnum fé- lagsins að Lindargötu 14 _ eftir fyrirsögn hennar. Vann Ólafía þar merkilegt brautryðjanda starf. Eftir nokkura ára starf hjá Mjólkurfélaginu réðst Ólafía til Smjörlíkisgerðarinnar í Reykja- vík hf., og fór hún nú enn utan til að kynna sér nýjungar í smjörlíkisgerð. Árið 1929 giftist Ólafia eftir- lifandi manni sínum Ólafi Högnasyni fæddum að Núpi í Fljótshlíð. Bjuggu þau fyrst í Hafnarfirði, en fluttust til Reykjavíkur árið 1934. Þau eignuðust eina dóttur barna, Ingu Jónu, sem gift er Þóri Kristjónssyni sjómanni. Hjóna- band þeirra Ólafíu og Ólafs var mjög gott og ástúðlegt, og gagn. kvæmur skilningur ríkti milli þeirra, sem gleggst kom í ljcs er þau áttu við vanheilsu að stríða, en heilsa þeirra beggja stóð oft nokkuð höllum fæti. Ólafía bjó manni sínum og dóttur gott og hlýlegt heimili. Þar mátti jafnan kenna gest- risni og höfðingslundar hús- freyjunnar. Ólafía vann alltaf nokkuð ut- an heimilis við matreiðslustörf. Þótti veizlumatur hennar með afbrigðum. Ólafía kynntist mörgu fólki í störfum sínum, og varð henni ávallt gott til vina, enda var hún tröllum tryggari. Við sviplegt fráfall frú Ólafíu skal henni þakkað, hún reynd- ist skyldmennum og vinum bezt, þegar erfiðleikar þeirra voru mestir. Við biðjum þann, sem öllu ræður að styrkja eiginmann, dóttur, tengdason og litlu dótt- urbörnin tvö, í þeirra miklu sorg. í dag mun mjúk móðurmoldin hylja jarðneskan líkama henn- ar, en minningin um trausta og trygga konu mun geymast í þakklátum hugum vorum. J. B. J. ÞAÐ mun mörgum hafa þótt skarð fyrir" skildi, er þeir fréttu hið sviplega fráfall frú Ólafíu Jónsdóttir. Hún var fleirum kær en nánustu ættmennum. Hvar sem hún kom fylgdi henni kæti og góðvild í orði og verki til allra. Það voru ekki fáar húsmæður í Reykjavík og Hafn- arfirði, sem nutu hjálpar henn- *” við stærri gestaboð, í þvl .,afði Ólafía mikla æfingu og smekk. Foreldrar hennar bjuggu í Hafnarfirði, er, ung fluttist nún sjálf til Reykjavíkur og giftist Ólafi Högnasyni. Eignuðust þau eina dóttur. Á síðari árum voru dótturbörn hennar lengi hjá ömmu sinni og hennar augna- yndi til síðustu stundar. Hinir mörgu vinir hennar, munu senda henni hlýjar kveðj- ur til ókunna landsins. G.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.