Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 6
6 MORGV1SBLAÐ1Ð Miðvilcudagur 1. marz 1961 Stórfellt hags- munamál sjávar- útvegsins FRUMVARP ríkisstjórnarinn ar um stofnlánadeild sjávar- útvegsins var til 2. umr. í neðri deild Alþingis í gær. Fjárhagsnefnd deildarinnar hafði klofnað um málið, og skilaði hvor hluti nefndarinn ar sínu áliti. Jóhann Hafstein hafði fram sögu fyrir áliti meirihluta nefndarinnar. f upphafi ræðu sinnar skýrði hann frá því, að nokkuð hefði far ið að bera á greiðsluerfiðleik um hjá útgerð- inni, þegar líða tók á sl. ár, og strax á miðju sumri hafði rík- isstjórnin hafið viðræður v i ð bankana um það, a hvern hátt mætti greiða úr þessum erfiðleikum. Landsbank- inn og Útvegsbankinn hefðu svo rætt þessi mál ýtarlega sín á milli og ríkisstjórnin skipað nefnd til þess að gera tillögur um lausn málsins. Upp úr þessum at- hugunum öllum hefði svo orðið til það frumvarp, sem hér er til umræðu, sagði ræðumaður. Stuttum lánum breytt í löng Aðalatriði frumvarpsins, kvað Jóhann Hafstein vera það, að stuttum lánum væri breytt í löng lán, en í raun og veru væri ekki neitt nýtt fé sett í deildina. — Seðlabankann, er nefnxst Stofn- lánadeild landbúnaðarins. Sú deild skuli veita lán til þess að bæta fjárhagsaðstöðu bænda og fyrirtækja, er eiga vinnslustöðvar fyrir landbúnaðarafurðir og skort ir fé til greiðslu á lausaskuldum, er á þeim hvíla. Lög frá Alþingi Á FUNDI efri deidar í fyrra- dag var frv. til laga um breyt- ing á lögium um Fiskveiða- sjóð islands afgreitt sem lög frá Alþingi. Aðalefni frumvarpsins er það, að ábyrgð ríkissjóðs á lási um sjóðsins hækkar úr 50 millj. kr. í 150 millj. kr., og fiskveiðasjóði er heimilað að áskilja, að ný Ián úr sjóðnum endurgreiðist með breytilegri f járhæð, sem nemi gengisbreyt ingu ísl. krónu á lánstímanum, þegar sjóðurinn endurlánar erlent lánsfé. * Alit þingnefnda • LISXASAFN ÍSLANDS Menntamálanefnd efri deildar hefur skilað áliti um frv. til laga um Listasafn íslands. Nefndin flytur nokkrar breytingar- tillögur við frv. og einstakir nefndarmenn áskilja sér rétt til þess að fylgja öðrum breytingartillögum, sem fram kunna að koma. • BRYTAR OG MATREIÐ SLUMENN Iðnaðarnefnd neðri deildar flytur nokkrar breytingartillögur við frumvarp til laga um bryta og matreiðslumenn á farskipum og fiskiskipum. • LANDSBANKI OG ÚTVEGSBANKI Minni hluti fjárhagsnefndar neðri deildar (Skúli Guðmunds- son) leggur til, að frumvörpin um Landsbanka íslands og Út- vegsbanka Islands verði felld. • KORNRÆKT Minni hluti landbúnaðarnefndar efri deildar (Páll Þorsteins- son og Daníel Ágústínusson) leggur til, að frv. til laga um korn- rækt verði samþykkt óbreytt. • BIFREIÐAVERKSTÆÐI Minni hluti allsherjarnefndar neðri deildar (Gunnar Jóhanns- son), leggur til, að frv. til laga um löggildingu bifreiðaverkstæða verði vísað til ríkisstjórnarinnar, þar sem hann telur augljóst, að stór hluti bifreiðaeigenda sé frumvarpinu mótfallinn. Varanleg D A N í E L Ágústinusson, Jón Skaftason og Ingvar Gíslason flytja í sameinuðu þingi svo hljóðandi tillögu til þingsálykt- unar um varanlega gatnagerð í kaupstöðum og kauptúnum: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni: 1. Að láta fara fram rannsókn sérfróðra manna á því, úr hvaða efni sé heppilegast að gera var- anlegar götur í kaupstöðum og kauptúnum. 2. Að undirbúa löggjöf — að gatnagerð þeirri rannsókn lokinni — um fjárhagslegan stuðning ríkissjóðs við varanlega gatnagerð í kau.p- stöðum og kauptúnum landsins“. Fyrr á þinginu hafa þeir Bene dikt Gröndal og Jón Árnason flutt þingsályktunartillögu um steinsteypingu gatna, þar sem skorað er á ríkisstjórnina að greiða fyrir því, að bæjar- og sveitafélög geti keypt sement til gatnagerðar af Sementsverk- smiðjunni með hagkvæmum kaup- og lánskjörum. Græna lyftan er í síðasta sinn í kvöld kl. 8,30 og er það 40. sýning á þeim vinsæla gamanleik. — Myndin: Helga Bach- man og Steindór Hjörleifsson í hlutverkum sínum. Hversu langt þessar ráðstafanir næðu, yrði svo reynslan að skera úr, en að óreyndu væri ekki á- stæða til þess að ætla annað en að þessar ráðstafanir reyndust farsælar. Þetta væri leið, sem sjálfsagt væri að reyna, og þetta væri mikið hagsmunamál sjávar- útvegsins, enda þótt ekki sé um það að ræða að veita nýtt fé til stofnlánadeildarinnar. Stofnlánadeild sjávarútvegsins Skúli Guðmundsson gerði grein fyrir breytingartillögum, sem hann flytur við frumvarpið. Sagð ist hann þó ekki flytja þessar breytingartillögur vegna þess að hann efaðist um, að sjávarútveg- inum sé mikil þörf á þessari laga- setningu eða vegna þess, að hann greini á um aðalatriði málsins við meirihluta fjárhagsnefndar. Sagði Skúli, að mikil þörf væri svipaðra ráðstafana fyrir landbún aðinn, og þess vegna legði hann til, að stofnuð yrði sérstök lána- deild við Landsbanka íslands, •^eiðbeinmgar til^aðjles^jiær^ Fyrir skömmu varð hér í bænum bruni sem eflaust má rekja til þess að menn gátu ekki lesið leiðbeiningar utan á dós með efni, sem þeir þurftu með að fara. í þessu tilfelli var aðvörunin um að innihaldið væri mjög eldfimt og einnig að dunkurinn mætti alls ekki verða fyrir hnjaski, á frönsku, og kannski varla hægt að ætlast til að allir gæti lesið hana. En ég þykist hafa orðið var við það í fleiri tilfellum, þegar um aðvaranir eða leiðbein- ingar á ensku eða á Norður- landamálunum er að ræða, þá geta menn ekki eða hirða ekki um að lesa þær, Nú á dögum er fjölbreytnin orðin svo mikil á hinum ýmsu gerviefnum, sem notuð eru, og vélum og áhöldum, að varla er hugsanlegt að einn maður jafnvel þó fag- maður sé, þekki það allt. Og til þess eru leiðbeiningarnar utan á umbúðunum, að menn viti hvað þeir hafa í höndun- um. Annað er alveg ótækt. Jafnvel þó ekki sé hætta á að efnin valdi sprengingu eða bruna, þá eru alltaf mögu- leikar á því að viðkomandi tæki séu skemmd ef ekki er rétt með þau farið eða a.m.k. að notagildi efna eða tækja sé ekki eins og það á að vera, ef það er ekki notað rétt. ^^æ^legjnálakunn- áttajnauðsynle^ Og þá vaknar spurningín: — Eru íslenzkir fagmenn ekki nægilega vel að sér í al- gengustu tungumálum, eins og ensku og Norðurlanda- málum, til að geta lesið leið- beiningar í sínu fagi í leiðar. vísum með vélum, tækjum og efnum, og fylgst með í er- lendum fagtímaritum í sinni grein? Yonandi að svo sé, því þessum mönnum verður mað ur að treysta fyrir dýrmæt- um vélum sínum og tækjum til viðgerðar, og fyrir því að efni séu notuð eins og til er ætlast af framleiðanda, því í öllum stórum verksmiðium er búið að þrautprófa alla framleiðslu og vitað hvernig hún gefur bezta raun. Auðvitað væri bezt ef leið- 'beiningar væru á íslenzku, en meðan við verðum að flytja nær allar kemískar vörur og vélar inn, er varla því að heilsa. Og ekki höfum við bolmagn til að gefa út fagtímarit í hverri grein á ís- lenzku. Aftur á móti mætti kannski skylda þá, sem selja vörur með leiðbeiningum á öðrum málum en þeim sem kennd eru hér í öllum skól- um, til að þýða þær og láta fylgja á íslenzku. En jafn- framt þyrfti að vera tryggt að enginn útskrifaðist úr iðn- skóla, nema hann hafi góða þekkingu á þeim tungumál- um, sem þar eru kennd. • Úr sparibauknum Tveir litlir drengir, Gunn- ar og Birgir, komu til Mbl. fyrir helgina með bréf. Gunn ar er 8 ára gamall og hefur vafalaust skrifað það, þvi ára. Bréfið var svohljóðandi: „Viljið þið vera svo góð að láta þessa aura í tómu tösk. una, þeir eru úr sparibaukn. um okkar.“ Og með fylgdi úrklippa úr Mbl., myndin af tösku gömlu konunnar, sem stolið var og fannst tóm og auk þess 35 kr. í peningum, sem við höf„ um komið til skila.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.