Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 16
16 MORGUHBLÁÐIÐ Miðvik'udagur 1. marz 1961 um. Sleitustaðir í Skagafirði. — Fjögur íbúðarhús og hið fimmta í smíðum. Merkilegt fjölskyldu- fyrirtæki Hver einn bær á sína sögu, sigur ljóð og rauna bögu. SLEITUSTAÐIR í Skagafjarðar sýslu er landnámsjörð Sleitu- Björns, er þar landmikið og landgott, veðursælt og hefir þar því ætíð verið talið gott undir bú. Á ýmsu mun þó hafa gengið um búskap þar og var jörðin um langa tíð ein af stóls. jörðum Hóla eins og aðrar jarð- ir í Hólahrepp og víðar, en seld undan stólnum 1802. Ekki mun ég rekja þessa sögu lengri en taka upp þráðinn 1014, þegar Sigurður Þórvaldsson, hreppstjóri, og ættfaðir þeirrar fjölskyldu, sem þar er nú, kaup- ir jörðina og flytur þangað á- samt konu sinni, Guðrúnu Sig- urðardóttur frá Víðivöllum. Á Sleitustöðum var þá stór og reisulegur bær á þess tíma mælikvarða en útihús öll niður- nídd, en þarna hafa Sigurður og Guðrún unnið að stórfeldri upp. byggingu. Þau voru aldrei fjáð enda allt er aflaðist látið ganga í umbætur á jörðinni, og í upp- fóstur barnanna, sem voru 12, en 8 komust til fullorðins ár-> Árið 1040 brann bærinn é Sleitustöðum til kaldra koia og misstu þau þá mest af búslóð sinni, en þá voru börnin orðin það fullorðin að með sameigin- legu átaki þeirra allra reis þar upp á skömmum tíma myndar- legt steinsteypt íbúðarhús. Árið 1938 stofnaði elzti sonur þeirra hjóna, Gísli, og kona hans, Helga Magnúsdóttir, ætt- uð frá Akranesi nýbýli á staðn- um, sem þau nefndu Sigtún. Undir forystu Gisla en í félagi við fjölskyldu sína er nú risinn fyrir heimilið, frystiklefi og yfirleitt öll þau þægindi, sem nútíminn heimtar Niður við Kolku-ána eru miklar byggingar tilheyrandi bílarekstri. Bílageymsla fyrir 6 rútubíla, verkstæðishús, geymsl- ur, snyrting og söluskáli enda veitir ekki af, því á Sleitustöð- um er nú á okkar mæli- kvarða mikill bílarekstur, 6 stórar rútur frá 29 til 41 sæta að stærð auk smærri bíla, en það merkilegasta við þennan rekstur er að sama fjölskyldan vinnur að þessum útvegi öllum, landbúnaði, bílarekstri og við- gerðum á bílum. Sjö fjölskyldur eru nú búsett- ar á Sleitustöðum allar af stofni Sigurðar og Guðrúnar. Allt að 30 manns er á heimilinu á vet- urna en nokkru fleira á sumrin. Ekki er vafi á að samheldni barna og barnabarna Sigurðar og Guðrúnar er af þeirra toga spunninn þó fullvíst megi telja að svo verði áfram þó að þau hverfi, því að nóg eru verkefnin Á staðnum hefir verið starf- rækt bílaverkstæði, sem hefir þótt gott að leita til og líklega verið einn mesti styrkur fyrir hina vel séðu leigubíla staðar- ins. Á þar mestan þátt í góðum vinsældum systursonur Gísla, Þorvaldur Óskarsson, sem er úr. valsmaður í sinni iðn og hefir verið verkstæðisformaður undan farin ár. Plássleysi hefir þó ver- ið honum Þrándur í Götu, en nú er tekið í notkun nýtt verk- stæðishús, 420 fermetra stór að- alsalur, auk þess 5 herbergi fyrir enda, fyrir renniverk- stæði, mótorverkstæði, skrif- stofu, kyndingu og snyrtingu. Talið er að verkstæði þetta muni vera eitt hið fullkomnasta, m. k. hér norðanlands. Þetta skapar þeim á Sleitustðum mikla og góða aðstöðu því að þó að lang- ferðabílar Gísla hafi verið tald- ir öruggir og vel útbúnir og ver- ið eftirsóttir jafnvel úr fjar- lægustu landshlutum, þá er þó fullkomið verkstæði með góðum viðgerðarmönnum áreiðanlega undirstaða að öruggum rekstri. Sérstaklega heppinn hefir Gísli verið með bílstjóra sína. Fyrir utan hann sjálfan hefir Jón bróðir hans, Svavar, Kjartan, Sigurður og margir fleiri gert langferðabíla Gísla eftirsótta. — Björn í Bæ. Nýtt bílaverkstæði leysir gamalt af hólmi. — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. m. a. verið varaforsætisráðherra um skeið, tók hann við forsætis- ráðherraembættinu árið 1956. ★ „Sósíalískur íhaldsmaður" Weiensky, sem er foringi Sam bandsflokksins svonefnda — en hann vill fyrir hvern mun, að Mið-Afríkusambandið haldist áfram — lýsir sjálfum sér sem „sósíaliskum íhaldsmanni", hvernig sem skilja ber það hug- tak. Þótt hann vilji ekki, að stjórnin hverfi úr höndum .ábyrgra manna', telja kunnugir hann fremur frjálslyndan í kyn- þáttamálum, og lokatakmark hans sé að tryggja góða sambúð hvítra og svartra í ríkjasamband inu. — Þungvigtar-hnefaleika- maðurinn Welensky stendur nú andspænis alvarlegum átökum, sem geta haft úrslitaþýðingu um framtíð viðkomandi landa og það, hyort sambandsríkið sundrast eða ekki. Munu augu manna víða um heim beinast að honum á naestunni, ef að líkum lætur, og fylgjast með því, hvernig honum farast tökin á stjórnartaumun- einn mesti atvinnurekstur með bílaútgerð, sem þekkist hér á voru landi. Gísli er einn af fyrstu bílstj órum Skagafjarðar og hefir lengst af síðan hann var smá strákur setið við stýrið og að ég held aldrei hlekkzt á enda verið eftirsóttur bílstjóri. Nú þegar maður ekur út AusturSkagafjörðinn á leið til Siglufjarðar blasir við manni í mynni Hjaltadalsins höfuðból, sem margur ókunnugur heldur að sé Hólar, en þarna eru þá Sleitustaðir. Víða í sveitum eru stórfelldar breytingar orðnar á umliðnum árum, en þó líklega hvergi eins áberandi og þarna. Risin eru upp af grunni 4 íbúðarhús og það fimmta er í smíðum, útihús öll steypt og stórmyndarleg. Einkarafstöð er EINAR ASMUNDSSON hæstaréttarlögmaður HAFSTEINN SIGURDSSON héraðsdómslögmaður Skrifstofa Hafnarstr. 8 II. hæð. VETRAR DansSeikur í kvöld Öll í kvöld skemmtir hinn vinsæli D I S K Ó ásamt söngvaranum HARALD G. HARALDS ★ ,Hit Parates“ lögin leikin Innanhússknattspyrnumót Vals verður haldið að Háloglandi. í kvöld og hefst kl. 20,15. Firmakeppni á skíðum á ísafirði ÍSAFIRÐI, 27. febr. — Hin árlega firmakeppni Skíðaráðs ísafjarðar fór fram í gær á Seljalandsdal í björtu og fögru veðri. Keppend- ur voru fyrir 81 fyrirtæki. Úrslit urðu þau að fystur var Páll Sturlaugsson, sem keppti fyir Kögur hf. Tími hans var 32,2 sek. Annar varð Birgir Eyjólfs- son fyrir sýsluskrifstofuna á 32,2 sek og þriðji Oddur Pétursson fyrir blaðið Skutul á 32,8 sek. Brautin var 300 m löng. Færi var ágætt. — GK PARÍS, 24. febr. — Það gerðist hér í borg í dag, að tveir Serkir skutu á tvo vegfarendur, sem þeir óku hjá á miklum hraða. — Árásarmennirnir komust undan, en tveir, sem fyrir skotunum urðu, voru fluttir í sjúkrahús. Þeir voru taldir í mikilli lífs- hættu. r~~—\ AMERÍSKU TOPP PLÖTURIVAR KOMm Calcutta Lawrence Welk. Shop Around Miracles. Calendar Girl Neil Sedaka. Emotions Brenda Lee. Exodus Ferrante and Teicher. Wonderland by Nigth Bert Kaempfert. What A Price Fats Domino. Ain’t That Just Like A Wornan Fats Domino. Rubber Ball Bobby Vee. Corinna, Corinna Ray Peterson. C’est Si Bon Conway Twitty. Are Yoy Lonsome Tonigth Elvis Presley. You Are The Only One Ricky Nelson. Never On Sunday Don Costa. — PÓSTSENDUM — Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur s.f. Vesturveri. v______________________s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.