Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 1. marz 1961 MORGUISBLAÐIÐ 13 Maðurinn bugast ekki þrátt fyrir hamfarir og hörmungar AF ÝMSUM ástæðum, sem héi Verðtur ekki reynt að rekja, hefur fólk jafnan verið sólgið í að lesa frásagnir af voveiflegum atburð- um, náttúruhamförum og stór- slysum. Við íslendingar eigum mikið af slikum frásögnum, enda talsvert um innlendan efnivið í þær, allt frá margvíslegum hrakn ingum á sjó og landi til gífurlegra náttúruhamfara elds og íss, hall- æra, hungursneyða og mann- skæðra farsótta. Slíkar frásagnir hafa venjulega xnikið sérgildi fyrir fræðimenn, — náttúrufræðinga, jarðfræð- inga, lækna og sagnfræðinga. En jafnframt hafa þær almennt gildi, jþví að þegar maður stendur í umkomuleysi sínu frammi fyrir öflum, sem hann ræður ekki við, öflum, sem hann veit, að munu eyða honum sjálfum og slökkva einnig líf þéirra sem honum eru nánastir, þá birtist hann kannske í fyrsta og seinasta skipti nakinn og umbúðalaus. Á þeirri stundu er hann smæstur og e.t.v. stærst- ur. Frásögur af mannlegri hegð- un og viðbrögðum á slíkum stund um sanna þetta. Nýlega er komin út bók í Kaup mannahöfn, eftir Kai Schou, sem eingöngu f jallar um slíka atburði. Nafn hennar er: „Ukuelige Menn eske. En række store katastrofer i menneskehedens historie". Þar er sagt frá mörgium helztu skelf- ingarviðburðum mannkynssög- unnar, sjávarflóðum, hvirfilvind- um, eldgosum, jarðskjálftum, far- sóttum, stórbrunum o. s. frv. Bókin er rituð á fjörlegu máli og skemmtilegu. Heldur hún at- hygli lesandans allt til síðustu síðu og er hið ágætasta lestrar- efni. ■A Syndaflóðið í fyrsta kafla er sagt frá syndaflóðinu, og hallast höfund- Ueggur úr tukthúslnu í Pompel, járnlilckkur utan um fótinn. ur að skoðun þeirra fræðimanna, sem telja sagnirnar um það reist- ar á sögulegum grundvelli og runnar frá Metópótamíu. Víst er, að einhvern tíma í fyrndinni hafa orðið mikil sjávarflóð fyrir botni Persaflóa, og þar sem manna- byggð hefur verið á þeim slóðum lengur en á flestum öðrum stöð- um jarðkúlunnar, er ekki ólík- legt, að sögur um slíkan sjávar- ágang hafi lifað lengi. 300 þús. manns drukkna á einum degi / Þá er þáttur um mannskaða, eem orðið hafa við sameinuð á- tök hvirfilvinda og sjávarflóða. t>að liggur við, að manni þyki lítið koma til slysafrétta dagblað- anna, þegar lesið er um flóð- bylgjuna, sem drekkti um 300 þúsund manns við Bengalflóa 7. okt. 1737. Margar frásagnir af svipuðum viðburðum er að finna í þessum þætti. Slíkar tölur segja okkur þó lítið, því að „statistikk- inni blæðir ekki“, eins og Arthur Koestler segir. Ac Fékk nóg að drekka Mjög ýtarlegur og óhugnan- legur kapítuli fjallar um landeyð- inguna við Norðursjó, einkum í Suður-Slésvík. Þar hafa tugþús- undir manna drukknað á umliðn um öldum, þegar sjórinn hefur gengið á land og skolað jarðvegin um burtu. Mesta hættuástandið verður, þegar saman fer háflæði og sterkur vindur af suðvestri í fyrstu, sem snýst síðan upp í Bar-skenkiborð í vínstúku í Pompei. Viðskiptavinirnir hafa flúið svo snögglega, að drykkjw peningarnir lágu enn á borðinu hvassan norðvestanvind. Þetta stafar af því, að þegar fellur að við Norðursjó, kemur nokkur hluti flóðöldunnar gegnum Erm- arsund, en mestur hluti hennar utan úr Atlantshafi norðan Skot- lands. Suðvestanvindurinn keyrir þá háflæðisölduna af miklu afli upp að ströndum Hollands, Frís- lands og Danmerkur, en þá fyrst verður hætta á ferðum, ef hann snýst upp í norðvestan, því að úr þeirri átt kemur meginsjávarflæð ið Á þessum slóðum hafa margir átakanlegir atburðir orðið, eins og t.d. 11 okt. 1634, þegar 6408 af tæplega 9000 íbúum eyjarinnar Nordstrand fórust. — Margar skrítnar sögur krydda þó harm- leikina. T.d. gerðist það í Evens- búttel sama dag, að dómarar stað arins höfðu kveðið upp dóm um daginn og setzt að drykkju í krá einni um kvöldið. Þegar flóðið skall á, tókst dómurunum að klifra upp á húsþakið. „Hinn drukknasti dómaranna hélt þó á- fram að hrópa og heimta meira öl, þótt hinir áminntu hann kristi lega. Hann fékk brátt nóg að drekka“. Á Harmsögur Kaflinn um flóðin 1953 minn- ir okkur á, að jafnvel á vorum dögum eru mennirnir ekki óhult- ir fyrir náttúruöflunum, en þá fórust 1835 í Hollandi og um 300 i Englandi. Sá kafli hefur að geyma margar átakanlegar sögur um mannlegar hörmungar. Ný- trúlofað par beið t.d. í 36 tíma eftir björgun á litlu veggbroti, sem stóð rétt upp úr fle.umnum. Þegar þau náðust lo’ r, var hún látin af kulda og vc \ð en hann orðinn vitskertur. Hjón með níu börn komust upp á þakmæni, en öldurnar rifu þau smám saman í burtu. Þegar björgunarmennirnir komust loks að húsinu, var öll fjölskyldan horfin í djúpið nema tíu ára stúlkubarn. ■Ar Hvellurinn heyrðist 4800 km Þegar að eldgosunum kemur, er fyrst sagt frá eyðingu Pompei- borgar, en eins og kunnugt er, eyddist hún af vikur- og ösku- falli árið 79. Askan lagðist svo þétt yfir, að þegar borgin var graf in upp, var hægt að fá raunsanna mynd af daglegu lífi fólksins, húsakynnum þess og lifnaðarhátt um. Margir höfðu dáið þar sem þeir stóðu, við hin og þessi störf. (Sjá myndir). Ýtarlega er skýrt frá Skaftár- eldum 1783, en óþarft mun að rekja það fyrir íslenzkum lesend- um. Ekki er því heldur gleymt, þeg- ar eyin Krakatá í sundinu milli Súmötru og Jövu beinlínis sprakk í loft upp í ægilegum eldsumbrot- um árið 1883. Til marks um fjör- -brot eldfjallsins má geta þess, að fólk í Ástralíu, í 3300 km. fjar- lægð, vaknaði við hávaðann, og að vábresturinn heyrðist a. m. k. um 4800 km vegalengd. Það er því ekki að furða, þótt höfundur spyrji: „Hve hár getur hávaði orðið?“. Flóðbylgjan, sem mynd- aðist fór mörgum sinnum um- hverfis hnöttinn, og askan var lengi að falla um heim allann. A 28000 brenna til bana Ógnþrungin er lýsingin á því, þegar 28000 manns brunnu til bana í einu vetfangi í St. Pierre á Martinique, þegar eldfjallið Mont Pelée (Skallafjall) rifnaði á uppstigningardag 1902 og þeytti frá sér baneitruðum, gashlöðnum skýmekki, sem veltist hvítglóandi niður á bæinn og út í sjó. Allt kvikt drapst á augabragði, sem fyrir skýflókanum varð, en svo voru mörkin glögg, að sumir pálmar voru kolsviðnir öðrum, megin en lífgrænir hinum megin. Allir létust í bænum og á skip- unum í höfninni, nema fangi einn, sem lokaður var niðri í neðan- jarðardýflissu. Landskjálftanum í Lissabon 1755 eru gerð greinargóð skil. Þar fór saman landskjálfti, flóðbylgja á eftir og að lokum borgarbruni. Flestir jarðskjálftar eru nefni- lega því marki brenndir, að þeir eiga sér átján bræður eins og öskudagurinn, og engan gæfuleg- an. Fyrir utan flóðbylgjur og bruna, sem oft fylgja í kjölfar þeirra, má einnig búast við eld- gosum, langvinnum farsóttum og enn langvinnari efnahagsörðug- leikum og hungursngyð. Á þess- um tíma var Lissabon ein feg- ursta og merkasta borg veraldar, enda stóð heimurinn á öndinni, þegar örlög hennar spurðust. Frá- sögnin af þessum atburðum er krydduð skemmtilegum smásög- um, og hitt er einnig tekið fram, að fall Lissabonar hafði sterk áhrif á hugsunarhátt manna í Evrópu, ekki sízt heimspekinga, klerklærðra og rithöfunda. A Ólík viðbrögff Tveir kaflar fjalla um hrun San Francisco-borgar (1906) og f stórum vínkjallara í Pompei fannst þessi bikar m. a. og mun eigandi kjallarans hafa drukkiff úr honum. Bikarinn er skreytt- ur beinagrindamyndum og á- letruninni: Þannig verður þú sjálfur. Njóttu meðan þú lifir, maður, þvi aff morgundagurinn er óviss. jarðskjálftann í Messína á Sikil- ey (1908). Þótt stutt sé á milli þessara atburða í sögunni, þá er óravegur milli þeirra að öðru leyti, ekki eingöngu landfræði- lega. Vesöldin, mannvonzkan, ráð leysið og spillingin, sem ein- Afsteypur líka frá Pompei. Dóttir hefur leitaff skjóls í fangi móður sinnar. kenndi viðbrögð manna í gamla heiminum er allt órafjarri við- brögðum íbúanna í San Francisco. Sú borg lagðist að mestu 1 rúst- ir, en hjálpsemi og karlmannleg ró einkenndi íbúana mitt í hörm- ungunum, og þremur árum síðar var ný og fegurri borg risin úr rústunum. Er harla einkennilegt að lesa um hin ólíku viðbrögð fólksins vestanhafs og austan. A 408 pör af skóm ósótt Japanir eru landskjálftum vanir og kippa sér venjulega lít- ið upp við þá. Margir vilja held- ur ekki missa þá, enda hefur einn rithöfunda þeirra sagt: „Væri Japan úr granít, þá væri bæði landslagið, fólkið og lífsreynsla þess einhæft og tilbreytingarlítið . . . það eru öll eldfjöllin og þessi eilífa óró innan í jörðunni, sem gerir lífið „intenst og interes- sant““. Þeir skýra líka stuttlega frá hversdagslegum atburðum, eins og þessi skýrsla ber með sér: „Kl. 6,15 um sólarupprás 28. okt. 1891 voru menn við guðsþjónustu í Stóra-Búddahofinu í Ogaku, þeg- ar jarðskjálfti kom, svo að þak hofsins féll niður. Fyrir utan hof- ið eru 408 pör af skóm, sem ekki hafa enn verið sótt“. 1923 hrundu um 200 þús. hús í Japan í jarðskjálfta, 447.128 brunnu í eldsvoðum næstu daga, og 99.331 fórust. Þessi jarðskjálfti er einn ofsalegasti, sem sögur fara af, enda hrundu þá hin ramm- byggilegustu hús og allir jarð- skjálftamælar eyðilögðust nema sá grófasti. Einn hroðalegasti at- burðurinn varð í lystigarði Yasu- dos bankaeiganda í Tokyo. Þar höfðu 35.000 manns leitað hælis undan æðisgengnum eldsvoða, sem geisaði í borginni Þar stóð manngrúinn í þögulli þyrpingu og horfði á borg sina hrynja, springa, brenna, verða að ösku- hrúgu Skyndilega snarsnerist vindáttin svo snögglega, að and- artak lék eldstormurinn um fólk ið á þrjá vegu Lungun fylltust af glóandi lofti og 35 þúsundir manna hnigu til jarðar. Fólkið stóð svo þétt, að líkin lágu í kös eins og í maðkaveitu Líkamar þeirra voru örlítið sviðnir að ut- an, en kok, barki og lungu brunn- in sundur. Minnir lýsing þessi á eldstormana í Hamborg í lok síð- asta stríðs. ir Drap helming Evrópubúa á 7 árum Hræðileg er saga pestanna — farsóttanna, sem herjað hafa á mannkynið frá upphafi vega. — Svarti dauði, sem fór um Evrópu á miðri 14. öld, drap um helming Evrópubúa á nokkrum árum, eða 25 millj. af um 50 millj., sem þá byggðu Norðurálfu. í sumum hér- uðum og borgum lagði hann um 90% íbúanna að velli. Þá er sagt frá pestinni í Lundúnum 1665, Kaupmannahöfn 1711, kólerunni í Danmörku 1853, og „spönsku veikinni“ 1918. it „Spánska veikin“ 1918 var heimstyrjöldinni að ljúka, þegar „spánska veikin" fór um heiminn og lagði þrefalt fleiri að velli en styrjöldin hafði gert. 21.6 millj. manns létust af völd- um veikinnar á 9—10 mánuðum, en rúmar 7 millj. manna á fjórum árum af völdum styrjaldarinnar. Veikin var um margt óhugnan- leg. Menn voru farnir að treysta um of á hin ungu læknavísindi, vísindatrúin hafði eytt hræðslu manna við drepsóttir. Veikin lagð ist einkum á ungt og hraust fólk víðast hvar Nafnið „spánska veik- in“ er rangnefni og stafar af því, að Portúgalar kölluðu sýkina því heiti, þegar hún barst til þeirra frá Spáni með spönskum ferða- mönnum í maí 1918. Það varð og til að festa nafnið, að Spánn tók ekki þátt í stríðinu, og gat því birt rannsóknir lækna sinna á sóttinni án ritskoðunar, en hin stríðandi veldi reyndu að leyna pestinni eða gera lítið úr henni. Flenzan er gömul fylgikerling manna, og þetta afbrigði virðist hafa verið þekkt í fornöld. Hippó- krates kallar „spönsku veikina“ hóstahitasótt, 877 var hún kölluð „ítalskur hiti“ af germönskum þjóðfl. 12 árum síðar geisaði hún í Ítalíu og var þá kölluð „hitahósti". Á miðöldum kallað- ist hún ýmsum nöfnum, mörg- um einkennilegum, sem ekki er rúm að rekja hér. — En „spánska veikin", um hana er vitað, að um miðjan apríl 1918 grasseraði hún í skotgröfum bandamanna og viku seinna í skotgröfum mið- veldanna. Hvaðan kom hún? Því er vandsvarað. Sennilega að aust- an. A. m. k. var sóttin þekkt í Túrkestan Kína og Indlandi í marz og apríl, en hitt gerir málið dularfyllra, að 30. marz gýs hún skyndilega upp í „Vestrinu", þ. e. í Kansas. Kom hún að vestan eða austan? Enn ein tilgátan er að hún hafi kviknað í Vladivostok og borizt með rússnesku herflutn ingaskipi sem sigldi þaðan til Marseille. Gátan um upphaf og fyrstu dreifingu „spönsku veik- innar“ verður sennilega aldrei ráðin. Sóttin gekk yfir í tveimur bylgj um, og var sú síðari skæðari. Hún sýkti menn seinni hluta árs 1918. Mjög merkilegt þótti einnig við þessa farsótt, að dauðsföllin urðu flest á sama tíma um heim allan, hvort sem það var í Bandaríkj- unum, Svíþjóð, Ungverjalandi eða Indlandi. í sambandi við þessa hræðilegu farsótt, sem felldi svo marga að velli, eru enn óleystar margar ráðgátur. —★— Seiustu kaflar þessarar fróð* legu bókar fjalla svo um ýmsa helztu stórbruna í borgum, sem sagan greinir frá. Gasolía hækkar VERÐLAGSSTJÓRI hefur í dag auglýst nýtt verð á gasoiíu, er felur í sér hækkun um 7 aura á líter. Þessi hækkun stafar af verð- hækkunum, er átt hafa sér stað á gasolíu erlendis undanfarna mánuði. Vegna þess að innistæða var til á þeim verðjöfnunarreikn- ingi fyrir olíu, er verðlagsstjóri heldur, hefur verið hægt að kom- ast hjá því fram að þessu, að hin erlenda hækkun leiddi til hækk- unar útsöluverðs hér innanlands. Nú er þessi innistæða, hins vegar þrotin, og því ekki lengur hægt að komast hjá hækkuninni. (Frá Viðskiptamálaráðuneytinu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.