Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 1. marz 1961 MORGUNBLAÐIÐ 9 Nýir straumar - nýir f OG EFTIR upplausn fyrri heimsstyrjaldarinnar óð sócial- isminn, og sú friargháttaða hafta- stefna, sem honum fylgir, uppi í mörgum löndum heims. Sú alda barst hingað til lands, en náði fyrst fótfestu, að ráði, með mynd un fyrstu stjórnar Framsóknarm. árið 1927. En fyrir alvöru sett- ust höft og hömlur ekki í hásæti hér á landi fyrr en um það bil, sem vinstri stjórn Framsóknar- manna og jafnaðarmanna var stofnuð árið 1934. Eftir það réðu Framsóknarmenn að mestu fram kvæmd haftanna. Hana misnot- uðu þeir samvinnufélögunum í hag, svo lengra varð naumast komizt. Kaupmönnum var synj- að um leyfi á sama tíma og kaup félögin fengu alla þá fyrir- greiðslu, sem þau gátu bezta kos ið sér. í þessu umróti haftaár- anna gáfust margar kaupmanna- verzlanir upp, víðs vegar um land dð. Það er talandi tákn, að frjáls kaupmannaverzlun hefur að veru legu leyti lagst niður allt frá Akureyri austur um land og að Selfossi í Árnessýslu, miðað við það, sem áður var. Vestfirðir fóru líka síst af öllu varhluta af þess- ari þróun. Kreppuástand myndaðist í landinu. Erlendis hafði heims- kreppan mikla skollið á. Hvert land tók það ráð, að loka sig inni bak við höft og tollmúra. Jafnvirðiskaup milli landa var jþað, sem mjög var þá gripið til. Menn trúðu því, að höft og höml ur væru eina björgin, og sú trú fluttist til íslands, enda var þar góður jarðvegur meðal vinstri flokkanna, sem réðu. Hver einka salan af annarri var sett á stofn og allskonar hömlur á framtaki einstaklingann hlóðust upp. í stuttri grein er þess enginn kost- ur að rekja þessa hörmungar- sögu til nokkurrar hlítar, en á þessum tíma varð það að trúar- atriði flokka og fjölda einstakl- inga, að ekki væri hægt að reka þjóðar-búskapinn með öðru móti en því, að hefta og drepa í dróma. Ríkið átti að vera allt í öllu. Hér skapaðist ofstjórn, sem varð óstjórn. Þessi trú á gildi boða og banna, hafta og ríkisafskipta er eízt af öliu dauð enn í dag, enda er það varla von að menn gangi af trúnni í einni svipan eftir þriggja áratuga haftastefnu. En hvað hjálpaði svo allt þetta? Sífellt seig á hina verri hlið. Þjóðarbúskapurinn var kom inn í rúst, þegar heimsstyrjöldin seinni braust út. Þá hafði gamla vinstri stjórnin gefizt upp. Þá eins og nú síðast, voru engin ráð, engin vonarskíma hjá stjómar- völdunum. En styrjöldin, með öllu sínu peningaflóði, breytti mörgú. Sú saga verður ekki rak- in hér, enda ætti þess ekki að gerast þötff. ísléndingum fórst margt illa á styrjaldarárunum,’ cg eftir það í efnahagsmálunum og verzlunarmálunum. Þó tókst undir forystu Sjálfstæðisflokks- ins sú nýsköpun, sem varð á mörg um atvinnutækjum landsmanna og var það eini „ljósi punktur- inn“ í efnahagsmálum okkar á þessu tímabili. Trúin á höftin hélt áfram að lifa. Höftunum var viðhaldið í ýmsum myndum og þá farið langt fram úr öllu hófi. Erlendis var haftatrúin enn við líði fyrstu érin eftir styrjöldina. En þá tóku augu manna að opnast. Menn ípurðu: Hverju hefur haftastefn- an áorkað í aldarfjórðung? Menn íáu að hún hafði ekki náð til- gangi sínum. Og nú risu upp menn, sem vildu fara í gagn- stæða átt, leysa en ekki binda. tímar sleppa kröftum þjóðfélagsins lausum, en ekki binda þá. Ríkin tóku að mynda samsteypur með þar fyrir augum, að brjóta niður tollmúra og verzlunarhöft. En þetta haftaástand hafði staðið svo lengi, að menn ætla sér nú tíma til að koma á jafnvægi og eðlilegum straumi peninga og varnings milli landa. Hér var um algera stefnubreytingu að ræða. Benda má á dæmi Vestur-Þjóð- verja. Þegar þeir fengu frelsi sitt aftur, var það þeirra fyrsta verk, að efla frelsi í verzlun og hverskonar viðskiptum, örva en draga ekki úr framtakinu, sem lá blundandi í hroðalegustu rúst um, sem mannkynssagan kann frá að greina. Sú stefna, frelsis- stefna, tókst svo vel, að menn tala hvers konar viðskiptum, örva en um að þar í landi hafi skeð und- ur, kraftaverk Þétta varð svo öðrum til lær- dóms og ný og frjálslynd stefna í verzlun og viðskiptum, á sífellt meira og meira fylgi að fagna hvarvetna í heiminum. Alveg eins og haftastefna barst hingað til lands hafa hinir nýju straumar frjálsræðis borist hing- að að landi. Fjöldi manna hér sá það, eins og erlendis, að hafta- stefnan hafði beðið skipbrot. v Vinstri stjórnin síðari, gafst upp eins og sú fyrri. Við tók ný og frjálslynd stefna á vestræna visu. Hún hefur nú þegar rofið stór skörð í höftin, og mark hennar er að skapa almenningi til hagsbóta, sem mest frjálsræði í viðskiptum. Ekki er unnt, frek- ar hér eri víðast erlendis, að af- nema höftin með einu bragði. Það tekur nokkurn tíma að brjóta niður 30 ára gamalt ofstjórnar- kerfi. Ríkisstjórnin hefur ekki haft langan tíma til starfa, en samt sýnt mikinn árangur, svo sem í bættri gjaldeyrisaðstöðu við út- lönd. Við erum á þeim vegi að hætta að lifa um efni fram. At- vinna hefur almennt haldizt í landinu. Svona mætti telja fleira, en það verður ekki gert hér. En ríkisstjórnin má aldrei missa sjónar af markinu. Hún verður að gera sitt til að brjóta niður trúna á höftin, og ryðja leifum þeirra úr vegi sem fyrst. Enn höfum við einkasölur á ýmsu, eins og t. d. viðtækjum, bökunardropum, ilmvötnum o. fl., og enn höfum við verðlags- eftirlit, sem þyrfti gagngerðrar endurskoðunar við, svo nefnd séu dæmi. Það verður alltaf að j hafa í huga að því meira frelsi sem er í verzlun, því betri kjara* njóta neytendur. Heft verzlun er vond verzlun. Höfuðatriðið er að ríkisstjórnin slaki ekki á þeirri stefnu, sem hún setti sér í öndverðu um að auka frelsi í verzlunar og efna- hagsmálum. Þá braut verður hún að ganga ótrauð áfram, og mun okkur þá farnast líkt og öðrum vestrænum löndum, að með hin- um nýju straumum nýrra tíma, l skapast vaxandi velmegun og hag sæld í landinu. Hið heimsþekkta franska Finguin prjónagnrn er komið aftur. Baucle, Sport, Tweed, Baby 3 og 4 þætt, fallegt litaúrval. AUSTURSTRÆTI 9.SIMI >1116-1117 Austurstræti 9. Fokheld hæð í smíðum 130 ferm. hæð ásamt bílskúr í Háaleitishverfi til sölu. Sérinng. Sérhiti. Nánari uppl. gefur Málflutningsstofa INGI INGIMUNDARSON, hdl., Vonarstræti 4 II. hæð — Sími 24753. Vanar saumastúlkur óskast strax. Saumastofan Eygló Skipholti 27 III. hæð. Ný sending af hollenskum vorkápum og enskum hottum BERNHARDLAXDAL Kjörgarði — Laugavegi 59. Skákþing íslands 1961 verður haldið í Reykjavík, hefst laugard. 25. marz (daginn fyrir pálmasunnudag) og stendur 10—12 daga. Teflt verður í landsliðs- og meistaraflokkum, e. t. v. eftir Monrad-kerfi. Skriflegar þátttökutil- kynningar berist stjórn skáksambandsins eigi síðar en 15. marz í pósthólf 674. Aðalfundur Skáksambands fslands verður haldinn um sama leyti. Skáksambandsstjórn. Afgreiðslumaður Skrifstofustúika Oss vantar reglusaman og duglegan mann til að veita forstöðu bifreiðaafgreiðslu í Reykjavík (vöru- og fólksflutninga afgreiðslu). Umsækjandi þarf að hafa bókhaldsþekkingu. — Stúlka vön skrifstofustörfum, óskast á sama stað. Umsækjendur þurfa að taka við störfum í aprílmán. n.k. — Umsóknir ásamt launakröfu, sendist afgr. Mbl. fyrir 15. marz n.k. merktar: „Bifreiðaafgreiðsla —1241“. Meðmæli æskileg. Kjallaraíbuð í Hlíðunum Hef verið beðinn að selja 2ja herb. kjallaraíbúð við Úthlíð. Tilboð sendist undirrituðum, sem veitir állar nánari upplýsingar. Málflutningsstofa INGI INGIMUNDARSON, hdl., Vonarstræti 4 II. hæð — Sími 24753. Ibúð óskast til leigu 3—4 herb. helzt innarL Hringbrautar. Þrennt full- orðið í heimili. Fyrirframgreiðsla eftir samkomu- lagi. Þyrfti helzt að vera laus strax. Einar Sigurðsson hdl. Ingólfsstræti 4 — Sími 16767. 'v. er bezti hvíldarstóllinn á heimsmaraðnum. Það má stilia hann í þá stöðu, sem hverjum hentar bezt, en auk þess nota hann sem venjulegan ruggu- stól. jSkúQason & ^ ónsson s. <fi. Laugavegi 62 — Sími 36 503.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.