Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. marz 1961 Myrkraverk 2j eftir Beverley Cross í þýðingu Bjarna Arngrímssonar Valencia! Je suis pas une courtisane, Jes viens du pays de l’orange! „Stattu upp“, segir Uecien. Maðurinn, sem liggur á bekkn um rís hægt á fætur. í herberg inu eru þægileg húsgögn, þar eru bækur og ritvél. Fanginn, maður jnn með hvíta andlitið, starir á hina þrjá. Hann hefur ekki búizt við þeim, og hann stendur skjálf and, horfir frá einum til annars, eins og hann þekki þá ekki. Valencia! Je suis pas une cortisane, Qui ronde dans les boulevards! Konuröddin, er smaug í gegn um nóttina, var svo skræk, að hún hefði orðið til óþæginda fyr ir leðurblöku. Asíumaðurinn kom aftur og byrjaði að raða á- höldum sínum niður í ferköntuðu lökkuðu öskjuna. Hann gekk snögglega bak við stól minn og gekk að tjöldunum. ,,Er þér sama ef ég opna glugg ann?“ Eg stökk upp til að hindra hann í að komast til gluggans og kallaði: „Látið mig gera það“. Og ég gerði klaufalega tilraun til að byrgja útsýni hans. Er ég dró tjöldin frá, mátti sjá skugga af þrem mönnum er hálfbáru eða drógu þann fjórða yfir ljósgeisl ann, er féll út úr dyrum liðsfor ingjaíbúðanna, og flýttu sér í átt ina að afturdyrum vagnsins. >eir fálmuðu í skugganum, og ég sneri bakinu að glugganum og að töframanninum. Við töluðum um veðrið. Hljómleikunum var lokið nokkrum mínútum fyrir 9, og ég hjálpaði til að bera farangurinn niður í vagninn. Karfan mín stóð eins og ég hafði skilið við hana, og enginn virtist hafa kom ið auga á hana. Eg setti kassa töframannsins ofan á hana og vafði búning minn þétt saman. meðan við röðuðum farangrinum Banjóið hafði ég yfir öxlina. Á um, töluðu og hlógu rólegir og stóðu hermennirnir i þrem röð því er virtist ánægðir með hljóm leikana. Riddaraliðsforinginn var eini liðsforinginn. Eiris og áður, þurfti hann að sýna hver hann væri og bunaði röð af skipunum að miðaldra boðliða. í öllum lát- unum tók enginn eftir 3 mönn- um, er komu úr skugganum við bogann undir kapellunni og gengu inn í raðirnar. Boðliðinn lét raðirnar standa rétt og heils aði þreytulega og síðan gengu þeir gegnum vesturhliðið og nið ur heimreiðina. Vörðurinn við hliðið heilsaði með byssunni, og hermennirnir blístruðu til tví- buranna, er stóðu og héldust í hendur í leikhúsdyrunum. Nokk ur klámyrði voru kölluð til feitu söngkonunnar, en hún virtist taka þau sem gullhamra og veif aði um leið og hermannaröðin gekk út um hliðið. Aftastur var Dédé. Hann veifaði til mín og benti á liðþjálfaborðana sína. Eg gat ekki annað en brosað að kokhreysti hans. Hliðið lokaðist á eftir þeim með þungum skelli, og reglulegt fótatak þeirra dó út í fjarska. Eg starði á læst hliðið. Eftir þrjár mínútur yrðu þeir komnir út fyrir fangabúðirnar og á dimm an veginn á áttina að hermann^. skálaunum í Belleau. Eftir fjórar mínútur mundu þeir dragnast aftur úr, svo lítið bæri á, og hverfa inrí í skóginn. Tíu mínút um síðar yrðu þeir öruggir í bílnum, þar sem Benoit beið þol inmóður eftir þeim á fyrirfram ákveðnum stað hinum megin við þorpið. En ég var ennþá inn í kastalanum með fanga í búnings körfunni minni, og uppi í fanga klefanum lá keflaður vörður. Eg horfði taugaóstyrkur í áttina að ganginum. Ennþá var ljós í öll um gluggum, en það var enginn skuggi, er gekk fram hjá. Ekki myndi verða tekið eftir neinu, á meðan varðforinginn héldi á- fram að vera jafnhrifinn af stúlkunum, unz skipt yrði um varðmann klukkan 11. En þá ætt um við að vera komin örugg leið ar okkar, og enginn grunur skyldi falla á okkur. Hinn glæsi legi riddaraliðsforingi átti að vera fjarvistarsönnunin. Við gengum til matsalarins til að fá heillaóskir og drykki. For inginn hafði gengið til herbergja sinna en hinir 6 yngri foringjar börðust um sæti sem næst stúlk unum en karlmennirnir úr tón leikaliðinu fylktu sér kringum kalda borðið. Chollet gretti sig til mín yfir whisky-glasið sitt, ég veifaði honum til baka hinn öruggasti og talaði rólega við prestinn, sem virtist hafa haft gaman af söng mínum, en lítið af öðru á tónleikunum. Við töl uðum um Belleau, þjóðsagnir hans, og allan tímann horfði ég á úrið mitt og svaraði prestinum aðeins ,,já“ og „nei“ og „virki- lega“. Höfuðsmaðurinn var hamingju samur. Hann kleip í magann á feitu söngkonunni og daðraði hryllilega við stúlkurnar, gekk jafnvel svo langt að leika smá- þátt sem tvíburarnir skræktu af ánægju yfir. Píanistinn- var feng inn til að leika á vinblettað forte pianó og samkvæmið var að verða nærri ósiðlegt. Er prestur inn fór og einn af ungu foringj unum, nýkominn frá St. Cyr og með skólamerkin enn á einkennis búningi sínum, setti um koll bakka með Chablis. Eg þröngv aði Ohollet út í horn og hvíslaði að honum, ákafur, að kominn væri tími til að hætta samkvæm inu og koma sér út úr kastalan um. Hann renndi út úr whisky- glasinu og fór að trufla höfuðs manninn. Stúlkurnar skræktu í mótmælaskyni, og riddaraliðsfor inginn baðaði út öllum öngum. „Mais non“ sagði hann og setti upp örvæntingarsvip. „Þið þurfið ekki að fara fyrr en ég er kominn af verði“. Hann veif aði stúlkunum heimsmannslega. ,Þá getum við öll farið til her- bergja minna í þorpinu. Eg fer á eftirlitsgöngu klukkan 11 og, þá getum við öll farið saman. Sem betur fór var Chollet fast ur fyrir og tónlistarmennirnir voru á hans bandi. Klukkan 10 vorum við öll sömun komin inn í vagninn, ég hlustaði fagnandi á skrötlið í hliðinu, þegar varð maðurinn opnaði það. Höfuðs- maðurinn stóð í dyrum matstof unnar og veifaði okkur í kveðju skyni um leið og við ókum burtu undir bogann. Eg leit oft til baka upp heimreiðina, horfði á varð- manninn loka hliðinu, og hina dularfullu kastalaófreskju hverfa fyrir aftan i myrkrinu. -Við sluppum við allt eftirlit hjá varðbyrginu. Chollet og ég brostum hvor til annars hreykn ir, þegar við vorum loksins komn ir út á veginn, Eg var í sannleika sagt hamingjusamur. Mig lang- aði til þess að slá á axlirnar á öllum og segja þeim, hversu slyngir við værum. Mig langaði til að semja hetjusöng um Nátt farana og björgun Tissons og syngja hann af fullum hálsi. Mig langaði til að segja einhverjum frá þessu. Eg lét mér samt sem áður nægja að slá banjóið og raula glaðlega. Á hljóðfærinu mátti enn sjá rauðar leyfar af aðvöruninni: Varúð, og ég klapp aði því hinn ánægðasti og hló í laumi. Allir vissu nú, að ég ætlaði að fara af við Rambouillet og vera ,yfir helgina í sveitinni. „Verður forsetinn þar?“ spurði söngkonan. ,,Rambouillet er sveitasetur forsetans og fínasti veiðiskógurinn í Ile-de-France. Eg kom þangað oft fyrir stríðið, þ.e.a.s. með fyrsta manninum mínum“, útskýrði hún fyrir hin um þögla gamanleikara. „Var það forsetinn?" spurði asíumaðurinn kurteislega, en það hafði engin áhrif. ,,Hann var í þjóðverðinum. Hann leit eftir forsetanum“, sagði hún og sagði okkur söguna um Parísarmanninn, sem hafði kom ið og glápti yfir girðinguna við sveitasetur forsetans ag spurt þennan áðurnefnda fyrsta eigin mann, sem þá var á verði: „Et le patron? Ce va?“ Við hlógum öll, og ég var að velta fyrir mér, hvort Tisson hefði heyrt þetta ofan í körfunni, og ég var að hugsa um, hvort hann hefði hleg ið líka. 8. Chollet hjálpaði mér að lyfta körfunni af vagninum. Hún var þyngri en ég hafði búizt við. sem þunga, sem mann af holdi Eg hafði aldrei hugsað um Tisson og blóði. Han hafði aðeins lifað hingað til í ímyndun minni, lít ið annað en tylliástæða fyrir æv intýrið. Nú þegar ég átti að sjá hann, gat ég ekki gert mér neina grein fyrir því. hvernig hann liti út. Var hann hávaxinn eða lág- vaginn? Ungur eða gamall- Dökk hærður eða ljóshærður? Mér var gersamlega ómögulegt að gera mér hina minnstu mynd af hon um. Chollet flýtti sér, eins og hann vildi losna við ábyrgðina, ég var skilinn eftir við hlið veg arins með hinn annarlega far- angur minn. Þegar vagninn vár farinn, barði ég á hlið körfunn ar til að heilsa og beygði mig nið ur til að hlusta eftir svari. Eins og til svars hvíslaði einhver úr myrkrinu að baki mér, og hjart að í mér tók viðbragð. Eg sner ist á hæli, greip um hálsinn á banjóinu reiðubúinn til varnar. „Doucement, clouce ment“, hvísl aði röddin, og maður í einkenn isbúningi kom út úr skóginum. Eg þekkti vagg hins stuttfætta Dédés. ,,Allt í lagi með þig, ros bif?“ spurði hann, „Ca biohe?“ Og ég svaraði sigri hrósandi. „Ca boum!“ sagði ég og hann benti á körfuna. „Og maðurinn?" 31tltvarpiö Miðvikudagur 1. marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar —• 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik* ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15.09 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð« urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar). 18.00 Utvarpssaga barnanna: „Atta börn og amma þeirra í skógin- um“ eftir Önnu Cath.-Westly XVII. — sögulok (Stefán Sigurðs- son kennari þýðir og les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Framhaldsleikrit: „Ur sögu Fon» syteættarinnar'* eftir John Gals- worthy og Muriel Levy; þriðji kafli þriðju bókar: ,,Til leigu“. Þýðandi: Andrés Björnsson. —• Leikstjóri: Indriði Waage. Leik- endur: í»orsteinn Ö. Stephensen. Anna Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Helgi Skúlason. Rúrik Haraldsson, Inga Þórðar- dóttir og Guðjón Ingi Sigurðsson. 20.40 Einsöngur: Aksel Schiötz syngur óperuaríur eftir Mozart. 20.50 Vettvangur raunvísindanna: Örn- ólfur Thorlacius fil. kand. kynnir nánar starfsemi fiskdeldar At- vinnudeildar háskólans. 21.10 Tónleikar: Strengjakvartett í Es- dúr op. 64 nr. 6 eftir Haydn (Den nye danske kvartet leikur). 21.30 ,,Saga mín“, æviminningar Pad- erewskys; IV. (Arni Gunnarsson fil. kand.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.20 Upplestur: „Hans vöggur", smá- saga eftir Gest Pálsson (Margrét Jónsdóttir). 22.35 Harmonikuþáttur (Högni Jónsson og Henry J. Eyland). 23.05 Dagskrárlok. Skáldið og mamma litla .— Ég vona að þegar við erum þessa orðsendingu! Ég neyðist ekki að hætta á að yfirhlaða farnir farir þú heim til þín með til að skilja þig eftir, því ég þori bátinn með drenginn um borð! Fimmtudagur 2. marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Olaf- ur Skúlason —* 8.05 Morgunleik- fimi: Valdimar Örnólfsson leik- fimikennari og Magnús Péturs- son píanóleikari — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tón- leikar). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 ,,A frívaktinni“: Sjómannaþáttur í umsjá Kristínar Önnu Þórarins dóttur. 14.40 ,,Við, sem heima sitjum'* (Vigdís Finnbogadóttir). 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Frá tónleikum í Austurbæjarbíól 15. febrúar: Þýzki píanóleikarinn Hans Jander leikur. 20.30 Kvöldvaka. a) Lestur fornrita: Hungurvaka; I. (Andrés Björnsson). b) Lög eftir Bjarna Þorsteinsson. c) Erindi: Hákonarstaðabók og Skinnastaðaklerkar; fyrri hluti (Benedikt Gíslason frá Hoft.). d) Kvæðalög: Kjartan Hjálmars- son og Jóhann Garðar Jóhanns- son kveða. 21.45 Islenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (28). 22.20 Úr ýmsum áttum (Ævar R. V r an leikari). 22.40 „Fúgulistin** (Kunst der Fuge) eftir Johann Sebastian Bach; ann ar hluti (Kammerhljómsveit óper unnar í Dresden leikur; Werner Egk stjórnar. — Dr. Hallgrímur Helgason skýrir verkið). 23.15 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.