Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 14
14 MORCV y rtlAÐIÐ Miðvikudagur 1. marz 1961 Sveinafélag skipa-/^sv ■ ir ^ •, * Mm smiða 25 ára HTNN 1. marz 1936 Sveinafélag skipasmiða í Reykja vík. Atburður þessi gerðist á Hótel Heklu á aðalfundi Skipa- og bátasmiðafélags Reykjavík- ur, en það félag var stofnað tveim árum áður, en í því voru bæði meistarar og sveinar. Tildrögin að stofnun þessa undanfara Sveinafélags skipa- smiða voru þau, að nokkrir skipasmiðir komu saman í Iðn- skólanum og ræddu nauðsyn þess að stofna sérfélag fyrir skipasmiði í einhverri mynd, þar sem iðnlöggjöfin var komin í fullan gang og skipasmiði talin sérstök iðngrein. Samkoma þessi kaus sér þrjá menn til þess að gera uppkast að félagslögum og skyldu þau lögð fram, þegar þessi hópur, kæmi saman næst. í nefnd þessari voru Hafliði | J. Hafliðason, Pétur Ottason og, Eyjólfur Gíslason, eri þeir höfðu allir verið í dönskum skipa-^ smiðafélögum. Nefndarmennimir gerðu upp-1 kast að félagslögum og höfðu tilj hliðsjónar lög Trésmiðafélags- ins og lög danskra skipasmiða. | íæir urðu einnig ásáttir um, að til að byrja með stæði félagið j saman af meisturum og svein-j um, því að öðrum kosti væri j tæplega hægt að mynda félag með skipasmiðum fyrst um ginn. Skipasmiðir í þá daga áttu sér hauk í horni, þar sem var þá- verandi borgarstjóri Jón Þor- láksson. Hann hafði sterkan á- huga á því að koma á innlendri skipasmíði og að hér yrðu að minnsta kosti smíðuð fiskiskip úr eik. Hann ræddi oft við skipa smiði um nauðsyn þess, að þeir mynduðu með sér félagsskap, því að án félags gætu þeir engu komið til leiðar með það að flytja skipasmíðina inn í landið. Hinn 29. apríl 1934 var boðað til fundar með skipasmiðum í Baðstofu iðnaðarmanna. Einar var stofnað Einarsson setti fundinn stjórnaði honum. Fundarmenn staðfestu lög þau, er undirbúningsnefndin hafði samið. í þeim segir m. a.: „Tilgangur félagsins er, að efla samheldni milli skipa- og báta- smiða hér í bæ og framfarir í þeirri iðn, og að gera sér allt far um að vinnulaun við skipa. og bátasmíði svari kröfum timans“. En vegna þess, að í félagin voru einnig meistararnir, eða vinnu- veitendurnir, segir svo í 14. gr.: „Rísi upp kaupdeila við vinnu- veitendur hefur sá félagsmaður, sem hefur einn eða fleiri félags- menn í vinnu ekki rétt til þess Héraðslæknirinn í Stykkishólmi kvaddur STYKKISHÓLMI, 25. febr. — Ólafur P. Jónsson héraðslæknir, sem gegnt hefur héraðslæknis- störfum í Stykkishólmslæknishér aði um 13 ára skeið lætur nú af því embætti, þar sem hann hef- ur fengið veitingu fyrir Álafoss- héraði og flytzt nú þangað. í til- efni af brottför læknisins var honum og kcmu hans haldið veg- legt samsæti í samkomuhúsinu í Stykkishólmi í gærkvöldi og var þar samankomið um 150 manns, til þess að þakka lækninum störf hans í þágu héraðsins og kveðja þau hjónin. Ólafur hefur verið mjög vinsæll í starfi og sýnt mik inn dugnað í hvívetna, en læknis héraðið er stórt og erfitt og nær yfir fimm hreppa sýslunnar. ÓlafUr Guðmundsson, sveitar- stjóri stýrði samsætinu og tók þátt í því fólk úr öllum hreppum læknishéraðsins og fulltrúar hreppanna fluttu læknishjónun- um kveðjur og árnaðaróskir, og var þeim færð silfurskál að gjöf frá íbúum læknishéraðsins. Alls 20 manns tóku til máls í samsæt- inu og að lokum ávarpaði læknir gestina og þakkaði þann heiður er þeim hjónum hefði verið sýnd ur og þann vinarhug og traust, sem þeim hefði jafnan mætt. Sam sætið var mjög ánægjulegt í alla staði. Sigurður Þórðarson að sitja á fundi meðan kaup- deila er til umræðu.“ Einar Einarsson var í einu hljóði kosinn formaður félagsins og var hann driffjöður þess þau tvö ár, sem það starfaði. Með honum í stjórn voru kosnir Haf- liði J. Hafliðason, gjaldkeri, og Stefán Richter, ritari. Vara- menn: Pétur Ottason, Guðmund ur Gíslason og Jakob Richter. Skipa- og bátasmiðafélagið fór nú að sinna hagsmunamálum skipasmiða. Atvinna var lítil í iðninni, því að þá eins og nú var sú stefna ríkjandi að smíða fiskiskip íslendinga erlendis. En af hálfu hins opinbera var skipa smiðum borin á brýn vankunn- átta og áhaldaleysi. Árið 1935 var samþykktur kauptaxti fyrir félagið og skyldi kaup sveina á fyrsta ári vera kr. 1,55 á kl. 50% hærra £ eftirv. og 100% hærra í næturvinnu. Það kom brátt í ljós, að meistarar og sveinar gátu ekki með fullu samlyndi unnið saman í því stéttarfélagi, sem hér hafði ver- Mér hefur orðið tíðrætt um Skipa- og bátasmiðafélag Reykjavíkur vegna þess að það varð vísirinn að Sveinafélagi skipasmiða. Þar fengu skipa- smiðir sinn fyrsta lærdóm í fé- lagsmálum. Þar mættust og urðu að vinna saman vinnuþiggjand- inn og vinnuveitandinn, og þeg- ar reynslan hafði leitt í ljós, að breytinga var þörf á því skipu. lagi, þá skildu þessir aðilar með friði. Sveinafélag skipasmiða hefur aldrei verið fjölmennt félag Frá stofnun þess hafa 106 skipa- smiðir verið teknir inn í félagið Núna eru 39 starfandi skipa- smiðir í því. Hinir 67 eru fæst- ir komnir yfir landamærin held ur hafa þeir orðið að leita sér lífsframfæris í öðrum starfs- greinum, þar sem skilningur gengið og hefur félagið þar ým- ist verið eitt að verki eða með öðrum félögum innan Alþýðu- sambandsins. Núna síðustu árin hefur verið samstarf milli þess og félaga blikksmiða, bifvéla- virkja og járniðnaðarmanna. Á fundum félagsins hafa menn verið ófeimnir við að halda fram skoðunum sínum og þar, ekki síður en í öðrum stétt- arfélögum, hafa þær verið skipt ar bæði í félags-og þjóðmálum og oft deilt óvægilega, en sé það gert undirhyggjulaust hefur félagsheildin ekkert að óttast. Eitt ættu þó allir skipasmiðir að geta verið sammála um á þessum tímamótum félags þeirra og það er, að Sveinafélag skipasmiða hefur verið meðlim. um sínum góður skóli. Ákveðið hefur verið að gefa út sögu félagsins á þessu ári og hefur Gunnar M. Magnúss, rit. höfundur, að mestu lokið við handritið af henni. Laugardaginn 4. marz minnast skipasmiðir afmælisins með hófi að Tjarnarkaffi. Sigurður Þorkelsson. Hafliði J. Hafliðason valdhafanna hefur verið sá, að hugur og hönd hins íslenzka iðnaðarmanns séu þess ekki um komin að veita íslenzkum sjó- mönnum þá þjónustu, sem þeir eiga tilkall til. Það gefur auga leið, að í fá- mennum félagsskap sem hjá skipasmiðum skiptast félags- störfin á flesta félagsmenn. Þó er það alltaf svo, að nokkrir menn lenda á oddinum, og ber þar hæst Sigurð Þórðarson og Hafliða J. Hafliðason, og í þakk lætisskyni fyrir störf þeirra hafa þeir verið kosnir heiðursfélagar. Sigurður Þórðarson var fyrsti formaður félagsins. Á annan tug ára var hann kosinn formaður og auk þess til margra annarra trúnðarstarfa. Hafliði J. Hafliðason var ár- ið stofnað, og það, sem þá eink-jum saman gjaldkeri félagsins og um greindi á um var það, að gegndi auk þess öðrum trúnað- sveinar vildu takmarka aðgang nema að jðninni vegna hins mikla atvinnuleysis. Á fundi í desember 1935 minntist Páll Pálsson á það hvort ekkj væri rétt að skipta félaginu vegna þess að margir sveinar töldu sig með því fá betri aðstöðu til að koma fram hagsmunamálum sínum. Leið nú fram til aðalfundar 1. marz 1936. Þá kom fram tillaga um að skipta félaginu og var hún samþykkt með öllum greidd um atkvæðum, og hurfu meist- ararnir formlega úr félaginu. Nafni félagsins var breytt í Sveinafélag skipasmiða stjórn kosin. Formaður var Sigurður Þórðarson og með- stjórnendur Hafliði J. Hafliða- son, Hjálmar Árnason, Bjarni Einarsson og Þorleifur Thorlaci- us. arstörfum. Árið 1937 gaf hann til sjóðsstofnunar í félaginu upp hæð þá, er hann hafði fengið að launum fyrir teikningu af varð- bát fyrir Skipaútgerð ríkisins, og varð þetta fé grundvöllurinn að Styrktarsjóði félagsins. Formenn félagsins, auk Sig- urðar Þórðarsonar, hafa verið þessir: Bjarni Einarsson, Har- aldur Guðmundsson, Sigurberg Benediktsson og Helgi Arnlaugs san. Núverandi stjórn skipa: Sig- urður Þorkelsson, formaður, Halldór Örn Þórðarson, vara- formaður, Jón Óskarrson, ritari, og nýjEinar Einarsson og Jón Egg- hennar ertsson, meðstjórnendur. Magn- ús Jónasson, gjaldkeri, utan stjórnar. Varamenn: Jón Óli Ólafsson og Leifur Grímsson. í baráttunni fyrir bættum hag félagsmanna hefur á ýmsu Er það bezt komib v/ð Hrafnisiu ? ÞAÐ hefur verið minnzt á safn lifandi fiska (í Mbl. 4. 2.: Dr. Finnur Guðmundsson). Ef úr því yrði, að slíkt safn yrðr byggt, sem er mjög æski- legt, þá mun koma að því, að velja því stað í bænum. Ég hef fyrir löngu hugsað þetta mál, en nefnd grein kem- ur mér til þess, að skýra frá hugmynd minni. Hún er sú, að safnið verði í samband við Dval arheimili aldraðra sjómanna að Hrafnistu, undir umsjá þess, en að sjálfsögðu undir stjóm sér- fróðra manna. Tel ég víst að heimilismennirnir hefðu ánægju af því að hafa safnið hjá sér. Ekki mun það spilla ánægju gestanna, þeirra, sem eiga þar skyldmenni, vini eða afa, að geta um leið heimsótt þá í dvalarheimilinu. Jafnvel þjóðir, sem aðallega lifa á iðnaði og landbúnaði, eiga söfn lifandi fiska. Það er því sjálfsagt að við, sem öflum erlends gjaldeyris, bæði harðan og mjúkan, svo að segja ein- göngu með fiski, ættum að eiga slíkt safn. Jafnframt er rétt að benda á það, að ferða. menn, erlendir, eru jafnan gest- ir á fiskasöfnum (akvarium). Því hefur verið hreyft, að flytja styttu Leifs heppna á lóð Dvalarheimilisins, en þeirri ráð- stöfun hef ég ekki verið hlynnt- ur til þessa, með tilliti til þes9 hve staðurinn er út úr áberandi umferðaræðum bæjarins. En með tilliti til staðsetningar fiskasafns við heimilið, þá mundi ég endurskoða það álit mitt, meðan ekki hefur verið bent á hentugan stað. Samein- ing safnsins og styttunnar mundi færa gildi beggja upp í æðra veldi — gera hvorttveggja verðmeira og meira áberandi. Tilvalið ætti einnig að vera að hafa klakstöð í sambandi við Dvalarheimili sjómanna, en ef til vill er það ekki heppilega staðsett til þess — og þó? Ef áhugi er á að byggja safn fyrir lifandi fiska, þá ætti að staðsetja það sem fyrst, því að það er skilyrði fyrir því, að hægt sé að teikna heppilegt hús- næði fyrir það. Ólafur Þórðar. Kthugasesnd HINN 10. febr. s.l. birtist í leið ara vikublaðs eins, sem nýlega hefur hafið göngu sína hér í bæ, samsetningur, sem ætlað var að fjalla um íslenzk rannsóknar- mál.l þessari ritsmíð var vikið mjög ómaklega að skólafélaga okkar, Stengírmi Hermanns- syni, framkvæmdastjóra Rann- sóknarráðs ríkisins, gert lítið úr námsferli hans og hann talinn hafa komið heim eftir nám er- lendis með rétt sæmilegt „próf“. Er þannig gefið til kynna að námi hans og námsárangri hafði verið áfátt. Þar sem ofangreint vikublað hefur neitað að birta leiðrétt- ingu okkar við algjörlega til- hæfulausan óhróður um Stein- grím og okkur þykir mjög miður að ranglega hefur verið skýrt frá námsárangri hans, óskum við þess að eftirfarandi komi fram: Steingrímur á glæsilegan námsferil að baki. Hann lauk stúdentsprófi 1948 frá Mennta skólanum í Reykjavík með mjög góðri einkunn. Hann var inspec- tor sholae stúdentsprófsárið, sem talar vissulega sínu máli fyrir þá sem til þekkja. Steingrímur fór strax til Bandaríkjanna og stundaði nám í rafmagnsverkfræði við Illinois Institute of Technology, þar sem við undirritaðir höfum m. a. stundað nám. Steingrímur lauk 3ar rafmagnsverkfræðiprófi með ágætiseinkunn á einu ári skemmri tíma en venja er. Vegna ágætrar frammistöðu hlaut Steingrímur 1500 dala stydk frá California Institute of Technology til framhaldsnáms við þann skóla. Sá skóli er af mörgum talinn annar af tveim ur fremstu verkfræðiskólum Bandaríkjanna og er sérstak- lega kröfuharður. Þaðan lauk Steingrímur masterprófi árið 1952, eftir eins árs nám við ágæta frammistöðu. Einnig er gefið til kynna, að Steingrímur hafi komið beint frá námi og orðið framkvæmda- stjóri Rannsóknarráðs. Þetta er ekki heldur rétt. Eftir að Stein grímur lauk prófi 1952 starfaðl hann um skeið erlendis. Síðan réðst hann í þjónustu Áburðar- verksmiðjunnar hf., starfaði við Rafmagnsveitu Reykjavíkur og vann síðar aftur um skeið er- lendis, þannig að hann réðst ekki í þjónustu Rannsóknarráðs fyrr en i árslok 1957. Okkur virðist sjálfsagt og eðli legt, að mál eins og rannsóknar málin séu rökrædd hvar sem við á, en við getum ekki séð að nokkur ávinnugur geti verið að ritsmíðum um þau af því tagi sem að ofan getur. Það virðist ekki spá góðu um framtíð blaðs þess, sem hér um ræðir, að blanda inn í málflutning sinn læ víslegum, ósönnum aðdróttun- um um menntamenn sem vinna að vísinda- og tæknimál um þjóðarinnar af áhuga og at- orku. Sýnist okkur íslenzkri blaða mennsku lítill fengur í nýliða, sem hefur göngu sína jafn ábyrgðarlaust og hér um getur. Reykjavík, 21. febrúar 1961 Björn Sveinbjörnsson, Bunólfur Þórðarson, Sveinn Björnsson, Þorbjörn Karlsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.