Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 24
íþróttir Sjá bls. 22. Náttúruhamfarir Sjá bls. 13. 49. tbl. — Miðvikudagur 1. marz 1961 Fyrirlesari brezka útvarpsins: Samkomulagið Islendingum mjög í hag FYRIRLESARI brezka út- varpsins, Sylvain Mangeot ræddi í útvarpinu í gær um lausn fiskveiðideilu Breta og íslendinga. Hann taldi að samkomulagið væri íslendingum mjög í bag. Mangeot sem áður befur komið hingað til lands sagði m.a. í erindi sinu: >#» Eftir Z'A ár „Loksins virðist sem Bret- land og ísland séu að ná sam komulagi í deilu sinni um fisk veiðiréttindin. Það eru liðin 2% ár síðan ísland kom á 12 mílna takmörkum sínum og Bretland ákvað að veita togur um sínum herskipavernd á miðunum kringum ísland. Þorskastríðið, eins og brezku blöðin kölluðu það var fremur stríð árekstra en mann falla. Báðir aðiljar vonuðu að alþjóðalög um stærð landhelgi og fiskveiðilögsögu yrðu í sam ræmi við málstað sinn. En þjóðréttarfræðingarnir voru seinir að taka ákvörðun og á meðan hafa menn í London og Reykjavík haldið uppi kröf um sínum. xm íslendingum mjög í hag Síðastliðið ár vantaði tillögu Bandaríkjanna og Kanada í Genf eitt atkvæði til að ná gildi. Það hreinsaði loftið. Bretar ákváðu að hætta veið- um og vopnaðri vernd innan Vantraust ÍJTBÝTT var á Alþingi í gær svohljóðandi þingsályktunar- tillögu um vantraust á ríkis- stjómina: „Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á núverandi ríkistjórn“. Flutningsmenn tillögunnar eru: Hermann Jónasson, Hannibal Valdimarsson, Karl Kristjánsson og Lúðvík Jóseps son. S A M T Ö L ) við útvegsmenn og sjomenn Sjá bls. 8. tólf mílnanna og það leiddi aftur til þess að Bretar og íslendingar gátu hitzt til að semja um lausn. Samkomulagið virðist vera íslendingum mjög mik ið í hag. Þeir fá allt sem þeir hefðu fengið í Genf ef bandarísk - kanadíska til- lagan hefði verið samþykkt og meira til. Brezkir tog- aramenn fá nú aðeins þriggja ára frest til þess ag finna ný fiskimið og til að byggja ný og nothæf skip. En þeir verða jafnvel á þessum þriggja ára fresti að hlíta ströngum takmörk unum. Þá hafa hinar svo- kölluðu grunnlínur verið dregnar að nýju íslending- um í hag. Og hvað fá Bretar í stað- inn? — Sáralítið eða ekk- ert myndu brezkir fiski- menn svara. Eina eftirgjöf íslendinga er að þeir fall- ast á að gefa Bretum sex mánaða uppsagnarfrest, ef þeir ætla að vik/ka fisk- veiðilandhelgina enn frek- ara. ÞETTA er Goðafoss, þar sem hann er strandaður norður við Ólafsf jarðarhöfn. Eftir að hann náðist á flot aftur, var siglt til Akureyrar til þess að kanna þar skemmdir. Frosk- maður var sendur héðan úr bænum. Hann kannaði botn og sligubretti skipsins, en allt var í stakasta lagi. Lítilsháttar , leka varð vart við framþil í skutþró og var gert við það á Akureyri. Þaðan fór Goða- foss aftur til Ólafsfjarðar. Við sjópróf hefur komið fram, að vegna dimmviðri hafði skipið verið komið of nálægt. Til- raunir skipsmanna til þess að ná skipinu á flot aftur er þess varð vart að skipið tók niður að framan, báru ekki árangur, veðurs vegna, en skipið sló flötu fyrir. (Ljósm. Brynjólfur Jónsson) Útvorpsumræð- ur nnnuð kvöld ÁKVEÐIÐ hefir verið að út- varpsumræður frá Alþingi um þingsályktunartillögu rík- isstjórnarinnar um lausn fisk- veiðideilunnar við Breta fari fram annað kvöld. IVIesta skriðufall í manna minnum Kirkjubæjarklaustri, 28. féb. SKRIÐAN sem féll úr hamrinum ofan við veginn, skammt fyrir austan Dverghamra á Síðu á dög- unum, er talin mesta skriða sem fallið hefur í manna minnum hér um slóðir. Skriðan hefur fallið úr þver- hníptu hamrabelti. Hefur hún verið um 80 m. á breidd náð 40 m. niður 100 metra háan bergvegg- inn og sneiðin sem fram af kletta beltinu fór hefur verið um 20 metrar á þykkt. Þetta er engin aurskriða, held- ur stórgrýtisskriða. Mælt hef ég klett, sem var 4x5 m. að ummáli. Hafði þetta bjarg þá farið rúma 100 metra eftr jafnsléttu. Er það stórfengleg sjón að sjá þessa skriðu. Svo þykk er hún að engum kemur til hugar að ætla sér að grafa veginn upp aftur. Jarðýt- urnar, sem þarna eru að verki nú, eiga að leggja nýjan veg ofan á skriðuna. Standa vonir til að hægt verði að opna veginn aftur • eftir tvo daga Cátaformenn í Eyjum lýsa yfir ánægju sinni FRÉTTARITARI Mbl. í Vest- mannaeyjum, Björn Guð- mundsson, átti í gærdag tal við nokkra bátaformenn í Vestmannaeyjum, er hann hitti á förnum vegi, um lausn fiskveiðideilunnar við Breta. Allir fögnuðu formennirnir þessum merku tíðindum. Willum Andersen, formað- ur á mb. Meta VE-236, sagði: Ég tel þetta mikla og góða lausn. Kristinn Pálsson, formaður á Berg VE-44, sagði: Ljóm- andi gott og sérstakt hve þetta er hagkvæmt fyrir Afhendíir trúnaðarbréf HINN 24. febrúar sl. afhenti Henrik Sv. Björnsson trúnaðar- bréf sitt sem sendiherra íslands í Bretlandi. okkur. Haraldur Hannesson form. á Baldri VE-24, sagði: Ég er alveg sérstaklega ánægður með þessar gjörðir. Guðjón Jónsson formaður á Skuld VE-63, komst þannig að orði: Þetta er sú bezta lausn, sem ég hefði getað hugsað mér á þessu stigi máls ins. Emil Andersen, kvaðst vera mjög ánægður með þessi málalok. Júlíus Sigurðsson, formað- ur Skipstjóra- og stýrimanna félagsins Verðanda, sagði: Ég tel þetta mjög góða lausn og miklu betri en ég þorði nokkru sinni að vonast eftir. Helgi Bergvinsson, afla- kóngur á Stíganda VE-77: Ég er eftir atvikum mjög ánægð ur með þetta og vona að löndunarbannið í Bretlandi sé þar með alveg úr sögunni. Guðjón Kristinsson, form. á Kára VE-47, sagði: Ég sé ekki að það hefði getaö vcr- ið betra eins og nú er hátt- að. Guðjón Ólafsson, formaður á vélbátnum Ágúst VE-350, sagði: Mér finnst þetta mjög gott. Ég reiknaði alltaf með samningum og þá var ekki hægt að fá þá betri. Benóný Friðriksson fyrr- um aflakóngur og formaður á Gullborg, var ekki neitt að draga úr ánægju sinni yfir lausninni: Ég er ógurlega hrifinn af þessum sammning- um og gerði mér alls ekki svona háar vonir. Sigurgeir Ólafsson form. á mb. Lunda VE-110 komst að orði á þessa leið: Ég tel samn ingana sérlega hagstæða. Þetta sögðu bátaformenn- lmir og svipað mátti heyra á öðrum bæjarbúum, sagði Björn Guðmundsson að lok-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.