Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIB Miðvik'udagur 1. marz 1961 Utg.: H.f Arvakur. Reykjavík. Franikvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Leshók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgveiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. MIKILL STJORNMALASIGUR ¥7nginn íslendingur getur^ gengið opnum augum fram hjá þeirri staðreynd, að þjóð hans hefur undir for- ystu núverandi ríkisstjórnar unnið mikinn stjórnmálasig- ur með samkomulagi því, sem náðst hefur um lausn fiskveiðideilunnar við Breta. Bretar hafa viðurkennt 12 mílurnar, sem hafa verið eit- ur í beinum þeirra, ekki að- eins síðan íslendingar færðu út fiskveiðitakmörk sín, held ur allt frá upphafi. Islending- ar hafa í öðru lagi fengið stór, ný hafsvæði við strend- ur íslands friðuð með grunn- línubreytingu og nýrri út- færslu. íslenzka þjóðin hefur í þriðja lagi fengið frið og við- urkenningu um allan aldur á þeim ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið til vernd- ar fiskimiðum hennar, bæði með 12 mílna fiskveiðitak- mörkunum og hinum nýju útfærslum og grunnlínu- breytingum. Þetta hafa Islendingar fengið undir forystu núver- andi ríkisstjórnar í stað styrjaldar við nágranna sína og stórkostlegrar hættu, sem vofði yfir lífi og limum ís- lenzkra varðskipsmanna og sjómanna. Þetta er mikill og heilla- vænlegur árangur af þrot- lausri baráttu ábyrgra stjórn málamanna fyrir hagsmun- um þjóðar sinnar. En um leið og ríkisstjórn- inni er þökkuð giftusamleg forysta í þessu mikla máli, ber að þakka íslenzkum varð skipsmönnum, sem staðið hafa í mikilli hættu við störf sín, allt frá því að átök- in hófust um hin nýju fisk- veiðitakmörk. Þeir unnu störf sín af festu og ábyrgð- artilfinningu með glæsileg- um árangri, enda þótt þeir yrðu að lúta ofbeldinu. En það em hinir óvopnuðu ís- lenzku varðskipsmenn, sem nú standa sem sigurvegarar. Öll þjóðin flytur þeim ein- lægar og djúpar þakkir. Frá Látrabjargi að Horn- bjargi mega Bretar aldrei fiska innan 12 mílna mark- anna. Víðast hvar annars stað«ar, þar sem þeir mega fiska, milli 12 og 6 mílnanna, er það fyrst og fremst á þeim tímum þegar minnst kemur að sök fyrir bátaflot- ann. Ennfremur eru flest þýðingarmestu netasvæði bátaflotans algerlega friðuð fyrir brezkum skipum. Reiknað hefur verið út, hve langan tíma Bretar hefðu fengið að veiða milli 6 og 12 mílnanna kringum allt landið, ef að því hefði verið horfið, í stað þess að heimila tímabundnar veiðar á takmörkuðum svæðum. — Niðurstaða þess útreiknings er sú, að þá hefðu þeir að- eins fengið að veiða innan 12 mílnanna í 9,6 mánuði eða rúmlega % úr ári. Einnig þetta verða menn að festa sér í huga, þegar rætt er um hin takmörkuðu réttindi í þrjú ár. Og þrjú ár eru ekki langur tími í þjóð- arævinni. Má í þessu sam- bandi minnast þess, að ýms- ar aðrar þjóðir, þeirra á meðal frændur okkar Norð- menn hafa samið við Breta um allt að 10 ára tímabundin réttindi þeirra til þess að fiska innan 12 mílnanna. — Jafnvel Rússar hafa gert samninga við Breta um rétt- indi brezkra fiskiskipa til veiða innan 12 mílna land- helgi við norðurströnd Sov- étríkjanna. ÞRJU AR rril þess að hægt væri að fá 12 mílurnar viðurkennd- ar og stórfellda, nýja út- færslu fiskveiðitakmarkanna, hafa íslendingar samþykkt að leyfa Bretum að veiða takmarkaðan tíma á tiltekn- um svæðum milli 12 og 6 mílnanna. Þessi undanþága nær þó ekki til alls landsins. VIÐBRÖGD BRETA Pyrstu viðbrögð Breta við samkomulaginu um fisk- veiðitakmörkin segja sína sögu. Eitt stærsta og áhrifa- mesta stuðningsblað brezku ríkisstjórnarinnar — Daily Mail — segir strax í gær, að Bretland hafi „dregið niður fánann“ í fiskveiðistyrjöld- inrii við ísland og látið und- an „úrslitakostum“ íslend- inga um 12 mílna fiskveiði- lögsögu. Kallar blaðið sam- komulagið „uppgjafarkosti“. Ennfremur segir Daily Mail, að búast megi við miklum átökum í hafnarborgunum vegna vonbrigða sjómanna og útvegsmanna. í Grimsby lýsa togaramenn því yfir einróma, að sam- komulagið sé „svik við Ástandiö í Mið-Afríku sambandinu brezka fiskimenn“. Um það getur engum blandazt hugur, að þessi við- brögð Breta benda ekki til þess að illa hafi verið á mál- um haldið af hálfu íslend- inga, hvað þá heldur að ís- lenzkir fiskimenn hafi verið sviknir. ÞATTUR STJORN- ARANDSTÖÐ- UNNAR Otjórnarandstaðan á Islandi, ^ Framsóknarmenn og kommúnistar, hafa svarað þeim þýðingarmikla sigri, sem núverandi ríkisstjórn hefur unnið fyrir þjóðina, með því að bera fram van- traust á stjórnina. — Blöð þeirra, Tíminn og Þjóðvilj- inn, hrópa einnig í einum kór um þjóðsvik. Bjarni Benediktsson, dóms málaráðherra, minntist nokk- uð á þátt Framsóknarmanna og kommúnista í vinstri stjórninni í aðgerðum á sviði landhelgismálanna í hinni merku ræðu sinni á Varðarfundi í fyrrakvöld. — Hann benti á, að á tveimur Genfarráðstefnum hefðu ís- lendingar verið sammála um að leggja til, að ágreiningur, sem rísa kynni af útfærslu utan 12 mílna marka, yrði borinn undir gerðardóm. — Tóku þeir Hermann Jónas- son og Lúðvík Jósefsson þátt í þeim yfirlýsingum og höfðu forystu um það mál á fyrri ráðstefnunni, þegar þeir áttu sæti í ríkisstjórn. Nú telja flokkar þessara sömu manna það „þjóðsvik“, þegar gert er ráð fyrir, að rísi ágreiningur um slíka út- færslu skuli honum, ef ann- ar hvor aðli óskar, skotið til alþj óðadómstóls. í sambandi við svikabrigsl Framsóknarmanna og komm- únista má einnig benda á það, að vinstri stjórnin sjálf bauð Bretum og fleiri þjóð- um undanþágu til þess að fiska á milli 12 og 6 míln- anna, ef þær aðeins vildu viðurkenna 12 mílna fisk- veiðitakmöfkin. Þessu til- boði íslendinga var þá hafn- að, vegna þess hversu hrap- allega flokkar vinstri stjórn- arinnar héldu á allri fram- kvæmd landhelgismálsins. — Núverandi stjórn hefur ekki aðeins tryggt 12 míl- urnar, heldur komið fram stórkostlegri nýrri friðun haf svæða við strendur landsins, um leið og hún hefur haldið opnum dyrum til áframhald- andi baráttu fyrir aukinni vernd íslenzkra fiskimiða. — og þungavigtar-box- arinn, Sir Roy Welensky EINS og frá hefir verið skýrt í fréttum^ ríkir nú uggvæn- leg ólga í Mið-Afríkuríkja- sambandinu (Norður- og S- Ródesíu og Njassalandi) vegna andstöðu jafnt hvítra sem þeldökkra íbúa ríkja- sambandsins við uppkast brezku ríkisstjórnarinnar að nýrri stjórnarskrá fyrir verndargæzlusvæðið Norður- Ródesíu. — Þykja blökku- mönnum tillögurnar ganga of skammt til móts við óskir þeirra — en meirihluti hvítra manna þykir hins vegar sem með þeim sé látið svo mjög undan kröfum svartra, að yfirráð „ábyrgra manna“ (þ. WELENSKY — vanur að ber). ast með hnúum og hnefum e. hvítra) séu í hættu. — Mikil óvissa ríkir nú um framvindu mála í ríkjasam- bandinu. Hinir svartsýnu spá því, að þar megi gera ráð fyrir „nýju Kongó“ — en aðrir telja, að unnt muni reynast að afstýra stórvand- ræðum. ★ í þessu sambandi beinast augu manna mjög að hinum „sterka“ og harðsnúna forsætisráðherra Mið-Afríkusambandsins, Sir Roy Welensky, en hann og flokkur hans hundsuðu stjórnarskrárráð- stefnu þá, sem nýlega var haldin í Lundúnum — og varð það ein höfuðástæðan til þess, að við- ræðurnar fóru út um þúfur. Síð- an hefir Welensky þrumað gegn stjórnarskrártillögum brezku stjórnarinnar fyrir N.-Ródesíu og lýst því yfir, að hann og menn hans muni standa gegn því, að þær nái fnam að ganga, „með öllum tiltækum ráðum“. •fa Kröfur svartra — uggur hvítra Hin dýpri orsök þess, að fyrr- nefndar viðræður í Lundúnum fóru út um þúfur, er að sjálfsögðu hin sama og liggur að baki átak- anna milli hvítra og svartra annans staðar í Afríku: Kröfur hinna innbornu Afríkumanna um sjálfsákvörðunarrétt og sjálf- stæði annars vegar og hins veg- ar uggur hvítra manna um að missa völd sín og áhrif. Þeir verði sviptir eigum sínum og reknir úr landi, eða jafnvel drepn ir. — Báðir aðilar viðurkenna svo, a.m.k. að nokkru, að ef eitt- hvert ríki Mið-Afríkusambands- ins fengi sjálfstæði, gæti það ekki staðizt til að byrja með, án efnahagslegra, og a.m.k. nokk- urra stjórnmálalegra tengsla við hið fyrra nýlenduveldi. Þetta vilja reyndar ekki hinir róttæk- ustu í hópi svartra þjóðernis- sinna ekki játa. ★ Bardagamaður Sir Roy Weiensky berst nú með hnúum og hnefum gegn því, að stjórn Norður-Ródesíu verði hrifin úr höndum „ábyrgra manna“, eins og hann hefir kom- izt að orði, — og hann er enginn viðvaningur að berjast með hnú- um og hnefum, í eiginlegri merk ingu, því eð hann var á sínum tíma kunnur sem harðvítugur hnefaleikari í þungavigt. — Má nú segja, að það velti e. t. v. fyrst og fremst á, hvort málum verður ráðið til lykta á friðsam. legan hátt í Mið-Afríkusamband- inu, eða ekki. ★ Welensky er nú 55 ára gamall, sonur Gyðings nokkurs, sem var búsettur í Lithauen, en fluttist þaðan til Bandaríkjanna á sín- um tíma, þar sem hann hugðist græða á loðskinnaverzlun. Ekki varð þó mikið úr því. Hann flutt ist aftur frá Bandaríkjunum inn- an skamms — til Suður-Afríku. Þar var þá „demantaæðið" i algleymingi — og gróðaeðli Gyð- ingsins tók viðbragð. Það fór þó á sama veg þarna og í Bandaríkj- unum — honum várð ekki að von sinni. Settist hann þá að í Saiis- bury í Suður-Ródesíu, og þar fæddist Roy Velensky, 13. son- urinn í fjölskyldunni. ^rÆvintýra-feriIl Þegar Roy var 14 ára gamall, hvarf hann frá skólanámi og tók að flakka fram og aftur um Afíku. Ævintýraþráin var rík í drengnum, og hann lét hverjum degi nægja sína þjáningu. Þess vegna fékkst hann aldrei lengi við sama starf — tók það, sem bauðst hverju sinni: varð slátr- ari, bakarasveinn, vann við ýmiss konar sendiboðsstörf o. fl. í frí- stundum sínum æfði hann hnefa. leik og keppti á ýmsum stöðum, en árið 1926 vann hann meistára. titil Ródesíu í þungavigt um þær mundir og eftir það vann hann um skeið sem eimvagnstjóri, og við starf sitt í samtökum járn- brautarstarfsmanna kynntist hann stjórnmálastefnu, sem var náskyld stefnu Verkamanna- flokksins brezka, en bar auk þess ,lit“ — hinn hvíta lit — kynþátta mismunarins. — Roy Welensky var kjörinn til löggjafarsam- kundu Norður-Ródesíu árið 1938. Varð hann náinn vinur Sir God- frey Huggins, sem stundum hefir verið nefndur „höfundur Mið- Afríkusambandsins". Eftir að Velensky hafði gegnt ýmsum em bættum i sambandsstjóminni, Framh. á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.