Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 3
MiðviKudagur 1. marz 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 I vatnavöxtunum í fyrri viku varð fádæma mikið flóð í Blöndu, eins og kunnugt er. Björn Bergmann fór fram í Langadal og tók þessa mynd frá Móbergi á hádegi á fimmtudag. Sér þar framm dalinn. Tröllaslagur Blöndu gömlu 1 FRÉTTABRÉFI úr Húna- vatnssýslu segir fréttamaður blaðsins á Blönduósi, Björn Bergmann: Hlaupið í Blöndu að kvöldi hins 22. þ.m. var með eindæm- um mikið. Þegar ruðningurinn braust fram hjá Kleifum, sem er býli sunnan við Blöndu, tals vert ofar en brúin, var Magnús Kristinsson, sem þar býr, að mjólka kýrnar. Hann heyrði drunur miklar og vissi ekki fyrir víst livað um var að vera, en fór þegar út og sá þá hamfarirnar. Honum varð strax ljóst að bráð hætta vofði yfir hverjum manni, sem kynni að vera á ferð yfir ána. Áin rennur gegnum kaup- túnið og síðan snemma í des- ember hefur flest gangandi fólk stytt sér leið yfir hana með því að ganga ísinn, sem var sléttur og mjög traustur. Magnús stökk þegar í stað-upp í jeppabíl sinn, sem stóð á hlað inu og ók í skyndi niður í þorp ið. Þá var maður að leggja út Neóan viS Auðólfsstaði í Langadal, þar sem þjóðvegurinn liggur norður. FlóSið var talsvert tekið að lækka. þegar myndin var tekin. spölkorn upp með ánni. Eins og flestir aðrir Blönduósingar var hann inni og vissi ekki um þennan tröllaslag Blöndu gömlu, en Magnús hljóp inn til hans og aðvaraði hann. Hefði að öðrum kosti verið hætt við miklu tjóni á fénu, en sumt var á sundi en annað stóð í djúpu vatni, þegar að var komið. Ágúst tókst að opna hurðina, sem fellur að störum utan frá, en náði ekki nema einni kind út, því að í sama bili lagðist jakaruðning- urinn svo fast á hana að hún skelltist aftur og munaði litlu að Ágúst klemmdist á milli. Margir komu til hjálpar og von bráðar tókst að bjarga fénu út um glugga. Magnús er sonur hjónanna, Kristins Magnússonar, útibús- stjóra Kaupfélags Húnvetn- inga á Blönduósi og Ingileifar Sæmundsdóttur, skipstjóra Sæmundssonar. Mun snarræði hans lengi í minnum haft hér um slóðir. Framh. á bls. 15. STAKSTEIIVAB Framsókn r turluð Þegar fregnir bárust af því í fyrrakvöld, að Framsóknarflokk urinn ætlaði að standa að van- traustsyfirlýsingu með komm- únistum, brustu vonir manna um það, að flokkuriim vildi taka heilbrigða afstöðu til samkomu- lags þess, sem íslendingar geta nú náð við Breta. Engan mun þó hafa órað fyrir því, að jafn algjör geggjun fengi að ráða gerðum flokksins í þessu mikla hagsmunamáli Islendinga, eins og Tíminn ber með sér í gær. Má ýkjulaust segja, að mál- flutningur hins löggilta komm- únistablaðs, Þjóðviljans, hverfl í skuggann fyrir stóryrðum systurblaðsins, sem þó þykist eiga að vera málgagn lýðræðis- flokks. Vildu löggilda grunnlínurnar f tröllslegum svartleiðara Tím ans í gær segir m. a. á þessa leið. „Grunnlínubreytingar nú fara að mestu í hít Breta næstu þrjú ár en okkur átti að vera í lófa lagið að friða þessi svæði með einhliða ákvörðun ám þess að láta botnsköfur Breta yrja þau í þrjú ár.“ Við þessa fullyrðingu er tvennt að athuga. í fyrsta lagi eru enn í gildi grunnlínur frá árinu 1952 og vinstri stjórnin ireysti sér ekki til að færa þær út, þegar hún stækkaði fisk- veiðilandhelgina í 12 mílur. Með því sagði hún í rauninni að hún teldi ekki öruggt, að slík breyt- ing fengi staðizt fyrir alþjóða- dómi. f öðru lagi er svo það að athuga, að stjórnarandstæðiug- ar hafa flutt á Alþingi frum- varp til laga um það, að lög- binda gömlu grunmlínurnar, sem upphaflega voru settar með reglugerð. Og meira að segja nú fyrir hálfum mánuði, er þeir Iögðu fram nefndarálit með þessu frumvarpi sínu, þá leggja þeir enn til að lögfesta grunn- línurnar frá 1952. Jafnmikill „frelsishetju“-blær og nú er á skrifum þeirra, þá skyldi mað- ur ætla, að þeir legðu ekki ofur- kapp á að lögfesta gamlar grunn línur, sem mjög auðvelt væri að færa út. Má því með sanni segja að í þessu efni stangist hvað á annars horn. fsTand ekki réttarríki Blaðið heldur áfram og segir: „Geigvænlegasta atriði þess- ara smánarsamninga er þó það, að íslendingar heita að tilkynna ríkisstjórn Bretlarrds hyggi þeir á nýja útfærslu með 6 mánaða fyrirvara og rísi ágreiningur um hana skal honum skotið til alþjóðadómsstóls, ef annar hvor aðili óskar þess. Með þessu af- sala íslendingar sér raunveru- Iega sjálfsákvörðunarrétti í þess um má.lum og geta því ekki stækkað landhelgi sína einhliða framvegis og verða að láta sér lyirda að málinu sé skotið undir dóm, hvort sem þeim líkar bet- ur eða verr. Hér er um svo hættulegt og sviksamlegt athæfi að ræða, að menn munu eiga bágt með að trúa því að ríkis- stjórn í frjálsu og fullvalda ríki ’allist á annað eins.“ í stuttu máli felst í þessum »rðum málgagns Framsóknar flokksins á fslandi, að hann telji, að íslandi beri ekki að vera réttarríki, sem fylgja vilji alþjóðalögum. Hér eigi helzt að ríkja einhverskonar kommúnr- istískt skrílræði, þar sem lög og réttur sé einskis metinn. Og auð vitað afsölum við okkur heldur ekki neinum rétti, þótt Bretum sé Þ'kyirnt um fyrirhugaða út- færs.j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.