Morgunblaðið - 15.03.1961, Qupperneq 10
10
MORGVNBLAfílÐ
MiðvikudagUr 15. marz 1961
Orkuvinnsla úti í geimnum
VÍSINDAMENN vinna nú að
því að finna leiðir til þess að
fullnægja orkuþörf þeirra
manna, sem munu leggja und-
ir sig geiminn í framtíðinni.
í>aÐ líður ekki á löngu þar til
fyrsti maðurinn verður sendur
út í geiminn. — Senni-
lega verður bann látinn snú-
ast nokkrum sinnum í kring-
um jörðina, en síðan náð aft-
ur til jarðar á hugvitsamleg-
an hátt. Auðvitað verður það
mikill sigur fyrir raunvísind-
in, en þó er það aðeins eitt
þrep í þann mikla himnastiga,
sem vísindamenn eru nú að
smíða út í geiminn. Áður en
hann er fullsmíðaður þarf að
leysa margar þrautir og verk-
efni. Margar eru þegar leyst-
ar, en enn fleiri bíða úrlausn-
ar. Þúsundir og aftur þúsund-
ir manna starfa við það að
leysa verkefnin, og eitt af •
þeim er orkuþörfin fyrir geim-
skip og gerviplánetur framtíð-
arinnar.
Orkulindir í geimnum
Þegar komið er út fyrir loft-
hvolf Jarðar út í tómarúmið,
sem er algjörlega efnissnautt
í mannlegum skilningi er
varla hægt að tala um nokkr-
ar orkulindir. Reyndar eru
alls konar efnisagnir í geimn-
um, sem vegna hraða síns hafa
inni að halda töluverða orku,
en þær eru svo tiltölulega fá-
ar, að orkuvinnsla úr þeim
er vart hugsandi.
En það er annað í geimnum,
sem er líklegra að geta full-
nægt orkuþörf, og það er geisl
unin. Sólin sendir stöðugt frá
sér alls konar geisla, sem all-
ir hafa inni að halda orku, og
hlutverk geislaorkuversins í
geimnum yrði því ekki annað
en að safna þessum geislum,
og breyta þeim í hagnýta
orku, t. d. raforku.
Sólarblómið
Eitt af þeim tækjum, sem nú
eru í smíðum, til þess að full-
nægja orkuþörfinni í geimn-
um, er Sólarblómið. Það
Þessi gervihnöttur Bandaríkja manna vegur 500 pund og er þak-
inn utan með ótalmörgum kís ilrafhlöðum, sem sjá honum fyrir
nægu rafmagni í skeytasendin gar.
er gert úr 32 feta víðum
bjúgspegli, sem safnar geisl-
unum saman. Orkunni er
breytt í raforku með kvika-
silfurstúrbínu og búast vísinda
menn við 3000 watta afköst-
um í allt að eitt ár. Sólcr-
Hæstiréttur sýknor ökumnnn
Var sakíelldur í undirrétíi vegna Ölvunar
í HÆSTARÉTTI er genginn
dómur í máli manns, er var
kærður fyrir að hafa ekið bíl
undir áhrifum áfengis. Ekki
sannaðist að hann > hefði neytt
áfengis, en hann skýrði frá
því, að hann hefði drukkið sjö
flöskur af íslenzkum pilsner.
Taldi undirréttur manninn hafa
neytt svo mikils af öli, að hann
hafi ekki verið talinn geta
stjórnað bíl örugglega.
í undirrétti var hann dæmd-
ur í 1200 kr. sekt til ríkissjóðs,
en ekki var hann sviptur öku-
leyfi.
Þegar maðurinn var færður
til blóðtöku og alkóhólrannsókn
ar á Keflavíkurflugvelli, voru
um 45 mín. liðnar frá því lög-
reglan handtók hann. Reducer-
andi efni í blóðinu reyndust
vera 0,51% af alkóhóli.
Maður þessi heitir Þórir As-
valdur Roff, bílstjóri, til heim-
ilis í Innri-Njarðvík. Þetta gerð
ist haustið 1958 við samkomu-
húsið í Ytri-Njarðvík, en þar
hafði Þórir sungið á dansleik
um kvöldið. Var hann á leið
heim til sín í bíl föður síns er
lögregluþjónar handtóku hann.
í Hæstarétti fór málið þannig,
að Þórir Ásvaldur Roff var
sýknaður og segir svo m. a. í
dómsf orsendum:
„Eins og í héraðsdómi grein-
ir, reyndust í blóði ákærða,
sem honum var tekið kl. 0300
aðfaranótt 19. október 1958,
„reducerandi efni, er samsvara
0.51%« af alkóhóli“.
Samkvæmt élitsgerð lækna-
ráðs, sem lögð var fram í
hæstaréttarmálinu nr. 161/1959,
er talið, að „eðlileg" reducer-
andi efni blóðs, er mælist sem
áfengi án þess að vera það,
nemi 0.03%«, og séu efni þessi
„meiri í venublóði og meiri að
kvöldi dags en endranær".
Þegar litið er til þessara
læknisfræðilegu gagna, verður
ekki við það miðað, áð áfengis-
magn í blóði ákærða hafi náð
því lágmarki, sem getur í 3.
mgr. 25. gr. umferðarlaga nr.
26/1958. Að svo vöxnu máli og
þar sem eigi er samkvæmt öðr-
um gögnum leitt í Ijós, að
ákærði hafi verið með áhrifum
áfengis við akstur þann, er mál
þetta er af risið, þá verður
honum dæmd sýkna af kröfum
ákæruvaldsins.
Geimflaug með kjarnorkuofn í eftirdragi.
Til aukningar laxagengd
á Ausfurlandi
FYRIR NOKKRU var stofnað i
Egilsstaðakauiptúni Stangaveiði
félag Austurlands, og voru stofn
endur 20 áhugamenn um stang
veiði, aðallega frá Seyðisfirði,
Eskifirði og úr Egilsstaðakaup-
túni, og hyggst félagið beita sér
fyrir bættri aðstöðu til stanga-
veiða á Austurlandi. Eins og
kunnugt er, er laxaganga mjög
lítil í ár á Austurlandi nema í
Vopnafirði, en þar er töluvetð
laxveiði. Áðrar ár eru svo til
laxlausar, hverju sem um er að
kenna, en eitthvað mun vera um
rányrkju að æða, og getur það
ef til vill verið orsökin að ein
hverju leyti.
Hyggst félagið reyna að hafa
samvinnu við landeigendur um
að sleppa seiðum í ámar til aukn
ingar á fiskigengd, og einnig
reyna að koma í veg fyrir rán-
yrkju.
Stjórn félagsins skipa þeir Val
geir Vilhelmsson formaður, Ein
ar Ólason ritari og Gunnar Gunn
Bíl hvolíir
AKRANESI, 13. marz. Lítill
fólksbíll frá Ólafsvík, P-515 á
leíð til Reykjavíkur, rann út af
veginum og hvolfdi síðdegis í
gær hjá Kalastöðum á Hvalfjarð
arströnd. Enginn meiddist.
arsson gjaldkeri, allir í Egils-
staðakauptúni.
Félagssvæðið nær yfir Austur
landskjördæmi, og er þeim sem
heima eiga í kjördæminu einum
heimil þátttaka í félaginu, og er
inntökugjald kr. 500: Inntöku-
beiðnir skulu vera skriflegar og
sendast til formanns.
Kviknar í bifreið
Akureyri, 13. marz
KL. 17,30 í gær, voru starfsmenn
Rafveitu Akureyrar að taka ný-
lega bifreið, sem rafveitan hefur
fengið til vetrarferða, út af bif-
reiðaverkstæði. Kom þá skyndi-
lega upp eldur í vélarrúmi bif-
reiðarinnar. Bifreiðin var þá
stödd í Hafnarstræti, og komst
bifreiðarstjórinn þegar inn í ná-
lægt hús og náði símasambandi
við slökkviliðið, sem kom þegar
á vettvang og tókst fljótlega að
ráða niðurlögum eldsins. All-
miklar skemmdir urðu á vélar-
rúmi bifreiðarinnar, og brann þar
aljt, sem brunnið gat. Slökkvi-
liðinu tókst að verja aðra hluta
bifreiðarinnar og voru notuð til
þess nýleg slökkvitæki, sem
slökkviliðið hefur fengið til af-
nota, og einkum eru ætluð til að
slökkva eld í bifreiðum og öðrum
farartækjum. — St.E.Sig.
NÝLEGA er lokið sveitakeppni
bridgedeildar Breiðfirðingafé-
lagsins. 14 sveitir tóku þátt í
keppni þessari og varð röð
þriggja efstu þessi:
Stig
1. Sveit Jóns Stefánssonar 24
Ógild
NEW YORK, 13. marz — (Reuter
__ NTB) — Fulltrúi Sovétríkj-
anna í eftirlitsnefnd Sameinuðu
þjóðanna, S. G. Lapin, krafðist
þess á fundi nefndarinnar í dag,
að Sameinuðu þjóðirnar lýsi því
þegar yfir, að ógild séu yfirráð
stjórnar Suður-Afríkusambands
ins yfir Suðvestur-Afríku, sem
áður var þýzk nýlenda. Skuli
ríkið fá sjálfstæði fyrri hluta
árs 1962.
Lapin hélt því fram, samhliða
kröfu sinni, að Stóra-Bretland
væri siðferðislega ábyrgt gagn-
vart Suðvestur-Afríku og að
berzka samveldið gæti neytt
stjórn Suður-Afríku til að breyta
stjórnarháttum sínum í suðvestur
Afríku.
blómið er góð byrjun, en varla
er hún fullnægjandi, auk þess
er hætt við því, að erfitt verði
að láta Sólarblómið snúa stöð
ugt speglinum í áttina til Sól- **
ar.
Þau orkuvinnslutæki s*em
hingað til hafa þjónað geim-
ferðahugsjóninni bezt, eru kís-
ilbatteríin, sem eru þannig,
að þau geta breytt sólarork-
unni beint í raforku. Þau eru 55
þó ekki nógu kraftmikil, þar
sem þau geta aðeins hagnýtt
ákveðinn lítinn hluta af sól-
arorkunni. Þau eru þó stöðugt
að verða betri og afkastameiri
og síðasta gerðin af þeim get-
ur hagnýtt 28% af sólarork-
unni, sem fellur á þau. Flest
gervitunglin, sem send hafa
verið upp, hafa verið útbúin
með kísilbatteríum, sem sjá
senditækjum þeirra fyrir
nægu rafmagni til þess að
senda frá sér skeyti öðru
hvoru.
Framh. á bls. 23.
2. — Þór. Alexanderss. 21
3. •— Ingibj. Halldórsd. 20
— ★ —
Úrslit í 4. umferð sveita-
keppni Bridgefélags kvenna
urðu þessi:
Sv. Astu Flygenring vann sveit
Sigríðar Jónsd. 71:41 4—0
— Sigríðar Ólafsdóttur v. sv.
Laufeyjar Þorgd. 48:38 4—0
— Dagbj. Bjarnadóttur v sv.
Guðr. Einarsd. 55:37 4—0
—■ Eggrúnar Arnórsd. v. sveit
Þorg. Þórarinsd. 49:44 3—1
—. Júlíönu Isebarn jafnt við
sv. Elínar Jónsd. 40:39 2—2
í 5. umferð urðu úrslit þessi:
Sv. Dagbjartar vann sveit
Þorgerðar 51:38 4—0
— Eggrúnar vann sveit
Sigríðar J. 96:19 4—0
— Elínar vann sveit
Laufeyjar 74:33 4—0
—• Sigríðar Ó. vann sveit
Guðrúnar 56:53 3—1
Leiknum milli sveita Júlíönu
og Ástu er ekki lokið.
Að 5 umferðum loknum er
staðan þessi:
Stig
1. sv. Eggrúnar Arnórsdóttur 15
2. — Dagbjartar Bjarnad. 14
3. — Laufeyjar Þorgeirsd. 12
4. — Elínar Jónsdóttur 11
5. — Sigríðar Ólafsdóttur 11
6. umferð verður spiluð mánu
daginn 13. þ. m.