Morgunblaðið - 10.05.1961, Side 3
Miðvik'udagur 10. maí 1961
MORVVNBLAÐIÐ
3
í-
FYRTR nokkrum dögum var
Halldór Frank Sigurðs, sem
er 11 ára gamall reykvískur
drengur, að leika sér með vél-
knúið skip úr plasti á Tjörn-
inni. f samanburði við skipið
var Tjörnin eins og úthaf, og
Hólminn hefði getað verið
Garðarshólmi. Þangað stefndi
skipið, þótt ferðinni hefði
upphaflega verið heitið þvert
yfir Tjörnina, án viðkomu í
Hólmanum. Farþegana hef-
ur sennilega langað til að
stíga þar á land og skoða álfta
hreiðrið og fuglalífið í Hólm-
anum, og því annað hvort
mútað skipstjóranum til að
breyta ferðaáætluninni eða
gert uppreisn. Kannski hefur
Galvao höfuðsmaður verið um
borð, en hann kann manna
bezt til slíkra verka nú á tím-
um.
Hvernig sem þessu hefur
Verið varið, þá stóð útgerðar-
maðurinn eftir fyrir framan
Miðbæjarbarnaskólann með
sárt ennið. Hann vissi að skip
ið myndi stranda þarna við
Skipsstrand
klettótta strönd Hólmans. Hon
um var alveg sama um afdrif
farþeganna, en vildi fá skipið
sitt aftur. Hann beið með önd-
ina í hálsinum, þar til skipið
tók niðri, en þá tók hann
fyrir alvöru að leggja höfuðið
í bleyti (samt ekki upp úr
Tjörninni.) Nú voru góð ráð
dýr. Hvernig væri að fara á
Slökkvistöðina og segja að
kviknað hefði í skipinu?
Kannski gætu þeir hjálpað
honum.
Slökkviliðsmennirnir tóku
vel á móti honum, en kváðust
ekki geta hjálpað honum. Það
lagði engan reyk frá skipinu
í Hólmanum, svo það mundi
jafngilda gabbi, ef SlÖkkvilið-
ið legði í svona erfiðan og
kostnaðarsaman leiðangur yf-
ir úthaf, auk þess réðu þýzku
keisarahjónin ríkjum í Hólm-
anum, en þau voru síður en
svo gestrisin um þessar mund
ir.
Litli útgerðarmaðurinn varð
að sætta sig við þessi málalok
á Slökkvistöðinni. Hvert var
þá hægt að snúa sér? Ekkert
nema til pabba. Það er gott
fyrir útgerðarmann að eiga
pabba. Ekki síst pabba, sem á
gúmmíbjörgunarbát. En það
verður að fá leyfi hjá lög-
reglunni til að fara á litlum
gúmmíbjörgunarbát yfir út-
haf, þegar maður er ekki
nema 11 ára gamall.
Þessir stórvöxnu og alvöru-
gefnu menn skilja vel, þegar
þeim er tjáð að uppreisn hafi
verið gerð á skipinu, og það
Nýr bœklingur Neytendasamtakanna;
Um sólböð, sólbruna,
sólgleraugu o.fl.
TÍT ER kominn nýr bæklingur
Irá Neytendasamtökunum, og
er hann mjög tímabær og ætti
væntanlega að vekja engu
imnni athygli en bæklingur
þelrra „Um vítamín“, sem kom
«t fyrir skömmu. Bæklingur
þessl fjallar um sólböð, sól-
bruna og vernd gegn honum, sól
gleraugu, sólbrúnt hörund og
gervi-sólbrúnt, en síðastliðið
6umar komu á markaðinn ýmis
konar efni, sem sögð voru gera
jnenn sólbrúna án sólarljóss. —
Eirta Neytendasamtökin almenn
®r niðurstöður rannsókna banda-
rísku og brezku neytendasam-
takanna um þau efni.
i Fyrsta grein bæklingsins nefn
Ist: „Er það tákn heilbrigði að
vera sólbrúnn?“, en önnur fjall-
iir um efni til varnar sólbruna.
í bæklingnum eru aðeins gefnar
einfaldar og almennar upplýs-
tagar og leiðbeiningar um þessi
efni, sem byggðar eru á því,
sem hin erlendu neytendasam-
tök hafa birt í ritum sínum. Er
bæklingurinn því fljótlesinn, en
fróðlegur þó.
Mcðlimum hefur farið ört
fjölgandi undanfarna mánuði,
og um 1300 bætzt við síðan í
nóvember sl. Tekið er á móti
nýjum meðlimum í síma allan
daginn, en skrifstofa Neytenda-
samtakanna ér opin kl. 5—7 dag
lega, en hún er í Austurstræti
14, sími 19722. Bæklingarnir eru
póstsendir meðlimum, en ár-
gjald er 45.00 kr.
Þeir meðlimir, sem breytt
hafa um heimilisfang, eru beðn-
ir að gera skrifstofunni aðvart,
sem og þeir sem ekki hafa feng-
ið bæklinga 1 pósti, en um 3000
manns hafa gerzt meðlimir gegn
um síma, og þá er hættara við
misritun nafns eða heimilis-
fangs.
Utgerðarmaðurinn kemur að landi til pabba.
á Tjörninni
sé nú strandað í Hólmanum,
þar sem keisarahjónin ráða
ríkjum. Skipið er lögleg eign
útgerðarmannsins, og ef hann
vill sjálfur leggja á sig erfiði
við að ná því aftur, þá er það
guðvelkomið. Lögreglan hafði
samband við Slökkviliðið,
sem á lönd að Tjörninni. Jú,
þeir gáfu leyfi fyrir sitt leyti.
Pabbi kom með gúmmíbátinn
í bíl niður að Tjörn. Þar var
báturinn blásinn út og útgerð
armaðurinn sté um borð og
lagði frá landi. f stað ára not
aði hann þriggja metra langt
borð. Það var ekki sérlega
hentugt til að róa með því, en
þegar hann nálgaðist Hólm-
ann, kom 1 ljós að keisara-
hjónunum stóð hinn mesti
stuggur af borðinu. Sennilega
hafa þau haldið að þetta væru
fallbyssur. SvO mikið er víst
að þau lögðu á flótta út á
Syðri-Tjörn, áður en innrás-
arherinn tók land. Þar létu
þau ófriðlega.
Skipið reyndist vera óbrot-
ið, en enginn maður var um
borð í því. Útgerðarmaðurinn
var ekkert að hugsa um það.
Hann hafði náð skipi sínu aft-
ur, Og það var fyrir öllu. Síð-
an innbyrti hann skipið í
björgunarbátinn og hélt til
lands, þar sem pabbi tók á
móti honum, auk fjölda áhorf
enda, sem höfðu fylgzt með
leiðangrinum. — i.e.s.
STAKSTEIMAR
Pólitísk ofiókn
Framsóknarmenn í Þingeyjar*
sýslu hafa nú hafið pólitiskar
ofsóknir gegn Bjartmari Guð-
mundssyni, alþingismanni á
Sandi. Á aðalfundi Kaupfélags
Þingeyinga, sem haldinn var á
Húsavík fyrir skömmu, bund-
ust Framsóknarmenn samtökum
um það að sparka honum úr
stjórn kaupfélagsins, þar sem
hann hefur setið í 24 ár.
Aliir Þingeyingar vita, að
Bjartmar Guðmundsson er ein-
lægur samvinnumaður og hefur
tekið mikinn þátt í samvinnu-
starfi í heimahéraði sínu. Þess
vegna hefur honum í nær ald-
arfjórðung verði sýndur sá trún-
aður oð sitja í stjóm kaupfélags
síns. Þekkja aliir Þingeyingar að
hann hefur unnið störf sin þar
af dugnaði og samvizkusemi.
Hingað og ekki lengra
En haustið 1959 var Bjartmar
bóndi á Sandi kosinn á þing
fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norð-
urlandskjördæmi eystra. Þá
sögðu Framsóknarmenn í Þing-
eyjarsýslu: Hingað og ekki
lengra. Það er óhæfa að maður,
sem fyllir Sjálfstæðisflokkinn
og er meira að segja einn af leið-
togum hans í heilum landshluta
skuli sitja í stjóm kaupfélags.
Þetta má ekki svo til ganga. Við
verðum að sparka Bjartmari
Guðmimdssyni úr þessari trún-
aðarstöðu.
Þetta sögðu æstustu öfgamenn-
irnir í liði Framsóknar norður
þar. Við þessar hótanir var stað-
ið. Alþingismanninum og bónd-
anum á Sandi var sparkað úr
stjórn Kaupfélags Þingeyinga,
vegna þess að hann fylgdi Sjálf-
stæðisflolsknum og er einn af
forystumönnum hans í héraði
sínu. Þannig er ,,frjálslyndi“
Framsóknarmanna. Þannig
standa þeir vörð um sína hjart-
fólgnu samvinnustefnu.
En hin pólitíska ofsókn gegn
Bjartmari Guðmundssyni mun
hvorki skaða hann persónulega
né pólitískt. Hún mun hinsvegar
verða Framsóknarflokknum og
þeim sem að ofsókninni standa
til skaða og skammar.
Gæti misst
kosningaréttinn!
Morgunblaðinu barst fyrlr
skömmu bréf norðan frá Siglu-
firði, sem sýnir greinilega, hvers
konar brögðum kommúnistar
og fylgilið þeirra hafa beitt við
söfnun uppáskrifta á Moskvu-
víxilinn. Bréfið er frá ungum
dreng til foreldra sinna, sem eru
fjarverandi, og greinir frá lieim-
sókn undirskriftasmala kommún
ista á heimili fjölskyldunnar.
Fer kafli úr bréfinu hér á eftir,
nöfn eru aðeins felld niður úr
því en bókstafir settir í staðinn.
í bréfinu segir á þessa leið:
„Elsku pabbi og mamma!
Við höfum það öll gott hérna.
Jæja, það er bezt að byrja á
byrjuninni. Á föstudaginn sem
þið fóruð með skipinu kom mað-
ur frá hernámsandstæðingum,
heitir hann B, ég veit ekki hvers
son, en hann á heima á K-götu.
Kemur hann og spyr J, hvort
hún hafi kosniragarétt. Hún segir
já. Segir hann þá: „Viltu skrifa
hérna undir?“ Hún segist ekki
ætla að eiga neitt við það. Þá
segir hann: ,,Já, þú getur bara
misst kosningarétt við það“ (ef
hún skrifi ekki undir). Hún seg-
ir, það allt í lagi, ég er hvort
sem er ekki svo mikið
pólitísk“.
Þanraig eru vinnubrögð komm-
únista. Norður á Siglufirði hóta
þeir ungri stúlku að hún muni
missa kosningarréttinn, ef hún
skrifi ekki upp á Moskvuvíxil-
inn!!