Morgunblaðið - 30.06.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.06.1961, Blaðsíða 3
Föstudagur 30. júní 1931 MORGVNBLADIÐ 3 ÞEIR voru kampakátir fé- lagarnir á vélbátnum Hring, þegar þeir renndu upp að bátabryggjunni við Grundarfjörð í gærkvöldi kL rúmlega sjö. Það var vitaskipið Mánatindur, sem hafði dregið Hring ut- an af Faxaflóa. Þeirra fé- laga hafði verið saknað að heiman úr Keflavík frá því á sunnudag, en raunar höfðu þeir komið að Helln um á Snæfellsnesi á þriðju dagsmorguninn en höfðu þá engin boð gert heim til sín. Engin talstöð er í bátnum, átti eftir að setja hana í, en loftnetið var á • IIIIUWIIIIIIlHllllllllllH II . II lllll IHIIIWIIII ........... ' ' ' 'I Þeir félagar voru orðnir tóbakslausir er þeir komu að landi. Grétar hljóp í Iand og keypti einn pakka og kom sjálfur púandi vindil fram á bryggjuna. Hann stendur lengst til vinstri, þá er Guðmundur í miðjunni og Gísli formaður lengst til hægri. (Ljósm. Mbl. Markús) STAKSTEINAR „Geta íslendingar lært af reynslunni?“ Gunnar Xhoroddsen fjármála- ráðherra ritar grein í Vísi í fyrra dag, sem hann nefnir „Geta ís- lendingar lært af reynslunni?“ f upphafi greinarinnar ræðir fjár- málaráðherra verðbólguáhrif kauphækkananna 1955 og segir síðan í greinarlok: „Við íslendingar verðum að læra af reynslunni. Þegar við höfum sex ára gamalt reynslu- dæmi fyrir augunum, þá ætti okkur ekki að vera ofraun að Iæra nokkuð af því. Sömu mistök eru drýgð ná og þá. En það er ekki meirihluti þjóðarinnar, sem veldur. Þorri landsmanna vill jafnvægi •{ staðfestu í f járhagsmálum og ósk ar þess ekki, að með ógrund- völluðum kauphækkunum sé jafn Töldu sig aldrei í hættu Vélbáturinn Hringur kom til Reykja- vikur i gærkvöldi sínum stað. Fréttamenn blaðsins brugðu sér nið- ur á bryggju og röbbuðu stutta stund við þá þrí- menningana í gærkvöldi. Formaðurinn og eigandi bátsins heitir Gísli Þorvalds- son en hinir Guðmundur Marí usson og Grétar Hannesson. Guðmundur er úr Reykjavík, hinir úr Keflavík, allt ungir menn og allir fjölskyldumenn. Að Hellnum. Gísli sagði að þeir félagar hefðu farið að heiman á sunnu daginn, en komið að Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi á þriðjudagsmorgun aðallega til að leggjast vegna veðurs. Síðar um daginn héldu þeir út affcur á miðin og fengu þá þann afla sem í bátnum er, um 1 tonn allt veitt á hand- færL en á þriðjudagskvöldið bilaði vélin. Undu þeir þá upp segl og sigldu suður yfir fló- ann. Komust þeir allt suður undir Reykjanes. Sæmilegt veður var þangað til í fyrri- nótt en þá var hvasst og all- mikill sjór. Reyndu að gera við vélina. Allan tíman unnu þeir að því að koma vélinni í lag en það heppnaðis't ekki nema að litlu leyti, þeir geta ,,hreyft vélina“, eins og Gísli orðaði það. En það nægir ekki til að bjarga sér að landi. Burðar- lega á öxli er biluð. Rán kemur á vettvang. Þeir félagar urðu svo varir við’ landhelgisvélina Rán, sem leitaði þeirra í gærmorgun. Vélin kastaði niður orðsend- ingu í belg í taug og lagðist taugin yfir loftnet bátsins, en vindhviða feykti belgnum langt frá þeim og náðu þeir honum aldrei. Tveir starfs- menn landhelgisgæzlunnar voru niðri á bryggju að taka á móti þeim félögum í gær og röbbuðu við þá og spurðu hvort þeir.hefðu náð sendihg unni. Urðu þeir að svara því neitandi. Ekki kváðust þeir félagar hafa verið vissir um að verið væri að leita sín, en grunaði það þó, því að þeir höfðu gert ráð fyrir er þeir fóru að heiman að vera komn ir aftur til Keflavíkur á þriðju dag. Aldrei óttazt neitt. Gísli kvað þá félaga aldrei hafa óttazt um afdrif sín, reiknað með að þeir myndu geta bjargað sér á seglunum. Þeir hefðu raunar eiginlega ekkert sofið síðan vélin bil- aði, verið sífellt að reyna að koma henni í lag meðan þeir lónuðu um Faxaflóann. Flugmennirnir voru ekki vissir um að þarna væri Hring ur á ferð, en kváðu lýsinguna hafa staðið heima að mestu, en ógerningur að lesa skrásetn ingarnúmer eða nafn. Gísli hafði keypt bátinn héð an frá Reykjavík í febrúar í vetur og var hann enn með skrásetningarnúmeri héðan. Næst að hringja heim. ( Að síðustu fengum við að smella myndum af þeim skips félögum og voru þeir hinir kátustu á meðan á þeirri at- höfn stóð en kváðust ekki vera sérlega vel til þess fallnir að „sitja fyrir“. Við máttum ekki tefja þá lengur. Auðvitað þurftu þeir að komast í síma. Þeir höfðu enn ekki haft sam band heim. Síðan var að losa aflann. Því varð að ljúka áð- ur en hægt væri að leggjast til hvílu eftir ónæðissama sjó ferð. Jónatan Hallvarðsson, Torfi Hjar tarson, Björgvin Sigurðsson. — Samningar Framh. af bls. 1 hann til slíkan fatnað, enda er hann eign vinnuveitanda. •jf Vinnuveitendur skulu greiða i Styrktarsjóð Dagsbrúnar sem svarar 1% af útborguðu kaupi verkamanna fyrir dagvinnu til að standast straum af veikind- um og sjúkrakostnaði. Stjórn styrktarsjóðsins skal Bkipuð 6 mönnum. Dagsbrún og Vinnuveitendasambandið nefna hvort um sig 3 aðalmenn í stjórn íjóðsins og 2 varamenn. Sömu aðilar nefna hvor sinn endur- skoðanda sjóðsins. F æreysk-í slenzkt félag stofnað í Þórsliöfn FVRIR skömmu var stofnað í Þórshöfn í Færeyjum færeysk- Isienzkt félag. Tilgangur félags- ins er sá að styðja að, efla og auka menningarlegt samband Færeyinga og íslendinga. For- inaður félagsins var kosinn Sig- wrður Jóensen, lögþingsmaður. Hann er landsréttarlögmaður að atvinnu Einn þeirra stjómarmanna, er Dagsbrún tilnefnir . skal jafnan vera formaður sjóðsstjórnar, en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Stjórn sjóðsins annast vörzlu hans og ávöxtun. Heimilt er að ávaxta fé sjóðsins með kaupum á verðbréfum, tryggðum með öruggu fasteignaveði. Þá er og heimilt að verja fé sjóðsins til kaupa eða byggingar félagshúss Dagsbrönar, enda sé sjóðurinn eigandi hússins að því leyti. Ávallt skal þess gætt, að ráð- stöfun á fé sjóðsins fari eigi í bága við tilgang hans og verk- efni, er 'að framan greinir. — Nánari ákvæði um sjóðinn skulu sett með nýrri reglugerð. jr Samningurinn gildir til 1. júní 1962 og er uppsegjanlegur með 1 mánaðar fyrirvara. Verði samningnum þá eigi sagt upp, framlengist hann um 6 mánuði í senn með sama uppsagnarfresti, en jafnframt hækkar allt kaup- gjald skv. ákvæðum samningsins um 4% frá og með 1. júní 1962. Ac Hækki vísitala framfærslu- kostnaðar um 5% á tímabilinu frá gildistöku samnings þessa til 1. júní 1962 eða um 7% á tímabil inu frá gildistöku samningsins til 1. júní 1963, er Dagsbrún heimilt að segja kaupgjaldsákvæðum hans upp með 1 mánaðar fyrir- vara. ★ Verði breyting á lögfestu gengi íslenzku krónunnar, skal að ilum heimilt að segja samningn- um upp með 1 mánaðar fyrir- vara. ★ Þá fylgir samningnum sér- stök yfirlýsing Dagsbrúnar og vinnuveitenda, þar sem þessir að ilar lýsa sig sammála um, að verkamenn í samfelldri vinnu, — annarri en vinnu í fisk- vinnslustöðvum og vinnu við af- greiðslu skipa (að undanskilinni pakkhúsvinnu og vinnu á flutn- ingatækjum) — skuli fá greitt fast vikukaup frá og með 1. des. 1961. Reglur, sem settar verða um þetta atriði, skulu við það miðaðar, að vikukaupsmaður beri úr býtum eftir árið sem fast viku kaup, sömu upphæð og tíma- kaupsmaður, sem vinnur fulla dagvinnu alla virka daga ársins mundi fá greidda. væginu raskað og viðreisnin eyði lögð. En hér hefur tekizt, m.a. f skjóli úreltrar vinnulöggjafar, sem alls ekki svarar kröfum eg þörfum nútíma þjóðfélags, aS hleypa af stað kauphækkunar- öldu, sem er langt umfram það, sem atvinnuvegirnir geta þolað. Við megum ekki láta söguna frá 1955 endurtaka sig og láta marga mánuði líða svo, að verðbólgan sé látin gagnsýra og sýkja allt þjóð félagið. Við verðum að læra af reynslunni og gera nú á næstu vikum þær róttæku ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til að forða þjóðinni frá voða nýrrar verð- bólgu“. Afleiðingar kauphækkananna I forystugrein Alþýðublaðsins í gær eru nokkuð rædd þau vanda mál, sem skapast munu vegna þeirra kauphækkana, sem þegar hefur orðið og verða munu á næstunni. Segir þar m.a.: „Mestur verður vandinn í sam- bandi við útgerðina, er kauphækk anirnar eru orðnar almennar. tlt vegurinn selur vörur sínar a er- lendum markaði fyrir gjaldeyri, og að óbreyttu gengi og verði er- lendis fær útvegurinn ekkert fleiri krónur fyrir útflutningsvör ar sínar, enda þótt allur kostnað ur við útgerðina stórhækki við kauphækkanirnar. Þá vaknar spurningin: Hvernig á að bæta út gerðinni það tjón? Aðeins tvær leiðir koma til greina: Uppbætur eða gengislækkun. Hvort tveggja er slæmt. En aðra hvora leiðina verður að fara“. Sama forskrift Venjulega bregður svo við, þegar Tíminn hefur gengið lengra í kommúnistaáróðrinum en sjálf ur Þjóðviljinn, að hann þorir ekki annað en að taka dálitið hressilega upp í sig til fordæm- ingar á kommúnismanum. Þetta gerist m.a. í gær, en þá er farið svofelldum orðum um kommún- ismann á æskulýðssíðu blaðsins. „f framkvæmd hefur stefna kommúnismans orðið einræði, al veg eins og öfgastefnan til hægri, nazisminn. Hér á landi er ósjáU stæði kommúnista gagnvart stjórnendunum í Moskvu algjört. Þangað sækja þeir sínar fyrir- skipanir um starfsaðferðir“. Hinn ungi framsóknarmaður rekur þannig áróður kommúnista réttilega til valdhafanna í Kreml. Verður ekki annað sagt en að þetta sé illa gert gagnvart „gömlu“ framsóknarmönnunum, því að engu er líkara en að þeir og kommúnistar hafi nú um iangt skeið notað sömu forskriftina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.