Morgunblaðið - 30.06.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.06.1961, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 30. júni 1961 Daglegar SjástangaveiHiferdir Sjóstangaveiðin hl — Sími 16676 f Til sölu mjög ódýrt 4ra manna tjald, notaður svefn-poki, og gamall ferða-grammó- fónn. — Sími 33497. Djúpfrystir og ölkælir óskast til kaups. Uppl. í síma 14633. Til leigu hárgreiðslustofa á góðum stað. Uppl. í síma 23824. Hjón með eitt bam óska eftir 2ja herbergja íbúð strax. bppl. 1 síma 50855. Ibúð óskast Reglusöm hjón með 1 bam óska eftir 2ja herb. íbúð strax. Uppl. í síma 33977 milli kl. 1—4. Til sölu vegna brottflutninga ís- skápur og þvottavél, notað. Uppl. Granaskjóli 12. Sími 13536 i dag. Keflavík Til sölu Moskwitch bifreið í mjög góðu lagi. Árgerð 1955. Uppl. í símum 1505 og 1393. Austin 8 ’46 til sölu og sýnis í Akur- gerði 25. Vantar iðnaðarhúsnæði ca. 50—60 ferrn. fyrir létt- an iðnað. Tilboðum sé skil- að Mbl. fyrir næstu helgi, merkt: „Ljósmyndastofa 33 — 1483“. Hjólkoppur og krómhringur af felgu tapaðist á leiðinni Reykja- vik — Stokkseyri um Hell- isheiði. Finnandi vins'am- legast hringi í síma 22170 eða 37945. 4ra herb. kjallaraíbúð í Austurbænum til leigu nú þegar. Tilb. sendist Mbl. fyrir kl. 12 á sunnu- dag, merkt: „íbúð — 1686“. Herbergi og eldhús til leigu strax nálægt Mið- bænum. Tilboð sendist blaðinu, merkt: ,íbúð 1485‘. Unglingstelpa eða eldri kona óskast til að gæta bams seinni hluta dags. Sími 16813. Nýtt einbýlishús í Vogunum (raðhús) tii leigu með eða án húsgagna. Uppl. í síma 14218. Margrét Ásgeirsdóttir. í dag er 181. dagur ársins. Föstudagur 30. júni. Árdegisflæði kl. 06:30. Síðdegisflæði kl. 18:52. Slysavarðstofan er opin allan sólar- tiringinn. — Læknavörður L..R. (fyrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. Sími 15030. Næturvörður vikuna 25. júní til 1. júlí er í Laugavegsapóteki, — sámi 2 40 48. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7, laugar- daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Kópavogsapótek er opið alla vlrka daga kl. 9,15—8, laugardaga frá kl. 9:15—4, helgid. frá 1—4 e.h. Sími 23100. Næturlæknir i Hafnarfirði 24. júní til 1. júlí er Kristján Jóhann esson, sími 5 00 56. mniiR Biskupinn yfir íslandi, Herra Sigur- björn Einarsson verður fjarverandi úr bænum í dag og fellur því niður við talstími hans á biskupsstofu. Styrktarfélag vangefinna vill hér með jþakka íbúum Miðneshrepps fyrir mjög vinsamlegar móttökur, þá happ drættisbíll félagsins heimsótti þá s.l. þriðjudag. Ber sérstaklega að geta þess að i hverju húsi í Sandgerði og víðar I hreppnum voru happdrættismiðar félagsins keyptir. Jafnframt ber og að þakka hinum mörgu annars staðar sem brugðizt hafa við á sama hátt, er leit að hefur verið tU þeirra um kaup á happdrættismiðum. Karlakórinn Þrestir i Hafnarfirði efnir tU skemmtiferðar í Þjórsárdal á sunnudaginn. Er styrktarfélögum heimU þátttaka og ber að tilkynna þátttöku í dag i Bókaverzlun Böðvars. - MESSUR - Messað verður að Bessastöðum sunnu daginn 2. júlí kl. 2 e.h. Ungt fólk i1 frá Bandaríkjunum og Bretlandi á- samt skátum úr Hafnarfirði munu að stoða við guðsþjónustuna. Vænzt er góðrar þátttöku fólks úr Garðasókn. Bílar verða til taks við biðskýlið við Asgarð. Sóknarnefnd Garðahrepps. I Tekið á móti tilkynningum í Dagbók frá kl. 10—12 f.h. Framar enginn maður má minni gleði raska; trú þér festi ég einni á allíknandi flaska. Þitt mér brosið skærast skín, er skelfur negg af móði; þú hefur ein af ást til mín úthelt þínu blóði. Hart og biturt harmaél hryggu þrengdi geði, en þú hefir grátið þig i hel, það svo fengi gleði. Kristján Jónsson. tíLÖÐ OG TÍMARIT Blaðinu hefir borizt 2. tölubl. 13. árg. Æskulýðsblaðsins, en þaS kemur út ársfjórðungslega á vegum Æsku- lýðsnefndar Þjóðkirkjunnar, en form. hennar er sr. Bragi Friðriksson. Rit- stjóri er sr. Sigurður Haukur Guðjóns son, Hálsi Fnjóskadal. Blaðið er prent að og afgreitt á Akureyri. Af efni blaðsins má nefna Unga fólkið i frétt unum, sem er pistUl af erlendum vett vangi. Þá ritar sr. Ölafur Skúlason um æskulýðsleiðtogann og prestinn sr. Friðrik Friðriksson, en forsíðuna prýð ir mynd af honum. Kristján Jónsson bæjarfógetafulltrúi svarar spurningum um brúðkaup, sem fjalla um lögfræði leg atriði varðandi stofnun hjónabands og slit og réttindi og skyldur hjóna. Þá er erlend grein úr tímaritinu Alt for damerne eftir Dag Lénards og nefn ist ,,Eg treysti æskunni". Þá er pist- ill er nefnist „Vettvangur starfsins". Frú Rósa B. Blöndals ritar „Biblían og þú". Valdimar V. Snævarr ritar minningargreinar og Rafn Hjaltalin um íþróttir. Fleira efni er í blaðinu, sem er 32 síður að stærð, smekklega frá- gengið í litlu broti. Samtiðin, júlíblað, er komin út, mjög fjölbreytt og skemmtileg. Efni: Er stytting vinnuvikunnar sálrænt vandamál? Kvennaþættir eftir Freyju. Sér grefur gröf, þótt grafi (framhalds saga). Olíukóngurinn Jean Paul Getty. Skáldið og skruddan (smásaga) eftir Steinunni Eyjólfsdóttur. Ur ríki nátt úrunnar eftir Ingólf Daviðsson. Þar, sem drottningarnar ríkja o.m. fl. Þar á meðal fastir þættir. Forsíðumynd er af Glenn Ford og Ann Francis. Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum, tók til starfa dagheimili fyrir vangefin böm, sem gefið var heitið Lyngás og er til húsa að Safa mýri 5. Styrktarfélag vangef inna byggði heimilið og ann- ast rekstur þess. Blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti Lyngás fyrir nokkr um dögum. Þann dag hafði verið komið með 8 böm, en alis hefur verið sótt um vist fyrir 12 böra. Forstöðukonan taldi að með núverandi hús- rými væri unt að vista 16 börn Og það er spá manna að ekki verði langt að bíða að heim- ilið yfirfyllist, þar sem vitað er um f jölda vangeí inna oarna sem þarfnast hælisvistar. Húsakynni Lyngáss em til fyrirmyndar, einföld og þokka Ieg, prýdd fjölda Ieikfanga, sem börnin geta stytt sér stundir við. Fullbúnar eru tvær leikstofur af 5 væntan- Iegum, en auk þess rúmgóð snyrtiherbengi og hvíldarher- bergi. í hvíldarherberginu lá einn drengjannna á legubekk og steinsvaf; hafði orðið þreytt ur og fékk sér smáblund. Það gefur auga leið, að erf- itt er að ala upp vanheil böm á venjulegum heimilum og byrði aðstandendaima er þyngri en þeir raun- verulega geta staðið und- ir til lengdar. Það er þeim mikil hjálp að geta komið börnunum í ömgga gæzlu, þó ekki sé nema hluta úr degi. Lyngás er starfræktur síðari hluta dags, en þegar lokið er við að fullgera eldhúsið mun heimilið taka bömin í umsjá daglangt. Nokkrum erfiðlelkum veld- ur það, að félagið hefur ekki tök á að sækja bömin og skila þeim heim að kvöldi. Sögðu forráðamenn Styrktarfélags vangefinna að endanleg á- kvörðun um það atriði hafi ekki verið tekin og málið bíði úrlausnar. Meðfylgjandi mynd sýnir suðurhlið Lyngáss, hún var tekin þegar nokkrir smiðir voru að koma upp afgirtum leikpalli fyrir börain. Þegar vel viðrar geta bömin farið úr leikstofunum út á pallinn og notið sólar og sumars. JUMBO I INDLANDI Teiknari J. Mora Járnbrautarlestin fór al- veg til hafnarinnar, þar sem hr. Leó og nemendur hans flýttu sér að leita uppi skip, sem þau gætu haldið áfram ferðinni með. — Gerið svo vel, skipstjóri, hérna eru farmiðar fyrir mig og nemendur mína — og fyr- ir litla fósturbarnið okkar, sagði hr. Leó. Loksins voru þau raun- verulega á heimleið. Og nú áttu þau fyrir höndum nokkra rólega hvíldardaga á skipinu — vonandi. A.m.k. sagði hr. Leó við börnin í áminningar tón; — Ég ætla bara að biðja ykkur þess lengstra orða að reyna ekki að leita nýrra æv- intýra á leiðinni heim ....; taugar mínar þola ekki meira í bili! Jakob biaðamaður Eftir Peter Hoffman — Þú ert nú meiri hnefaleikarinn, Jakob! — Ég snerti þig ekki! En svo virð- ist sem þetta hafi gert það, Craig! — Er þetta ekki annað skíðið hennar ungfrú Heston? Meðal ann- ara orða, hvar er .... Ó, ó!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.