Morgunblaðið - 30.06.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.06.1961, Blaðsíða 5
Föstudagur 30. júní 1961 MORGUIVBLAÐIÐ 5 MENN 06 = MLEFN/= Við fréttum um daginn, að forseti Hæstaréttar Texas-rík is væri staddur hér í bænum, leituðum hann uppi og röbbuð um við hann stundarkorn. Við bjuggumst auðvitað við að hitta sólbrenndan náunga með barðabreiðan hatt, sex tommu vindil í munnvikinu og spora á fótum. Einungis það fyrsta reyndist rétt. Robert W. Calvert, en svo heitir forset- inn, er einkar vingjarnlegur og þægilegur í viðmóti, — eins og reyndar fiestir Banda- ríkjamenn — og skemmtilegur viðræðu. Hann hóf rabbið með því að gera gys að þeim hug- myndum, sem margir gera sér um Texasbúa, en þó kvaðst hann verða að viðurkenna sem sannur föðurlandsvinur, að leiðinlegt væri, að Texas skuli ekki lengur vera stærsta ríki Bandaríkjanna, eftir að Alaska bættist í hópinn. Hins vegar kvað hann Texasbúa hafa tfekið þessu karlmann- lega eins og jafnan, þegar voveiflega hluti bæri að hönd- um. — Menn mættu ekki gleyma því, sagði Calvert hæstaréttarforseti, að Texas er meira og fleira en ein alls herjar olíudælustöð. Það væri víðáttumikið og sérkennilegt land, fjölbreytilegt um lands lag, atvinnuhætti og menn- ingu. Síðan 1870 hefði íbúa- talan tífaldazt, stokkið úr 800 þús. upp í 8 millj. Á árunum frá 1940 til 1950 fjölgaði íbú- um t.d. 20.2%. Þjóðfélagið hef ur ekki við að sníða stofnun- um sínum stakka, því að þeir verða jafnhraðan of þröngir. Fátt þola Bandaríkjamenn verr en það, þegar þeim finnst að sér þrengt, svo að alltaf er verið að stækka og fjölga og auka og bæta alla hluti. I*ess vegna einkennist þjóðlífið af hraða og atorku. Við spurðum Mr. Calvert, hvernig stæði á ferðum hans hér. Hann kvaðst vera að koma frá Finnlandi, en félag Finna, sem áhuga hafa á bandarískum málefnum, bauð honum þangað á árshátíð sina. Hefði það verið hin vegleg- asta hátíð og staðið í tvo daga. Þeir hefðu nú tekið upp þann sið að heiðra eitt ákveðið riki á hverri árshátið, og hefði Tex as orðið fyrir valinu í fyrsta skipti — að sjálfsögðu. Var Calvert dómforseta síðan boð ið sem fulltúra ríkis síns. Áð- ur en hann Iagði af stað í för- ina, hitti hánn frú Allport vestur í Washington, en hún starfaði um tíma í bandaríska sendiráðinu hér í Reykjavík. Hafði hún sagt honum, að hann yrði að hinkra við á ís- landi, fyrst hann ætti leið þar um á heimleiðinni. Bar hún landi og þjóð svo vel sög una, að hann ákvað að vera hér um kyrrt nokkra daga, og sæi hann sannarlega ekki eft ir því. Hér hefði hann séð margt nýtt og kynnzt ýmsu. Hann hefði hitt marga íslenzka lagamenn, prófessora, dómara o. fl. Rektor Háskóla íslands, próf. Ármann Snævarr, hefði aðallega greitt götu sína hér. Við fórum nú að spyrja Mr Calvert um réttarfar og lög- gæzlu í Texas. Kvað hann þau mál öll afarflókin, enda fór það svo, að innan skamms jrugluðum við öllu saman, „city courts“, „justice of the peace courts“, „county coiurts“ „district courts“, courts of civ il appeals“, courts of criminal appeals“ og „supreme court“. Um dómsvið allra þessara dómstóla gilda nákvæmar reglur. Kvað hann það ein- kenna löggjöf Texas yfirleitt, hve nákvæm hún væri, allt út í einstök smáatriði. Stjórnar- skrá Texas mun líka hin Iengsta í heimi, eitthvað um 50 þús. orð. okkur virtist af öllu, að réttur borgaranna væri mjög vel tryggður með þessiu fjölþætta dómstólakerfi, enda mun sú hafa verið ætlun hinna vísu löggjafa. Sá, sem ákærður er, hefur nálega ávallt rétt til þess að krefjast kviðdóms. Sé kvið- dómur saman kvaddur, vilja hinir föstu dómarar yfirleitt sem minnst við úrskurði hans hrófla. Annað atriði, sem er frá'- brugðið réttarfari okkar, er það, að í Texas eru allir dóm arar frá hinum lægstu til hinna æðstu kosnir almennum kosningum. f hæstarétti („sup reme court“) sitja níu dóm- arar, forseti (,Chief Justices*) og 8 meðdómendur („Associ- ate Justices“). Þeir eru kosnir til sex ára í senn. Mr. Calvert hefur verið forseti sl. sex mán uði, en meðdómari í tíu ár þar áður. Kjörgengi í hæstaréttar dómarakosningum hafa allir lögfræðingar, sem orðnir eru þrítugir að aldri og hafa feng izt í tíu ár hið minnsta við lögfræðileg störf. Við spurðum Mr. Calvert, hvort ekki væri hætt við, að slíkar kosningar yrðu pólitisk ar, en hann kvað það afar sjaldgæft. Mjög oft væri að- eins um einn frambjóðanda að ræða, óumdeilanlegan hæfi leikamann, sem næstur stæði embættinu, en þegar kosið væri á milli manna, spyrðu kjósendur eingöngu um hæfni frambjóðanda. Pólitík skipti ( ekki máli. Þegar hæstaréttar ' dómari félli frá, setti rikis- stjóri nýjan dómara til bráða- birgða, en sá dómari væri nær alltaf kosinn á eftir. Sá, sem einu sinni er orðinn hæstaréttardómari, er svo oft ast endurkjörinn, meðan hon um endist líf og heilsa. —★— Þegar við kvöddumst, spurði dómforsetinn, hvort við hefð- um aldrei komið til Texas. Ljósmyndarinn kvaðst aðetlis hafa flogið þar yfir á leið til Kaliforniu. — Ekki skil ég, hva menn eru alltaf að gera til Kaliforn- íu, sagði Mr. Calvert, — þeim væri nær að koma til . . . . ' Jvoftleiðir lt.f.: í dag ©r Snorrl Sturlu son væntanlegur frá N.Y. kl. 06:30. Fer til Luxemborgar kl. 08:00. Kemur til baka frá Luxemborg kl. 23.59. Heldur áfram til N.Y. kl. 01.30. Þorfinnur Karlsefni er væntanlegur frá N.Y. kl. 06:30 Fer til Osló, Khafnar og Ham- borgar kl. 10:30. Leifur Eiríksson er væntanlegur frá Stafangri og Osló kl. 23:00 Fer til N.Y. kl. 00:30. Flugfélag íslands h.f.: Skýfaxi fer til Glasgow og Kaupm.hafnar kl. 08.00 í dag. Kemur aftur til Rvíkur kl. 23:30 í kvöld. Vélin fer til Oslóar, Khafnar ©g Hambdrgar kl. 10:00 í fyrramálið. Gullfaxi fer til Lundúna kl. 10:00 í dag. Væntanlegur aftuc til Rvíkur kl. 23:30 í kvöld Fer til Glasgow og Khafn ar kl. 08:00 í fyrramálið. Fimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss er í Rvík. Dettifoss er á leið til N.Y. Fjallfoss er í Rvík. Goðafoss er 1 Rvík Gullfoss kom til Khafnar 29. 6. Lagarfoss er á leið til ísafjarðar. Reykjafoss fór frá Keflavík 29. 6. til Hafnarfjarðar. Selfoss er í Rotterdam. Tröllafoss er í Rvík. Tungufoss er i Rvík. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: Katla er í Archangel. Askja er í Khöfn. Hafskip h.f.: Laxá kemur til Rvíkur í kvöld. Jöklar h.f.: Langjökull er í Egersund. Vatnajökull er á leiö til Antverpen. Skipadeild SÍS: Hvassafell fer frá Grimsby í dag til Onega. Arnarfell er í Rouen. Jökulfell er í Ölafsvík. Dísarfell er í Rvík. Litlafell er á leið til Rvíkur. Helgafell er á leið til Hels- ingfors. Hamrafell er í Batumi. Nýlega hafa opinberað trúlof un sína Jódís Norðmann, Eiríks- götu 31 og Guðmundur Guð- mundsson, í. Guðmundssonar ráð herra, HafnarfirðL Sextugur er í dag Þorsteinn Steinsson, vélsmíðameistari, Ása vegi 14, Vestmannaeyjum. Vegur letingjans er eins og þyrn gerði, en gata hreinskilinna er brauti vegur. Hógvært hjarta er líf líkamans, t ástriða er eitur í beinum. Sá, sem elskar aga, elskar þekkin en sá, sem hatar umvöndun, er heím: ur. Orðskviðirnir. S36 ■ — Uss — þetta gerir ekkert til Það er bara þessi kjánalega nekt ardansmær, sem er núna á dag- skrá í sjónvarpinu. — Hve margar gráður eru hér inni? — 14, herra forstjóri. — Og úti? —7, herra forstjóri. — Opnið þá gluggann maður og hleypið þessum 7 gráðum inn. Ýstrubelgurinn: Segðu mér, Pési minn. Er ég í bláum eða rauðum inniskóm? — Kvenfólkið vill ekki giftast nú orðið. — Af hverju dregur þú álykt- un? — Ég hef spurt svo margar. A T H U G I Ð að borið saman "5 útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. — D&nskur maður óskar eftir plássi á skipi, sem matsveinn. Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „1486“. Síldarsöltunarstúlkur vantar til \ Siglufjarðar og Raufarhafnar Upplýsingar í síma 34580. Gunnar Halldórsson NBD VIII Hin 8. ráðstefna Norræns byggingardags hefst f Kaupmannahöfn 18. september n.k. Efnt verður til hópferðar, ef næg þátttaka fæst. — Allar upplýsing- ar varðandi ráðstefnuna veitir Byggingaþjónusta A.L og Gunnlaugur Pálsson, arkitekt. — Tilkynning um þátttöku þarf að hafa borizt fyrir þann 10. júlí n.k. Stjórn NBD. NauBungaruppboB Vörubifreiðin G-1017, Ford 1941, eign þrotabús Jóns Kr. Gunnarssonar, verður seld á nauðungar- uppboði, sem fram fer við lögreglustöðina í Hafn- arfirði í dag, 30. júní kl. 14. — Einnig verða seldar 7—8 nýjar presenningar. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði Vegna sumarleyfa verður skrifstofu og afgreiðslu lokað í júlí-mánuði. Eftirlits og viðgerðamaður fyrir Facit-skrifstofu- vélar: Sigurður Hafsteinn, sími 3-5989 tekur á móti véla-pöntunum, sem þurfa að afgreiðast strax. Facif skrifstofuvélar ; G.M. Björnsson hf. Skólavörðustíg 25 — Beykjavík Happdrœtti — ferBalög Nýtt happdrætti óskar eftir sölufólki til að aka í söluferðalög út á land í sumar. Hentugt fyrir ung hjón eða kærustupar. —- Aðeins traust og fullkom- lega áreiðanlegt fólk kemur til greina. — Þeir, sem áhuga hafa á þessu, komi í dag í Hafnarstræti 15, 3. hæð milli 4—7 (Skrifstofa Málaskólans Mímis). Frekari upplýsingar í dag og næstu daga í síma 2-28-65. Heilsuhœli Náttúrulœkningafélags Islands, Hveragerði auglýsir Tökum á móti sumargestum, veitum nuddlækningar, leirböð og ýmiss konar ljósböð. Auk þess eru á staðnum finnsk baðstofa og sundlaug. Læknir hælis- ins, Högni Björnsson er til viðtals daglega. Eina hressingahæli landsins, sem framleiðir ein- ungis 1. flokks jurtafæðu. Lausar máltíðir á mat- málstímum fyrir ferðafólk. — Pöntunum veitt mót- taka á skrifstofu hælisins, sími 32, Hveragerði og 16371 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.