Morgunblaðið - 30.06.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.06.1961, Blaðsíða 11
Föstudagur 30. júnl 1961 MORGIJTSBLAÐIÐ 11 var nú karl í lagi, og vissi hvernig hann átti að vinna. — Hyggstu vinna lengi enn? — Nei, ætli það. Ég held þó áfram í a. m. k. eitt sumar ennþá. H3k „Búnar að salta í alla nótt“ Við yfirgefum síldarplönin, og göngum eftir Suðurgötunni en þaðan sér yfir margar sölt- unarstöðvar. Þar er enn ys og þys, en víða er söltun lokið þann daginn. Á götunni rek- umst við á tvær blómarósir, sem skáima vígalegar í gulum olíusvuntunum með hnífa og saltdiska í hendi. Þær ætla greinilega að salta meira í dag. Ungfrúrnar heita Rosemarie Vilhjálmsdóttir og Margrét Magnúsdóttir, báðar frá Siglu firði. Rosemarie segist vinna í ullarverksmiðjunni Framtíð- inni á Frakkastíg í Reykjavík, en Margrét kveðst vera heima sæta á Siglufirði. — Búnar að salta lengi? spyrjum við. — í alla nótt og í morgun. hann. — Þegar ég byrjaði að salta fékk ég 30 aura fyrir heiltunnuna og 15 aura fyrir hálftunnu. Ég byrjaði að salta hjá Norðmönnum hér á Siglu- firði. Ég fór einn daginn nið- ur á bryggju, eins og krakkar gerðu, til þess að salta. Ég 'byrjaði á því að salta í heil- tunnu, en stærðin á manni var nú ekki meiri en svo, að ég náði ekki niður á botn tunn- unnar og stakkst á hausinn Of- an í. Ég gleymi því aldrei að þá hleypur Torfi í Bakkavík framhjá, kallar á verkstjórann og segir, þessi mikli síldar- maður, að ég yrði að fá að salta í hálftunnur, og það fékk ég. — Hvað aðhefstu á vet- urna? — Ég fæst við smíðar á milli síidarvertíða, segir Jó- hann, og má nú ekki vera að því að sinna forvitnum blaða- manninum meira í bili. >íss „Mikið fjör . . .“ Og ekki má gleyma bless- uðum síldarstúlkunum. Um þær hefur mikið verið kveðið og sungið, og það, sem bezt hefur verið um þær sagt í bundnu máli og óbundnu, er ekki öfmælt, eða a. m. k. varð ekki annað séð á þessum sól- skinsdegi á Siglufirði. Á Ásgeirsstöð hittum við eina blómarósina, Kristínu Auðunsdóttur frá Selfossi, þar sem hún saltar af miklum móð. — Hvernig gengur? "<■- — Búin að salta fjórar tunn ur í dag, og er að klára þá fimmtu. Annars er þetta ekk- ert að marka, ég er búin að vera svo stutt í þessu. Þetta inu gamla. Ég man ekki ár- talið, en ég mun hafa verið um þrítugt þá. Ég hefi síðan verið beykir og alltaf á Siglu- firðL — í hverju er starfið nú fólgið? — Eg stafset, set botna í tunnur og ýmislegt fleira. — Er þetta erfitt starf? — Nei, ég fer mér hægt. Við vorum að koma frá því að hvíla okkur. Aðspurð segir Rosemarie að hún hafi saltað í rúmlega 50 tunnur til þessa, en Rose- marie í 31 tunnu. — Þið hafið saltað áður, innfæddir Siglfirðingarnir? — Jú, við höfum gripið í það áður! Ólafur Ragnars — Byrjað fyrr. er fyrsti dagurinn. — Hefurðu saltað síld áður? — Nei. — Gaman? — Mikið fjör. Ekki til betra! — Hvað fæst fyrir tunnuna? — 30 krónur. — Hvað ertu lengi með tunnuna? — Ég veit það eiginlega ekki, og ég vil a. m. k. ekki láta skrifa um það. — Ætlarðu að vera lengi á Siglufirði. — Hálfan mánuð. Ég er í sumarfríi, en vinn annars hjá Prentsmiðju Suðurlands á Sel fossi við bókband o. fl. — Þurfti^kki að kenna þér að leggja síldina í tunnurnar? — Ég kunni þetta eiginlega áður en ég kom. Þetta er eng- inn vandi, segir Kristín, tekur nú til við að salta í tunnuna á nýjan leik Og gefur með því til kynna að viðtalið sé á enda. Beykir hjá Gránu Beykisiðn er hartnær út- dauð og gleymdur hlutur nú í dögum, og heyrir því fortíð- inni til. Enn eru þó nokkrir hagleiksmenn til, sem lærðu þessa iðn á sínum tíma og stunda enn. Elzti beykirinn á Siglufirði heitir Kristján Sjöby, 72 ára gamall, og hitt- »m við hann á einu síldar- planinu, þar sem hann var við vinnu sína. — Hvenær hófstu beykis- störf, Kristján? — Það var hjá Gránufélag- Rosemarie Vilhjálmsdóttir og Margrét Magnúsdóttir ■ og verksmiðjustúlka. ■ heimasæta — Eru fleiri í ættinni, sem stunda beykisstörf? — Runólfur bróðir minn er beykir hjá Tunnuverksmiðj unni. Hann hefur verið beykir alla sina tíð eins Og ég. Pabbi var danskur beykir í Kaup- mannahöfn, fluttist síðan hing að og hjá honum lærði ég. Hann vann þá hjá Gránu. Það — Hvar saltið þið? — Hjá Sunnu, og nú megum við ekki vera að þessu lengur, segja blómarósirnar, og eru roknar af stað fyrr en varir. 30 krónur fyrir tunnuna, hm, það er ekki að undra þó þeim liggi á| — h.h. Geta ekki annað móttökum Sendiráð fslands erlendis haftl tjáð ráðuneytinu að talsverð brögð séu að því að fólk skrifi eðá sími og biðji sendiráðin að taka á móti flugfarþegum á flug velli. Nú háttar svö til víða, einkum í stórborgum, að það getur tekxð 1—2 klst. að komast úr miðbæ út á flugvöll, og getur slíkt ferða lag því með bið á flugvelli tekið 3—5 klst. Er augljóst að til þessa hafa sendiráðin ekki nægiíegt starfslið. Það eru því tilmæli þeirra að brýnt verði fyrir ferða fólki, að ekki er hægt að ætlast til slíkrar fyrirgreiðslu nema í sérstökum tilfellum, enda víðast hvar auðvelt fyrir ferðamenn að komast inn til borganna með venjulégu móti. (Frá utanríkisráðuneytinu) íslaus siglingaleið til Grænlands EITT hinna veglegu íshafsskipa Lauritzsens skipafélagsins í Kaup mannahöfn, Kista Dan, kom hing að til Reykjavíkur í gærkvöldi, — á ytri höfnina, til að sækja far þega til Grænlands. Kom skipið frá Angmagsalik með tæploga 30 farþega og fór þangað aftur, eftir mjög skamma viðdvöl hér með yfir 30 farþega. Skipstjórinn á skipinu hafði skýrt frá því, að á leiðinni milli Reykjavíkur og Angmagsalik væri enginn ís og siglingaleiðin greiðfær. Á sunnudaginn er svo íshafsfarið Magga Dan væntan- legt frá Grænlandi með um 40 farþega. Munu þessi heimskunnu íshafsför koma hingað og sækja farþega til Grænlands með sttuttu millibili nú næstu vikurn ar. Greiðasala á Hellissandi Stykkishólmi í MAÍ mánuði sL var á Hellís- sandi opnuð gisti og greiðasala í svonefndri Breiðfirðingabúð. Eru öll thúsakynni hin vistlegustu og er hægt að taka á móti hóp- ferðum og öll afgreiðsla á hinum bezta mælikvarða. Veitingasalur er mjög rúmgóður og kappkost- að að veita þes bezta þjónustu. Ungur dugnaðarmaður rekur þessa veitingasölu og gistihús. Vilberg Skarphéðinsson sem þar ei verzlunarstjórL Ferðamannastraumur eykst stöðugt á Hellisand og Snæfells- nes yfirleitt og er það að vonum og engir sjá eftir að eyða þar nokkrum dögum í fögru um- hverfi. Er það fagnaðarefni þeim sem þarna fara um að eiga aðgang að svona ágætri ferðamannaþjón- ustu. — Fréttaritari. Kommúnistar fölsuðu kosningar LONDON, 28. júní (Reuter) — Brezkur dómstóll felldi í dag þahn úrskurð, að kommúnistar í brezka rafvirkjasambandinu hefðu haft ólögleg afskipti af kosningum til stjórnar í sam- bandinu árið 1959 og misnotað aðstöðu sína með ýmsum hætti síðan. Fjórtán menn í sambandsstjórn inni voru kærðir og þeim gefið að sök að hafa falsað kosningarn ar. Níu voru sýknaðir af kær- unni en hinir sagfelldir meðal annars forseti sambandsins Frank Foulkes og framkvæmda- stjórinn Frank Haxell. Þess er vænzt að dómstóllinn muni í næstu viku taka ákvörð- un um, hvort nýjar kosningar skuli fara fram í sambandinu og hverjum viðlögum hinir sak- felldu skuli sæta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.