Morgunblaðið - 30.06.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.06.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVKRLAÐIÐ Föstudagur 30. júní 1961 •• • SEINT síðastl. sunnudags- kvöld lögðu sex brezkir vísindamenn af stað á smá plast-kænu frá veðurathug anastöð sunnarlega á Jan Mayen norður með eyj- unni til jöklamælinga. Kl. fimm á mánudagsmorgun kom fararstjórinn, dr. Frank John Fitch, þjak- aður mjög til byggða. — Hafði hann þá sorgarfregn að færa að hvirfilvindur hafi velt bátnum er þeir voru staddir um 200 metr- um frá ströndinni skammt frá veðurathuganastöðinni og hafði hann einn komizt lífs af til lands. Veður var gott þegar leið- angursmenn lögðu af stað um kl. 10 á sunnudagskvöídið og dauður sjór. Farartækið var 12 feta bátur úr trefjaplasti Mynd þessi var tekin er leiðangurinn var að leggja af stað frá Skotlandi 10. júní sl. Þeir, sem merkt er við með krossi, fórust er bát þeirra hvolfdi og eru talið frá vinstri): John Booth, John Fraser, Feter Smith, Cyril Smith og John Cole. Örin bendir á dr. John F. Fitch, sem bjargaðist. 5 vísindamenn drukkna í Íshafinu knúinn tveim sex hestafla ut- anborðsmótorum. Er þeir voru komnir skammt frá landi lyfti vindhviða bátnum að framan, svo hann tók inn sjó að aftan. Dr. Fiteh ákvað þá að snúa aftur til lands. En á leið til strandar lenti önnur vind- hviða á bátnum og velti hon- m íynti til Iands. Vísindamennirnir sex lentu illir í ísköldum sjónum og að Því er Fitch segir reyndu að synda til lands. En Fitch var sá eini sem komst af. Hann telur sig hafa verið um 15 mínútur að synda þessa 200 metra upp að klettóttri strönd inni skammt fyrir norðan veð urathugunarstöðina. Enn er ekki vitað með vissu hvernig Fitch fór að er hann kom til lands. Þarna eru svo til lóðréttar fjallshlíðar í sjó fram. En einhvernveginn heí- ur hann náð þar handfestu og getað dregið sig upp úr sogi sjávarins og klifrað upp á slétt lendið fyrir ofan. Þar hefur hann sennilega fallið í yfir- lið og legið um stund. Hann kveðst svo hafa farið að svip ast um eftir félögum sínum. En hann sá að hann gat ekk- ört gert þeim til hjálpar og hélt því af stað til norsku veðurathugunarstöðvarinnar. Átta klukkustundum eftir að Fitch lenti í sjónum, staulað- ist hann inn á veðurathugun- arstöðina og var þá aðfram- kominn. Leitin hefst. Fitch hafði fengið taugaá- fall og var mikið kalinn. Hann missti meðvitund við komuna á athuganastöðina og var lengi rænulaus. Var því erfitt að komast að því hvað hafði komið fyrir. Hann gat þó strax skýrt frá því hvar slys- ið varð og var þegar sendur björgunarleiðangur á slysstað inn. Þrír menn fóru á smá- báti til að leita fimmmenn- inganna, sem saknað var. Þeir fundu slysstaðinn og slóð Fitch þar sem hann hafði far ið á land. Litlu norðar fundu þeir bát visindamannanna og ýmsa muni, sem rekið hafði En þeir sáu ekkert til fimm- menninganna og eftir sex tíma leit sneru þeir heim. Seinna komu starfsmenn Loranstöðvar, sem er á aust- urströnd eyjunnar, til að að- stoða við leitina, en árangurs laust. Vísindamennirnir voru allir þátttakendur í sérstök- um leiðangri frá Birkbeck Dr. John Frank Fitch College við Lundúnaháskóla. Tilgangur ferðarinnar var að vinna að landfræði og jökla- rannsóknum og einnig að gera uppdrátt að norðurhluta eyj- unnar. Naut leiðangurinn fjár hags stuðnings frá Atlantshafs bandalaginu, Royal Society og Konunglega Landfræðifélag- inu brezka. Ekki í fyrsta sinn. Dr. Frank John Fitch hefur verið kennari við Birkbeck College frá því 1953, er kvænt ur og á þrjú börn. Árið 1959 var hann aðstoðar fararstjóri leiðangurs, sem Lundúnahá- skóli sendi til Jan Mayen. Hann komst þá tvívegis í f GÆRDAG var nokkrum gest- um boðið að skoða nýja aðferð til geymslu matvæla, svonefnda frostþurrkun. Er hér um að ræða aðferð sem Vickers-Armstrong, hið heimskunna brezka stórfyrir tæki á sviði ýmiskonar véla-fram Ieiðslu, t. d. flugvéla, hefur inn- leitt á sviði matvæiaframleiðslu. hann krappann og munaði minnstu að hann missti lífið. Annað skiptið var hann á leið norðureftir við annann mann á plast-kænu af sömu gerð og þeir notuðu nú. Þá höfðu þeir aðeins einn sex hestafla utan- borðsmótor. Á heimleiðinni, er þeir voru staddir skammt frá veðurathuganastöðinni, bilaði vélin og bátinn rak á haf út. Þeir gripu til áranna og höfðu róið lífróður í fimm tíma þeg ar maður nokkur, sem sat við glugga veðurathuganastöðvar- innar og horfði út á sjó sá til þeirra af tilviljun, Svo unnt var að bjarga þeim á land. Seinna sama sumar brugðu leiðangursmenn sér til Norður Noregs og átti norska íshafs- skipið Polarbjörn að sækja þá þangað. En skipinu seinkaði og voru Bretarnir vistalitlir, er þeim varð loks bjargað. Varaðir við Leiðangursmenn höfðu tví- vegis verið aðvaraðir um að hætta sér ekki á sjó í smákæn um við Jan Mayen. Fyrsta að vörunin var send 1959 eftir hrakninga dr. Fitch. Þá var leiðangursmönnum sagt að það gengi sjálfsmorði næst að leggja í svona sjóferðir. — Seinni aðvörunin var gefin er þessa árs leiðangur sótti um leyfi til norskra yfirvalda um að stunda rannsóknir á Jan Mayen. Þá var þeim tilkynnt að þeir yrðu að tryggja betur öryggi leiðangursmanna en gert hafði verið 1959, því á eyjunni væri ekkert um björg unarútbúnað. ÞESSIR FÓRUST: Peter Smith, 23 ára, nem- andi við Imperial College. Cyril Martin Smith, 25 ára jöklakönnuður frá sama skó’a. John Robertson Fraser, 24 ára, jöklafræðingur. John David Booth, 24 ára, jöklafræðingur. John Frederick Cole, 39 ára, sem stjórnaði fjarskiptastöð leiðangúrsins, ljósmyndun og bátsferðum. • Frostþurrkaðar rækjur Hörður Ólafsson lögmaður er umboðsmaður þessara verk- smiðja hér á landi og gerði hann gestum nokkra grein fyrir þess- ari áður óþekktu aðferð hér á landi, til geymslu matvæla. Hafði hann á boðstólum íslenzkar rækj ur er höfðu verið frostþurrkaðar. — Op/ð bréf Framh af bls. 6. ar, og hefði hann þá orðið þess vís, án alls efa, að á þeim bletti væri dulinn svo frumhelgur ör- lagastaður í tilveru sinnar þjóð- ar — hvort mundi hann þá hafa lagt til, í því landi, að sá staður yrði framseldur sér- deilislega til þess að gefa fé- pyngjumönnum háa vexti? Það er hægt að kaupa hinar dýrustu lóðir fyrir hrútspungafé. En fyr- ir það fé er aldrei keypt þjóðar- sæmd, ekki hamingja þjóðar, ekki hrein samvizka, ekki and- legt líf, ekki velferð vaxandi sálar. Aftur vil ég mæla til yðar, herra prófessor: Þér standið nú fótum á dularfullum helgistað fáheyrilegrar smáþjóðar, hinum fyrsta gróðurreit nýrrar þjóðar og afbrigðilegrar menningar, sem spratt með fádæmum, varð stærri þjóðum eftirsótt eign og metnaður, en sjálfir urðum vér févana. Þessi frumhelga jörð, lítill blettur, ber í sér mikil og óræð örlög. Þér hafið gengið beint og ó- umflýjanlega inn í sjálfa sögu þessa lands. Þér komist ekki aft- ur út úr þeirri sögu. Hvernig sem yður farnast í ráðum, þá vitum vér allir harla vel, að þeir sem yður kvöddu til verka, þeir munu segja: Við ráðum, við réðum! En það getið þér ekki sagt og munuð ekkí segja. Yður verður þakkað, eða um kennt. Ef illa tekst munu íslendingar segja, að enginn nauður rekur yður til, göfugan danskan mann, að verða kenndur við þau ráð, að bræða skuli gullhorn hinnar ís- lenzku þjóðar — ef slíkt á að verða. Vita megu þér það, að þeir menn eru hér til og munu til verða, að spyrja munu sína trúnaðarmenn, um allt sem illa tekst: Hvort eru þetta ráð hins danska meistara? Og fast verð- ur gengið eftir svarinu. — Mað- ur, sem einnig þekkir nokkuð þessa veröld, svo og mína þjóð, hann ræður yður af hjarta: Gangið svo frá hverju einu atriði á hreinum pappírum, að is- lenzkt þjóðerni felli aldrei á / yður neina sök. Því að þjóð vor J er langminnugust þjóða. Jafnframt því sem bréf mitt birtist hér í blaðinu, afhendi ég yður þýðingu af bréfinu á yðar tungu, auk nokkurra kafla úr greinum mínum, þeim sem eink- um snerta það sem í bréfinu ræðir um. Yðar einlægur Helgi Hjörvar Þær höfðu verið veiddar vestur í ísafjarðardjúpi. Rannsóknar- stofa Fiskifélagsins hafði annast pökkun þeirra og sent þær til Bretlands, þar sem þær voru síðan frostþurrkaðar. Hörður lýsti frostþurrkuninnl m. a. á þá leið, að hún byggð- ist á því að ísinn bráðnar ekki við hita en verður samstundis að gufu, ef loftþrýstingur er minni en 4 mm. Maturinn er frystur í venjulegu frystihúsi og komið fyrir í loftþéttum skápum eða ofnum. Hitaplötur þrýsta á mat- inn að ofan og neðan, en á milli þeirra og matarins er komið fyrir nokkursskonar vírneti. Kemst gufan í burtu eftir göngum í vír- netinu. Loftinu er dælt úr skápn- um, allt niður í 1 mm þrýsting, hitinn settur á , og þurrkast þá maturinn á ca. 6 tímum. Hann er að því búnu pakkaður í loftþétt- ar umbúðir úr plasti eða öðru efni og geymist þannig óskemmd- ur án frystingar svo árum skipt- ir. Fullyrt er, að hann missi einskis í bragði eða gæðum, breyt ist ekkert nema þunginn, um allt að 90%. Rækjurnar sem gestirnir neyttu höfðu verið bleyttar upp í vatni í tvær mínútur og voru tilbúnar til neyzlu. Kvaðst Hörður telja að hér væri um að ræða fram- leiðslumáta, sem vert væri að gefa gaum. Létu gestir hið bezta yfir rækjunum og var mikið una þetta rætt og af miklum áhuga. Ströndin hjá veðurathuganastöðinni. Ný geymsluaðferð; IsSenzhar rsekjur irostþurrkaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.