Morgunblaðið - 30.06.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.06.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 30. júní 1961 YFIR sumarmánuðina minnir Sigluf jörður einna helzt á gull grafarabæ í Klettafjöllum, likt og þeir litu út á 19. öld- inni. Að vísu er þar ekki leit- að gulls, heldur þess, sem títt hefur verið kennt við annan góðmálm, silfur hafsins, síld- inn.i Á sumrin vinna menn við undirstaða afkomunnar yfir árið. Allir græða á síldinni . .. Það er sólskinsdagur á Siglu- firði, er við komum niður í bæinn. Fátt fólk er á ferli á aðalgötunum, en við höfnina er ys og þys. Inni í verzlun Kristín Auðunsdóttir — Sumarfrí ið notað til að salta síld. síld á Siglufirði, dreymir síld, hugsa um síld, tala um síld, borða síld og, ef heppnin er með, græða á síld. Og síldin kemur víðar við en á söltunarplönum eða í verksmiðjum. Aðkomufólk flykkist til staðarins til vinnu, verzlun Og viðskipti taka mik- in fjörkipp, sem oft reynist helzt viljum við 18% feita síld. — Er ætlunin að bíða lengi eftir því að hún fitni? — Það er ekki gott að segja. Við sjáum til hvort ekki ræt- ist úr þessu eftir helgina. rtw Lízt vel á sumarið Það er líflegt á öllum sölt- unarstöðvunum við höfnina. Þær eru alls 21 talsins, og það er saltað í gríð og ergi, enda hafa mörg skip komið til hafn- ar með síld, og von á fleirum. Á söltunarstöð Sigfúsar Bald- vinssonar hittum við einn eig- enda, Snorra Sigfússon, og spyrjum hann hvað hann álíti um veiðihorfur í sumar. — elsti beykirinn Kristján Sjöby nokkurri hittum við tvær litl- ar telpur, 9 og 11 ára gamlar, með fangið fullt af tómum gos drykkjaflöskum, flestum ó- hreinum og ötuðum salti. Að- spurðar segjast þær hafa „fundið“ flöskurnar á söltun- arplönunum, þar sem stúlk- urnar hamast við að salta. En fyrirhyggjan er lítil, og telp- urnar verja peningunum til þess að kaupa ís. Já, það græða allir á síldinni á Siglu- - firði. Nóg sól, en mögur síld f grasbrekku fyrir neðan kirkju bæjarins liggja þrír menn og sóla sig. Einn þeirra hefur Göteborg-Posten undir höfðinu, enda er hér um sænska síldarkaupmenn að ræða. Þeir eru nýkomnir til staðarins, og ætla að kaupa 20 þúsund tunnur af síld fyrir sænska fyrirtækið Abba í Stokkhólmi. — Það er nóg sólin hér, segja þeir, — en síldin er of mögur ennþá, aðeins 12—14% feit. — Hvað viljið þið feita síld? — Ekki minna en 16% og — Það er ekki tímabært að spá um útlitið, segir Snorri, — en ég verð þó að segja að mér lízt vel á sumarið í heild. Ég er þó ekki hrifinn af þess- ari síld, sem nú berzt á larid, hún er of smá og mögur. Síld- in við Kolbeinsey virðist hins vegar góð, og kömi hún upp á yfirborðið, fáum við ekta N orðurlandssíld. — Og þið saltið samt? — Já, við erum að salta sykursíld á eigin ábyrgð fyrir innanlandsmarkað í dag. — Hvað hefur mikið verið saltað hér? — Með því, sem við eigum von á í dag, ætti það að ná 1500 tunnum, segir SnorrL Ekkert á sama tíma í fyrra Á næstu bryggju hittum við fyrri Ólaf Ragnars, sem þar hefur sína söltunarstöð. . — Hvað hefur mikið verið saltað hér, spyrjum við Ólaf. — Við erum búnir að salta um 500 tunnur. Um þetta leyti í fyrra var söltun ekki hafin, og heildarsöltunin hjá okkur í fyrra var aðeins 1500 tunnur, svo útlitið er ekki sem verst. — Er ekla á söltunarfólki? — Já, segir Ólafur. — Eins Og er vantar okkur 15 sölt- unarstúlkur, og ef síldin fer að hrúgast upp, þá verður vafalaust ekla á karlmönnum líka. Þegar við höfum heimsótt nokkur síldarplön til viðbótar, kemur það greinilega í ljós, að tilfinnanlegur skortur er á fólki til starfa, einkum vantar söltunarstúlkur. Flestir vilja ráða 10—15 stúlkur til við- bótar. En þegar þetta er rit- að, er farið að rætast úr með fólkið, og trúlega verður næg- ur mannafli á Siglufirði í sum ar til að fást við síldina. Byrjaði lánsárið mikla Á söltunarstöðinni Dröfn hittum við fyrir einn af eig- endunum, Kristján Ásgríms- son,. sem mikla reynslu hefur að baki í síldarsöltun. — Ég var 15 ár skipstjóri á síld, hákarli og þorski, seg- ir Kristján, — og síldarsölt- un hefi ég verið við í 30 ár. — Hvernig var síldin veidd í gamla daga? — Ég veiddi aldrei síld nema í reknet, segir Kristján. — Þá var reknetaveiðin yfir sumarið venjulega 1100—1400 tunnur, og þótti gott. — Hvað um kraftblökkina? — Mér lízt geysi vel á hana, og tel hana gjörbyltingu í síld- veiðum. Hinsvegar hefi ég ímugust á þessum nýju síld- Kristján Ásgrímsson — lánsárið mikla. arleitartækjum. Ég held þau styggi síldina. Það eru aðeins fyrstu skipin á vettvang, sem fá sild, en síðan stingur hún sér til botns, er flotinn kem- ur. Þetta kom ekki fyrir í Jóhann Sigurjónsson — 30 aurar á tunnuna gamla daga. Svo er mér líka næst að halda að straumarnir frá þessum nýju tækjum drepi átuna, og þess vegna er síld- in svona horuð, er líða tekur á sumarið. Það væri kannski happadrýgst að kasta eftir auganu eins Og gert var 1 gamla daga. — Hvenær hófstu fyrst síld- arsöltun? — Það var lánsárið mikla 1930, þegar síldareinkasalan gamla fór á hausinn. Ég byrj- aði þá að salta á eigin reikn- ing, og hélt því áfram allt til 1946 að söltunarstöðin Dröfn var stofnuð, en ég er þar einn eigenda. Stakkst ofan í tunnuna Á söltunarstöðinni Sunnu hittum við Jóhann Sigurjóns- son verkstjóra. — Lengi unnið við síldar- söltun? — Frá því að ég var sjö ára gamall, segir Jóhann. — Ég átti hálfrar aldar síldarafmæli í fyrra. Á sjó hefi ég þó aldrei komið, en haldið mig eingöngu að söltun. — Fékkst ekki lítið fyrir uppsaltaðar tunnur í gamia daga? — Víst er það, segir Jó- Snorri Sigfússon Líst vel á sumarið ,Af hverju notarðu ekki hærri stígvél Gudda?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.