Morgunblaðið - 30.06.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.06.1961, Blaðsíða 2
2 MORGXJTSBLAÐIÐ Föstudagur 30. júní 1961 Iðja semur án verkfalls /* NAIShnútor S* SV SOhnútar H Snjókoma 9 06i *** V Sirúrir R Þrumur ’W&S, V\ !| Ni HHmt É L*Laq» | M 6 I9SI hl. 6 1 .£000 M l(M Almennar kauphækkanir og hlutlaus stjórn sjúkrasjóðs 1 GÆRKVÖLDI undirrituðu samninganefndir Iðju, félags verksmiðjufólks og Félags íslenzkra iðnrekenda nýjan kjarasamning. Er samkomulagið gert að áskildu samþykki félagsfunda. Iðja heldur fund í kvöld kl. 20.30 til þess að fjalla um samkomulagið, en fundarstaður var óákveðinn í gærkvöldi. Fundur FÍI verður í Þjóðleikhúskjallaranum og héfst kl. 3 í dag. Samkomulagið var ekki hirt í gær- kvöldi, en samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðinu tókst að afla sér, eru helztu ákvæði þess sem hér segir: • Samningurinn gildir til 1. júní 1962 og er uppsegj anlegur með 1 mánaðar fyrirvara. Verði honum eigi sagt upp þá, fram- lengist hann um 6 mánuði í senn með sama uppsagnarfresti, en jafnframt hækkar kaupgjald sam kvsemt ákvæðum samningsins um 4% —frá og með 1. júní 1962. • Loks eru í samningnum heim ildarákvæði til uppsagnar vegna hækkunar vísitölu framfærslu- kostnaðar og gengisbreytingar. Eru þau ákvæði sams konar og í öðrum samningum, sem gerðir hafa 'verið að undanförnu. í gær var A- og SA-átt á fyrir norðan. Á norðurmiðum , .. . , ... _ var gola eða kaldi og þoka til ’ 6 hafsms. Lægðin fyrir sunnan skúrir sunnanlands, en þurrt land barst allhratt NNA. Ákafar deilur á fyrir- lestri I Háskólanum í gœr um trjárækt og náttúruvernd • Karlakaup hækkar nú þegar um allt frá 11% til 19.6%. • Kvennakaup hækkar nú þeg ar um allt frá 14% til 22.6%. • Verði samningnum ekki sagt upp 1. júní 1962 hækkar kaup þá um 4% til viðbótar. Sátta- fundir SÁTTASEMJARAR héldu fundi í gærkvöldi með samninganefndum iðnaðar mannafélaganna og vinnu- veitcnda, ennfremur samn inganefnd Vörubílstjórafé- lagsins Þróttar og vinnu- veitenda. Hófust fundirnir kl. 9. Fundi Þróttar og vinnuveitenda lauk um miðnætti án þess að sam- komulag næðist. Sáttafundinum með iðn- aðarmönnum og vinnuveit endum var hins vegar ekki lokið, þegar blaðið fór í prentun. Framh. af bls. 24. breyzt í aðalatriðum eins og hér •egir: 1. Tímakaupsmenn fá kauphækk- un 11%, eins og samið var um við vinnuveitendur á Akranesi fyrr í mánuðinum, en engin greiðsla í styrktarsjóð verka- manna. 2. Eftirvinnuálag hækkar úr 50% í 60%, sömuleiðis til samræmis við áður gerða samninga á Akranesi. 3. Kaup mánaðarkaupsmanna hækkar um 12,25%, og er hækkunin umfram 11% raun- verulega til leiðréttingar á fyrri samningsákvæðum. 4. Menn, sem starfað hafa í verk- smiðjunni eitt ár eða lengur, skulu teknir á mánaðarkaup. Fallizt var á þetta ákvæði til samræmis við kjör verka- manna innan verksmiðjunnar. 5. Kaup mánaðarkaupsmanna hækkar um 5% eftir tveggja ára starf, og er það í samræmi við tíðkanlegar venjur hjá öðrum fyrirtækjum, en kemur fyrst nú til framkvæmda hjá Sementsverksmiðju ríkisins, enda ekki svo langt um liðið síðan hún hóf starfsemi sína. 6. Eftirvinnu- og næturvinnu- kaup hækkar til samræmis við það, er að ofan greinir. 7. Hækkun á kaupi verkakvenna er hin sama og samið var um á Akranesi áður. • Vinnuveitendur greiða í sjúkrasjóð Iðju sem svarar 1% af útborguðu kaupi fyrir dagvinnu. Verður sjóðnum varið til að standa straum af sjúkrakostnaði iðnverkafólks. Stjórn sjóðsins verður skipuð 3 mönnum, 1 frá hvorum aðila og oddamaður verður tilnefndur eftir samkomulagi þeirra. Náist ekki samkomulag tilnefnir borgar dómarinn í Reykjavík oddamann. Endurskoðendur sjóðsins verða 2, 1 frá hvorum aðila. Þá er heimilt að lána úr sjóðn- um til byggingar félagsheimilis Iðju. • Orlof þeirra, sem unnið hafa í 10 ár eða lengur lengist, og get- ur orðið allt að 4 vikum. • Eftirvinna verður áfram gr. með 50% álagi á dagvinnu og nætur- og helgidagavinna með 100% álagi. • Vinnuveitandi sér um þvott á vinnufatnaði, þar sem sérstak- uf vinnufatnaður er áskilinn. Einkaleyfi í Viðey SJÓSTANGAVEIÐIN, félag það, sem gerir út sjóstangaveiðibát- inn Nóa, hefur fengið einkaleyfi til þess að setja fólk á land í Viðey. Eigandi eyjarinnar hefur selt félaginu þennan rétt í allt sumar og er áætlað að fara með fólk í skemmtisiglingu á Nóa um helgar og virka daga, þegar veð- urskilyrði eru góð. Verður þá komið við í Viðey. Höfuðkröfur verkalýsdeildar- innar á Akranesi í upphafi vinnu deilunnar við Sementsverk- smiðju ríkisins voru þessar: 1. Sett skyldu í samning ákvæði um hámarkshraða pökkunar- vélar, 1900 sekkir á klst., og lágmarkstölu stúfningarmanna í skipalestum, en hraði pökk- unarvélar skyldi lækkaður enn meir í samræmi við kröfur verkamanna og trúnaðarmanns eftir aðstæðum. 2. Við hver vaktaskipti skyldi greiða a. m. k. 14 klst. sam- kvæmt næturvinnutaxta. 3. Ekki skyldi forráðamönnum Sementsverksmiðjunnar heim- ilt að flytja menn til í starfi, nema með samþykki viðkom- andi starfsmanns. 4. Kaup við útskipun sements skyldi hækka um kr. 5,13 pr. klst. umfram Ofannefnd 11%. 5. Gerðir skyldu 3 eða 5 sjálf- stæðir samningar við Verka- lýðsfélag Akraness. Fylgt var mjög fast eftir kröf- um þessum nær óslitið frá upp- hafi samningsviðræðna til síð- asta dags, Og í upphafi var því jafnvel. lýst yfir, að viðræður væru gagnslausar, nema fallizt væri á kröfur þessar, einkum þá, er um getur í 5. lið. Við endalok samningsgerðar- innar var fallið frá öllum þessum kröfum. 29. júní 1961. Ásgeir Pétursson formaður stjórnar Sementsverksmiðju ríkisins Jón E. Vestdal forstjóri I GÆRKVÖLDI flutti Mr. Ric- hard H. Pough, form. banda- rísku náttúruverndarsamtak- anna, erindi í Háskólanum á vegum Hins ísl. náttúrufræðifé- Ipgs og Náttúruvemdarráðs ís- lands og fjallaði fyrirlesturinn um náttúruvernd í Bandaríkjun- um. Skýrði hann frá verndar- svæðum þeim, sem Bandaríkja- menn hafa komið upp víðs veg- ar um Ameríku til að halda ó- spilltri allri náttúru og gróðri. Eru verndarsvæði þessi í öllum gróðurbeltum Ameríku. Til skýr ingar sýndi hann myndir af ýms um gróðri í sínu rétta umhverfi. Drap hann á merkileg atriði og sagði frá reynslu, sem orðið hefði í Bandaríkjunum á þessu sviði. Skógrækt Að fyrirlestrinum loknum var mönnum boðið að bera fram MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning um að hinn 28. júní hefði forseti íslands skipað Loga Einarsson, fulltrúa í dóms- Og kirkjumálaráðuneytinu, yfir- sakadómara í Reykjavík frá 1. júnx 1961 að telja. Logi Einarsson er 43ja ára að aldri, fæddur í Reykjavík 16. okt. 1917, sonur hjónanna Sigríðar Þorláksdóttur (kaupmanns í Reykjavík, Johnsons) og Einars hæstaréttardómara Arnórssonar (Jónssonar bónda á Minna-Mos- felli 1 Grímsnesi). Hann lauk spurningar varðandi hann. Reis þá upp Hákon Bjarnason skóg- ræktarstjóri og vék að um- mælum Mr. Poughs í einu dag- blaði bæjarins, þar sem haldið hefði verið fram að barnalegt væri að sóa tugmilljónum króna til skógræktar í þeirri von að eftir hálfa eða heila öld verði landið þakið nytjaskógi, og sagt að skógur hentaði ekki ís- lenzkum staðháttum, að öðrum kosti væri hann hér sjálfkrafa. Hafði Mr. Pough sagt í nefndu viðtali að færustu sérfræðinga þyrfti til að ganga úr skugga um möguleikana á að rækta skóg áður en milljónum króna væri sóað í það. Spurði skógræktar- stjóri hvaðan maðurinn hefði þessar upplýsingar, taldi upp fjölmarga skógfræðinga, sem hér hefðu verið og kvað hann mundu hafa fallið í hendur óhlutvandra manna hér, og þeir menn mundu Verzlunarskólaprófi 1936, varð stúdent við Menntaskólann í Reykjavík 1939 með 1. einkunn og cand. juris við Háskóla íslands 1944 með mjög hárri fyrstu eink- unn: hlaut 236 stig. Sama sumar varð hann fulltrúi hjá sakadóm- aranum í Reykjavík. 1946—1947 var hann við nám í Svíþjóð og víðar. Héraðsdómslögmaður varð hann 1949. 1951 varð hann full- trúi í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu og hefur aðallega fengizt við afgreiðslu opinberra mála síðan. Er óhætt að fullyrða, að fáir muni hafa jafn alhliða reynslu í starfi við meðferð opin- berra mála og Logi Einarsson. Hefur hann unnið bæði að dóms- störfum Og ákærustörfum, eins og að framan greinir. Logi Einarsson er kvæntur Oddnýju Gísladóttur, og eiga þau tvær dætur barna. Ferðafélagið fer 5 lielgarferðir NÚ UM helgina efnir Ferðafélag íslands til 5 helgarferða, lagt af stað eftir hádegi á laugardag og komið heim á sunnudagskvöld. Farið verður í Þjórsárdal, í Húsa fellsskóg, Landmannalaugar, Þórsmörk og að Hagavatni. Eru þetta fyrstu helgaferðir félags- ins á tvo fyrsttöldu staðina og einnig að Hagavatni, þar sem ráðgerðar eru gönguferðir í ná- grenni vatnsins og jökulsins. vera í salnum, sem væru upp- hafsmenn þessa' rógs. Mr. Pough svaraði, sagðist virða tilraunir íslendinga til að rækta skóg, en kvaðst telja að þeir ættu að fara varlega í hvar þeir plönt- uðu honum og binda sig meira við tilraunir á einstökum svæð- um, áður en þeir dreifðu skógin- um alls staðar. Og tók hann sem dæmi plöntun á barrskógi á Þing völlum, í Dimmuborgum, og við Mývatn, þar sem það gæti auð- veldlega ruglað eðlilegum gróðri og fuglalífi. Þessir staðir væru oí sérstæðir í veröldinni til að fara að breyta þeim. Ókurteisi — sannleikur Þá reis upp Jakob Eiríksson, þakkaði fyrir hinn fróðlega fyrir lestur og flutti kveðjur Halidórs Pálssonar, ráðunauts og þakklæti fyrir þau ummæli T nefndu við- tali um að afkoma þjóðarinnar byggðist á sauðfénu og örugg fjár festing lægi í ræktun móa og mýra, en ekki skýjaborgum. Urðu nokkrar fleiri orða- hnippingar milli Hákonar og mr. Pough. Taldi Hákon Pough hafa sýnt óháttvísi með slíkum um mælum, þar sem hann væri gest ur á íslandi, en mr. Pough kvaðst vera hér á eigin vegum, og mað ur mætti aldrei vera svo kurteis að sannleikurinn væri látinn víkja. Eyþór Einarsson þakkaði að lokum fyrirlesaranum fyrir hönd Hins íslenzka náttúrufræðifélags og Náttúruverndarráðs. Hér í Reykjavík munu nú enn vera 10 félög í verkfalli, 9 félög iðnaðarmanna og Vöru bifreiðastjórafélagið Þróttur. Héldu sáttasemjarar fundi með samninganefndum þess- ara félaga allra og vinnuveit- enda í gærkvöldi. Félögin, sem enn eru 1 verkfalli,. eru þessi: Félag járniðnaðarmanna, Félag blikksmiða, Múrarafél. Reykjavíkur, Sveinafél. pípulagningam., Félag bifvélavirkja, Málarafélag Reykjavíkur, Trésmiðafélag Reykjavíkxir, Sveinafélag skipasmiða, Félag ísl. rafvirkja og Vörubifreiðast.fél. þróttur. Sementsverk smiðjan Logi Einarsson skipað- ur yfirsakadómari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.