Morgunblaðið - 30.06.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.06.1961, Blaðsíða 24
IÞRÓTTIR Sjá bls. 22 143. tbl. — Föstudagur 30. júní 1961 Dr. Fitch harmi lostinn eftir slysið Norska skipið Garm flytur hann til Akureyrar i dag í DAG kemur norska eftir- litsskipið Garm til Akureyr- ar frá Jan Mayen með dr. John Fitch foringja brezka rannsóknaleiðangursins, sem lenti í hrapallegu slysi þar um síðustu helgi. Þar hvolfdi báti með 6 leið angursmönnum innanborðs við vesturströnd Jan Mayen. 'Allir drukknuðu nema dr. Fitch sem kemur hingað til lands í dag. Með skipinu eru einnig flutt lík eins skóla- piltsins sem drukknaði, 24 eða 25 ára að aldri. Brezka sendiráðið mun gera ráð- stafanir til að láta flytja lík- ið út til Englands. Mbl. átti stutt viðtal við skipherrann á Garm í gær- dag. Hlustunarskilyrði voru slæm, en skipherrann sagði að líkamleg líðan dr. Fitch væri góð eftir atvikum. Þó væri hann nokkuð kalinn á báðum fótum. Sálarástand þessa vesalings manns er lak ara. Hann er sem niðurbrot- inn maður eftir þetta hrylli- lega slys er varð í leiðangri sem hann stjórnaði sjálfur. í>að þykir ganga kraftaverki næst hvernig dr. Fitch bjargað ist sjálfur af hinum sökkvandi bát. Synti gegnum úfinn og ís- kaldaft sjó að landi, klöngraðist upp klettabelti og kemst loks við illan leik að bækistöð Norðmanna við Jan Mayen. Það var að skilja á skipherran um á Garm, að skipið sjálft hefði ekki tekið þátt í neinni leit, en það hefði verið við Jan Mayen og er það sigldi frá eynni um miðnætti aðfaranótt fimmtudags Framh. á bls. 23. Æfing á óperunni Bíta eftir Donizetti. — Guðmundur Guðjónsson, F. Weisshappel, Þuríður Pálsdóttir, Guðmundur Jónsson og Borgar Garðarsson. Héraösmót Sjálfstæöismanna víðsvegar um land í sumar Tvær óperur verða fluttar Héraðsmót Sjálfstæðismanna 2 í SUMAR efna Sjálfstæðismenn til héraðsmóta víðsvegar um land <S ið. Er ákveðið að halda 26 hér- aðsmót á tímabilinu frá 8. júlí til 10. september. Á samkomum þessum munu forustumenn Sjálfstæðisflokks- 1 Dagsbrúnartund- urinn í gœrkvöldi: Kommúnislar í Lúr somon FJÖLMENNUR fundur Dags-' brúnar samþykktí samkomu- iagið við vinnuveitendur í gær kvöldi í Gamla Bíó. Margir kvöddu sér hljóðs og voru flestir andsnúnir samningn- um. Formaður Dagsbrúnar sk-oraði mjög á fundarmenn að samþykkja samningana. Fram kom tillaga frá framá- -nönnum kommúnista um að hafna styrktarsjóðnum, en fá heldur 2% kauphækkun í staðinn. Þessi tillaga var síð- an dregin til baka, en önnur tiilaga frá sömu aðilum kom fram um að hafna með öllu aðild vinnuveitenda að styrkt arsjóðnum. Formaður Dags- brúnar lýsti því þá yfir, að þetta mál væri ekki á dag- skrá fundarins og var tillagan aldrei borin undir atkvæði. Samningurinn var síðan borinn undir atkvæði og sam- þykktur með öllum þorra at- kvæða. Þegar leitað var mót- atkvæða komu um 40 hendur á loft. Var þá hrópað úr ræðu- stólnum: Eru ekki allir sam- mála? Tíndust þessar hendur þá niður. Að lokum lét Eð- vard Sigurðsson hrópa húrra fyrir Dagsbrún og hét því að verða búinn að koma at- vinnurekendum úr stjórn sjóðsins innan tveggja ára. Æfing á óperunni La Serva Padrona eftir Pergolesi. — Ásgeir Beinteinsson, Sigurveig Hjalte- steð, Kristinn Hallsson og Þorgils Axelsson. (Ljósm. Mbl.: Markús) Kauphækkun í Sementsverk- smiðjunni í samræmi við áður gerða Akranessamninga Yfirlýsing frá stjórnarformanni og forstjóra Sementsverksmiðjunnar ÞJÓÐVILJINN skýrir frá því á forsiðu blaðsins í gær, að stjórn Sementsverksmiðju ríkisins hafi hafnað aðild að Vinnuveitenda- sambandi íslands. Hér er ekki rétt með farið. Hið sanna um mál þetta er að verksmiðjustjórnin hefur ein- mitt samþykkt að ganga í Vinnu- veitendasambandið. Ekki var ætlunin að skýra opinberlega frá þessu strax og hefur mál þetta verið trúnaðarmál Sementsverk- smiðjunnar. Þar sem mál þetta hefur nú verið rætt opinberlega, svo og samningar þeir, sem gerðir hafa verið við verkalýðsfélag Akra- ness, þykir rétt að taka fram eft- irfarandi. Á fundi verksmiðju- stjórnarinnar hinn 20. maí sl. flutti formaður tillögu um að Sementsverksmiðja ríkisins gerð- ist aðili að Vinnuveitendasam- bandi íslands. Við atkvæða- greiðslu hlaut tillagan tvö at- kvæði, þeirra formanns og Pét- urs Ottesen, sem sendi skriflegt atkvæði á fundinn, en hann ligg- ur í sjúkrahúsi. Gegn tillögunni greiddu þeir atkvæði, Ingi R. Helgason og Helgi Þorsteinsson. Einn stjórnarmanna, Guðmund- ur Sveinbjörnsson, kvaðst ekki að svo komnu máli vera reiðu- búinn til þess að taka afstöðu til málsins og óskaði eftir frestun þess. Var sá frestur veittur með samhljóða atkvæðum stjórnar- manna, og átti Guðmundur að til- kynna formanni afstöðu sína síð- ar. Þetta hefur hann gert Og til- kynnti samþykki sitt. Hinsvegar óskaði hann þess að ekki yrði gengið frá aðild verksmiðjunn- ar, fyrr en fyrirsjáanlegri vinnu deilu væri lokið. í samræmi við þetta, verður nú gengið frá aðild verksmiðjunnar að Vinnuveit- endasambandinu á næstunni. Vmnuveitendur samþykktu STJÓRN Vinnuveitenda sambands íslands hélt fund í gærdag til þess að fjalla um samkomulagið við Dagsbrún. Samkomu- lagið var samþykkt. Með samningum þeim milli Sementsverksmiðju ríkisins og Verkalýðsfélags Akraness, sem undirritaðir voru á Akranesi 28. þ.m., hafa kjör verkamanna Frh. á bls. 2 ins mæta að venju og verðuf síðar skýrt frá ræðiumönnum á hverjum stað. Þá verður á hverju héraðsmóti flutt ópera. Verður ýmist óperan Rita eftir Donizetti eða óperan La Serva Padrona eftir Pergol- esi. Er nú unnið kappsamlega að æfingum á þessum óperum undir stjórn F. Weisshappel og Ásgeira Beinteinssonar, píanóleikara. Með hlutverk í óperum þessum fara óperusöngvararnir Sigur- veig Hjaltested, Þuríður Pálsdótt ir, Guðmundur Guðjónsson, Guð mundur Jónsson og Kristinn Hallsson. Þá fara með önnur hlut verk leikararnir Borgar Garðara son og Þorgils Axelsson. Óperur þessar verða fluttar á íslenzku. Héraðsmótin verða á þeim stöð um sem hér segir: Nesodda, Dalasýslu, 8. júlí. Vík V-Skaftafellssýslu, 8. júlí. Sæ- vangi Strandasýslu, 9. júlí. Hellu Rangárvallasýslu, 9. júlí. Reyðar firði, 15. júlí. Vopnafirði 16. júlí. Mánagarði, Austur-Skaftafells- sýslu, 29. júlí. Breiðdalsvík, S- Múlasýslu, 30. júlí. Suðureyri, V- ísafjarðarsýslni, 5. ágúst. Sauðár króki, 5. ágúst. Reykjanesi, N-ísa fjarðarsýslu, 6. ágúst. Laugar- brekku, V-Húnavatnssýslu, 6. ágúst. Bíldudal, 19. ágúst. Árnes sýslu, 19. ágúst. Króksf jarðarnesi A-Barðastrandarsýslu, 20. ágúst. Akranesi, 20. ágúst. Dalvík, 26. ágúst Ólafsfirði, 27. ágúst, Borg arnesi, 2. sept. Skúlagarði, N- Þingeyjarsýslu, 2. sept. Breiða- bliki, Snæfellsnessýslu, 3. sept. Freyvangi, Eyjafirði, 3. sept. ísa firði, 9. sept. Siglufirði, 9. sept. Bolungarvík, 10. sept. Blönduósi 10. sept. Nánar verður skýrt frá tilhög un hvers héraðsmóts, áður en það verður haldið. Sættír í málum MEÐ STEFNU útgefinni 20. febr. 1961 höfðaði Ingi R. Helgason hdl. og framkvæmdarstjóri Sósíalist- flokksins, mál á bæjarþingi Reykjavíkur á hendur Morgun- blaðinu vegna fréttar, er birtist í blaðinu 12. febrúar s.l. Sátta- kæra í málinu hafði verið gefin út 13. febrúar, en þann sama dag kærði Ingi R. Helgason einn ig einn af ritstjórum Mbl., Eyjólf Konráð Jónsson, hdl., fyrir stjórn Lögmánnafélags íslands. Ritstjórn Morgunblaðsins vill fúslega leiðrétta það mishermi i áminnztri frétt, að Inga R. Helga syni hafi verið vikið úr fram- kvæmdarstjórastarfi Sósíalista- flokksins vegna rannsóknar á fjárdrætti í flokknum og biður hann velvirðingar á þeim mis- tökum. Er ritstjórn blaðsins ljúft að lýsa enn yfir og undirstrika, að hún ber Inga R. Helgasyni ekki fjárdrátt á brýn. Bæði þessi mál hafa nú veríð felld niður og hefir Mbl. fallizt á að greiða málskostnað í fyrr- greindu bæjarþingsmáli kr. 6.000.00. Skemtndarverk j við Rauðavatn UNDANFARNAR nætur hef- ur verið farið í alla skúra í girtu garðlöndunum uppi við Rauðavatn. Lásar hafa verið sprengdir, höggnir eða snúnir í sundur, hurðir brotnar og aðrar skemmdir unnar á skúr unum. Líklegt má telja, að þar hafi menn í benzínleit verið á ferð, því að ekki er vitað til, að neinu hafi verið stolið. Innbrotsmennirnir hafa geng- ið hrottalega um og valdið all miklu tjóni. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.