Morgunblaðið - 30.06.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.06.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVTSBLAÐIÐ Föstudagur 30. 'júní 1961 CTtg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastj óri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesserv. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgveiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargj&ld kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. HVAÐ TEKUR VIÐ ? KAUPHÆKKUN ÁN KJARABÓTA ALLAR líkur benda því til, ™ að útflutningsframleiðsl- an geti ekki haldið rekstri tækja sinna áfram án þess að nýjar ráðstafanir verði gerðar til -þess að tryggja rekstrargrundvöll hennar. — Um það, hvaða leiðir verða farnar til þess skal ekkert fullyrt að sinni. En flestir ís- lendingar gera sér áreiðan- lega ljóst, að þar er ekki um auðugan garð að gresja. Það er fyrst og fremst um tvær leiðir að velja: Að taka upp uppbótakerfið að nýju eða að skrá krónuna í samræmi við raunverulegt gildi henn- ar, eftir þá atburði, sem nú hafa gerzt. Launþegar voru aðvaraðir áður en þeír hófust handa ALLIR fagna því að sjálf-^ sögðu að löngu Dags- brúnarverkfalli er lokið. En sú spurning hlýtur jafnframt að rísa, hverjar verða afleið- ingar þeirra kauphækkana, sem orðið hafa og ætla má að muni ná til meginhluta þjóð- arinnar. Fyrstu afleiðingarnar verða þær, að verð landbúnaðaraf- urða h:ekkar lögum sam- kvæmt. Fram hjá því verð- ur ekki komizt. En mikil hætta er á því að verðhækk- anir verði töluvert víðtæk- ari. Vitanlega eru allir sam- mála um það, að æskilegast væri að atvinnuvegir þjóð- arinnar gætu greitt hinn aukna tilkostnað án þess að hækka verð framleiðslu sinn- ar. En litlar eða engar vonir standa til þess að það verði mögulegt. Verzlunin hefurtil dæmis undanfarið búið við svo lága álagningu að von- laust er að hún geti risið undir hinum aukna tilkostn- aði án breytingar á henni. Um aðstöðu útflutnings- framleiðslunnar er það að segja, að til dæmis togaraút- gerðin hefur verið rekin með stórfelldu tapi, þannig að við borð hefur legið að meg- inhluti togaranna stöðvaðist algjörlega. Hraðfrystihúsin og bátaútgerðin hafa einnig barizt í bökkum og er at- hyglisvert að t. d. ýms af hraðfrystihúsum SÍS hafa undanfarið, síðen kaupgjald- ið var hækkað, reynt að knýja fram lækkun á fisk- verðinu til sjómanna. En af því hlyti að sjálfsögðu að leiða kauplækkun þeirrar stéttar. um þau verkföll, sem nú eru að ljúka. Þeir vissu að fram- leiðslan var þess ekki megn- ug að greiða verulegar kaup- hækkanir. Aðvörunarorðun- um var ekki sinnt og öll þjóðin sýpur á næstunni seyðið af þeim fyrirhyggju- lausu aðgerðum, sem verk- föllin hafa haft í för með sér. Kaupið hækkar að krónu- tölu. En það eitt tryggir ekki raunverulegar kjarabætur. — Framleiðsla þjóðarinnar verð ur að geta risið undir kaup- hækkuninni. Þá fyrst verður hún launþegum að gagni. En það gerir framleiðslan ekki nú. Þess vegna hefur sá kostur verið valinn, sem ekki verður talinn líklegur til farsældar. Það er kaup- hækkun án kjarabóta. HÖTANIR KRÚS- JEFFS l'UIKITA Krúsjeff hefur enn ’ á ný fitjað upp á illdeil- um um Berlín. í ræðu, sem hann hélt nýlega, hótaði hann því að semja sérfrið við lepp stjórn kommúnista í Austur- Þýzkalandi og fá henni síðan yfirstjórn Berlínar. Með slíku atferli væri þverbrotið samkomulag það, sem banda- menn gerðu með sér að styrj öldinni lokinni. Sovétstjórnin hefur eins og kunnugt er hindrað að frið- arsamningar yrðu gerðir við sameinað Þýzkaland. Þess í stað hefur hún viðurkennt Ieppstjórn kommúnista í Austur-Þýzkalandi og hefur nú, eins og áður er sagt, í frammi hótanir um það að fá henni yfirráð yfir allri Berlín. En Vesturveldin hafa eins og kunnugt er allt frá styrjaldarlokum haft nokk- urt herlið í Vestur-Berlín, þar sem nú búa rúmlega 2.2 millj. manna. í Austur-Ber- lín, sem er undir stjórn Rússa, býr hins vegar að>eins rúmlega ein miljón manna. ★ 1 Vestur-Þýzkalandi og Vestur-Berlín búa um 55,3 millj. Þjóðverja. í Austur- Þýzkalandi, þar sem lepp- stjórn Rússa fer með völd, búa hins vegar 17,3 millj. Þjóðverja. Auk þess búa um 700 þúsund Þjóðverjar í aust- asta hluta þýzka ríkisins, eins og það var fyrir stríð. Þýzkaland er þannig nú klof- ið í þrjá hluta. Hefur alltaf verið gert ráð fyrir því að friður yrði endanlega saminn við sameinað Þýzkaland. En eins og áður segir hefur ekki Stevenson í S-Ameríku ADLAI Stevenson, aðal- trúi Bandaríkjanna hjá _ Sameinuðu þjóðunum, er fyrir skömmu kominn til Washington úr átján daga ferð til höfuðborga tíu Suður-Ameríkulanda. En ferðina fór Stevenson sem sérstakur fulltrúi Kenn- edys forseta m. a. til að kynna sér fjárhagsaðstæð- ur ríkjanna með tilliti til þarfa þeirra fyrir fjár- liagsaðstoð frá Bandaríkj- unum. Fyrir fimmtán mánuð- um fór Stevenson svipaða ferð til Suður-Ameríku, en ekki á vegum stjórnar- innar. Segir hann að nú sé þar meiri óánægja og hafi fjárhagserfiðleikar farið vaxandi. Við heimkomuna gekk Stev enson þegar til fundar við Kennedy forseta og ræddust þeir við 1 nærri tvær klst. Að þeim viðræðum loknum átti Stevenson fund með blaða mönnum. Hann vildi ekki láta neitt uppi um það hvað rætt hafi verið á fundi hans og Kennedys, en var hinsvegar fús að svara fyrirspurnum fréttamanna varðandi ferðina. $ 100 ÁRSTEKJUR Stevenson sagði að flestar ríkisstjórnirnar í Suður-Ame- ríku þekktu hættuna, sem staf ar af kommúnisma, og hefði baráttan gegn kommúnistum verið aukin. Hinsvegar væri að albaráttumálið í öllum löndun um það að bæta kjör íbúanna. Tók hann sem dæmi Bolivíu. íbúatala landsins er 3,8 millj. og hefur landið fengið 150 millj. dollara fjárhags- og tækniaðstoð frá Bandaríkjun um. Enn er þó fjárhagur lands ins bágur, sem sést bezt a því að meðaltekjur einstaklings eru aðeins um 100 dollarar (kr. 3.800,00) á ári. KR. 22.800.000.000.00. Bandaríkjaþing samþykkti í maí s.l. 600 millj. dollara fjárhagsveitingu til efnahegs- aðstoðar við ríki í Suður-Ame Adlai E. Stevenson á blaðamannafundinum í Hvíta húsinu. samkomulag tekizt með sig- urvegurum styrjaldarinnar um það. Allt bendir til þess að Vest urveldin muni taka hótunum Rússa gagnvart Vestur-Ber- lín með fullri festu. Af þeim hefur hins vegar leitt vax- andi ugg og versnandi horf- ur í alþjóðamálum. Bæði Bretar og Bandaríkjamenn hafa lýst því yfir að þeir muni standa við skuldbind- ingar sínar gagnvart Vestur- Berlín og vitað er að de Gaulle er eindreginn stuðn- ingsmaður þeirrar stefnu. Verður því að telja ólíklegt að Rússar nái öðrum árangri með hótunum sínum en að vekja ugg og ótta um ný átök í sambandi við Berlín- arvandamálið. ríkur. En af þessari upphæð er ætlað að nota 100 millj. doll- ara til uppbyggingar í Chile á svæðum þeim, sem land- skjálftar herjuðu á síðasta ári. Afganginum á að verja til þess að aðstoða löndin við að hjálpa sjálfum sér. Fimm hundruð millj. dollara er mik il upphæð, en þörfin er gífur leg. í>annig hefur til dæmis eitt land, Kóiumbía, skýrt Stevenson frá því að það þurfi alla þessa upphæð á næstu fjórum árum til að byggja upp efnahag sinn. En Kennedy forseti hefur til kynnt að efnahagsaðstoð við erlend ríki skuli eingöngu renna til þeirra landa, þar sem eitthvað er gert til að bæta kjör íbúanna og skapa efna- hagsgrundvöil til frambúðar. Þetta hefur það í för með sér að sum lönd, eins og t.d. Brasilía, sem verulega hafa unnið að því að bæta efnahag sinn, standa betur að vígi að því er efnahagsaðstoð snertir en ýmis önnur, þar sem þörf- in er þó engu minni. Stevenson sagði fréttamönn- um að hlutur Bandarlkjanna í innrásinni á Kúbu hefði skap að mikla óvild í Suður-Ame- ríku, þar sem ssgja mætti að fylgi við afskiptateysi af mál um annarra rikji gengi trúar brögðum næst. Hann kvað rík isstjórnirnar yfiríeixt skilja þá hættu er st afaði frá Castro á Kúbu. En hinsvegar nyti Castro nokkurs fylgis meðal al mennings. Hefðu stjórnirnar meiri áhuga á að leysa efna- hagsvandamál heima fyrir en að bindast samtökum gegn Castro. Annað erindi Stevensons til Suður-Ameríku var að ræða væntanlega ráðstefnu Ame- ríkuríkjanna um efnahagsmál, sem halda á í Jruguay seinna í sumar. Kennedy hefur lagt til að ráðstetnan hefjist í Punta del Esíe njá Montevid eo hinn 15. júlí. En allar lík- ur benda til þess að henni verði frestað þar til seinna í sumar. Ein ástæðan fyrir því er sú að eitthvað dregst að Bandaríkjaþing Ijúki störfum, en fyrr kemst Kennedy ekki á ráðstefnuna. \ Matvælaskorfur í Ausfur-Þýzkalandi VESTUR-þýzka ríkisstjórnin ræddi á ráðuneytisfundi í dag um matvælaskort þann, er nú hefur gert vart við sig í Austur- Þýzkalandi. Eftir fundinn var því lýst yfir að Vestur-Þýzkaland væri reiffubúið að sjá Austur- Þjóðverjum fyrir mjölvöru, kjöti og smjöri eins og þeir þarfnast. Talsmaður vestur-þýzku stjórn arinnar, Felix von Eckhardt sagði fréttamönnum, að ástandið í mat- vælaframleiðslu Austur-Þýzka- lands hefði ekki verið svo alvar- legt í mörg ár sem nú, og væru Veátur-Þjóðverjar fúsir að hlaupa undir bagga, ef stjórn Austur-Þýzkalands vildi þiggja það. Eckhardt hélt því fram vi8 fréttamenn að orsök þessa á- stands mætti ugglaust rekja til breytinga, sem gerðar hefðu ver- ið á landbúnaðarháttum í land- Eckhardt var spurður hvort gerðir hefðu verið samningar milli ríkisstjórnanna um þetta mál, hann svaraði því til, að hann væri ekki viss um, hvort hægt væri að kalla það samninga, en fundur hefði verið haldinn. Full- trúi vestur-þýzku stjórnarinnar í Berlín hélt því hinsvegar frarn í kvöld, er hann var spurður, að ekki hefðu farið fram neinar samningaviðræður-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.