Morgunblaðið - 30.06.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.1961, Blaðsíða 1
24 síður 143. tbl. — Föstudagur 30. júní 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins Samningar undirritaðir. Á myndunum sjást Kjartan Xhors og Ingvar Vilhjálmsson og Halldór Björnsson, Guðmundur J. Guðmundsson og Eðvarð Sigurðsson. Dagsbrúnarverkfallinu lokið: Samið um hlutiausa sjóðsstjdrn Þessu samkomulagi var hægt að ná fyrir 2—3 vikuni U M kl. hálf fjögur í gærdag undirituðu samninganefndir Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Vinnuveitendasam- bands íslands nýjan kjarasamning. Hafði síðasti sáttafund- ur þessara aðila staðið í nær heilan sólarhring samfleytt með nokkrum hléum. Það atriði, sem samkomulagsumleitanir höfðu lengst strandað á, skipun stjórnar styrktarsjóðs Dagsbrúnar, var leyst þannig, að Dagsbrún og Vinnuveitendasambandið nefna hvort um sig 3 aðalmenn í stjórn sjóðsins og 2 vara- menn. Endurskoðendur sjóðsins verða 2, 1 skipaður af hvorum aðila. Er sérstaklega tekið fram í samningunum, að fé sjóðs- Ins skuli varið til að standast straum af veikindum verka- manna og sjúkrakostnaði. Einnig er ákvæði um það, að' þess skuli ávallt gætt, að ráðstöfun á fé sjóðsins fari eigi í bága við tilgang hans og verkefni. — Er þannig tryggi- lega frá því gengið, að um misnotkun sjóðsins getur ekki orðið að ræða. Önnur helztu atriði samningsins eru þau, að allt kaup hækkar nú þegar um 10%, og verði honum ekki sagt upp 1. júní 1962 hækkar kaup um 4% til viðbótar, svo að alls verður bein kauphækkun 14% á einu ári. Þá greiðist eftir- vinna með 60% álagi á dagvinnu og orlofsfé verður 6% af öllu kaupi. Að öllum fríðindum meðtöldum jafngildir útgjaldaaukn- fng atvinnuveganna vegna samningsins þannig 18% kaup- hækkun, sem sundurliðast þannig: 10% kauphækkun nú þegar, 4% kauphækkun 1. júní 1962, 1% greiðist í styrktar- sjóð, breyting á eftirvinnukaupi nemur 2% kauphækkun og hækkun orlofsfjár er talin jafngilda 1% kauphækkun. í einu veigamiklu atriði er um verulegt frávik að ræða frá samningi þeim, sem SÍS hafði áður gert við Dagsbrún. í SÍS-samningnum er gert ráð fyrir, að ætíð, þegar unnið er utanbæjar og verkamönnum er ekki ekið heim til mál- tíða, skuli vinnuveitandi greiða fæðiskostnað. Samkvæmt samningi Vinnuveitendasambandsins og Dagsbrúnar skulu verkamenn hins vegar aðeins fá frítt fæði eða dagpeninga fyrir fæðiskostnaði, þegar þeir eru sérstaklega sendir til vinnu utanbæjar. Er þetta ákvæði í samræmi við samn- inga ýmissa iðnaðarmannafélaga, og afar þýðingarmikið í tilfellum eins og t. d. við Sogsvirkjunina. Loks má nefna, að þar sem það á við, að dómi aðila, er ákvæðisvinna heimil eftir nánara samkomulagi. í nánari atriðum er samning- urinn sem hér segir: ic Allt kaup hækkar nú þeg- ar um 10%. Á Þegar Dagsbrúnarmenn eru sendir til vinnu utanbæjar og þeim er ekki ekið heim á mál- tíðum og (eða) að kvöldi, skulu þeir fá frítt fæði eða dagpen- inga fyrir fæðiskostnaði. Eftirvinna greiðist með 60% álagí og nætur- og helgidaga- vinna með 100% álagi á dag- vinnukaup. ★ Þar sem það á við, að dómi stjórnar Dagsbrúnar og vinnu- veitenda, er ákvæðisvinna heim- il eftir nánara samkomulagi aðila. Á Lágmark orlofs skal vera 18 virkir dagar. Orlofsfé skal vera 6% af öllu kaupi. ÍC Þar sem vinnuveitandi krefst sérstaks vinnufatnaðar, leggur Framhald á bls. 3. Saltsíldar- verðið í gær tókust samningar milli Fél. síldarsaltenda á Norður- og~ Austurlandi og Landsamb. ísl. útvegsmanna um verð á fersksíld til söltunar norðan- lands og austan í sumar. Hið umsamda verð er 195 kr. fyr- ir uppmælda tunnu, 120 lítra, og 263 kr. fyrir uppsaltaða tunnu, þrjú lög í hring. Geysimikil síld barst á land 70 þúsund tunnur á hálfum oðrum sólarhring — Síldin 20% feit - öll í salt GEYSIMIKIÐ magn af feitri og góðri síld barst á land í fyrrinótt og gær. Frá því kl. 8 á miðvikudagsmorgun til kl. 12 í gærkvöldi munu alls um 70 þúsund tunnur síld- ar hafa komið á land. Síld- in er um 20% feit. — Hún veiddist aðallega milli Kol- beinseyjar og Rifsbanka, en smáslatti á Strandagrunns- miðum. Mikil vinna er nú í síldarhöfnunum norðanlands, einkum Siglufirði. Mest til Siglufjarðar SIGLUFIRÐI, 29. júní. Frá því kl. 8 í gærmorgun til jafnlengdar í morgun komu eða tilkynntu komu sína alls 82 skip með samtals 52.290 mál og tunnur. Frá því kl. 8 í morg- un til kl. 10 í kvöld komu eða tilkynntu komu sína 35 skip með 17—18 þúsund tunnur, svo að alls nemur aflinn á þessum tíma um 70 þúsund tunnum og málum. Mestallt af þessu magni hefur borizt hingað til Siglu- fjarðar, en annars skiptist afl- inn á marga staði, Raufarhöfn, Húsavík og Eyjafjarðarhafnir. Feit síld — kjölsaltað úr bátunum Öll hefur síldin farið í salt að heita má, enda er hún stór og falleg, um 20% feit. Fjöldi bóta hefur komið með fullfermi, og slík eru gæði sildarinnar, að „kjölsaltað" er upp úr hverjum báti, en svo komast sjómenn að orði, þegar hver branda er hirt úr skipinu og söltuð. í nótt var saltað á mörgum Frh. á bls. 23 Æ’orsæiisráðh. Finn- lands biðst iausnar \ Helsinki, 29. júní. — (Reuter) ibeðizt lausnar frá embætti FORSÆTISRÁÐHERRA forsætisráðherra. Lagði hann Finnlands, V. J. Sukselainen,' lausnarbeiðnina fyrir Kekk- sem í gær var dæmdur frá onen, forseta landsins, í dag. starfi aðalforstjóra lífeyris- Ekki var í dag látið neitt uppi sjóðs finnska ríkisins, hefur j Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.