Morgunblaðið - 30.06.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.06.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 30. júni 1961 Skyndibrúðkaup Renée Shann: 13 — Ég fór til að gifta mig. — Svo Já, ég heyrði, að það hefði farið svona fyrir nokkrum stúlkum. — Já, ég var ein í þeim hópi. Og önnur er hjá mér í káetu. Hún rétti úr sér. — En það er vist ekkert við þessu að segja. — Það var rétt og! Um fram allt skuluð þér ekki missa móð- inn. Það er ég viss um, að mað- urinn yðar myndi líka segja. — Já, og þessvegna ætla ég ekki að láta hugfallast. Og ég vona, að það verði ekki mjög langt þangað til þetta lagast aft- ur. Hún gat ekki að því gert, að röddin skalf ofurlítið, þrátt fyrir hreystiyrðin. .— Það ætla ég að vona með yður. — Skyldu hafa komið nokkr- ar nýjar fréttir í morgun? Hann leit á klukkuna, sem var þarna rétt hjá sundlauginni. — Það er útvarp í setustofunni og fréttatíminn er rétt að byrja. Eigum við að fara og athuga, hvað er í fréttunum? Hún dró sloppinn yfir herðar sér og brölti á fætur. Fólk var farið að þyrpast að útvarpstækinu. En í fréttunum var ekkert út yfir það, sem þau höfðu -heyrt kvöldinu áður. Júlía sneri burt og sagðist ætla að fara inn að klæða sig. — Eigum við að koma í tennis eftir morgunverð? — Ég skal athuga málið. Ég þarf að sjá til, hvað Joan ætlar að hafast að. Hún er káetufélag- inn minn. Joan var að klæða sig þegar Júlía kom inn í káetuna. — Hvernig var sundlaugin? — Ágæt. .— Var margt fólk? — O, það var nú bara ein manneskja fyrir utan mig. — Karlkyns eða kvenkyns? — Karlkyns. Og ef ég væri að líta á karlmenn, sem væri nú heldur illa viðeigandi af mér svona nýgiftri, þá mundi ég segja að hann væri heldur lögulegur. — Þú getur vel staðið þig við að taka eftir því. Það er ekki eins og við séum gengnar í klaustur. Júlía fór úr sundbolnum og flýtti sér að klæða sig. — Svei mér ef ég er ekki glor- soltin, og skyldi enginn maður trúa, sagði hún. — Ég er viss um, að ég tek heldur óþyrmilega til matar míns. — Mér finnst við ættum að ganga einn hring um þilfarið fyrst. — Það getur þú gert. Ég er búin að fá næga hreyfingu. — Gott og vel. Ég hitti þig í borðsalnum eftir tíu mínútur. — Ég kem þangað. Júlía at- hugaði fötin sín þegar Joan var farin út, og tók að velta því fyrir sér, í hvað hún ætti að fara. Hún fann til gremju, er hún sá þarna öll nýju fötin og engan Robin til að dást að þeim. Hann, sem hafði haft svo mikinn áhuga á fötum hennar meðan þau voru trúlofuð. Hún hafði aldrei komið í nýjum kjól, án þess að hann tæki eftir því. Þetta hafði henni þótt vænt um. Hún vildi aldrei eiga mann, sem væri algjörlega kærulaus um ytra útlit hennar. Hún andvarpaði ofurlitið, er hún seildist eftir gulum kjól, sem hún hafði keypt í dýrri fatn- aðarbúð á útsölu, rétt áður en hún fór frá London. Nú sóð hún og horfði á sjálfa sig í speglin- um og óskaði þess heitast, að Robin væri kominn til að sjá hana. Og um leið varð þráin eftir honum næstum óþolandi. Hún greip um brúnina á snyrtiborð- inu cg reyndi að halda aftur af tárunum, sem komu fram í augu hennar. Robin — Robin — Rob- in! Hvar skýldi hann vera núna? Þennan morgun, sem átti að verða fyrsti morguninn þeirra í hjónabandinu! En svo harkaði hún af sér. Þetta var ekki annað en ræfils- háttur, sagði hún og var reið við sjálfa sig. Hún gekk út úr ká- etunni og flýtti sér upp í borð- salinn. Joan var þar fyrir, og sagðist líka vera búin að fá mat- arlystina aftur. — Ég var að tala við frú Bra- sted, sagði hún. Við vorum á gangi í sömu áttina úppi á þilfari og fórum svo að skrafa saman. — Hvernig er hún? — Það er erfitt að segja, eftir að hafa hitt hana .aðeins einu sinni. Hún er ein af þessum fínu, veraldarvönu konum, en ég kunni nú samt vel við hana, og hafði þó alls ekki búizt við því. Af einhverri tilviljun minntist hún á manninn sinn. Hann á ein- hverja híbýlaverzlun í West End. — Þetta þóttist ég alveg vita, að það gætu ekki verið tveir menn með þessu nafni. — Hún talaði fremur hlýlega um hann, hélt Joan áfram. —Sagðist hafa farið til Ástralíu og verið þar meira en ár, en hlakkaði mikið til að koma heim aftur. Júlía hleypti brúnum. Þetta kom ekki sérlega vel heim við það sem Sandra hafði gefið henni í skyn. Það leit svo út sem sagan sem Clive Brasted hafði sagt Söndru, væri ekki allsendis sannleikanum samkvæm, eða að minnsta kosti óskhyggja hans sjálfs. — Það voru hennar óbreyttu orð, hélt Joan áfram, — að hún hefði varla þolinmæði til þess að bíða eftir að skipið lenti og mað- urinn hennar kæmi að taka á móti henni. — Guð minn góður! Þetta lízt mér ekkert á! — Nei, það grunaði mig líka. Mér skilst, að systir þín ætli ekki að koma á móti þér til South- ampton? Ef hún gerði það, gæti það orðið dálítið óheppilegt, ef þau kæmu þarna saman og væru bæði að bíða eftir skipinu. — Það er lítil hætta á því. Ég efast um, að nokkur taki á móti mér, jafnvel á járnbrautarstöð- inni í London. Við eigum heima lengst úti í Hendon, skilurðu. Robin ætlaði að skrifa heim til mín og segja þeim, að þau skyldu ekki neitt vera að búast við mér fyrr en þau sæju mig. — En frú Brasted býst líklega við, að allt verði fánum skreytt og rauður renningur á bryggj- unni.... — Já, eru ekki sumir karlmenn hreinustu djöflar, sagði Júlía reiðilega. Ég hélt nú frá önd- verðu, að hann væri að blekkja Söndru, en vitanlega þorði ég ekki að hafa orð á því, jafnvit- laus og hún var í honum, og viss um, að allt væri heiðarlegt frá hans hendi. — Hver veit nema hann sé það líka, og konan hans verði fyrir óþyrmilegum vonbrigðum þegar hún kemur heim. — Ég veit ekki, en hvort sem heldur verður. er mér meinilla við þetta allsaman. Mér þykir svo vænt um Söndru, og vildi ógjarna, að hún stofnaði hjóna- band sitt á hjónaskilnaði. Og sjálf held ég, að hún mundi ekki gera það. Ég held sem sé, að það sé frú Rrasted, sem á aurana, sem hann hefur sett í verzlunina og þá er ekki víst að hann verði svo æstur að losa sig við hana. — Heldurðu, að systir þín taki sér þetta mjög nærri? — Já, ég veit, að hún verður alveg frá sér. — Guð minn, hvað þetta getur verið leiðinlegt. — Það er einkennileg tilviljun, að hún skuli þurfa að vera hér á skipinu. Það væri gaman að vita, hvort hún veit nokkuð um Söndru og manninn sinn. — Það gæti mér varla dottið í hug, eftir því, hvernig hún talaði við mig. Nema þá, að hún sé bú- in að heyra það nýlega og ætli að kæfa það í fæðingunni. Er þetta orðið alvarlegt hjá þeim, heldurðu? — Ekki enn, en mér skilst, að það sé nú ekki Clive að þakka, heldur hafi Sandra getað haldið honum frá sér enn sem komið er. — Það hlýtur að vera erfitt, ef hún er eins ástfangin og þú segir. — Það er hún, en hinsvegar hefur hún mjög ákveðnar skoð- anir á réttu og röngu, og ég vil segja, að það sé meira en hann hefur. — Jæja, borðaðu nú morgun- matinn þinn og reyndu að gleyma þessu. Nema þú getir kannske haft gott af einhverju til að leiða hugann frá þínu eigin ástalífi. — Getur verið, þó að ég vildi kannske ekki segja það með þeim orðum. Ég hef engar minnstu áhyggjur af mínu ásta- lífi. — Heldur ekki ég. Þar erum við heppnar, finnst þér ekki? Mér þætti gaman að vita, hvort men»ii;nir okkar hafa nokkrar áhyggjur af því, sem við kynnum að taka upp á á leiðinni heim? — Minn maður þarf þess ekki. Joan skríkti. — Þetta vil ég heyra!!! Og svo ferðu að synda fyrsta morguninn þinn hérna með ungum og laglegum manni! — Bull og vitleysa! — Ég gat ekki skilið það öðru- vísi. — Þú hefur óþarflega mikið ímyndunarafl. Hann vár bara far þegi eins og ég og kom þarna af tilviljun. — Ég þori að sveija mér uppá, að hann hefur orðið feginn að sjá þig. Kvenþjóðin hérna um borð er nú vægast sagt ekkert saman- safn fegurðardfea, að frú Brasted kannske undantekinni. — Þegar máltíðinni var lokið, beið ungi maðurinn eftir Júlíu við dyrnar. — Jæja, eigum við þá að koma í þennan tennis? Júlía hikaði. •— Farðu bara, sagði Joan. — Ég ætla að finna mér eimhvern kyrrlátan krók með bókina mína. — Ég veit ekki nema ég vildi fullt eins gjarna lesa sjálf. Hann ámálgaði þetta ekki frek- ar, en þegar kom að hádegisverð- inum og þær sátu saman við litla tveggja manna borðið, stanzaði hann hjá þeim á leiðinni að sínu eigin borði. — Það á að fara að spila Bingo í setustofunni eftir mat. Eruð þið með? — Já, ætli við komum ekki? sagði Júlía. — Gott. Ég ætla þá að ná okk- ur í borð, sem við getum verið fjögur við. Það er maður með mér í káetunni, sem er bezti ná- ungi. Ættum við ekki að slá okk- ur saman. Það dugar ekki að láta ykkur hengja svona höfuðið all- an tímann. — Við hengjum alls ekki höfuð ið, svöruðu báðar í senn. Hann glotti. — Ég vil að minnsta kosti hindra. að þið far- ið til þess. — Er þetta vinur þinn úr sund lauginni? spurði Joan þegar hann var farinn. — Já. En ég hef nú samt enga hugmynd um, hver hann er. Við komumst ekki svo langt að kynna okkur. — Já, svona hagarðu þér þegai maður lítur af þér! sagði Joan og hló. — Nýgift konan! — Vertu ekki að þessu, Joan. — Jseja, ég býst nú varla við, að Robin þinn kæri sig neitt um að þú hímir allan tímann, án þess að tala við nokkurn mann. Og því skyldi hann það. Aldrei mundi John fórast yfir því þó að ég talaði við fólk. Og þetta er allra viðkunnanlegasti maður. Áður en dagurinn var á enda, voru þau öll fjögur orðin beztu kunningjar. Kunningi Júlíu frá því um morguninn hét Lionel Nugent, en vinur hans Stephen Murray. , — Ef þeir vilja snúast krinj* um okkur á leiðinni, þá sé ég ekk ert að athuga við, að þeir geri það, sagði Joan, þegar þær voru að hátta um kvöldið. Þetta eru hvort sem er, allra almennileg- ustu menn. Stephen sagði mér annars, að Lionel hafi mikla tog- leðurframleiðslu austur þar. — Þetta eru þá hvorttveggja burgeisar, því að Lionel sagði mér það sama um Stephen. Morguninn eftir voru þau öll fjögur í sundlauginni fyrir morg- unverð, og svo kom það eins og af sjálfu sér, að þau færu einnig í ýmsa leiki uppi á íþróttgþilfar- inu, eða gengju sér til skemmt- unar. Og síðdegis mátti oft sjá þau liggjandi í stólum í sólskin- inu og horfandi út á sjóinn. Og svo fengu þau sér oft glas saman áður en gengið væri til kvöld- verðar. ailltvarpiö Föstudagur 30. Júní 8:00 Morgunútvarp (Bæn. —• 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar — 10:10 Ve5ur* fregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —• 12:25 Fréttir og tilkynningar).t 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. 15:05 Tónleikar. —16:00 Frétttr og tilkynningar. — 16:05 Tón* leikar. — 16:30 Veðurfregnir), 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Islenzk tónlist: Fjögur lög fyrir fiðlu og píanó eftir Hallgrím Helgason (Börge Hilfred og höf. leika). 20:15 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20:40 Tónleikar: „Sigurður Jór« salafari", svíta op. 56 eftir Grieg. (Covent Garden hljómsveitin leikur; John Hollingsworth stj.). 20:55 Aandrés Björnsson fer með stölc ur eftir Einar Þórðarson frá Seljabrekku. 21:00 Islenzkir píanóleikar kynna són* ötur Mozarts XIV: Kristinn Gestsson leikur fantasíu og són* ötu nr. 14 í c-moll (K427). 21:30 Utvarpssagan: „Vítahringur“ eft ir Sigurd Hoel; XV. (Arnheiður Sigurðardóttir). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Þríhyrndi hattur« inn“ eftir Antonio de Alarcón; XI. — sögulok. Eyvindur Erlendi son). 22:30 Skemmtitónlist: Sígaunalög, leik in af Sígaunahljómsveitinni í Búdapest. 23:00 Dagskrárlok. Laugadagur 1. Júlí. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. 8:35 Tónleikar — 10:10 Veður- fregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —• 12:25 Fréttir og tilkynningar).! 12:55 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig« urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. — (Fréttir kL 15:00 og 16:00), 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Tónleikar: Lög leikin á ýmia hljóðfæri. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Landsbanki tslands 75 ára: a) Avörp flytja dr. Gylfi Þ, Gíslason viðskiptamálaráð* herra, Baldvin Jónsson for« maður bankaráðs og Pétur Benediktsson bankastjóri. b) Samfelld dagskrá: Úr starfl Landsbankans. 21:00 Tónleikar: Stutt hljómsveitar* vekr eftir Elgar (Hljómsveitin Philharmonia í Lundúnum leik; ur; George Weldon stjórnar). 21:20 Leikrit: „Silfurkannan'* eftir Ingimund. Leikstjóri: Ævar R. Kvaran. 22:00 Fréttir og veðurfregmr. 22:10 Danslög. — 24:00 Dagskrárlok. Og Markús ferðast um frá einum stað til armars og tekur myndir af vinum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.