Morgunblaðið - 30.06.1961, Síða 17

Morgunblaðið - 30.06.1961, Síða 17
Föstudagur 30. júní 1961 MORCVTSBLAÐIÐ 17 'r‘r'r 'W» «* h ‘n»- 't'nn.' «»*•» -"v^' ■ ★ Á SUNNUDAGINN varð ó- hugnanlegur atburður í Syðri Straumfirði á Grænlandi. Is- bjarg hrundi úr skriðjökli — og yfir hóp Bandaríkjamanna, sem þar voru á ferð. Létust 4 þeirra, en 9 slösuðust hættu- lega. Áður hefur verið greint frá þessu í fréttum, en það var ekki fyrr en í gær, að Mbl. fregnaði, að þrír íslend- ingar hefðu verið staddir ör- skammt frá slysstaðnum. Þetta voru Flugfélagsmenn, úr áhöfn Skymastervélar, sem Yfirlögregluþjónninn í Keflavík kærðnr Við jökulröndina í Straumfirði SIGTRYGGUR Árnason yfirlög- regluþjónn í Keflavík hefur ver- ið kærður fyrir vafasöm við- þreyttur svo að ég varð langt á undan. Ég ók svo „í loft- inu“ eins og nærri má geta. * * * ---En Bandaríkjamaðurinn hafði valið fljótfarnari leið og hann varð á undan. Hann til Jbess að ná i hjálp eftir slysið i Straumfirði félagið hefur leigt til Græn- lands. Flugvélin kom heim í gærmorgun og hitti frétta- maður Mbl. flugstjórann, Björn Guðmundsson, að máli. — Það er alltítt, að ferða- menn og Bandaríkjamenn á herstöðinni í Syðri Straum- firði fari inn að skriðjöklin- um, sem gengur þarna niður — um 25 km innan við her- stöðina. — Við flugum ekkert á sunnudaginn, veðrið var mjög gott — svo að þrír okkar á- kváðum að fá okkur göngu- ferð og fara inn að skriðjökl- inum, sem við höfðum svo oft flogið yfir og hrifizt af. * * * — Við vorum saman, Ingi- mar Sveinbjörnsson, flugmað- ur, og Ásgeir Ásgrímsson, véla maður. Við höfðum bíl og ók- um þriðjung leiðarinnar — troðninginn á enda, en skild- um bílinn síðan eftir og héld- um áfram fótgangandi. — Skömmu siðar gengum voð fram á hóp Bandaríkja- manna, sem var í sömu er- indum og við. Þeir fóru hægt, því glaða sólskin var og hitinn steikjandj um 20 stig. Við vor um hálfnaktir, nutum þess vel, því up við jökulinn losn- ar maður við mývarginn, sem allt lifandi ætlar að drepa niðri í firðinum. * * * — Við röbbuðum við menn- ina um fegurð náttúrunnar, eins og gengur, en síðan hröð- uðum við þremenningarnir för okkar og fórum fram úr hópnum. — Við komum að jökulröndinni þar sem á renn ur fram undan jöklinum. Nátt úran var þarna stórbrotin. Við fórum alveg að jöklinum, ætluðum að klífa upp. En þarna næst ánni var mikill hellir inn í ísinn — og við vorum einmitt að tala um, að lítið yrði úr okkur, ef jöklin- um dytti nú allt í einu í hug að drita einhverju úr sér þarna. — Þarna vorum við góða stund, fórum svo meðfram röndinni um 100 metra og þar upp í jökulinn, mjög stutt. Við héldum heimleiðis í þann mund er Bandaríkjamennirn- ir komu á staðinn. í nokkur hundruð metra fjarlægð nám- um við staðar, á smáhæð. Jök- ullinn var að skríða fram hin- um megin við ána. Það var stórbrotið. Við sáum, þegar um 100 metra löng glufa opn aðist, hvernig ísbjörgin ultu fram — út í ána. — Svo héldum við förinni áfram. Ekki höfðum við geng- ið lengur en 10 mínútur, þeg- ar við heyrðum óskaplegan hávaða. Nú hafði hann brotið af sér — og það ekkert smá- ræði. Við námum staðar og litum við. Isbjörgin féllu út í ána og vatnsstrókurinn stóð hátt í loft upp. Andartaki síð- ar heyrðist aftur skruðning- ur, engu minni en áður. Við skeyttum þessu engu, því við höfðum einmitt verið að horfa á þetta rétt áður. Ekki sáum við heldur til Bandaríkjamann anna, því smáhæð bar í milli. * * * — En við höfðum ekki farið mjög langt, þegar við sáum að maður kom hlaupandi á eftir okkur. Hann var móður og másandi. Þetta var eini Daninn úr hópnum. Sagði hann, að stórslys hefði orðið, ísbjarg hefði hrunið yfir á hóp inn og a. m. k. tveir látizt. Sagði hann, að Bandaríkja- maður hefði líka hlaupið eftir hjálp, en farið aðra leið. — Ég sagði manninum hvar billinn okkar var, lykillinn væri á sínum stað — og sá okkar, sem yrði á undan, tæki bílinn og æki til flugstöðvar- innar. Svo hlupum við báðir. Daninn var þegar orðinn hafði hlaupið yfir sandana, sem maður fer ekki út á í skemmtigöngu, eins og okkar. En, þegar Daninn hljóp á okk- ur vorum við það fjarri sönd- unum að úr því sem komið var borgaði sig ekki að krækja út á þá. — Þegar ég ók inn á flug- stöðina var þyrilvængja áð fara á loft — og skömmu síð- ar fór önnur þyrilvængja, frá ísbrjóti, sem var á firðinum. Þær fóru margar ferðir á milli fluttu líkin og alia slasaða og skrámaða. Hinir komu land- veginn. Það var ekki um ann- að rætt á flugstöðinni, eins og nærri má geta, og voru menn slegnir miklum óhug. Það hefur verið ein helzta upp lyfting manna þarna á sumrin að fara inn að skriðjöklinum og þangað er líka farið með ferðamenn, eins og ég sagði áður — og aldrei hefur neitt komið fyrir — fyrr en nú. * * * — Daginn eftir flugum við þarna . yfir og þá var allt breytt.Jökulinn hafði brotið af sér óskapleg „björg“. Klapp- irnar, sem við höfðum flat- magað á og sólað okkur dag- inn áður — við jökulröndina, voru nú einhvers staðar und- ir þessum ruðningi. Það hefði ekki verið girnilegt að eiga náttstað þar, sagði Björn að lokum. Til Straumfjarðar flýg ur hann í kvöld. Síöustu átökin við Sindra SVO sem kunnugt er, hefur nokkrum sinnum komið til tals- verðra átaka milli verkfallsvarða Dagsbrúnar og starfsmanna Sindra meðan á verkfallinu hefur staðið. f gær kom enn til nokk- urra átaka við geymslusvæði Sindra í Borgartúni, þegar flytja átti vörubifreið með steypujárni til á geymslusvæðinu, en til þess Lengst til vinstrl sér á „lyftarann“. þurfti hún að aka þvert yfir Borgartún. Höfðu verkfallsverðir lagt tveim stórum vörubifreiðum og lítilli fólksbifreið fyrir innkeyrsluna nOrðan Borgartúns tii þess að hindra, að steypujárnsbifreiðinni væri ekið yfir á svæðið sunnan megin götunnar. Fólksbifreiðin var næst hliðinu, og skemmdist hún því allmikið, er aka átti Sindrabifreiðinni út. Þegar hliðið hafði verið opnað og fólksbif- reiðin fjarlægð, sendu Sindra- menn út „lyftara“, sem lyfti und- ir pall annarrar vörubifreiðar- innar, er fyrir stóð. Voru þær báðar fluttar burt eftir nokkurt þjark um rétt þeirra til þess að standa fyrir innkeyrslunni. Ætluðu Sindramenn nú að koma bifreið sinni á milli svæð- anna og kom til nokkurra átaka við verkfallsveiði við þær til- raunir. Lögreglumenn höfðu ver- ið kvaddir á vettvang og reyndu þeir að stilla til friðar. Reyndist það miður vel séð af sumum Handalögmál við hliðið. verkfallsvarðanna, sem kölluðu lögreglumennina „leppa atvinnu- rekendaklíkunnar“, „auðvalds- agenta* og fleiri illyrðum í sama dúr. Var nú komið að kaffihléi hjá Sindramönnum. Lokuðu þeir þá sjálfir hliðinu og slógu á frest tilraunum sínum til þess að koma bifreiðinni út. Þegar kaffihléi lauk hafði mestu öldurn ar lægt, enda flestir verkfalls- varðanna farnir. Var steypujárns bifreiðin nú flutt milli svæðanna án þess að til frekari átaka kæmi. skipti, sem hann hefur rekið með varning af Keflavíkurf lugvel li, keyptan af sölunefnd varnarliðs eigna. Kæran sem fram er komin er vegna einna af síðustu viðskipt- um hans, er hann kaupir gamlan bragga af sölunefndinni á kr. 2.500.00 og selur hann aftur til Guðlaugs S. Eyjólfssonar fyrir kr. 12.500.00. Guðlaugur kærir yfirlögreglu- þjóninn ekki fyrir þennan gífur- lega söluhagnað á braggagarm- inum, heldur fyrir að neita að gefa kaupanda kvittun eða afsal, þar sem verð sé tilgreint. Sigtryggur var einnig búin að hirða úr bragganum hreinlætis- tæki, sem áttu að fylgja honum, en varð að skila þeim aftur áður en til kærunnar kom. Guðlaugur er grandvar maður og vildi fá kvittun fyrir þeim pen ingum, sem hann greiddi, með- fram vegna þess að hann tók þá úr sparisjóðsbók sinni við Spari sjóð Keflavíkur, en Sigtryggur yfirlögregluþjónn var ófáanleg- ur til að skjalfesta þennan lið við skipta sinna, enda þótt hann væri í einkennisbúningi lögregl- unnar þegar þessi viðskipti fóru. fram. Fyrir rétti neitaði yfirlögreglu þjónninn að svara flestum spurn ingum sem fyrir hann voru lagð ar, en viðurkenndi þó að þessi við skipti hefðu farið fram. Rannsókn þessa máls er að mestu lokið og hefur málið verið sent dómsmálaráðuneytinu til fyrirsagnar. Helgi S. Jónsson Báðir á batavegl MORGUNBLAÐIÐ spurðist í gær fyrir líðan litla drengsins á Eski firði, sem fékk öngul í augað um síðustu helgi, en hann liggur nú í sjúkrahúsi í Reykjavík. Blað inu var sagt, að honum liði furðu vel og væri á batavegi, en of snemmt væri að segja nokkuð ákveðið um það, hvort hann héldi óskertri sjón á auganu. Sá, sem meiddist á höfði í bifreiðarslysinu fyrir ofan Hofs ós á laugardaginn hefur legið síðan í sjúkrahúsinu á Sauðár- króki. Hlaut hann slæman heila hristing. Blaðið fékk þær upplýs ingar í gær, að honum liði nú vel og væri á góðum batavegi. Nýttiðnfyrirtæki á ísafirði ísafirði, 26. júní < í MAÍMÁNUÐI sl. tók til starfti hér á ísafirði nýtt iðnfyrirtæki, Fjöliðjan h.f. Aðaleigandi er Marselíus Bernharðsson, skipasmíðameist- ari, en að undirbúningi við stofn unina vann einkum Ingvar Ing- varsson. Fjöliðjan framleiðir þrjár teg- undir af tvöföldu einangrunar- gleri — „secure-gleri“ svonefndu Glerið er fengið frá Vestur- Þýzkalandi. Ingvar Ingvarsson stjórnar daglegri starfsemi, og fimm manns vinna þar að stað- aldri, en síðar verður starfsfólk- ið allt að tíu talsins. Fjöliðjan fær á næstunni vélar til gler- siípunar og speglagerðar. Þá mun hún og framleiða öryggisgler í bifreiðar og skip. — G.K. Ingi Ingimundarson héraðsdómslögmaður málflutningur — lögfræðistörf Tjarnargötu 30. — Sími 24753. LÚÐVÍK GIZURARSON héraðsdómslögmaður Tjarnargötu 4. — Sími 14855.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.